Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Qupperneq 37
MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 45 Verk eftir Marlene Dumas f Ný- listasafninu. Þrjár sýningar Um þessar mundir standa yfir þqá sýningar í Nýlistasafninu. í neðri sölum sýnir málarinn Mar- lene Dumas. Hún er talin í fremstu röð samtímamálara og þykir ögrandi, bæði í tali og myndmáli. Sem dæmi um þetta er staðhæfmg hennar að hún máli vegna þess að hún sé kona. „Ef málverkið tilheyrir konunni likt og geðveilan, þá eru allar konur sem mála brjálaðar og all- ir karlkyns málarar konur,“ seg- ir Dumas. Sýningar í Bjarta sal og Svarta sal er samsýning þeirra Gary Hume, Georgie Hopton, Tuma Magnús- sonar og Ráðhildar Ingadóttur. Samsýning þessara málarahjóna kom þannig til að Nýlistasafnið bauð Gary að sýna í safninu. Hann bauð Georgie, sem aftur bauð Ráðhildi og að lokum bauð Ráðhildur Tuma að taka þátt. í Súm-sal sýnir síðan Þór Vig- fússon ný verk þar sem hann rað- ar saman á einfaldan hátt mislit- um einingum hálfgegnsærra plex- iglerplatna. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Söngperlur úr Disney- teiknimyndum Það er við hæfi á óskarsverð- launakvöldi að Listaklúbbur Leik- húskjallarans verði með dagskrá með lögum úr Walt Disney- kvik- myndum því þau eru ófá óskars- verðlaunin sem tónlistin við hinar frábæru teiknimyndir Walt Dis- neys hafa fengið. Þau sem sjá um flutninginn eru söngkonurnar Guðrún Gunnars- dóttir og Berglind Björk Jónasdótt- ir, öðru nafni Doris-dúettinn. Þeim til aðstoðar eru tónlistarmennimir Pálmi Sigurhjartarson, pianó, Þórður Högnason, kontrabassi, Karl Olgeirsson, harmonika, meló- dikka og fleira og Björgvin Ploder, trommur. Guðrún og Berglind ætla að syngja uppáhaldslögin sín úr teiknimyndunum og fá allir úr hljómsveitinni einnig að syngja sín Skemmtanir uppáhaldslög. Meðal laga sem koma til með að heyrast era He’s a Tramp, Under the Sea, Everybody Wants to be Cat, When you wish upon a star og mörg fleiri. Lögin era flutt í útsetningum hópsins, haldið er þó tryggð við upprunalegu útgáfurnar og sungið er á ensku. Stúlkumar segja að söngdagskráin verði væmin, ýkt, sorgleg, gleðileg og jafnvel svolítið undarleg á köflum. Sérstakur gestasöngvari verður Stefán Hilm- arsson en hann á sér uppáhaldslag úr Disney-teiknimynd. Mælt er með að gestir taki með sér góða skapið, gömlu minningamar og kannsi einn vasaklút. Leikhúskjallarinn opnar fyrir gesti kl. 20 og söngskemmtunin byrjar kl. 20.30. 4 ' w/ J L Þau koma fram í Leikhúskjallaranum í kvöld: Talið frá vinstri: Stefán Hilmarsson, Páimi Sigurhjartarson, Þórður Högnason, Guðrún Gunnarsdóttir, Björgvin Ploder og Berglind Björk Jónasdóttir. DV-mynd Pjetur É1 sunnanlands og vestan Vaxandi 990 mb lægð um 800 km suð- vestur af Reykjanesi hreyfist allhratt norðaustur. 995 mb lægð fyrir norðaust- an land fjarlægist. Víðáttumikil en held- ur minnkandi 1039 mb hæð er yfir Bret- landseyjum. Veðríð í dag í dag verður sunnan og suðaustan stinningskaldi eða allhvasst og rigning í kvöld en slydda norðvestan til. Hvöss suðvestanátt og él sunnanlands og vestan í nótt. Á morgun snýst vindur til norð- lægrar áttar með snjókomu eða éljum, fyrst norðvestan til. Kólnandi veður. Á höfuðborgarsvæðinu verður vax- andi suðaustanátt og slydda en síðar rigning. Allhvasst í kvöld en hvöss suð- vestanátt og él í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 19.52 Sólarupprás á morgun: 07.15 Sfðdegisflóð í Reykjavík: 14.35 Árdegisflóð á morgun: 03.15 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri rigning 8 Akurnes alskýjaö 8 Bergstaöir alskýjaö 4 Bolungarvík