Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Side 12
12 MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 Spurningin Hvaða íþróttamaður er í uppáhaldi hjá þér? Björn Guðmundsson, fyrrv. flug- stjóri: Kristinn Björnsson. Kristrún Jónsdóttir húsmóðir: Kristinn Bjömsson og Vala Flosa- dóttir. Jón Helgi Hólmgeirsson, 9 ára: Magnús Scheving. Steinar Þór Ólafsson, 9 ára: Krist- inn Bjömsson. Árni Mathiesen alþingismaður: Lee, markvörður í FH. Magnús Benjamínsson: Jón Amar Magnússon. Lesendur Almannafé og ríkisfjármál Þingmenn eru ekki þeir einu sem teljast gera þjóðinni gagn, segir m.a. í bréfinu. K.H. skrifar: Allir eru nú upplýstir um hve lág launin eru hér á landi miðað við önnur lönd, en þó erum við íslendingar taldir vera með 10 ríkustu þjóðum heims. Meirihluta þjóðarinnar sem vinnur á ekki að vanmeta. Þing- menn eru ekki þeir einu sem teljast gera þjóðinni gagn. Setja ætti reglur, svo að þeir komist ekki upp með brask og hrossa- kaup og takmarka ætti hve mik- ið þessir menn mega útdeila miklu fé úr ríkissjóði. Ýmis fríð- indi sem þeir fá ætti að afnema. Hvers vegna geta þeir ekki greitt utanlandsferðir sínar eða ráð- herrar fyrir bilana sem þeir aka á? Allir aðrir í landinu þurfa að greiða þetta af sínum eigin laun- um - eða svo til allir - þótt þau laun séu lægri. Þótt nýverið sé búið að gera launasamninga ættu margar lág- launastéttir í raun að krefjast endur- skoðunar á þeim og krefjast hærri launa. Laun eru enn þá ekki mann- sæmandi, þrátt fyrir þá hækkun sem varð. í raun er varla hægt að tala um launahækkun. Það eru einfaldlega settir á fleiri skattstofnar og þeir sem fyrir eru hækkaðir, eða viðbót- ar-þjónustugjöld til að ná pening- unum aftur inn í ríkiskassann. Er verkalýðsforingjum greitt und- ir borðið til að halda launum niðri? Maður freistast til að halda að svo sé. Hvers vegna hafa þeir sjálfir ekki sömu laun og fólkið i verka- mannafélögunum sem þeir eru að semja fyrir? Eru þau laun ekki verkalýðsforingjunum bjóðandi? Gætu þessir menn, að meðtöldum þingmönnum, sætt sig við að vera með 62.000 til 70.000 krónur á mán- uði? Fyrri talan er undir skattleys- ismörkum eins og þeir telja sjálfir vera nóg fyrir aðrar fjölskyldur og einstaklinga. Og þaö þrátt fyrir að matvöruverð hér á landi sé um 250% hærra en í Bandaríkjunum eins og fram kom í DV fyrir nokkrum dögum. - Það mátti einnig lesa í DV fyrir skömmu að þeir í ESB spurðu hvort það væru ekki verkalýðsfélög á íslandi! Það er nóg af peningum í ríkis- sjóði, þótt ráðamenn segi annað þeg- ar hækka þarf laun láglaunafólks. Þeir tala enda ekki um tóman ríkis- sjóð þegar þeirra eigin laun eru hækkuð og af þeim sjálfum. Ég vil ekki saka saklausa menn um þjófn- að, en þessi ríkisfjármál þarf að kanna niður í kjölinn og það um- svifalaust. Allsherjarþing Bænda- samtaka íslands Valur Fr. Jónsson skrifar: Hvað eru allir þessir menn að gera á „allsherjarþing" Bændasamtaka ís- lands? Þessir menn eru allir for- menn í búnaðarsamböndum sem hvert um sig er talið eiga 5.000.000 króna hlut í norðvesturbandalaginu en þær milljónir voru veittar búnað- arsamböndunum sem styrkur úr sjóðakerfmu til kaupa á hlutabréfum i áðurnefndu norðvesturbandalagi. Þau hlutafjárkaup voru víst ekki borin undir atkvæði almennra fé- lagsmanna í búnaðarfélögunum. - Auk þess sem einn þeirra mun vera stjórnarformaöur í kaupfélagi og ennfremur stjórnarmaður í norð- vesturbandalaginu. Én hverjum á að vera trúr og fyr- ir hverja á að vinna? Geta menn með trúverðugum hætti setið á tveimur og þremur stöðum við sama borðið og samið við sjálfa sig fyrir hönd tveggja og þriggja hagsmunaaðila? Þessir menn hljóta að hafa, líkt og aðrir, möguleika á að kynna sér stjórnsýslulög og samkeppnislög en þeir hinir sömu vita mikið betur en margir aðrir að i landbúnaðarpólitík á íslandi hefur tíðkast og tíðkast enn ýmislegt sem er löglegt en algjörlega siðlaust. - Þar sem sömu menn kjósa sömu menn til margra starfa árum og jafnvel áratugum saman. Er ekki eitthvað til sem kallað er miðstýring og haftastjórn? Það er vitanlega rétt hjá framkvæmdastjór- anum að viðskipti með landbúnaðar- vörmr hljóta að lúta sömu lögmálum og viðskipti með aðrar vörur. Þvi lengri framleiðslutími þeim mun meira af fersku kjöti fyrir ánægða neytendur. - En það er hvorki gamla né nýja miðstýrða kaupfélagskerfinu