Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Qupperneq 16
16 enning MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 Í iV l Stjörnuregn í Nýló Ekki færri en sex myndlistarmenn opnuðu sýningar í Nýlistasafninu um síðustu helgi og er þar nokkurt stjömuregn á ferðinni að þessu sinni. í SÚM-salnum á efstu hæð sýnir Þór Vig- fússon mjög falleg „málverk" úr mislitum plexiglerplötum sem hann leggur saman á ýmsa vegu, blátt yfir gult, gult yfir blátt o.s.frv. í Bjarta salnum og þeim svarta sýna tvenn hjón, íslensku myndlistarhjónin Ráðhildur Ingadóttir og Tumi Magnússon og gestir þeirra, hjónin Gary Hume og Georgie Hopton. Sýningin þeirra er meira eins og sýnishom af verkum listamannanna en beinlínis markviss heild en það er til dæmis gaman að skoða teikningar Gary Hume sem hann sýnir á myndbandi í Svarta salnum. í neðri sölum safnsins sýnir svo hin (nú) hollenska Marlene Dumas. Ég hef stundum verið eitthvað að býsnast yfir því að málverkið sé erfiður miðill og oft óskiljanlegur. Best gæti ég trúað að ég ætti mér skoðanabræður og -systur í svartsýninni og við það fólk segi ég: .Farið í Nýlistasafnið og skoðið þessa sýningu og fyrir alla muni finnið ykkur tíma til að horfa á myndbandið með þættinum um listakonuna sem er í víd- eótækinu í forsalnum. Það tekur næstum þvi klukkutíma en er alveg þess virði. Það er svo mikið í þessa konu spunnið og gaman að heyra hana tala um lífið og tilveruna. Á myndbandinu eru auk þess myndir frá fleiri sýningum sem hún hefur haldið á undanforn- um árum. Marlene Dumas sýnir andlitsmyndir og reyndar eru myndir af fólki hennar helsta viðfangsefhi. Það hljómar kannski rýrt og auðtæmanlegt en kúnstin er aö vera trúr yfir litlu og gera það mikilvægt. Manneskjan er svo fjölbreytileg í útliti og innræti og i mynd- um Marlene sem hún hengir mjög þétt upp ægir saman fólki af ýmsum kynstofnum og ýmsu litarafti, á öllum aldri og af báðum kynjum, allir saman og enginn yfir annan hafinn. Sjónarhornið er mjög nálægt og pensildrættirnir eins fáir og hægt er aö kom- ast af með en samt er svipurinn sterkur og til- finningin skýr. Þetta eru málverk í sinni hreinustu og tærustu mynd. Pensillinn leikur í höndum hennar, hún er tæknilega mjög fær þótt myndimar hennar séu líka á vissan hátt afar frumstæðar. Æ J Kúnstin er ab vera trúr yfir litlu og gera þaö mikilvægt. Eitt verka Marlene Dumas í Nýlistasafninu Það gerir þær sætari en ég er ekki viss um að það bæti þær. Þó má segja að skreytingin undirstriki þetta fium- stæða í myndunum, hún minnir mann á lík- amsskreyt- ingar indjána eða frum- byggja Nýja- Sjálands. Sag- an á bak við þetta ku þó vera sú að þessar mynd- ir hafi lista- konan verið búin að dæma ónot- hæfar en svo hafi hún end- urskoðað þær eftir að dóttir hennar hafði gefið þeim nýtt líf i rusl- inu. Um leið er listakonan að leika sér að hugmyndinni um valið. Þaö er engin haldbær regla til um Myndlist Áslaug Thorlacius Það er ef til vill galli á sýningunni í Nýló að lítil dóttir listakonunnar hefur fengið að hressa upp á myndimar með skæmm litum. hvað sé gott og hvað ekki og hvað eigi aö fá að lifa og hvað ekki. Nafnið „Underground" skírskotar líka til þess að verkin vom fallin undir bekk en síðan dregin fram á ný sem fúllgild og sýningarhæf listaverk. Ég mæli eindregið með þessum sýningiun í Nýlistasafninu. Sýningarnar í Nýiistasafninu standa til 29. mars. Merkileg Stúlka Fyrirlestrar