Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
Fréttir
sandkorn
Húsnæðisstofnun látin borga fyrir félagsmálaráðuneytið:
Ráðuneytið samdi lista
- og sendi Húsnæðisstofnun, segir Birgir DýrQörð stjórnarmaður
Birgir Dýrfjörð sem á sæti í
stjórn Húsnæðisstofnunar dregur
stórlega í efa að löglega hafi verið
staðið að greiðslum fyrir nefnda-
störf í fjórum nefndum sem félags-
málaráðherra skipaði tO að kanna
ýmsa þætti húsnæðismála. Hann
segist í samtali viö DV hafa upp-
lýsingar um að nefndalaunin hafi
verið ákveðin í ráðuneytinu,
nafnalisti hafl verið gerður þar og
síðan sendur Húsnæðisstofnun og
henni gert að borga.
Birgir segir það orka tvímælis
að láta stofnunina borga á þennan
hátt fyrir starfsemi ráðuneytisins.
Í öðru lagi þá virðist sem hluti
nefndarmanna hafi fengið sérstak-
lega greitt með þessum hætti fyrir
vinnu sem þeim bar að vinna
hvort eð var, þar sem þeir voru
eða eru starfsmenn ráðuneytisins.
í þriðja lagi bendi margt til þess að
greiðslur fyrir nefhdastörfín hafi
farið fram hjá þóknunamefnd og
kjaranefnd ríkisins og að upphæð-
ir sem nefndarmenn fengu hafi
verið ákveðnar í ráðuneytinu
sjálfu.
í minnisblaði sem Birgir Dýr-
fjörð hefur tekið saman vegna
þessa máls er bent á að einingar-
verð
þóknun-
arnefnd-
ar sé
1.014
krónur
en sam-
kvæmt
upplýs-
ingum
Þórhalls
Arason-
ar, deild-
arstjóra í
fjármála-
ráðuneyt-
inu, er
einingin miðuð við klukkutíma-
vinnu í nefnd. Formenn nefnda fái
greitt 50% álag ofan á einingaverð-
ið.
Birgir telur það með ólíkindum
í þessu minnisblaði að nefnda-
launakóngurinn, sem er Ingi Val-
ur Jóhannsson, deildarstjóri í fé-
lagsmálaráðuneytinu, hafi fengið
hátt í 800 þúsund krónur, eða vel á
áttunda hundrað eininga greiddar,
sem jafngildi sex mánaða fullri
vinnu
meðan
nefndirn-
ar voru
starf-
andi.
Nefnd-
imar
sem um
ræðir
eru fjór-
ar tals-
ins.
Nefnd 1.
var skip-
uð 8. jan-
úar 1996
og skilaði af sér í janúar 1997.
Hlutverk hennar var að kanna
möguleika á að draga úr ríkisá-
byrgðum í húsbréfakerfinu og
færa starfsemi Húsbréfadeildar frá
Húsnæðisstofnun til lánastofnana.
Formaður hennar var Magnús
Stefánsson alþingismaður. Fyrir
formennsku i nefndinni fékk
Magnús 151.800 krónur.
Nefnd 2 var skipuð 16. okt. 1995
og lauk störfum í maí 1997. Til-
gangur hennar var að fjalla um fé-
lagslega íbúðalánakerfið. Formað-
ur hennar var Magnús Stefánsson
alþingismaður. Hann fékk 214.525
krónur fyrir.
Nefnd þrjú var skipuð 13. jan.
1997 og lauk störfum í janúar 1998.
Tilgangur hennar var að vinna að
endurskipulagningu á rekstri og
skipulagi Húsnæðisstofnunar. For-
maður hennar var Ámi Gunnars-
son, aðstoðarmaður félagsmálaráð-
herra. Hann fékk 161.839,- kr. í
laun.
Nefnd nr. 4 var skipuð 17. apríl
1997 og lauk störfum í febrúar
1998. Tilgangur hennar var að end-
urskoða núgildandi greiðslumat
húsbréfakerfisins og gera tillögur
um nýtt greiðslumat vegna fast-
eignaveðlána. Formaður hennar
var Ingi Valur Jóhannsson, deild-
arstjóri í félagsmálaráðuneytinu.
