Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 46
LAUGARDAGUR 4. APRIL 1998 54 > iíif ' ■ 4 Amerískur Frakki í París Franski listamaöurinn Pierre Arman heldur nú fyrstu einka- sýningu sína í París. Á sýningunni eru 90 verk lista- mannsins, unnin á síðustu fjöru- tíu árum. Arman sem hefur búið lengst af í Bandaríkjunum og þykir afar amerískur í háttum hefur einbeitt sér að neyslusam- félaginu við listsköpun sína. Hann hefur til margra ára safnaö ýmsu rusli í austurbæ Manhatt- an. Sýning á verkum Armans þykir marka tímamót í listalífi Parísar en henni lýkur um miðj- an þennan mánuð. Bætt þjónusta um borð Flugleiöir taka á næstu vikum í notkun nýja tegund myndbands- og hljómflutningstækja í öllum Boeing 757-flugvélum félagsins. Nýjungamar felast í því að í staö stórra myndbandsspóla verða notaðar litlar spólur og geisla- diskar leysa hljómsnældur af hólmi. Þá verður tónlistarrásum fjölgað og ráðgert er að koma á sérstakri dagskrá fyrir yngstu farþegana. Nýjar leiðir í Bútan Gönguferðir í rikinu Bútan, sem er eitt einangraðasta riki jarðar, á milli Tíbets og Indlands, þykja afar áhugaverðar. Hingað tú hafa þarlend stjómvöld aðeins leyft göngugörpum að ganga á tiu gönguleiðum. Bútanar hafa nú ákveðið að fjölga ferðamönnum í landi sinu og fengu Andrew nokkum Crisconi til að klífa og kortleggja fjöllin við borgimar Paro og Timpú, en sú síðamefnda er höf- uðborg landsins. í framhaldinu mun Crisconi í samráði við stjómvöld gefa út fyrstu bókina um gönguleiðir í landinu. Bókar- innar er þó ekki að vænta fyrr en að ári en fyrir þá sem vilja kynna sér málið strax er hægt aö nálg- ast upplýsingar á slóðinni www.keadventure.com á Netinu. Bdfim slökkvistöð Undanfarin tíu ár hefur staðið yfir undirbúningur vegna opnun- ar veglegs safhs helguðu slökkvi- liðsmönnum í borginni Winnipeg í Kanada. Það þótti vel við hæfi að koma safninu upp í gamalli slökkvistöð í miöborginni sem var hvort sem er hætt að gegna hlutverki sínu. Það undarlega gerðist hins vegar að slökkvistöðin kolféll á bruna- vamarprófl. í slökkvistöðinni var nefhilega hvorki að fmna neyðar- útganga né vatnsúðunarkerfi enda reikna menn vart með því að það kvikni í hjá sjálfu slökkvi- liðinu. Þetta kvað tefja opnun safnsins en áhugamenn um slökkvistörf eru sagðir orðnir langeygir eftir saflii um áhuga- málið. Vorferð til Sevilla: Tek vel á móti íslenskum húsmæðrum - segir Kristinn R. Ólafsson Síðastliðið haust bauð Ferðaskrif- stofan Úrval-Útsýn upp á ferðir til menningarborgarinnar Sevilla, höf- uðstaðar Andalúsíu, syðsta héraðs Spánar. Vegna ánægju farþega í fyrra var ákveðið að bjóða upp á ferðir til Sevilla vor og haust. Flogið gerð úr myndum og leysigeislum. Gamla gyðingahverfið, Santa Cruz, iðar af skemmtilegu götulifi og þar eru margir skemmtilegir veitinga- staðir. Þeir eru svo sem viða í Sevilju og enginn ætti að láta smá- réttina, Tapas, fram hjá sér fara.“ „Við skulum reisa þvílíka kirkju að þeir sem sjá hana fullbyggða munu álíta okkur brjálaða," var upphafið að þessu mikla mannvirki sem er fjórða stærsta guðshús í heimi. hlutverki borgarinnar og hnignun blasti við næstu áratugi. Snemma á þessari öld tóku borgarbúar til við að endurheimta forna frægð borgar- innar og Íber-Amer- íska sýningin 1929 var liður í þeirri viðleitni. Glæstar byggingar voru reistar í tilefni af sýningunni á svæðinu Plaza de Espana og Plaza de America. Þjóðir heims sem tóku þátt í sýningunni reistu sýningarskála í takt við sína menning- ararfleifð í húsagerð- arlist. I dag dást ferða- menn að þessum fjöl- breyttu byggingum. Sevilla í dag Gústaf og Kristín á Plaza de Espana. Hvert hérað Spánar á sína flísamynd sem lýsir sögufrægum atburöum. Gústaf situr fyrir hjá einum af mörgum götulistamönnum í Sevilla. Gull frá Nýja heiminum Sevilla blómstraði á ný á 16. og 17. öld þegar Spánverjar hófu landa- fundi sína og nýlendustefnu. Sevilla var helsta höfn skipa sem sigldu frá Nýja-heiminum með gull og gersem- ar. Á 18. öld lauk þessu mikilvæga Heimssýningin, Expo ’92, var