Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 29 Hjónin Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir og Jón Stefánsson reka Skóvinnustofu Sigurbergs í Keflavík: DV. Suðumesjufn:__________________ Ein af þekktari hjónum Keflavíkur, og reyndar á Suðurnesjum, eru án efa hjónakornin Guðrún Matthildur Sig- urbergsdóttir og Jón Stefánsson. Þau eiga og reka skóvinnustofu Sig- urbergs í Keflavik sem er sú eina á Suðurnesjum. Þau hafa bæði fengið skemmtilegt viðurnefni í gegnum starf sitt, Gunna skó og Jón skó, og hafa fjölmargir bæjarbúar kynnst þeim í gegnum skóverkstæðið. Þau eru bæði eldhress í dag og koma enn margir gamlir bæjarbúar við hjá þeim til að spjalla og riga upp skemmtilega tíma. Jón varð sjötugur í fyrra en Gunna er þremur árum yngri. Jón lauk á sínum tíma prófi og hefur rétt- indi til að gera við skó og reka skó- verkstæði. Breytt skótíska Skótíska landsmanna hefur breyst i gegnum tíðina og hver man ekki eftir mjóu háhæluðu skónum sínum í „den“, þar sem sífellt mátti búast við því að hællinn dytti af. Nú er öldin önnur. „Þetta hefur lengstum verið ágætt Jón er með skrokk eins og táningur þrátt fyrir að vera kominn á áttræðis- aldur en hann heldur sér í góðu lík- amlegu formi. Á vinnustað sínum er hann búinn að koma sér upp slá sem hann æfir sig á með því að lyfta sér upp. Þá fara þau hjónakornin í sund annan hvern dag í Sundmiðstöðina sem er í nokkurra metra fjærlægð frá heimili þeirra. Þar synda þáu 300-500 metra í hvert skipti. Hjólar allt Guðrún gerir gott betur en hún fer allra sinna ferða í Keflavík á hjóli. „Ég keypti mér hjól fyrir einum 23 árum þegar bensinið hækkaði og hef hjólað síðan,“ segir Guðrún hlæjandi. Hún var meðal annars stofnandi Styrktarfélags aldraðra á Suðurnesj- um. Hún hefur unnið í 23 ár í sjálf- boðastarfi og hefur félagsstarfið gefið henni mikið. Jón og Guðrún eiga Qög- ur börn, Sigurberg, matréiðslumann, Stefán, prentara og einn eigenda prentsmiðjunnar Grágásar í Keflavík, Jóhönnu þroskaþjálfa, og Ásbjqrn lög- fræðing. -ÆMK Hjónin við forláta stígvél sem hann fékk þegar hann varð sjötugur. „Ég reyni að aðstoða fólk eftir bestu getu,“ segir Jón í viðtalinu. hvað viðskiptin varðar en heldur hef- ur þetta þó minnkað síðustu árin. Það eru komin önnur efni í skótauið og önnur tíska. Mjóu hælarnir eru horfnir en þeir entust lítið og þurfti oft að skipta um þá. Það var mikil vinna. Nú eru komnir þykkir sólar og mest um að límingin gefi sig. Frá þeim tíma þegar mest var að gera og til dagsins í dag hefur verið meira en helmings samdráttur. Áður fyrr var ég með mann með mér í vinnu en nú anna ég þessu mjög vel einsamall. I dag er selt mikið af ódýr- um skóm. Þeir eru ekki að sama skapi vandaðir og það segir sig sjálft að menn leggja ekki út í mikinn viðgerð- arkostnað á skóm sem kosta undir tvö þúsund krónum. Fólk kaupir frekar nýja skó,“ segir Jón. rekstur verkstæðisins 1936. Jón byrj- aði hins vegar að vinna hjá tengdafoð- ur sinum 1960 og er enn í fullu fjöri þótt timarnir hafa breyst. „Ég sá Jón ekki fyrir mér sem efnilegan skósmið. Hann ætlaði að verða úrsmiður en það var ekki hægt að komast að. Hann gerði það fyrir pabba að vera með verkstæðið," segir Guðrún og bætir við: „Eins og staðan er í dag er ekki mikið að gera. Þetta eru mest töskuviðgerðir og dýrasta viðgerðin er á miili 800-900 krónur. Þegar pabbi var með verkstæðið var hann með viðgerðir á yfir 18 pörum af skóm í sólningu á dag en við þökkum fyrir ef við náum því á einum til tveimur mánuðum. Það eru mest 400 króna viðgerðir. Þetta er ekki spenn- andi bisness i dag.