um myndlist Gunnar Örn myndlistarmaður heldur fyr- irlestur í Barmahlíð, fyrirlestrarsal Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, Skipholti 1, í dag kl. 12.30. Hann nefhist „Listin bergmál lífsins". Á miðvikudaginn á sama stað og tíma heldur Guðjón Ketilsson myndlistarmaður fyrirlesiur um eigin myndlist. Úr hugarheimi Sigurður Þórir listmálari verður fimm- tugur 31. mars. Af því tilefhi var opnuð yfir- litssýning verka hans í Hafnarborg í Haíhar- firði um helgina og af sama tilefni er komin út stór og glæsileg bók um hann sem nefhist Úr hugarheimi. Ólafur Haukur Símonarson skrifar æviágrip Sigurðar og Jón Proppé for- mála um list hans; 82 litmyndir eru af verk- um Siguröar í bókinni og 40 svart-hvítar myndir. Formáli og útdráttur úr æviágripi eru líka birt á ensku. Sigurður gefur þetta myndarlega rit út sjálfur. Bókin er prentuð í Kassa- gerðinni. Sigurður Þórir hætti kennslu 1985 og hefur stundað myndlistina ein- göngu síðan. Það er ekki einfalt að lifa á henni hér á landi. „Maður safnar | ekki veraldlegum gæð- um,“ sagði hann í stuttu spjalli, „en ég er lifandi ennþá!“ Honum finnst þó ögn léttara yfir fólki núna en undanfarin ár og afkoman seg- ir hann að fari skánandi. En í raun og veru eiga listamenn fáa kosti. „Listagyðjan er harður húsbóndi,“ sagði Sigurður Þórir. Úr hugarheimi er til sölu á sýningunni í Hafnarborg og í völdum bókaverslunum. Nemendasýning í sýningarsalnum Kósí, Skipholti 1, halda leirlistarnemar á öðru ári sýningu á kötlum fram á fóstudag. Opið er kl. 9-16 daglega. Þetta er lokasprettur á hönnunarferli sem hefur staðið síðan í október. Náttúra fyrir augað „Ef náttúran er stundum dýrlega einfóld, litsterk og örvandi þá gæti það stafað af því að Tryggvi Ólafsson hafi málað hana,“ segir P.M. Homung í myndlistardómi um Tryggva í Politiken en sýningu hans var að ljúka í Kaupmanna- höfn um helgina. „Hann talar við augað á einfoldu og auðskildu en þó ekki óflóknu máli ... um nátt- úru, náttúru og aftur náttúru en á sinn eiginn undirfurðulega hátt,“ segir P.M. og finnst myndimar stafa frá sér smitandi lífsþrótti og lífsvitund. Proust og Gunnar Gunn- Helga Kress Það er gaman að fá i hendur bók sem er full af ljóðum eftir konur sem maður hefur margar hveijar aldrei heyrt getið um. Konur sem hafa ort ljóð sín í kyrr- þey, fyrir skúffuna, sumar ekki gefið út fyrr en seint á ævi. Það er líka hug- hreystandi að lesa þessi ljóð og sjá að enginn mikill óðsnillingur hefur legið óbættur hjá garði. Maður fær meira traust á úrvali sögunnar við að fara gegnum Stúlku. En vissulega hefur það úrval verið leiðrétt hægt og bítandi á seinni hluta þessarar aldar. Helga Kress sem meira og betur en aðrir hefur sinnt bókmenntum kvenna undanfarna áratugi hefur verið fimmtán ár með þessa bók í smíðum, eins og fram kemur í formála, og margir hafa beðið hennar með óþreyju. En þegar vænting- amar eru miklar er erfitt að uppfylla þær. Þaö er gagnslítið að þrefa eftir á, þó verður lesandi að spyrja: Af hverju eru hér svo til eingöngu ljóð eftir konur sem gáfu út bækm- en ekki hreinlega eftir all- ar góðar skáldkonur, líka frá fyrri öld- um? Þær eru ekki svo margar sem hefði þurft að bæta við og mátti þá sleppa þeim sístu frá þessari öld. Úr því tekin eru með ljóð úr handritum eftir Ólínu Jónasdóttur og ljóð gefm út löngu eftir lát skáldkonunnar, eins og i tilviki Ástu Sigurðardóttur og Þuríðar Bjarnadóttur, af hverju mátti þá ekki taka með ljóð eftir Guö- nýju Jónsdóttur frá Klömbrum sem er merkara ljóðskáld en ýmsar sem fá inni í bókinni? 