Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. „Ónákvæmir" og yfir aðra hafnir Bankaráð Landsbanka íslands hefur lýst yfir, að fyrra svar bankans um laxveiðikostnað hans hafi verið „ekki nægjanlega nákvæmt“. Bankaráðið metur það til skorts á nákvæmni, að laxveiðikostnaðurinn reyndist vera rúmlega tvöfalt hærri en logið hafði verið. Bankaráð, er flokkar muninn á rúmum 18 milljónum króna og tæpum 42 milljónum sem „skort á nákvæmni“, er ekki líklegt til að bregðast við málinu á eðlilegan hátt. Það mun láta bankastjórana biðjast afsökunar og halda síðan áfram að tapa milljörðum í afskrifuð útlán. Nýjasta uppljóstrun Ríkisendurskoðunar um sukk í Landsbankanum kemur til viðbótar því, sem áður var vitað um óheyrilegan lífsstílskostnað stjórnenda bank- ans og um kaup bankans á laxveiðileyfum hjá langfræg- asta bankastjóra landsins á síðustu árum. Að ósk bankaráðsins er Ríkisendurskoðun nú að rann- saka allan risnu-, ferða- og bílakostnað bankans á sama fjögurra ára tímabilinu og laxveiðirannsóknin náði til, það er áranna 1994-1997. Bankaráðið hyggst taka ákvörð- un um framhald málsins að því loknu. Boltinn er í höndum bankaráðsins, sem ræður og rek- ur bankastjóra. Torséð er, að ráðið geti áfallalaust kom- ið sér undan að víkja þeim öllum úr starfi, þótt ekki bæt- ist við fleiri afreksverk en þau þrjú, sem þegar eru kom- in í ljós, sukk, lygi og misnotkun á aðstöðu. Sukkið felst í stærðargráðu peninganna, sem eru til umræðu í málinu. Lygin felst í því, sem bankaráðið kall- ar ónákvæmni. Og misnotkun aðstöðu felst í kaupum bankastjórans fræga á veiðileyfum á kostnað bankans í á, sem hann leigir sjálfur út með félögum sínum. Aðgerðir bankaráðherrans hljóta síðan að byggjast á mati hans á því, hvort viðbrögð bankaráðsins verði of væg eða ekki. Ef það lætur bankastjórana ekki víkja, tek- ur það alla ábyrgðina á sínar herðar, þannig að ráðherr- ann verður þá að láta ráðið taka afleiðingunum. Við mat bankaráðsins á alvöru málsins bætist svo, að sumir ráðsmenn voru í ráðinu á þeim tima, sem rann- sóknin spannar. Þeir bera því ekki aðeins ábyrgð á eft- irmeðferð málsins um þessar mundir, heldur bera þeir með bankastjórunum ábyrgð á afrekaskránni allri. Þegar málið kemur á borð bankaráðherrans ber hon- um því ekki aðeins að meta viðbrögð núverandi banka- ráðs við afrekum bankastjóranna árin 1994-1997, heldur einnig að meta, hvort framlengdir bankaráðsmenn verði að víkja vegna aðildar að afrekunum sjálfum. Landsbankinn hefur lengi verið til umræðu og fyrir fleiri vandræði en þau, sem hér hafa verið rakin. Stjórn- endur hans gengu lengra en stjómendur annarra banka í heimskulegum útlánum og þurftu raunar að fá peninga úr ríkissjóði til að komast hjá gjaldþroti. Stjórnendur bankans hafa ekki tekið neitt mark á um- ræðunni. Þeir hafa verið svo fjarri raunveruleikanum, að þeir hafa haldið áfram að tapa peningum, sem þeim hefur verið trúað fyrir, og haldið áfram að láta bankann borga lífsstíl, sem þeim finnst vera sér við hæfi. Sennilega hafa þeir haldið og halda enn, að afrekaskráin komi fólki úti í bæ ekki við. Sennilega hafa þeir haldið og halda enn, að þeir geti hagað sér nokkurn veginn eins og þeim sýnist. Sennilega hafa þeir haldið og halda enn, að þeir séu yfir þjóðfélagið hafnir. Og sennilega er þetta allt rétt