Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Page 18
18 \ennmg MANUDAGUR 23. MARS 1998 Aldrei smeyk um að ekki yrði hlegið María Sigurðardóttir, leikkona og leikstjóri, kom í viðtalið beint af sýningu á Bugsy Malone. Hún sá um að leikþjálfa börnin í þeirri sýningu og æfa hana meðan Baltasar Kormákur leikstjóri var önnum kafinn í öðru og hún seg- ist enn fylgjast reglulega með sýn- ingunni. „Ég fann það áðan hvað mér þykir vænt um þessi börn sem eru að hamast þarna á sviðinu, hvert öðru betra,“ segir hún rjóð í kinnum eftir kuldabola. „Þau geta ótrúlega mikið; þó er alltaf eitthvað sem er hægt að lagfæra. En ég finn líka að maður verður að koma og halda svolítið utan um þau. Þau eru bara börn og leggja sig svo mikið fram. Og ég hugsaði - eiginlega á ég fimmtíu böm en ekki bara þessi tvö heima hjá mér!“ Börnin hennar Maríu í Bugsy Malone hafa fengið mikið lof fyr- ir frammistöðuna og María æfði líka krakkana í kvikmyndinni Stikkfrí sem einnig hafa fengið mikið hrós fyrir leik. í franska gamanleiknum Sex í sveit hjá Leikfélagi Reykjavíkur er hún að stýra fullorðnu fólki en sú sýning hefur líka hlotið lof gagnrýnenda: „María Sigurðardóttir á hrós skil- ið fyrir að koma heildstæðri mynd á svo flókna sýningu með jafn ólíkum leikurum," sagði Sveinn Haraldsson í Morgunblað- inu. Sýningin fær líka þakklátar viðtökur leikhúsgesta. María Sigurðardóttir er þekkt- ari sem leikkona á sviði og í kvik- myndum en sem leikstjóri. Hún hefur þó leikstýrt mörgum áhuga- mannasýningum - til dæmis Deliríum búbonis, Gaukshreiðr- inu, Saumastofunni, Ljóni í síð- buxum og Tobacco Road. En þetta er í fyrsta sinn sem hún leikstýr- ir atvinnumönnum og stekkur þar strax upp á stóra svið Borgarleik- hússins - og misstígur sig hvergi. María Siguröardóttir: Forréttindi aö fá aö vinna bæöi viö leikhús og kvikmyndir. DV-mynd ÞÖK Traustið var mikils virði „Þórhildur bauð mér þetta verkefni í desem- ber,“ segir María. „Ég las verkið á ensku, fannst það þrælskemmtilegt og sló til. Undir- Ögrandi og gefandi aö vinna meö þeim: Gísli Rúnar Jónsson og Edda Björgvinsdóttir í hlutverkum sínum í Sex í sveit. búningstíminn varð að visu naumur af því skyndilega var ákveðið að geyma verkið ekki til næsta leikárs heldur drífa það upp strax, en það gekk. Það varð líka úr að leika ensku gerð- ina en ekki þá frönsku. Þær eru býsna ólíkar og sú enska er mun fyndnari fyrir okkur." - Nú eru allir sammála um að farsaformið sé erfitt viðureignar og þú hefur ekki langa leik- stjórnarreynslu - var ekki djarft af Þórhildi að velja þig? „Jú, Þórhildur er mjög djörf. Hún er órög við að ráða fólk í vinnu sem henni líst vel á þó að það hafi ekki fengið mörg tækifæri áður. Hún hafði fylgst með mér undanfarin ár, vinnu minni með leikurum í kvikmyndum og áhuga- mannasýningunum minum þannig að ákvörð- unin var tekin að yfirlögðu ráði. En í sambandi við þetta erfiða farsaform þá hengdi ég mig ekki í þann merkimiða heldur tók ég verk- ið bara sem venju- legt leikrit til að byrja með. Þetta er flókið verk, lag ofan á lagi af blekking- um, og hópurinn fór vandlega í gegn- um það. Við tókum hverja persónu fyr- ir sig og athuguð- um hvað hún er að gera á hverjum tíma, hverju hún er að ljúga þarna og hverju hér. Þetta held ég að hafi ver- ið mikilvægt. Ég passaði mig á að byrja alls ekki á farsatrikkunum heldur leyfði þeim að koma smám sam- an, bæði frá mér og þessum frjóu leikurum sem ég hafði með mér. Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af forminu. Leikritið sjálft er mjög gott og ég var aldrei smeyk um að þaö yrði ekki hlegið að því. En ég vildi vinna verkið gegnum leikarana - ekki klína einhverjum skrípalátum utan á þá. Ég þoli ekki að vinna hlutina utan frá. Stefnan var sú að þetta væri venjulegt fólk sem lenti i svo óvenjvdegum aðstæðum að það gæti næstum því ekki kraflað sig út úr þeim og með það lagði DV-mynd Hilmar Þór ég upp. Ekki það að þetta væri fáránlegt fólk sem klúðraði lífi sínu í hugs- unarleysi og enginn gæti fundið til með því.“ - Var þetta þá bara ekk- ert mál? „Miðað við að þetta var í fýrsta skipti sem ég leik- stýrði í atvinnuleikhúsi og á stóru sviði - sem mér fannst alveg rosaleg til- hugsun fyrst! - þá gekk þetta mjög vel. Andinn var góður og samstarfs- fólkið gott - ekki síst leik- ararnir. Stundum þegar ég var skelfingu lostin þá mættu þau á æfingu hlæj- andi og ofboðslega örugg og treystu mér fullkom- lega þannig að ekkert varð úr hræðslunni. En auðvitað kom fyrir að maður var óöruggur um einhver atriði." - Hvernig fannst þér að fá gagnrýni? „Gaman. Þetta var fín gagnrýni. Ég var sammála flestu." - Fannst þér ekki að sýningin væri þökkuð Gísla Rún- ari? „Umfjöllunin gekk vissulega mikið út á þau Eddu og þau eiga það fyllilega skilið. Ég fékk yfirleitt eina setningu, var það ekki? Það fylgir mér aö fá litla athygli. Ég hef reyndar lítinn áhuga á athygli en ég vil gjaman fá að eiga það sem ég á.“ - Hvemig var að stýra jafhreyndu og þekktu fólki eins og Gísla og Eddu? „Það var aldrei erfitt. Frá upphafi fann ég að þau treystu mér - ég held að þau hafi ákveðið að gera það og seinna fundið að þau gátu það. Ég átti kannski ekki von á því í upphafi en Gísli Rún- ar tók mark á því sem ég sagði. Hann er maður sem tekur leiðbeiningum og vinnur virkilega vel úr þeim. Jú, auðvitað var ögrun að vinna með þeim - en mér frnnst öll ögrun af hinu góða í mínu starfí. Ég læröi líka heilmikið af samvinnunni við þau, sem og aðra sem komu að verkinu. Ég er endalaust að safna í sarpinn." Örlagasaga frá öldinni sem leið María er núna að leggja út á enn nýja braut. Hún fékk styrk úr Kvikmyndasjóði til að skrifa handrit upp úr smásögunni Móðir snillingsins eftir Ólöfu á Hlöðum og er rétt að byrja á þvi verki. Þetta er saga um fátæka vinnukonu á öldinni sem leið sem tekur þá sjálfstæðu ákvörðun að eignast bam án þess að gefast manni. María ætlar að gera kvikmynd í fullri lengd um örlög þessarar konu og stýra henni sjálf. „Ég hef unnið við tíu kvik- myndir - fyrir utan þær sem ég hef leikið í,“ segir hún, „ýmist sem aðstoðarleik- stjóri eða „casting director" - þá sá ég um að velja leik- ara. Reyndar sá ég um það að nokkru leyti líka sem að- stoðarleikstjóri, því fram undir þetta hefur aðstoðar- leikstjóri orðið að sjá um ólíklegustu hluti í kvikmyndum hér á landi, en það er að breytast núna.