Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 62
70
Qfmæli
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 JUV
Lára Helgadóttir
Lára Helgadóttir skrifstofumað-
ur og annar varaforseti Slysavama-
félags Islands, búsett að Urðarvegi
22, ísafirði, er sextug í dag.
Starfsferill
Lára er fædd í Unaðsdal á
Snæfjallaströnd og ólst þar upp til
þrettán ára aldurs en hefur siðan
búið á ísafirði.
Lára lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskólanum á ísafirði árið
1954 og stundaði nám við Hús-
mæðraskólann Ósk haustið 1958.
Að námi loknu starfaði Lára um
skeið hjá Kaupfélagi ísfirðinga og á
Bæjarskrifstofunni, en hóf fyrir
tæpum þrjátíu árum störf hjá Olíu-
samlagi útvegsmanna, nú Olíufélagi
útvegsmanna hf., og hefur unnið
þar síðan sem skrifstofumaður og
staðgengill framkvæmdastjóra. Hún
situr nú einnig í stjóm fyrirtækis-
ins.
Lára hefur starfað ötul-
lega að félagsmálum fyrir
Slysavarnafélag íslands.
Árið 1972 var hún fyrst
kosin í stjórn kvenna-
deildar SVFÍ á ísafirði og
var síðan formaður deild-
arinnar 1983 -89. Árið 1990
var hún kosin annar
varaforseti landssamtak-
anna og hefur gegnt því
emhætti síðan.
Fjölskylda
Lára giftist 26.9. 1959 Vigni Jóns-
syni, f. 31.8.1935, skipstjóra og síðar
framkvæmdastjóra Olíufélags út-
vegsmanna á ísafirði. Foreldrar
hans eru Jón B. Jónsson skipstjóri,
nú látinn, og Helga Engilbertsdóttir.
Börn Lára og Vignis era Rúnar
Helgi, f. 2.6. 1959, rithöfundur,
kvæntur Guðrúnu Guðmundsdótt-
ur, myndlistarmanni og fram-
leiðslustjóra hjá auglýs-
ingastofunni Góðu fólki í
Reykjavík og eiga þau
tvo syni, ísak Einar, f.
20.4. 1992, og Þorra Geir,
f. 24.4. 1995; Arna, f. 12.6.
1960, kennari við Kópa-
vogsskóla, gift Rúnari
Þórissyni, gítarleikara og
kennara, og eiga þau þrjú
börn, Láru, f. 4.10. 1982,
Margréti, f. 6.10. 1987, og
Þóri Rafnar, f. 29.1. 1989;
Jón Páll, f. 21.8.1963, hug-
búnaðarráðgjafi hjá Nýherja í
Reykjavik, kvæntur Ásdísi Geirs-
dóttur þroskaþjáifa og eiga þau tvö
börn, Vigni, f. 26.1. 1988, og Ástu, f.
21.7. 1990.
Systkini Láru: Guðmundur, tré-
smiður á Selfossi, nú látinn; Guð-
björn, verkamaður, nú látinn; Ólaf-
ur, blómakaupmaður í Reykjavík;
Steingrímur, stórkaupmaður í
Reykjavík; Guðríöur, húsmóðir í
Reykjavík; Kjartan fyrrv. bóndi í
Unaðsdal, nú búsettur í Mosfellsbæ;
Guðbjörg, vistmaður í Arnarholti;
Jón, fyrrv. formaður Einingar á Ak-
ureyri; Sigurborg, hjúkrunarfræð-
ingur í Reykjavík; Hannibal, járn-
smiður í Kópavogi; Matthías, kaup-
maður í Reykjavík; Sigurlina, skrif-
stofumaður í Reykjavík; Haukur,
skrifstofumaður í Reykjavík; Lilja,
röntgentæknir í Noregi; Auðunn
Ófeigur, afgreiðslumaður í Reykja-
vík.
Foreldrar Láru vora Helgi Guð-
mundsson, f. 18.9. 1891, d. 8.10. 1945,
bóndi í Unaðsdal, og k. h. Guðrún
Ólafsdóttir, f. 3.7.1897, d. 24.11.1987,
húsfreyja.
Lára og fjölskylda hennar taka á
móti gestum í Sunnusal Hótels Sögu
í Reykjavík milli kl. 15 og 18 í dag.