hjá þeim. Yfirlýsing bankaráðsins um „ónákvæmni“ bendir til, að allt verði áfram í sömu skorðum, þegar moldviðrinu linnir. Jónas Kristjánsson Á vondum skóm tindi Everest Það lítur allt út fyrir að alvarleg efnahagskreppa taki nú við af langvarandi stöðnun í japönsku efhahagslífi. Um leið og fréttir af japönskum efhahagsmálum fara hríðversnandi og óánægja almenn- ings magnast virðist staða sfjómar- flokksins í Japan, sem hefhr leitt ríkið nánast ótruflað í 45 ár, vera sterkari en oft áður, þó ekki vegna vinsælda heldur vegna skorts á stjómarandstöðu. Enn á toppnum Kreppan í Japan er mjög alvarleg en það er rétt að gleyma því ekki að þrátt fyrir margra ára kyrrstöðu er Japan enn sem fyrr ríkasta og tæknivæddasta iðnríki jarðar. Á síðasta ári var þjóðarframleiðsla Japana meira en 4,5 triiljónir doll- ara, sem er um 62% af framleiðslu Bandarikjanna, eina risaveldis heimsins. Það er ef til vill enn meira sláandi að þjóðarframleiðsla Japana var meiri í fyrra en samanlögð framleiðsla þriggja stærstu og auð- ugustu ríkja Evrópu, Þýskalands, Bretlands og Frakklands, en nær 200 milljónir manna byggja þessi þrjú lönd á móti 125 miiljónum í Japan. Japanir eiga líka á varasjóði að ganga en japanskar eignir i út- löndum nema nú meira en einni trilljón dollara. Þetta er upphæð á við sjöhundruðfóld árleg útgjöld is- lenska ríkisins. Hún er hins vegar ekki meira en nemur útgjöldum jap- anska ríkisins við tilraunir þess á síðustu misserum til að lífga við efnahagslífið og rétta við bankakerf- ið. Fjármálakerfi í vanda Það er hins vegar liðin tíð að garður keisarahallarinnar í Tokyo sé virtur á meiri peninga en öll Los Angeles, eins og fasteignaspekúlant- ar skemmtu sér við að reikna út fyr- ir fáum árum. Þó Japanir eigi enn flestalla stærstu banka heimsins vildu fáar vestrænar þjóðir nú skipta við Japan á fjármálakerfi. Vegna hruns á fasteignaverði, fall- andi hlutabréfaverðs og litils arðs af fjárfestingum er nú stór hluti útlána japanskra banka án viðunandi trygginga. Japanska stjómin hefur nú þegar ráðstafað meira en 200 milljörðum dollara til að afstýra hruni í fjármálaheiminum en vand- inn fer þó enn vaxandi. Leti? Það er vinsæl kenning í Japan að stóran hluta kreppunnar megi rekja til minnkandi vinnugleði Japana. Hér á árum áður hafa Japanir, sennilega einir manna á jörðinni, verið eins líklegir til að drepa sig úr vinnu og íslendingar en stöku mað- ur er nú farinn að efast um vísdóm þess að láta sér aldrei verk úr hendi Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson faila. Þessi kenning nær hins vegar skammt. Þær þjóðir heimsins sem minnst vinna eru oft á meðal hinna ríkustu, eins og fólk i Belgíu, Dan- mörku og Hollandi hefur nógan tíma til gleðjast yfir eftir örstutta vinnuviku. Á vondum skóm „Það er eins og að saka mann á toppi Everest um að vera á ónýtum skóm að segja að japanska módelið gangi ekki upp,“ sagði mér japansk- ur kaupsýslumaður austur í Singapúr. „Einhvem veginn kom- umst við hærra en aðrir," bætti hann við. Hann viðurkenndi hins vegar, eins og margir i Japan, að módelið hefði búið mönnum betri skó til að klífa fiöll en til þeirrar göngu sem nú lægi fyrir ríkri þjóð. Laxness sagði einhvern tíma að stundum kæmist berfættur maður lengra en maður á þrennum skóm. Þessa setningu virtist