Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 Fréttir sandkorn Húsnæðisstofnun látin borga fyrir félagsmálaráðuneytið: Ráðuneytið samdi lista - og sendi Húsnæðisstofnun, segir Birgir DýrQörð stjórnarmaður Birgir Dýrfjörð sem á sæti í stjórn Húsnæðisstofnunar dregur stórlega í efa að löglega hafi verið staðið að greiðslum fyrir nefnda- störf í fjórum nefndum sem félags- málaráðherra skipaði tO að kanna ýmsa þætti húsnæðismála. Hann segist í samtali viö DV hafa upp- lýsingar um að nefndalaunin hafi verið ákveðin í ráðuneytinu, nafnalisti hafl verið gerður þar og síðan sendur Húsnæðisstofnun og henni gert að borga. Birgir segir það orka tvímælis að láta stofnunina borga á þennan hátt fyrir starfsemi ráðuneytisins. Í öðru lagi þá virðist sem hluti nefndarmanna hafi fengið sérstak- lega greitt með þessum hætti fyrir vinnu sem þeim bar að vinna hvort eð var, þar sem þeir voru eða eru starfsmenn ráðuneytisins. í þriðja lagi bendi margt til þess að greiðslur fyrir nefhdastörfín hafi farið fram hjá þóknunamefnd og kjaranefnd ríkisins og að upphæð- ir sem nefndarmenn fengu hafi verið ákveðnar í ráðuneytinu sjálfu. í minnisblaði sem Birgir Dýr- fjörð hefur tekið saman vegna þessa máls er bent á að einingar- verð þóknun- arnefnd- ar sé 1.014 krónur en sam- kvæmt upplýs- ingum Þórhalls Arason- ar, deild- arstjóra í fjármála- ráðuneyt- inu, er einingin miðuð við klukkutíma- vinnu í nefnd. Formenn nefnda fái greitt 50% álag ofan á einingaverð- ið. Birgir telur það með ólíkindum í þessu minnisblaði að nefnda- launakóngurinn, sem er Ingi Val- ur Jóhannsson, deildarstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu, hafi fengið hátt í 800 þúsund krónur, eða vel á áttunda hundrað eininga greiddar, sem jafngildi sex mánaða fullri vinnu meðan nefndirn- ar voru starf- andi. Nefnd- imar sem um ræðir eru fjór- ar tals- ins. Nefnd 1. var skip- uð 8. jan- úar 1996 og skilaði af sér í janúar 1997. Hlutverk hennar var að kanna möguleika á að draga úr ríkisá- byrgðum í húsbréfakerfinu og færa starfsemi Húsbréfadeildar frá Húsnæðisstofnun til lánastofnana. Formaður hennar var Magnús Stefánsson alþingismaður. Fyrir formennsku i nefndinni fékk Magnús 151.800 krónur. Nefnd 2 var skipuð 16. okt. 1995 og lauk störfum í maí 1997. Til- gangur hennar var að fjalla um fé- lagslega íbúðalánakerfið. Formað- ur hennar var Magnús Stefánsson alþingismaður. Hann fékk 214.525 krónur fyrir. Nefnd þrjú var skipuð 13. jan. 1997 og lauk störfum í janúar 1998. Tilgangur hennar var að vinna að endurskipulagningu á rekstri og skipulagi Húsnæðisstofnunar. For- maður hennar var Ámi Gunnars- son, aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra. Hann fékk 161.839,- kr. í laun. Nefnd nr. 4 var skipuð 17. apríl 1997 og lauk störfum í febrúar 1998. Tilgangur hennar var að end- urskoða núgildandi greiðslumat húsbréfakerfisins og gera tillögur um nýtt greiðslumat vegna fast- eignaveðlána. Formaður hennar var Ingi Valur Jóhannsson, deild- arstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Hann fékk 243.739,- kr. Ingi Valur starfaði í öllum nefndunum og fékk alls 782.583 krónur. -SÁ Amfetamínmálið: Hæstiréttur hnekkti úr- skurði hér- aðsdóms Hæstiréttur hnekkti úrskurði Héraösdóms Reykjavikur í gær þegar hann úrskurðaði mann í gæsluvarðhald til 17. apríl nk. Mað- urinn haíði verið handtekinn og setið í gæsluvarðhaldi áamt öðrum manni vegna smygls á kílói af am- fetamíni. Gæsluvarðhald yfir manninum rann út 1. apríl sl. og fór lögregla fram á aö það yrði framlengt vegna rannsóknar málsins. Héraðsdómur varö hins vegar viö því og mannin- um var sleppt. Saksóknari lögreglu- stjóraembættisins kærði málið til Hæstaréttar sem hnekkti úrskurði héraðsdóms. -RR Fegurst á Suðurlandi DV Hverageröi: Karen Guðmundsdóttir frá Eyrarbakka var kjörin feg- ursta stúlkan i Fegurðarsam- keppni Suðurlands var haldin á Hótel Örk. Mikill glæsibrag- ur var yfir öllu í keppninni. Stúlkumar 13 dönsuðu Can- Can dansa og komu síðar fram í sundfatnaði og að lokum í samkvæmiskjólum. Karen hlaut titilinn. í öðru sæti var Silja Hrund Einars- dóttir frá Stokkseyri og var kjörin besta ljósmyndafyrir- sætan. í þriðja sæti var Hver- gerðingurinn Bryndís Eir Þor- steinsdóttir. Vinsælasta stúlk- an var valin úr hópi samkepp- enda, Kolbrún Dögg Eggerts- dóttir