Lára Helgadóttir.
Jónína Jónsdóttir, saumakona og
verkakona, Flatahrauni 16, Hafnar-
firði, er áttræð í dag.
Starfsferill
Jónína fæddist að Meiðavöllum í
Kelduhverfi og ólst upp í Keldu-
hverfinu. Hún var í barnaskóla
Keldhverfinga og sótti síðar sauma-
námskeið hjá Kristjönu Haralds-
dóttur saumakonu.
Jónína hefur auk heimilisstarf-
anna stundað ýmis almenn verka-
kvennastörf s.s. fiskvinnslu og ræst-
ingar. Þá hefur hún saumað mikið
um ævina fyrir fjölskyldu sína en
einnig fyrir utanaðkomandi.
Jónína Jónsdóttir
Jónína söng með kirkjukór
Djúpavogskirkju í rúm fjörutíu ár.
Fjölskylda
Jónína giftist 4.6. 1939 Jóni Sig-
urðssyni, f. 1.9. 1915, bifreiðastjóra
og ökukennara. Hann er sonur Sig-
urðar Brynjúlfssonar bónda og
Kristínar Jónsdóttur húsfreyju.
Börn Jónínu og Jóns eru Helgi
Þór, f. 29.8. 1938, bóndi á Urðarteigi
í Berufirði, kvæntur Elsu Skúladótt-
ur og eru synir þeirra Tumi Hafþór,
f. 8.4. 1967, og Sverrir Hafliði, f. 7.10.
1971, d. 30.10. 1978; Halldóra Kristín
Jónsdóttir, f. 6.6. 1941, verkakona á
Djúpavogi, gift Ásgeiri Hjálmars-
syni og eru böm þeirra
Jónína Dagmar, f. 19.10.
1958, Hjörtur, f. 25.2.1960,
Harpa, f. 10.9.1963, Ásgeir
Ævar, f. 2.6. 1973, og Hall-
ur Kristján, f. 23.12. 1977;
Sigurrós, f. 11.7. 1943,
húsmóðir í Hafnarfirði
en börn hennar era Guð-
mundur Jón, f. 8.5. 1963,
d. 19.4. 1966, Svanur, f.
2.5. 1965, og Jón Davíð, f.
30.8. 1977.
Hálfbróðir Jónínu,
samfeðra, var Guðmund-
ur Jónsson, f. 4.8. 1905, d. 13.3. 1977.
Alsystkini Jóninu: Kristbjörg, f.
31.12. 1907, d. 30.10. 1982;
Sigríður, f. 26.7. 1909;
Óskar Jón, f. 15.10. 1911,
d. 14.7. 1916; Sveinungi, f.
29.1. 1915; Sigurður, f.
24.12. 1919; Adam, f. 14.9.
1921; Rósa Elísabet, f. 1.1.
1926; Hólmfríður, f. 26.4.
1927, d. 14.9. 1991.
Foreldrar Jónínu vora
Jón Sigurgeirsson, f.
11.12. 1884, d. 19.5. 1954,
bóndi á Tóvegg í Keldu-
hverfi, og Halldóra Jóns-
dóttir, f. 24.2.1886, d. 18.4.
1967, húsfreyja.
Jónína Jónsdóttir.
Sölvi Páll Jónsson
Sölvi Páll Jóhannes Jónsson sjó-
maður, Réttarholtsvegi 67, Reykja-
vík, verður níræður á morgun.
Starfsferill
Sölvi fæddist að Látrum í Aðal-
vík og ólst upp í Aðalvík. Hann fór
ungur til sjós og stundaði sjó-
" mennsku fyrir vestan.
Sölvi festi kaup á jörðinni Stakka-
dal í Sléttuhreppi og stundaði þar
búskap 1940-43. Hann flutti þá að
Látrum en árið eftir i Hnífsdal og
síðan til Reykjavíkur.
Sölvi var kyndari á kolatoguram
1943-52, lengst af á Helgafellinu.
Hann kom þá í land og hóf störf sem
vélstjóri í Áburöarverksmiðjunni er
hún tók til starfa 1952. Þar starfaði
Sölvi til 1980 er hann lét af störfum
af heilsufarsástæðum.
Sölvi er við góða heilsu
og fer á hverju ári til Að-
alvíkur þar sem hann er
að byggja sér og fjöl-
skyldu sinni sumarhús í
Stakkadal.
