Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 4. APRIL 1998 Qiklgarviðtalið 45 notið sín jafn vel og þegar hann komst í nýjar upplýsingar um Einar Ben. í London: rdómar í bögglum íði sá dagur að hann sé ekki stoppaður Ftir að birta upplýsingar úr. Hann hefur DV-myndir Þök höfðu Cárfest þar mikið í fossum, vatnsaflsvirkjunum og verksmiðjum, allt frá því um 1890 eða lengur. Á árim- um 1907 til 1908 keypti svo Einar í sam- starfi við norska auðmenn öll vatns- réttindi í Jökulsá á fjöllum. Sá sem stóð helst á bak við Einar í þessum kaupum hét Fredrik Hiorth, mjög kunnur fossaspekúlant og iðnjöfur í Noregi. Þeir stofnuðu saman félagið Gigant h.f. en áður en til framkvæmda kom við Dettifossvirkjun seldu þeir enskum auðjöfri fyrirtæki sitt og fengu í sinn hlut 18 þúsund pund sem var gríðarlega mikið fé. Þeir höfðu hins vegar ekki þurft að borga norðlensku bændunum mikið fyrir réttinn í byrj- un. Samningarnir við þá gengu ýmist út á lága ársleigu eða eina greiðslu í eitt skipti fyrir öll. Þó var yflrleitt sá fyrirvari hafður á að ekkert skyldi borgað fyrr en framkvæmdir hæfust. Lifði ríkmannlegu lífi Þegar Einar fór svo að ganga fyrir alls konar stórkarla í Lundúnum til þess að fá þá til þess að kaupa hluti í fyrirtækjum sínum var hann því ekki eins og maður sem kemur með tvær hendur tómar utan af götunni," segir Guðjón. „Hann átti umtalsverðar eign- ir á Islandi og salan á Gigant gerði honum kleift að kaupa stórt hús, hálf- gert sveitasetur í Hounslow fyrir vest- an London, og lifa ríkmannlegu lífi. Ég eyddi töluverðum tíma í að kanna hvaða menn væru á hluthafaskrám fyrirtækja hans og komst að raun um að þarna voru m.a. á ferðinni forstjór- ar stærstu fyrirtækja í London, barón- ar, aðmírálar o.s.frv." Guðjón nefnir sem dæmi um fram- sýni Einars að hann hafi strax þá fyrir tæpum hundrað árum séð þá möguleika sem fólust í heita vatninu og með það fyrir augum fest kaup bæði á Nesjavöll- um og Krýsuvík. Á Nesjavöllum var um 1910 hafmn undirbúningur að ylrækt þar sem hugmyndin var að leggja pípur með heitu vatni í jörðina til að auka gróðurmátt hennar. ísland var þá hafn- laust og veglaust land að kalla en Einar var með stórbrotnar hugmyndir um hafnargerð, bæði í Skerjafirði og Tálknafírði. Með erlendu fiármagni ætl- aði hann að virkja stærstu vatnsfóll Is- lands og koma upp stóriðju. Einnig var hann með miklar hugmyndir um fisk- veiðar, námugröft og fleira. Of seinn og of fljótur Ég held að ástæðan fyrir því að öll þessu stórkostlegu áform hans runnu út i sandinn hafi að mestu verið óheppni. Hann var í raun og veru bæði of seinn og of fljótur, of seinn vegna þess að með nýrri þjóð- emisbylgju á fyrsta áratug aldarinn- ar, sem meðal annars fékk næringu frá norskri þjóðernishreyfmgu, gaus upp andstaða gegn erlendu fjár- magni. Fossamálin voru helsta pól- itíska málið í Noregi á árunum 1906 til 1909 og það smitaði hingað. Þegar fréttist af fossakaupum Einars norð- ur í Þingeyjarsýslu og samstarfi hans við norska auðmenn árið 1907 vom þegar sett lög sem takmörkuðu rétt útlendinga til að kaupa íslenska fossa. Tíðarandinn var honum því ekki hagstæður en hefði kannski verið það tíu ámm fyrr. Of fljótur var hann siðan vegna þess að landar hans voru svo langt á eftir nágranna- þjóðum í öllum málum. Hér var allt svo afar frumstætt að menn áttu erfitt með að skilja eða fylgja eftir jafnstórhuga manni og Einar var. Síðan skellur auðvitað fyrri heims- styrjöldin á og þá fá Bretar og raun- ar aðrar þjóðir líka um annað að hugsa en framkvæmdir á íslandi." Vilja nú erlent fjármagn Þrátt fyrir að hugmyndir Einars hafi af áðurnefndum ástæðum ekki komist í framkvæmd bendir Guðjón á að lang- flestar hafi þær komist til fram- kvæmda síðar og nú sækist íslending- ar