frá Selfossi. Keppnin um Ungfrú ísland verður haldin 29. maí og taka þátt þar frá Suðurlandi Karen og Silja Hrund. Hún stundar nú nám í Kvennaskólanum í Reykjavík, en Karen í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Sel- fossi. eh Karen Guðmundsdóttir, - fegurst á Suðurlandi. DV-mynd Eva Vísir á Netinu - visir.is.: Visir á góöri siglingu segir Ásgeir Friögeirsson hjá nýmiðlun FF Vísir kom á réttum tíma og uppfyllti þarfir og vænt- ingar fslendinga nær og fjær. Á tólfta þúsund manns heimsóttu Vísi fyrsta starfs- daginn, þann 1. apríl. Heim- sóknunum hefur síður en svo fækkað síðan heldur fer þeim jafnt og þétt fjölgandi. „Móttökur fólks hafa verið allar á einn veg, frábærar, miklu betri en við þorðum að vona. Það er augljóst að í hugum almennings er Vísir kominn til að vera, og það er hann líka svo sannarlega. Með þessum móttökum og stuðningi er siglingin fram á við greið," segir Ásgeir Frið- geirsson, forstöðumaður nýmiðlunar FF. Ásgeir segir í samtali við DV að öflugur tækja- búnaður hafi í fyrstu ekki annað þeirri gífurlegu aðsókn sem raun varð á. Nú hefur verið bætt um betur og fenginn langöflug- asti tölvubúnaður sem til- Nýja tölvan sem tekur á móti „gestum“ Vísis og þjónar þeim er gríðarlega öflug UNIX-tölva frá Hewlett Packard, sú öflugasta sem hægt var að útvega. Aðsókn að Vísi frá upphafi hef- . Það er Guðni Tómasson, tölvuforritari eða vefari hjá Skímu, sem rýnir í Vísi. DV-mynd E.ÓI tækur var í landinu. Það er gríðarlega öflug og afkasta- mikil tölva frá Hewlett Packard. Ásgeir segir að stöðugt sé og verði unnið að bættri þjónustu við notendur Vísis, m.a. með því að auka virkni og vinnslu- hraða h!ans eftir því sem not- endum fjölgar og eins með því að fjölga þjónustuvefjum Vísis. Fréttamenn Vísis sjálfs, fréttastofur DV, Dags og Við- skíptablaðsins sjá Vísi fyrir fréttum. Þeir bæta stanslaust nýjum fréttum inn á Vísi jafnharðan og þær gerast. í gær sagði Vísir t.d. fyrstur fjölmiðla frá geysimiklum hagnaði Pósts og síma á síð- asta ári. „Við.erum á réttri leið og ætlum okkur að endur- vekja svo eftir verði tekið hið gamla kjörorðið, Vísir fyrstur með fréttimar," sagði Ásgeir Friðgeirsson í samtali við DV í gærkvöldi. - SÁ Borgarritari bankar Á aðalfundi Seðlabankans á dögunum vakti mikla athygli að þar var mætt- ur broshýr borg- arritari, Helga Jónsdóttir, og heílsaði á báða bóga. Stein- grímur Her- mannsson er sem kunnugt er á förum til að sinna umhverfis- málum heimsins og mikill slag- ur er um stól hans. Framsókn- arflokkurinn fer með veitingar- valdið í gegnum Finn Ingólfs- son viðskiptaráðherra og vitað er að Helga sækir fast í emb- ættið. í Seðlabankanum álíta menn að mæting Helgu á aðal- fúndinn þýöi að hún telji sig sterkan kandídat. Andstreymi vanur Sigurður Jónsson, sem sér um fjáröfl- un SVFÍ, hefur fengið að svitna imdan- farið. Félagið fagnar nú 70 ára afmæli með skipa- kaupum og útgáfústarfsemi. í kaffi á dögunum kvartaði Siggi undan álagi en fékk enga sam- úð. Samstarfsmennimir horföu glottandi á hann og sögðu hon- um nær: „Þú ert andstreyminu vanur enda í Alþýðuflokkn- um.“ Sýslumanns- listinn Listi sjálfstæöismanna í Vesturbyggö gengur undir nafninu Sýslu- mannslistinn. Það er til komið vegna þess að Þórólfúr Hall- dórsson sýsli er talinn guð- faðir listans. Fyrsti maður á listanum er Jón B.G. Jónsson, yfirlæknir sjúkra- húss og heilsugæslu. Hann er kallaður Jón milljón í þröngum hópi eftir að launamál lækna í Vesturbyggð komust í hámæli fyrir nokkru. Reyndar hafði verið ákveðið innan þröngs hóps að Þórólfur yrði efsti maður en eftir að Sandkom upplýsti um upphefö sýslu- manns hrökk hann til baka og gerðist guðfaðir. Formannsslagur Harður formannsslagur er hafinn í Rithöfundasamband- inu fyrir aðalfundinn 25. apríl enda framboðsfrestur útrunn- inn. Kandídatam- ir era tveir, þeir Hjörtur Páls- son, sem situr í stjórn sam- bandsins, og Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson. Hinn siðar- nefndi er sagður njóta stuðnings sterkra manna á borð við Sigurð Pálsson, Ingibjörgu Haraldsdóttur og Einar Kárason. Innan sam- bandsins er hópur sem hefur verið gagnrýninn á stjóm þess um margra ára skeið og Hjört- ur nýtur stuðnings hans. Vinni Aðalsteinn mun þó Hjörtur vilja vera áfram í stjóminni. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.