japanski kausýslumaðurinn skilja betur en ég og vildi vita meira um þennan Laxness. Samráð og samsærí Það er hins vegar ekki líklegt að japanska stjórnkerfið leggi frá sér sinn ríkulega fótabúnað. Embættis- mannkerfið ætlar sér að stýra efna- hagslífinu með hnúum og hnefum. Upphafið að japönskum nútímahátt- um i Japan á síðustu öld var líka í embættismannakerfinu en ekki í at- vinnulífinu. Embættismennimir komust að því að besta leiðin til framfara var ekki ríkisrekstur held- ur að úthluta atvinnulífinu verkefn- um og stýra kerfinu í samráði við þá sem bestum árangri náðu á hverju sviði. Stjómmálamenn hafa oftast verið hreint aukaatriði í þessu kerfi en þeir hafa fengið vasa- peninga frá atvinnulífmu og ekki síður af skattfé tO vinsælla fram- kvæmda. Þeir hafa orðið sífellt dýr- ari í rekstri fyrir ríkið en lítið ágangssamari með að fá völd. Kerf- ið gekk svo langt að stærsti stjóm- arandstöðuflokkurinn, jafnaðar- menn, tók að sér að vera stjómar- andstaða til frambúðar. Flokkurinn hrundi gersamlega þegar örlögin drógu hann inn í rikisstjóm. Japan hefur enn ekki fóstrað stjómarand- stöðu í evrópskum skiiningi. Sam- keppnin í stjómmálum er því ekki meiri en í atvinnulífmu þar sem hver sinnir sínu hlutverki. þetta gekk vel en gengur ekki lengur. „„Það er eins og að saka mann á toppi Everest um að vera á ónýtum skóm að segja að japanska módelið gangi ekki upp,“ sagði mér japansk- ur kaupsýslumaður austur t Singapúr," segir Jón Ormur m.a. í pistlinum. stjóri Sameinuðu þjóðanna, náði í síðasta mánuði. Það kemur þegar eftirlitsmennirnir koma seinna í óvæntar eftirlitsferðir i leit að sönnunargögnum um bönnuð vopn eða leynilegum skjölum sem lýsa áætlunum um sýkla- og vopnahemað. “ Úr forystugrein New York Times 31. mars. Enn nýr maður „Borís Jeltsín Rússlandsforseti starfar best við kreppuástand. Síðastliðinn mánudag skapaði hann sjálfur kreppu, rak forsætisráðherra sinn og alla stjórnina. Jeltsín virtist njóta óvissunnar sem hann hafði valdið og athyglinnar sem hann vakti með því að draga það að tilnefna nýja ráðherra. Á fóstudag tilnefndi hann í embætti forsætisráðherra mann sem var nær jafn óþekktur í Rússlandi og erlendis. Tilnefningin vekur margar spumingar. Tilnefning- in skýrir heldur ekki hvemig forysta Rússlands verður í framtíðinni." Úr forystugrein Washington Post 30. mars. &oðanir annarra Óttinn við hið óþekkta „Sá jarðvegur sem Pia Kjærsgaard og flokkur hennar vaxa í, fær ekki áburð af engu. Hann nær- ist á óttanum, óörygginu og öfundinni sem er að finna hjá allri dönsku þjóðinni. Það er þess vegna jákvætt að sjá að bæði fyrirtæki og stéttarfélög taka á vandamálinu. Danir em ekki kynþáttahatarar. Það var eitt af því sem var ítrekaö mörgum sinnum í kosningabaráttunni í febrúar og mars þegar við- horfin til útlendinga vora oft ofarlega á dagskrá." Úr forystugrein Aktuelt 3. apríl. Vopnaeftirlitið i írak „Nýtt fyrirkomulag við vopnaeftirlit í höllum íraks virkar tiltölulega vel. Þar hefúr aðeins orðið minniháttar ágreiningur milli vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna og íraskra embættismanna. En þessar heimsóknir, sem írakar hafa haft nógan tíma til að undirbúa, eru ekki raunveralegt próf á samkomulaginu sem Kofi Annan, framkvæmda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.