eftir því erlenda fjármagni sem þeir vildu ekki á dögum Einars. Guðjón segir að í öðru bindi ævisög- unnar muni hann að verulegu leyti svipta hulunni af tíma Einars í London og víðar. Hingað til hafi peningamál hans verið mönnum nokkur ráðgáta en margt verði nú ljósara en áður. „Alls konar þjóðsögur hafa verið sagðar um Einar, svo sem eins og það að hann hafi ætlað að sélja norðurljós- in, jarðskjálfta og guð má vita hvað. Þetta hefur verið sagt honum til háð- ungar og af þeim sem sögðu hann enda- laust vera að byggja upp loftkastala. Ég hef hins vegar heimildir fyrir þvi að er- lendir kaupsýslumenn báru mikla virð- ingu fyrir honum. I ævisögu eins þeirra, Bartons að nafni, sem kom út 1938, er honum t.d. hælt í hástert fyrir að vera afburðamaður sem talaði „per- fect“ ensku. Einar var vissulega mjög sérstakur maður, afar hrífandi ef hann vildi það við hafa, en að mörgu leyti einfari og hefur líklega ekki átt marga trúnaðarvini. Og hann átti sannarlega marga óvildar- og öfundarmenn. Hann var auðvitað drykkfelldur en ekki þó meira en margir frægir samtímamenn hans. Ég held að drykkjan hafi ekki haft nein úrslitaáhrif um hvemig fór fyrir fyrirtækjum hans,“ segir Guðjón. „Vilji er allt sem þarf" Guðjón segist finna fyrir ótrúlega miklum áhuga fólks á Einari og sér- staklega nefnir hann frammámenn í viðskiptalífinu alla þessa öld. Þeir hafi margir hverjir dýrkað þann mann sem sýndi íslendingum fram á að þeir gætu hiklaust haslað sér völl á erlendum vettvangi. Og ekki síst hafi þeir dýrkað skáldið. „Ég man t.d. eftir viðtali í útvarpi við Alla ríka á Eskifirði þegar hann átti stórafmæli síðast. Hann var spurð- ur að því hvað það hefði verið sem hvatti hann til dáða í lífinu. Hann sagðist ungur maðm* hafa lesið kvæði Einars Benediktsson- ar og Ijóðlínan „vilji er allt sem þarf' hafi greypst svo í huga hans að hann hafi haft hana að leiðar- ljósi allt sitt líf. Meira að segja ungir kaup- sýslumenn nú tÚ dags, t.d. þeir sem eru að flytja út hug- búnað eða dreymir um að færa út kvíarn- ar til útlanda, menn sem hugsa eins og Einar, eru svo forfallnir aðdáendur hans að þeir bjóða gull og græna skóga fyrir áritaða bók eftir skáldið. Ég finn reyndar fyrir áhuganum alls staðar í þjóðfélaginu því það líður vart sá dagur að ekki sé hringt í mig eða ég stoppaður á götu af einhverjum sem vill tala um Einar,“ segir Guðjón sem hefur síðustu mánuð- ina ítrekað verið fenginn til að halda fyrirlestra um Einar við margs konar tækifæri. Á morgun flytur hann t.d. einn slíkan á ísafirði. En hvað kom til að Guðjón fór að skrifa um Einar Bene- diktsson fyrir þremur árum síðan? Þrælspennandi verkefni „Ég fann fyrir miklum áhuga víða. Sumir kunningjar mínir voru mjög uppteknir af honum og hvöttu mig til að ráðast í þetta. Ég var sjálfur að leita mér að nýju viðfangsefni. Jón Karls- son, útgefandi minn í Iðunni, lagði einnig að mér að leggja út í þetta og þá sló ég til enda fannst mér verkefnið þrælspennandi," segir Guðjón og sennilega sér hann ekki eftir þeirri ákvörðun. Guðjón segist alla tíð hafa haft mik- inn áhuga á sagnfræði og verið góður í sögu alla sína skólagöngu. Samt segist hann hafa verið tvístígandi eftir stúd- entspróf. Skyndiákvörðun á síðustu stundu hafi ráðið því að sagnfræðin varð fyrir valinu. Hann var jöfnun höndum í íslensku og sögu í Háskóla Islands, kenndi í fimm ár eftir að prófi lauk, aðallega íslensku, var blaðamað- ur í tíu ár og var síðan ráðinn af Reykjavíkurborg til þess að skrifa sögu Reykjavíkur á tímabilinu 1870-1940. Síðan hefur hann eingöngu unnið að fræðimennsku og ritstörfum. „Allar þjóðir verða að eiga sína sögu,“ segir Guðjón, þegar hann er spurður um gildi þessara starfa hans. „Og ég held að hver kynslóð verði að skrifa söguna