1 formála sínum flokkar Helga ljóð kvenna í tvennt: „í fornum skáldskap kvenna má greina tvo meginstrauma. Annars vegar er gráturinn, tregrófið, þar sem konur harma hlutskipti sitt, og hins vegar hláturinn, skop- ið, sem beinist einkum aö karlmönnum. Þess- ir tveir straumar einkenna ljóð kvenna allt til dagsins í dag.“ (18) Vonandi er þetta mikil einfóldun en bendir þó á ákveðinn mun á Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir Ijóðum karla og kvenna, og stuðningur er að slíkum lykli. Annars veldur formáli Helgu nokkrum vonbrigðum vegna þess hve lítið og óljóst mat á ljóðum kvennanna kemur frcim í honum. Hann minnir í að- ferð á frægan formála Helgu að smá- sagnasafninu Draumi um veruleika (1977) sem var tímamótaverk á sinni tið en ástæðulaust að endurtaka. Einnig hér leggur Helga mun meiri áherslu á aö sýna með dæmum hvað karlar hafi skrifað niðurlægjandi um Ijóð kvenna en sýna með dæmum og rökum hvað ljóð þessara kvenna séu góð, vel ort og mikil bókmenntaleg verðmæti. Ef það á við. Það er öfugsnúið að lesandi skuli mataður á neikvæðum dómum löngu liðinna karla en sveltur þegar kemur að mati höfundar formálans sem hann þrá- ir að bera eigið mat saman við. Um skáldkonurnar og ljóðin í bókinni er ekki rúm til að segja margt hér. Nægja verður að þakka framlag eldri skáldkvenna sem byggðu smám saman undirstöðu undir skáldskap arftaka sinna. Þaö er afskaplega gaman að koma að seinasta hluta bókarinnar og uppgötva hvað þær eru magnaðar skáld- konumar sem eru samtímamenn okkar núna - Vilborg Dagbjartsdóttir, Nína Björk, Þuríður Guðmundsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir. Þar endar bók- in, en lesendum er í lófa lagið að leita uppi þær sem síðan hafa stikað áfram brautina. Til aðstoðar við það er gagnlegt Skáldkvenna- tal í viðauka Stúlku sem nær til 1995. Útlit bókarinnar er fallegt og einstaklega smekkleg ljósmyndin sem felld er inn í bók- bandsefnið. Einkennilegt þykir mér hins veg- ar að hafa bókamafnið með litlum staf fram- an á, og niðurlægjandi. Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur. Helga Kress valdi efnið og bjó til prentunar. Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands 1997. arsson Bókmenntaþáttur- inn Skálaglamm kl. 13.20 á rás 1 á morgun fiallar um bemskusög- ur Marcel Prousts og Gunnars Gunnarsson- ar. Fyrir síðustu jól kom út fyrsta bindið af stórvirki Prousts, í leit að glötuðum tima, í rómaðri þýðingu Péturs Gunnarssonar og endurútgáfa á Fjallkirkju Gunnars Gunn- arssonar. Af því tilefhi býður Torfi H. Tul- inius Sigurjóni Bjömssyni prófessor í sál- fræði og Sveini Skorra Höskuldssyni, pró- fessor í íslenskum nútímabókmenntum, til sín í þáttinn en báðir hafa rannsakað verk Gunnars. Sigurjón skrifaði fyrir mörgum árum bókina Leiðin til skáldskapar um Fjallkirkju Gunnars. Má halda því fram að það hafi verið fýrsta sálfræði- og ævi- sögulega bókmenntarann- sóknin hér á landi og vakti sú bók mikla athygli bók- menntaáhugamanna. Sveinn Skorri hefur um árabil rann- sakað verk og ævi Gunnars og sent frá sér fjölda greina um hann. í þættinum verðm' sagt frá bókunum, þær bornar saman og rætt um hvað það er sem knýr rithöfunda tO að klæða bemsku sina í skáldsögubúning. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.