Hann fékk 243.739,- kr. Ingi Valur
starfaði í öllum nefndunum og
fékk alls 782.583 krónur. -SÁ
Amfetamínmálið:
Hæstiréttur
hnekkti úr-
skurði hér-
aðsdóms
Hæstiréttur hnekkti úrskurði
Héraösdóms Reykjavikur í gær
þegar hann úrskurðaði mann í
gæsluvarðhald til 17. apríl nk. Mað-
urinn haíði verið handtekinn og
setið í gæsluvarðhaldi áamt öðrum
manni vegna smygls á kílói af am-
fetamíni.
Gæsluvarðhald yfir manninum
rann út 1. apríl sl. og fór lögregla
fram á aö það yrði framlengt vegna
rannsóknar málsins. Héraðsdómur
varö hins vegar viö því og mannin-
um var sleppt. Saksóknari lögreglu-
stjóraembættisins kærði málið til
Hæstaréttar sem hnekkti úrskurði
héraðsdóms. -RR
Fegurst á
Suðurlandi
DV Hverageröi:
Karen Guðmundsdóttir frá
Eyrarbakka var kjörin feg-
ursta stúlkan i Fegurðarsam-
keppni Suðurlands var haldin
á Hótel Örk. Mikill glæsibrag-
ur var yfir öllu í keppninni.
Stúlkumar 13 dönsuðu Can-
Can dansa og komu síðar fram
í sundfatnaði og að lokum í
samkvæmiskjólum.
Karen hlaut titilinn. í öðru
sæti var Silja Hrund Einars-
dóttir frá Stokkseyri og var
kjörin besta ljósmyndafyrir-
sætan. í þriðja sæti var Hver-
gerðingurinn Bryndís Eir Þor-
steinsdóttir. Vinsælasta stúlk-
an var valin úr hópi samkepp-
enda, Kolbrún Dögg Eggerts-
dóttir frá Selfossi.
Keppnin um Ungfrú ísland
verður haldin 29. maí og taka
þátt þar frá Suðurlandi Karen
og Silja Hrund. Hún stundar
nú nám í Kvennaskólanum í
Reykjavík, en Karen í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Sel-
fossi. eh
Karen Guðmundsdóttir,
- fegurst á Suðurlandi.
DV-mynd Eva
Vísir á Netinu - visir.is.:
Visir á góöri siglingu
segir Ásgeir Friögeirsson hjá nýmiðlun FF
Vísir kom á réttum tíma
og uppfyllti þarfir og vænt-
ingar fslendinga nær og
fjær. Á tólfta þúsund manns
heimsóttu Vísi fyrsta starfs-
daginn, þann 1. apríl. Heim-
sóknunum hefur síður en
svo fækkað síðan heldur fer
þeim jafnt og þétt fjölgandi.
„Móttökur fólks hafa verið
allar á einn veg, frábærar,
miklu betri en við þorðum
að vona. Það er augljóst að í
hugum almennings er Vísir
kominn til að vera, og það er
hann líka svo sannarlega.
Með þessum móttökum og
stuðningi er siglingin fram á
við greið," segir Ásgeir Frið-
geirsson, forstöðumaður
nýmiðlunar FF.
Ásgeir segir í samtali við
DV að öflugur tækja-
búnaður hafi í fyrstu ekki
annað þeirri gífurlegu
aðsókn sem raun varð á.
Nú hefur verið bætt um
betur og fenginn langöflug-
asti tölvubúnaður sem til-
Nýja tölvan sem tekur á móti „gestum“ Vísis og þjónar þeim er gríðarlega öflug UNIX-tölva frá
Hewlett Packard, sú öflugasta sem hægt var að útvega. Aðsókn að Vísi frá upphafi hef-
. Það er Guðni Tómasson, tölvuforritari eða vefari hjá Skímu, sem rýnir í Vísi. DV-mynd E.ÓI
tækur var í landinu. Það er
gríðarlega öflug og afkasta-
mikil tölva frá Hewlett
Packard.