upp á nýtt eftir sínum smekk. Margt af því sem skrifað var fyrir hálfri öld er ýmist úrelt eða höfð- ar ekki á sama hátt til fólks og það gerði kannski áður. Ég held t.d. að reynslan sýni að það hafi verið kominn tími á nýtt sjónarhorn á ævi Einars Benediktssonar." Umtalaður maður Rithöfundurinn segir það góða að- ferð að skrifa sögu í gegnum ævi einn- ar persónu. Fólk hefur mestan áhuga á því mannlega og með því að lýsa ævi eins manns má um leið lýsa samfélag- inu og tíðarandanum. „Ég var búinn að grúska töluvert mikið í þessu timabili áður en ég fór að skrifa um Einar og því kom mér svo sem fátt á óvart um lífið á íslandi um og upp úr aldamótum. Ég hef reyndar legið í bréfasöfnum en í gegnum sendi- bréf má fá mjög skemmtilega sýn á tið- arandann. Mikill fjársjóður heimilda er fólginn í þeim og ég er á því að sendibréfasöfn hafi ekki verið notuð nægilega mikið í sagnfræði. Bréf eru yfirleitt aðeins samskipti tveggja manna, sendanda og viðtakanda. Ég hef séð lítið af bréfum frá Einari eða til hans en þeim mun íleiri þar sem menn eru að tala um hann. Einar var ákaf- lega umtalaður maður í lifanda lifi, ekki síður en núna, og víst má telja að hann gekk hvergi svo fram hjá fólki að það pískraði ekki eitthvað um hann. Guðjón segist ekki Hafi fundið bein- línis fyrir nærveru Einars i þessari vinnu sinni enda sé hann ekki trúaður ■ á slíkt. Hann nefnir þó eitt dæmi. Há- skóli íslands á húsið í Herdísarvík, þar sem Einar bjó síðustu árin og lést far- inn að heilsu, og notar það sem sumar- bústað fyrir starfsfólk Háskólans. Þar segir Guðjón að hann og kona hans, Hildur Kjartansdóttir, hafi gist eina nótt skömmu eftir að hann ákvað að ráðast í þetta verkefni. Á leið til Noregs „Þarna vorum við ein á þessum af- skekkta stað og brimið og myrkrið settu drungalegan blæ á umhverfið. Við sökkt- um okkur um kvöldiö í ýmis rit og grein- ar sem þarna eru um Einar. Við lögðum okkur svo til hvílu í litla herberginu þar sem skáldið dó en uppi á vegg hangir síð- asta ljósmyndin sem tekin var af skáld- inu. Mér fannst ég vera milli svefns og vöku alla þá nótt en Einar væri allan tímann að stjákla i kringum rúmið. Mér leið alls ekki illa en þetta var óneitan- lega nokkuð sérkennilegt." Sagnfræðingurinn segist ekki vera byrjaður á skriftum við annað bindið, heimildavinnan stendur enn yfir, það kemur því sennilega ekki út fyrr en á næsta ári. Fram undan eru spennandi tímar þvi að eftir hálfan mánuð er hann á leið til Óslóar í heimildaleit. Guðjón er búinn að skrifa mikið á und- an sér þangað og hefur fengið mörg bréf frá afkomendum manna sem Ein- ar var í tengslum við, m.a. fyrrnefnds Fredriks Hiorths iðnrekanda. Hann segist ekki vita nákvæmlega hvað biði hans í Ósló en án efa eigi hann eftir að detta niður á eitthvað spennandi. „Einar var ekki síður í sambandi við norska kaupsýslu- menn en enska og það fyrirtæki hans sem næst komst því að hefja stórfram- kvæmdir á Islandi, fossafélagið Titan, var eingöngu í eigu hans og norskra manna. Ég er því al- * veg viss um að í Noregi á ég eftir að finna eitthvað merkilegt um þenn- an einstæða ís- lenska mann sem þjóðin hefur svo mikinn áhuga á.“ Guðjón Friðriks- son segir að lokum að það verði nokk- uð snúið að fylgja eftir fyrsta bindinu vegna þess hve vel því hefur verið tek- ■* ið. „Væntingar eru miklar, en ég kvíði samt ekki fram- haldinu. Ég hef úr svo miklu og skemmtilegu efni að moða,“ segir hann og er ekki annað að heyra á honum en að hann sé fullur tilhlökkunar að takast á við ný verkefni með Einari Ben. -sv Einar Benediktsson var í góðum efnum þegar hann bjó í London. Hann var þá framkvæmdastjóri nokkurra fyrirtækja og keypti Höfða til að nota sem sumarhús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.