“ - Hvort finnst þér meira gaman að vinna í bíó eða leikhúsi? „Ég get ekki gert upp á milli - þetta er svo ólíkt. Ég nýt mikilla forréttinda að fá að gera hvort tveggja." Athygli skal vakin á Menningarsíðu barst þetta flna bréf frá bókaútgáfunni Bjarti í vik- unni: „Þau merku tíðindi urðu í morg- un þegar Morgunblaðið birti met- sölulista bókabúðanna að bamabók- in Rigningarbíllinn eftir Pólverjann góðkunna Janosch hafnaði í 3. sæti yfir mest seldu barnabækur lands- ins. Hér á skrifstofum Bjarts verður fagnað i allan dag. „Þá varð nú gleði, húrra!“ svo vitnað sé i Rign- ingarbílinn. Biðjum vér yður að taka þátt i gleði útgáfunnar með því að hampa bókinni hvar sem þér komið og minnast sérstaklega á hana í öllum samtölum sem þér eigið jafnt við kunnuga sem ókunnuga. Dæmi um samtalsbyrjun: „Vitið þér hvaða bók er í 3. sæti yfir mest seldu barna- bækur landsins?" „Nei, mér er það eigi kunnugt." „Ég segi yður það satt, það er Rigningarbíllinn eftir Janosch.““ Við óskum Bjarti og Janosch inni- lega til hamingju. Dóttir skáldsins Nú styttist í frumsýningu á leik- riti Sveins Einarssonar um Þorgerði Egilsdóttur sem sett verður á svið í London - eins og áður hefui’ lítillega verið getið á síðunni. Það er The Icelandic Take Away Theatre Company sem flytur verkið og hefur fengið Pleasance-leikhúsið fyrir sýn- ingarnar. Það er í norðurhluta borg- arinnar við North Road í Islington - ef leið ykkar skyldi liggja tO London í vor. Sýnt verður frá 21. apríl til 9. maí. Leikritið heitir The Daughter of the Poet og er byggt á efni úr tveim- ur íslendingasög- um, Egils sögu og Laxdæla sögu. Þor- gerður er dóttir hins fræga skálds, eiginkona frægs stjómmálaskör- ungs og móðir frægrar hetju, seg- ir í kynningu, en hver er hún sjálf? Að því komast áhorfendur. í kynningu er einnig vitnað til orða Magnúsar Magnússonar sjón- varpsstjömu sem sagði nýlega: „Ég segi vinum mínum iðulega að íslend- ingasögur séu ekki um ofbeldi - manndráp, nauðganir og rán. Þetta eru epískar sögur um hvemig manneskjumar mæta ómældum erfiðleikum í lífi sínu og dauða. Mér finnst margar þessar sögur gefa manni býsna góðan leið- arvísi í lífinu." Frægasta verk leikhópsins til þessa er Lemon Sisters sem meðal annars var sýnt við góðan fögnuð á listahátíðinni í Edinborg í fyrra. Drifljöðrin þá var leikkonan Vala Þórsdóttir sem því miður tekur ekki þátt í þessari uppfærslu. Hún er að fara í brúðkaupsferð til annarra út- landa ... Tríó Björns fyrir alla í kvöld verða opnir tónleikar á vegum Tónlistar fyrir alla í Gerðar- safni í Kópavogi. Þar flytja Tríó Bjöms Thoroddsens og Egill Ólafs- son dagskrá sem þeir hafa þegar flutt um þrjú þúsund nemendum í Kópavogi. Dagskráin byggir á ís- lenska þjóðlaginu „Ljós- ið kemur langt og mjótt“, en Halla kerl- ing, sem þar segir frá, bregður sér í heims- reisu með piltunum á þessum tónleikum. Kontrabassaleikari triósins, Gunnar Hrafnsson, útsetti lagið á fjölbreyttan hátt fyrir nemendur og munu fjöl- margir tónlistamem- endur leggja tríóinu og Agli lið í kvöld eins og þeir hafa gert á skólatónleikunum undanfarið. Fjölskyldutónleikamir hefjast kl. 20.30. MHMMHHHHHHWHnnMHWMNMi (Frá tónleik- um í Digra- nesskóla í vikunni sem leió.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.