“ HONDA Traustur bíll fyrir ungt fólk á öLLum aldri Ætlaði í úrsmíði Jón hefur rekið skóverkstæðið frá 1973, tók þá við rekstrinum af tengda- föður sínum, Sigurbergi Arnbjörns- syni, þegar hann lést. Sigurbergur hóf Ætlaði að verða fóstra „Tækin á verkstæðinu hafa enst vel og eru enn í notkun frá 1960 til 1970,“ segir Jón. „Það kemur að þvi að ég hætti þess- um rekstri en það er ekki komið að því enn. Ég er búinn að vinna síðan ég var 7 ára þegar ég var í sveit en það er kannski kominn tími á það að ég fari að leika mér,“ segir Jón og brosir út í bæði. Guðrún hefur látið mann sinn alfarið vinna á verkstæðinu en hún hefur leyst hann af annað slagið. „Það er svona aðallega þegar hann þarf að skreppa á salernið. Ég ætlaði aldrei að vinna á skóvinnustofu. Mér fannst það leiðinleg grein en ég ætlaði að verða fóstra. En þetta atvikaðist svona eftir að pabbi lést,“ segir Guð- rún. . nnifalið í verði bílsins. H400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun Koftpúðar fyrir ökumann og farþega kRafdrifnar rúður og speglar kVindskeið með bremsuljósi kútvarp og kassettutæki kHonda teppasett M4" dekk kSamlæsingar kABS bremsukerfi ÞRyðvörn og skráning Jón heldur sér í góöu líkamlegu formi meö stönginni sem hann hef- ur komiö upp á vinnustaönum. Gerir við allt í dag og gegnum tíðina hefur Jón reddað bæjarbúum með ýmislegt ann- að en viðgerðir á skóm sínum. Þegar helgarblaðið leit við hjá honum var hann að klára að sauma tösku fyrir einn viðskiptavininn og hafði nýlokið við að sauma merki á mótorhjólaleð- urjakka. Þriðja verkefnið var að sauma krækju á hlíf sem hafði dottið af bamavagni. „Ég reyni að aðstoða fólkið sem kemur hingað eftir bestu getu. Þetta er mjög fiölbreytt starf. Það er komið með alla mögulega hluti hingað í við- gerð,“ segir Jón. Jón og Guðrún giftu sig þegar hún var 18 ára og hann 21 árs. Þau ráku verkstæðið fyrst við Hafnargötuna í Keflavík en það hefur frá 1980 verið við heimili þeirra að Skólavegi. Þau stækkuðu bílskúrinn og tóku hann undir verkstæðið. Á sínum tíma voru þau meðeigendur í Skóbúð Keflavík- ur, sem er enn í fullum rekstri i dag. Er fundur framundan? Tækjaleiga Nýhefja sér þér fyrir öllum tæknibúnaði fyrirfundi, námskeið og ráðstefnur: Skjávarpar - Tölvur - Ljósritunarvélar Hljóðkerfi - Túlkakerfi NYHERJI Radíóstofan - Skipholti 37 Sími: 569 7700 - Fax: 569 7619 www.nyherji.is NYJUSTU TÆKI GOD TÆKNIÞJONUSTA Verð á götuna: 1.295.000, Honda Civic 1.6 VTi VTEC 1.890.000,- 160 hestöfl 15" álfelgur Rafdrifin sóllúga 6 hátalarar Sportinnrétting Leðurstýri og Leðurgírhnúður Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.490.000,- 115 hestöfl Fjarstýðar samlæsingar Höfuðpúðar aftan 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Honda Civic 1.4 Si 1.375.000,- 90 hestöfl Sjálfskipting 100.000,- [0 HONDA Sími: 520 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.