Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Blaðsíða 21
MANUDAGUR 23. MARS 1998 29 Margt ógert vegna ársins 2000: Fyrirtæki ekki tilbúin Ríkiskaup hélt ný- lega ráðstefnu þar sem vandamál tengd árinu 2000 voru rædd. Þar voru m.a. niður- stöður könnunar sem Ríkiskaup hafði gert kynntar. Þar kom í ljós að stjórnendur fyTÍrtækja og stofnana töldu sig almennt þekkja málið vel en töldu jafnframt að þetta væri smávægi- legt vandamál. Þessar niðurstöður þykja mjög þversagnar- kenndar og bera vott um fáfræði. Þetta vandamál hef- ur hins vegar ekki bara áhrif á fyr- irtækjcirekstur heldur einnig á dag- legt líf. Sums staðar eru vandamál- in þegar að koma í ljós en annars staðar munu þau fara að láta á sér kræla nokkrum mánuðum áður en árið 2000 gengur í garð. Sem dæmi má nefna greiðslukort en dæmi eru um að kort sem renna út eftir árið 2000 eru sögö útrunnin því sam- kvæmt tölvukerfmu runnu þau út fyrir tæplega 100 árum! Það er ekki víst aö þaö veröi svona glatt á hjalla meöal tölvunotenda árið 2000. Ekki nýtt Þetta er þekktur vandi og fyrirtæki hefðu átt að vera löngu bú- in að taka á málinu. Þetta vandamál hefur verið þekkt lengi og m.a. var fjallað um það í DV i apríl í fyrra. Þá hafði Douglas Brotchie, forstöðumað- ur Reiknistofnunar, skrifað greinar í blöð lengi til að vekja athygli á þessu en flest fyrirtæki skelltu skollaeyrum yfir boðskap hans. Síðstliðið sumar gaf svo Ríkisend- urskoðun út skýrslu vegna vandans. Það má segja að fyrst eftir það hafi hafist veruleg umræða um málið. Enda er þessi skýrsla sögð sú vinsælasta sem stofnunin hefur nokkurn tíman gefið út. í henni koma fram marga góðar ábendingar um hvernig tölvu- eigendur geta at- hugað hvort tölvur þeirra séu tilbúnar fyrir þetta örlagaríka ár. Skýrsluna er að fmna á vef Ríkisendurskoðun- ar, http://www. rikisend.alt- hingi.is. í aukablaði DV um tölvur kemur fram að hægt er að athuga hvort tölvan er tilbúin með því að stilla hana á 31.12.1999 kl. 23:58, slökkva síðan á tölvunni í 5 mínútur og kveikja síðan á henni aftur. Ef tölvan sýnir dagsetninguna 1.1.2000 er hún tilbúin, annars ekki. -HI Rússneskur pólitíkus á vefinn Rússneskir stjórnmála- menn hafa hingað til ekki verið sérstak- lega fram- sæknir á vefn- um enda þykja Rússamir heldur lengt á eftir flestum öðrum þjóðum í þeim efnum eins og mörg- um öðrum. Nú er það hins vegar að breytast eins og svo margt annað. Og það þarf kannski ekki að koma á óvart að fyrsti rúss- neski stjóm- málamaðurinn til að stíga þetta skref er umbótasinni. Sá heitir Boris Nemtsov og opnaði síðuna sina fyrir nákvæmlega viku. Á siðunni er hægt að komast að því hvaða skoðanir Nemtov er boðberi fyrir, auk þess sem hægt er að senda honum spurn- Boris Nemtsov. mgar um tölvupóst. Nemstov segir þessa nýjung mjög þarfa. „Nú get ég átt samskipti við mörg þúsund net- notendur i Rússlandi. Ég trúi því að netnot- endur séu framsækn- asta stétt rússnesks þjóðfélags," sagði Nem- stov á blaða- mannafundi þar sem hann kynnti síðuna. Á síðunni segir hann meðal ann- ars að stjómvöld í Rússlandi ættu ekki að vera hrædd við að tala beint til þjóðarinnar. Hann vonast til að þessi samskipti verði athyglisverð ekki aðeins fyrir hann sjálfan heldur einnig fyrir þjóðina. Þó það hljómi kannski undarlega þá em sífellt fleiri Rússar að verða hreinlega háðir Netinu. Einnig em helstu opinberu stofnanir þar í landi komnar með vefsíðu, t.d. Kreml, varnarmálaráðuneytið og rússneska bókstafstrúarkirkjan. Hins vegar er það nokkuð nýtt af nálinni að stjórnmálamaður setji upp sérstaka heimasíðu fyrir kosn- ingar, en þær næstu eru árið 2000. Síðumar em raunar tvær. Önnur slóðin er http://www.nemtsov.ra og fjallar um stjómmálamanninn Nemtsov og það sem hann stendur fyrii'. Hin slóðin er http://www. bor- is.nemtsov.ru og er sú siða öllu per- sónulegri en hin fyrri. -HI/Reuter Leiðrétting í grein um Kirkjunetið siðasta mánudag urðu þau mistök að röng slóð var gefiö upp. Rétta slóðin er http://www.islandia.is/kirkjunet. Beðist er afsökunar á þessum mis- tökum. -HI Ertu að missa hár? Möguleikar: ★ Apollo hárfylling ★ Hártoppar ★ Hárkollur ★ Hárflutningar ★ ísetningar ★ Stöðvum hárlos Ókeypis ráðgjöf. Við sendum upplýsingar ef óskað er. -APOLLQ Öll þjónusta í fullum trúnaði og án skuldbindinga. Hair Centers APOLLO Hárstúdíó Hringbraut 119 Sími 552 2099 n Hverfafundir með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum Grafarvogshverfa. Hamra-, Folda-, Húsa-, Rima-, Borga-, Víkur- og Engjahverfi. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 23. mars í Fjörgyn kl. 20.00. A fundunum mun borgarstjóri m.a. kynna áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Sýndar verða teikningar og myndir af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Mánudaginn 30. mars kl. 20.00 verður ungu fólki boðið til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sjá hverfafundi á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. lnternetid uelin á milli tueqtjjn leida: ©Ótabinarbadur adgangu efjfjert stofngjald [Efþú notar netið mikið] Mótald: 1.190 kr. ISDIM 64: 1.690 kr. ISDN 128: 2.190 kr. ÍYlínútugjalci [Efþú notar netiö lítið] Mótald: Stofngjald 623 kr., mánaðargjald 374 kr., mínútugjald 1,12 kr. ISDN: Stofngjald 1.868 kr., mánaðargjald 1.245 kr., mínútugjald 1,97 Notendurá mínútumœldum ISDN-aðgangi sem nota 128 Kbps flutning greiða tvöfalt mínútugjald eða 3,94 kr. LANDS SIMINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.