Ásgeir segir að stöðugt sé og
verði unnið að bættri þjónustu
við notendur Vísis, m.a. með
því að auka virkni og vinnslu-
hraða h!ans eftir því sem not-
endum fjölgar og eins með því
að fjölga þjónustuvefjum Vísis.
Fréttamenn Vísis sjálfs,
fréttastofur DV, Dags og Við-
skíptablaðsins sjá Vísi fyrir
fréttum. Þeir bæta stanslaust
nýjum fréttum inn á Vísi
jafnharðan og þær gerast. í
gær sagði Vísir t.d. fyrstur
fjölmiðla frá geysimiklum
hagnaði Pósts og síma á síð-
asta ári. „Við.erum á réttri
leið og ætlum okkur að endur-
vekja svo eftir verði tekið hið
gamla kjörorðið, Vísir fyrstur
með fréttimar," sagði Ásgeir
Friðgeirsson í samtali við DV í
gærkvöldi. - SÁ
Borgarritari
bankar
Á aðalfundi Seðlabankans á
dögunum vakti mikla athygli
að þar var mætt-
ur broshýr borg-
arritari, Helga
Jónsdóttir, og
heílsaði á báða
bóga. Stein-
grímur Her-
mannsson er
sem kunnugt
er á förum til
að sinna umhverfis-
málum heimsins og mikill slag-
ur er um stól hans. Framsókn-
arflokkurinn fer með veitingar-
valdið í gegnum Finn Ingólfs-
son viðskiptaráðherra og vitað
er að Helga sækir fast í emb-
ættið. í Seðlabankanum álíta
menn að mæting Helgu á aðal-
fúndinn þýöi að hún telji sig
sterkan kandídat.
Andstreymi
vanur
Sigurður
Jónsson, sem
sér um fjáröfl-
un SVFÍ, hefur
fengið að
svitna imdan-
farið. Félagið
fagnar nú 70
ára afmæli
með skipa-
kaupum og útgáfústarfsemi. í
kaffi á dögunum kvartaði Siggi
undan álagi en fékk enga sam-
úð. Samstarfsmennimir horföu
glottandi á hann og sögðu hon-
um nær: „Þú ert andstreyminu
vanur enda í Alþýðuflokkn-
um.“
Sýslumanns-
listinn
Listi sjálfstæöismanna í
Vesturbyggö
gengur undir
nafninu Sýslu-
mannslistinn.
Það er til komið
vegna þess að
Þórólfúr Hall-
dórsson sýsli
er talinn guð-
faðir listans.
Fyrsti maður
á listanum er Jón B.G.
Jónsson, yfirlæknir sjúkra-
húss og heilsugæslu. Hann er
kallaður Jón milljón í þröngum
hópi eftir að launamál lækna í
Vesturbyggð komust í hámæli
fyrir nokkru. Reyndar hafði
verið ákveðið innan þröngs
hóps að Þórólfur yrði efsti
maður en eftir að Sandkom
upplýsti um upphefö sýslu-
manns hrökk hann til baka og
gerðist guðfaðir.
Formannsslagur
Harður formannsslagur er
hafinn í Rithöfundasamband-
inu fyrir aðalfundinn 25. apríl
enda framboðsfrestur útrunn-
inn. Kandídatam-
ir era tveir, þeir
Hjörtur Páls-
son, sem situr í
stjórn sam-
bandsins, og
Aðalsteinn
Ásberg Sig-
urðsson.
Hinn siðar-
nefndi er sagður
njóta stuðnings sterkra manna
á borð við Sigurð Pálsson,
Ingibjörgu Haraldsdóttur og
Einar Kárason. Innan sam-
bandsins er hópur sem hefur
verið gagnrýninn á stjóm þess
um margra ára skeið og Hjört-
ur nýtur stuðnings hans. Vinni
Aðalsteinn mun þó Hjörtur
vilja vera áfram í stjóminni.
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is