snjókoma 1 Egilsstaöir skýjaö 14 Keflavíkurflugv. skýjaö 3 Kirkjubkl. rigning 8 Raufarhöfn skýjaö 7 Reykjavík úrkoma í grennd ' 2 Stórhöföi rigning 3 Helsinki léttskýjaö 2 Kaupmannah. alskýjað 4 Osló skýjaó 7 Stokkhólmur 3 Þórshöfn alskýjaö 9 Faro/Algarve skýjaö 18 Amsterdam alskýjaö 9 Barcelona skýjaó 15 Chicago hálfskýjaö -3 Dublin þokumóöa 9 Frankfurt skýjaö 8 Glasgow skýjaö 8 Halifax ískorn -2 Hamborg skýjaó 8 Jan Mayen skýjaó 1 London skýjaó 10 Lúxemborg skýjaö 8 Malaga mistur 18 Mallorca léttskýjaö 19 Montreal þoka -4 París léttskýjaö 10 New York snjókoma -1 Orlando skýjaö 8 Nuuk léttskýjaö -12 Róm heiöskírt 10 Vín snjóél á síó.kls. 3 Washington alskýjaö 2 Winnipeg skýjaó -5 Arnór Myndarlegi drengurinn á myndinni, sem hlotiö hefúr nafhið Amór Breki, fæddist 8. febrúar, kl. Barn dagsins Breki 22.02. Viö fæðingu var hann 3580 grömm og mældist 50,5 sentímetra langur. Foreldrar hans era Heiða B. Knútsdóttir og Ásþór Sigurðsson og er hann fyrsta bam þeirra. Jack Nicholson brosir breitt og sjálf- sagt helst brosið ef hann fær óskarinn í nótt. Það gerist ekki betra Stjömubíó og Laugarásbíó sýna um þessar mundir As Good as It Gets sem tilnefnd er til sjö óskarsverðlauna en óskarsverðlaunahátíðin er í nótt. All- ir þrir aðalleikaramir fá tilnefningar: Jack Nicholson, Helen Hunt í flokki aðalleikara og Greg Kinnear í flokki aukaleikara. Jack Nicholson leikur Melvin Udall, frægan rithöfund sem er að ljúka við bók númer 62 þegar myndin hefst. Hann lifir í eigin heimi og vill ekkert með annað fólk hafa og ekki er hægt að segja að aðrir reyni að nálgast hann því þá fá þeir hinir sömu aðeins að .n kynnast dónaskap frá ^0' Kvikmyndir honum. Melvin er líka duglegur viö að gera nábúanum Simon Nye, sem er hommi, lífið leitt og hann fullkomnar það verk þegar hann lætur hund Simons hverfa niður um ruslalúguna. Húsvörðurinn bjargar hundinum og sú spuming vaknar hver sé svo ófyrirleitinn að vilja farga litlum hundi. Nýjar myndir: Háskólabió: The Boxer Laugarásbíó: Djarfar nœtur Kringlubíó: Midnight in the Garden of Good and Evil Saga-bíó: Rocket Man' Bíóhöllin: Litla hafmeyjan Bíóborgin: Desperate Measure Regnboginn: She's so Lovely Stjörnubíó: Betra gerist það ekki Krossgátan Lárétt: 1 grín, 6 mynni, 8 hlífa, 9 púki, 10 starf, 12 högg, 13 óstöðugu, 16 snemma, 17 vegna, 19 mála, 21 þjóta, 23 fóðraður, 24 flökt. Lóðrétt: 1 spjót, 2 hjálp, 3 þegar, 4 glögga, 5 anda, 6 hugarburð, 7 vinn- ingur, 11 skartgripur, 14 flakk, 15 hópi, 16 spíra, 18 slóttug, 20 bráð- ræði, 22 til. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hnýsni, 8 verka, 9 lá, 10 et- ir, 11 ull, 12 linast, 15 óð, 16 aftra, 17 sefar, 20 úr, 21 Arna, 22 óði. Lóðrétt: 1 hvel, 2 netið, 3 ýra, 4 skrafa, 5 naust, 6 ill, 7 fálmar, 13 nafn, 14 trúð, 15 ósa, 18 er, 19 ró. Gengið Almennt gengi LÍ 20. 03. 1998 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollpenqi Dollar 72,420 72,790 72,040 Pund 120,420 121,040 119,090 Kan. dollar 51,070 51,390 50,470 Dönsk kr. 10,3700 10,4250 10,4750 Norsk kr 9,5210 9,5730 9,5700 Sænsk kr. 9,0850 9,1350 9,0620 Fi. mark 13,0410 13,1180 13,1480 Fra. franki 11,7920 11,8600 11,9070 Belg. franki 1,9158 1,9273 1,9352 Sviss. franki 48,4400 48,7000 49,3600 Holl. gyllini 35,0700 35,2700 35,4400 Þýskt mark 39,5400 39,7400 39,9200 it lira 0,040250 0,04050 0,040540 Aust. sch. 5,6180 5,6520 5,6790 Port. escudo 0,3862 0,3886 0,3901 Spá. peseti 0,4663 0,4691 0,4712 Jap. yen 0,557000 0,56040 0,575700 írskt pund 99,230 99,850 99,000 SDR 96,230000 96,80000 97,600000 ECU 78,4800 78,9600 78,9600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.