önnur vítamínsprauta fyrir borgarbúa. Af miklum stórhug var reist glæsilegt sýningarsvæði á eyju í Gu- adalquivir. Nú sex árum síðar hefur hluti sýningarsvæðisins drabbast niður vegna þess hve dýrt er að halda mannvirkjum við og fá þeirra hafa fengið einhvern framtíðartil- gang. Ibúar Sevilla eru lifsglaðir á sinn spánska hátt. Þeim þykir gaman að fara út að borða góðan mat með glas af víni. Fjölmargir góðir veitinga- staðir eru í borginni sem eru opnir lengi frarn eftir. Nautaatshringur- inn, La Maetranza, er einn af þeim þekktari á Spáni og hér dunar fla- menkó- blóð í mannskapnum. í Sevilla er óperuhús, leikhús, skemmti- og dansstaðir sem opnir eru til morguns. í miðborginni, rétt við eru göngugötur með sérverslun- um og vöruhúsum. Það má telja víst að íslenskar húsmæður og Kristinn eiga góða vordaga í vændum í Sevilla. -jáhj Gústaf Grönvold skellti sér t ferð til Sevilla í fyrrahaust. Meöal þess sem hann prófaöi í ferðinni var aö aka í hestvagni. Séð yfir Plaza de Espana af brúnni. er í beinu leiguflugi til Faro í Portúgal en þaðan er rúm- lega 2ja tíma akstur til Sevilla. Vorferðin 24. apríl er nánast uppseld þar sem Orlofsnefnd húsmæðra fyllti flest sæti. „Ég mun taka vel á móti íslensku húsmæðrunum,“ sagði Kristinn R. Ólafsson, farar- stjóri í Sevilla, eða Sevilju eins og hann kallar borgina samkvæmt ís- lensku beygingarkerfi. í stuttu sam- tali við DV sagði Kristinn að í flestu væru ferðirnar með svipuðu sniði og í fyrrahaust. Þó væri þessi vorferð aðeins stytt og aðeins fjórir dagar í Sevilla og fimm dagar í Albufeira í Portúgal. Kristinn þekkir vel sögu lands og þjóðar og er vel heima í atburðum dagsins í dag eins og glöggt hefur komið fram í fréttapistlum hans í út- varpi. Hann mælir sterklega með því að fólk fari í skoðunarferðir. „Þar bera hæst ferðir til Cordóba og Granada. Cordóba var ekki í boði í fyrra en ég lagði til að bjóða upp á ferð til þessarar merkilegu borgar. Þar er margt að skoða og ekki sist hin mikla moska frá tímum Mára, sem er algert undramannvirki. Þeir sem ekki hafa komið til Granada áður hafa gott tækifæri á að sjá hina stórkostlegu Alhambrahöll og garð- ana þar um kring,“ segir Kristinn Err. „Miðborg Sevilju er líka spenn- andi og í göngufæri frá hótelunum sem íslendingarnir dvelja á. Þar tel ég fremsta dómkirkjuna, Los Reales Alcázares, Maríu Lovísu garðinn, svæði alþjóðasýningarinnar frá 1929 og heimssýningarsvæðið frá 1992. Þar er Töfraeyjan, Isla Mágica, sem gaman er að heimsækja að kvöldi til, njóta þar matar og tónlistar. Þeir sem þora taka sér ferð með rússíbön- um og í lokin er stórkostleg sýning Allir vildu til Sevilla Lífæð Sevilla í gegnum aldimar var fLjótið Guadalquivir. Upphaf Sevilla má rekja aftur til tíma Fönikíu- manna. Þeir kölluðu borgina Hispalis, sem seinna breyttist í Ispalis, Ixbilia og að lokum Sevilla. Á eftir Fönikíu- mönnum komu Grikkir, Karþagómenn og Vestgotar. Árið 711 markar upphaf ríkis Mára á Iberíu- skaganum öEum og Sevilla varð ein af helstu borgum Máraríkisins, að frá- töldum Cordóba og Granada. Víking- ar gerðu árás á borgina árið 844 en guldu afhroð á bökkum Guadalquivir þegar Máraherimir brenndu 42 skip þeirra. Á 12. öld komst Almóhada-ætt- in til valda í Marokkó og á Spáni. Undir stjórn Almóhadana reis húsa- gerðarlist og menning einna hæst í borginni. Enn má sjá leifar þess tíma í mannvirkjum eins og mínarettunni við dómkirkjuna, glóaldingarðinum þar við, Alcazarvirkinu og Gulltum- inum; Torre Del Oro. Kristnir menn náðu borginni árið 1247 og Sevilla varð stjómarsetur um sinn. Menn voru stórhuga á þeim tíma og á árið 1401 var hafist handa við að reisa dómkirkjuna: „Við skul- um reisa þvílíka kirkju að þeir sem sjá hana fullbyggða munu álíta okkur brjálaða," var upphafið að þessu mikla mannvirki. Dómkirkjan setur mikinn svip á borgina og Giraldatuminn, sem áðm- var mínaretta moskunnar, sést alls staðar að. Á kvöldin er tuminn upplýstm eins og mörg önnur minnis- merki borgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.