þóknanlegt. Flugleiðir við aldamót Aðhaldiö fyrir bí? - Frá aöalfundi Flugleiða hf. sl. fimmtudag. Hluthafi hringdi: Þessa dagana hefur maður verið að lesa hugleiðingar og fréttir um afkomu Flugleiða hf. sem héldu að- alfund sl. fimmtudag. - Margt er enn óljóst um þróun og afkomu þessa stærsta flugfélags okkar nú undir aldamótin. Eitt er þó næsta öruggt; íslendingar vilja eiga ís- lenskt millilandaflugfélag svo lengi sem unnt er. Stjórnarformaður gat þess fyrir fáum árum að brýnt væri fyrir flug- félög í örum vexti eins og Flugleiðir að gæta fyllstu varkárni í útgjöldum. í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins er spurt, eftir að hafa vitnað til þess- ara orða stjórnarformanns: „Hefur framkvæmdastjórn fyrirtækisins brugðist aðhaldshlutverki sinu eða telur stjórnin ekki lengur mikil- vægt að gæta fyllsta aðhalds?" Ég held að vandi Flugleiða í dag liggi að mestum hluta í slæmum ráðgjöfum innan fyrirtækisins, og það fleiri en ein- um. Fram- kvæmdastj óram- ir, sem eiga að vera sérfræðing- ar, hver á sínu sviði, eru þeir sem eru forstjóra til ráðuneytis og stýra sínum sér- sviðum. Mér er til efs að allir þeirra séu menn til að valda því hlutverki. - Það yrðu landsmönnum engin gleðitíðindi að frétta skyndi- lega, að eina úrræðið fyrir Flugleið- ir hf. væri að sameinast SAS eða öðru stærra erlendu flugfélagi. Enn fleiri jarð- göng Gunnar hringdi: Ég vil taka undir með þeim Mýrdælingum og öðrum á fundi í Vík nýlega þar sem ræddar voru umferðartruflanir á þjóðveginum austur úr. Göng gegnum Reynis- fjall eru sögð stytta leiðina um hringveginn um allt að 4 kíló- metra og heiðin er oft eina hindr- unin til að komast klakklaust austur eftir þegar snjór er yfir. Hvers vegna eigum við að sætta okkur við að fá ekki jarðgöng þar sem fjölfarið er og mannfjöldinn er miklu meiri en t.d. á Vestfjörð- um? Jarðgöng eru varanleg og þau leysa farartálma um íjalllendi og heiðar. Tölvuvandinn árið 2000 Helgi Sig. skrifar: Er ekki óþarfi að búast við miklum vandræðum í tölvukerf- um almennt árið 2000? Enn hefur ekkert komið fram sem sannar að vandamál skapist. Menn biðja nú unnvörpum að fá þennan vanda greindan og hvað eigi að varast - ef eitthvað. Og svo spyrja menn líka: Geta ekki allir tölvusérfræð- ingarnir leyst umræddan vanda á einu og hálfu ári eða þeim tæpu tveimur sem eru til aldamótanna? Mér finnst vera gerður úlfaldi úr mýflugu sem enginn veit þó hvort er til staðar því enginn hefur séð hana enn. Maður úr kjördæminu Einar Gíslason hringdi: Alltaf er það eins í pólitíkinni þegai- ráða skal menn til embætt- isfærslu. Þá er það ýmist skyld- menni, góðkunningi, nú eða traustur maður úr kjördæminu, sem tekinn er fram yfir aðra sem sækja. Þannig sýnist mér það einmitt vera nú þegar ráðinn er maður í stöðu varalögreglustjóra Reykjavíkur. Maður úr kjördæmi dómsmálaráöherra er ráðinn. Um stöðuna sóttu svo valinkunnir embættismenn aðrir sem maður hefði haldið að fengju að ganga upp í starfi. En það er eins og í bönkunum, þar eiga bankamenn ekki greiða götu heldur póli- tíkusamir, ferskir eða aifdankaðir eftir atvikum. Um hvað snúast stjórnmál? Egill Egilsson skrifar: Mér finnst í hæsta máta undar- legt þegar manneskja, sem gefur kost á sér til þátttöku í stjórnmál- um, lýsir því yfir að hún hafi eng- an áhuga á pólitík. Anna Geirs- dóttir, sem er í 9. sæti R-listans í Reykjavík, hefur hvarvetna ítrek- að þetta. Þekkingarleysi má fyrir- gefa hverri manneskju, enda auð- velt að bæta það upp með fræðslu og síðar reynslu. En hafi karl eða kona ekki áhuga á því og lýsi því sérstaklega yfir þá er vart von til þess að hann/hún hafi það sem þarf eða verði góður þjónn al- mennings. Eftir stendur þá spum- ingin um hvað réð þessu vali og um hvað stjómmál snúast yfir- leitt. Eiður og Keikó heim Jón Gunnarsson hringdi: Hvað eiga Eiður Guðnason fyrrv. sendiherra og Keikó sam- eiginlegt? Jú, þeir verða báðir á heimaslóðum á ný eftir áralanga dvöl erlendis. Kannski kemur það í hlut Eiðs sem sendiherra auð- linda og umhverfismála að hafa umsjón með málum Keikós því auðlind verður Keikó talinn og umhverfi hans verður sannarlega vemdað. Allir þekkja Keikó sem hefur ekkert breyst en Eiður er nær óþekkjanlegur með skeggið sitt. Hann verður því að kynna sig rækilega eftir heimkomuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.