Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 16
i6 yiðtal LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 Sigurður Karlsson leikari hefur lengt dvöl sína í Finnlandi um eitt ár: Meistarinn í Vasa - Ásdís Skúladóttir mun leikstýra eiginmanni sínum í leikriti Hrafnhildar Hagalín, Ég er meistarinn Sigurður Karlsson, leihari og formaóur Leikfélags Reykja- víkur, fór sem kunnugt er í leyfi á síöasta ári og réö sig til sœnska leikhússins í borginni Vasa á vesturströnd Finn- lands. Upphaflega ætlaöi hann aö taka þátt í einu leikriti og koma heim um síöustu áramót. Þaö stóðst ekki því honum bauöst aö taka þátt í ööru leik- riti fram til vors. Hann lét til leiðast og fékk leyfiö framlengt. Nú er hann nýlega kominn heim eftir átta mánaöa dvöl í Vasa - og meö nýjan samning viö leikhúsiö upp á vasann. Hann hefur þyí fengiö ársleyfi frá Leikfélagi Reykjavíkur til viöbótar. Hann fer aftur til Finnlands í haust en alls ekki einn síns liðs. Nú er nefnilega orðiö Ijóst aö eiginkona hans, Ásdís Skúladóttir, fer meö honum til aö leikstýra fyrsta verkefni leikársins á litla sviöinu. Leik- ritiö sem um rœöir er íslenskt og velþekkt, Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guö- mundsdóttur. Siguröur fer þar meö titilhlutverkiö, meistarann sjálfan. Vasaleikhúsiö hefur haft sýningarrétt á verkinu um skeið og ákvaö aö taka það til sýningar næsta leikár. Stefnt er að frumsýningu 10. október og vonaðist Siguröur til aö Hrafnhildur gæti veriö viÖ- stödd. Verður ekki eins ein- manalegt Viö hittum Sigurð að máli í vik- unni og settumst niður til að ræða dvölina í Vasa. Hann sagði það vissu- lega skemmtilegt að Ásdís færi með honum fyrstu mánuðina í haust. Dvöl- in yrði ekki eins einmanaleg. „Ekki þar fyrir að ég kunni því vel að búa einn um tíma,“ sagði Sigurður en eft- ir umhugsun bætti hann við: „samt var maður þó stundum dálítið einn.“ Sigurður lék fyrst í Heimaeyjarfólk- inu eftir August Strindberg, fór þar með hlutverk þýsks prófessors sem talaði Finnlandssænskuna með þýsk- um hreim. í verkinu lék annar íslend- ingur, Borgar Garðarsson, sem búsett- ur hefur verið í Finnlandi i mörg ár. Gekk framar vonum Um síðustu áramót var annað leik- rit tekið til sýninga, Horft af brúnni eftir Arthur Miller, og þar fór Sigurð- ur með stærra hlutverk sem reyndi meira á sænskukunnáttu hans. „Þessi leikrit gengu mjög vel og framar vonum. Sýningar á Heimaeyj- arfólkinu urðu 36 og áhorfendur ríf- lega 8 þúsund. Leikrit Millers var sýnt 25 sinnum fyrir um 5 þúsund manns. Miðað við stærð markaðarins þótti þetta mjög góð aðsókn. Ég held til dæmis að 5 þúsund manns á Horft á brúnni þættu víðar ágætis aðsókn," sagði Sigurður en í borginni Vasa og héraðinu í kring búa um 100 þúsund sænskumælandi Finnar. I Vasa er síð- an annað og stærra leikhús þar sem finnskan er opinbera tungumálið. Krefjandi verkefni Hann sagði það hafa verið krefjandi verkefni að þurfa að að ná tökum á Finnlandssænskunni um leið og hlut- verkinu sjálfu. í leikriti Millers hefði alvaran tekið við eftir að hafa leikið Þjóðverja í Heimaeyjarfólkinu, talandi hrognamál. „Það var auðvitað mikil vinna með tungumálið. Ég legg engan dóm á hvað vel mér tókst en aðstandend- um leikhússins þótti það takast vonum framar. Litu ekki á tungu- málið sem vandamál í sambandi við áframhaldandi starf þarna.“ Hlutverk Sigurðar i leikriti Hrafnhildar mun reyna enn meir á hans tungumálakunnáttu. Af þeim sökum verður hann með sérstakan aðstoðarmann, svokallaðan „sprák- polis". „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur þáttur af starfinu, að vinna svona með tungu- mál- finnst þetta spennandi. Maður hefur meiri kröfu á sig en vant er og það skilar sér vonandi í túlkuninni. Skap- ar skilyrði til að leika kannski betur en ella.“ Þróaðist smátt og smátt Um ástæðu þess að hann lengdi dvöl sína í Vasa sagði Sigurður það hafa þróast smátt og smátt. „Það var farið að impra á því við mig hvort að ég gæti hugsað mér að koma aftur i haust. Þá var verið að tala mn eitt verk, þ.e. Meistarann. í umræðunni þróaðist þetta þannig að öllum fannst hentugast að vera allt árið. Það var líka heppilegra út frá Leikfélagi Reykjavíkur að ég fengi leyfi í eitt ár en ekki hluta úr leikári." Eftir að ljóst var að Sigurður yrði í Vasa allt leikárið var farið að ræða þann möguleika að fá Ásdísi tU að leikstýra Meistaranum. Sá leikstjóri sem hafði verið inni í myndinni varð- andi það verk var meira hrifmn af leikritinu sem Vasaleikhúsið ætlaði að setja upp á stóra sviðinu. „Þá vantaði allt í einu leik- stjóra á litla sviðið og upp kom þessi hugmynd með Ás- dísi. Hún var ekki lengi að hugsa sig um,“ sagði Sig- urður, greinilega ánægður með að fá konuna með sér tU Finnlands. Það verður þó ekki nema fyrstu tvo mánuðina. Líklega fer hún aftur tU íslands að þessu verkefni loknu. Líður vel íVasa Það sést á Sigurði að honum líð- ur vel í Vasa. Hann viðurkenndi það líka sjálfur. Upphaflega hefði þetta átt að vera kynnisferð í fjóra mánuði en boltinn haldið áfram að rúUa. „Það er á við margar kynnis- ferðir að vinna í leikhúsi með nýju fólki og við algjörlega nýjar aðstæð- ur. Mér féU strax afskap- lega vel við leikhúsið og fólkið á bak við það. Ég fór líka í og með í þetta leyfi til að hvUa mig eft- ir átökin í Borgarleikhús- inu. Það var mikiU mun- ur fyrir mig sem hefur verið í hinum og þessum félagsmálum undanfarin 25 ár, ýmist í stjórn leik- arafélagsins eða leikfé- lagsins að undanskUum ijórum árum. Þetta hefur í rauninni verið í fyrsta sinn sem ég hef verið í að- stöðu til að einbeita mér Hjónin Siguröur Karlsson og Ásdís Skúladóttir taka bæöi þátt í uppfærslu Vasaieikhússins í Finnlandi næsta leikár á leikritinu Ég er meistarinn, hann sem leikari og hún sem leikstjóri. DV-myndir E.ÓI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.