Fjölskylda
Sölvi kvæntist 7.10.
1939, Laufeyju Jakobínu
Guðmundsdóttur, f. 27.5.
1914, húsfreyju. Foreldrar
hennar vora Guðmundur
Halldórsson, bóndi í Neðri-Miðvík
og k.h., Margrét Bjamadóttir hús-
freyja.
Börn Sölva og Laufeyju eru Hall-
dóra Jóna Guðmunda, f. 26.7. 1940,
gift Sveinbirni Guðjónssyni, bifvéla-
virkja í Reykjavík; Her-
mann Theódór, f. 18.3.
1941, pípulagningamaður
í Reykjavík, kvæntur Að-
alfríði Stefánsdóttur;
Margrét Sigríður, f. 5.2.
1945, stórkaupmaður í
Reykjavík; Axel Halldór,
f. 30.4. 1951, bygginga-
tæknifræðingur í Reykja-
vík, kvæntur Björk Geir-
dal.
Systkini Sölva: Guð-
mundur Þórarinn, f. 7.1.
1903; Sigurður Hermann Agnar, f.
2.11.1905, smiður og innheimtumað-
ur í Kópavogi; Hannes Jónmundur,
f. 7.4.1912, bryti í Reykjavík; Snorri
Ragnar, f. 27.1. 1915, verkamaður í
Reykjavík.
Fósturbróðir Sölva var Hermann
Hjálmarsson, vélstjóri úr Stakkadal.
Foreldrar Sölva voru Jón Þorkels-
son, bóndi að Látrum í Sléttuhreppi,
og k.h., Halldóra Vigdís Guðnadótt-
ir bóndakona.
Ætt
Jón var sonur Þorkels Isleifsson-
ar, b. í Neðri-Miðvík og f.k.h., Mar-
íu Gísladóttur húsfreyju.
Halldóra Vigdís var dóttir Guðna,
b. í Tungu, Jósteinssonar og k.h.,
Matthildar Amórsdóttur húsfi'eyju.
Sölvi tekur á móti gestum í Þórs-
höll, 4. hæð, laugardaginn 4.4. milli
kl. 15.00 og 18.00.
Sölvi Páll Jónsson.
Séra Augustinus George
Séra Augustinus Geor-
ge, prestur og skólastjóri
Landakotsskóla, til heim-
ilis að Hávallagötu 16,
Reykjavík, verður sjötug-
ur á morgun.
Starfsferill
Séra George fæddist í
Wylré i Hollandi. Hann
vígðist til prests í
Oirschot í Hollandi 11.3.
1956.
Séra George kom til ís-
lands 21.11. 1956. Hann hóf kennslu
við Landakotsskóla haustið 1958 og
hefur verið skólastjóri Landakots-
skóla frá 2.2. 1962.
Fjölskylda
Séra George átti sex
systkini, tvo bræður og
fjórar systur. Hann á nú
einn bróður á lífi og tvær
systur.
Foreldrar séra George
voru Leó George, f. 1890,
d. 1964, verkstjóri við
kolanámur, búsettur í
Wylré, og k.h., Gertrud
George Bertrand, f. 1887,
d. 1983, húsmóðir.
í tilefni afmælisins
verður opið hús í Landakotsskóla á
afmælisdaginn, sunnudaginn 5.4.
n.k. milli kl. 16.00 og 18.00.
Séra Augustinus
George.
Sigríður Rut Hjaltadéttir
Sigríður Rut Hjalta-
dóttir, starfsmaður í
kertagerð og við garð-
yrkju, Undirhlíð 3, að
Sólheimum í Grímsnesi,
verður sextug á morgim.
Starfsferill
Rut fæddist í Reykja-
vík, ólst þar upp og á
Kópavogshælinu frá 1960,
en hefur átt heima á Sól-
heimum frá 1982.
Rut er mikill listamað-
ur. Myndir eftir hana
prýða hinar ýmsu vistarverar á Sól-
heimum og ein slík er á jólakorti
sem Sólheimar gáfu út 1996 og sem
borgarstjórinn í Reykjavík sendi út
í nafni Reykjavikurborgar.
Rut hefur tekið þátt i
ýmsum samsýningum.
Hún syngur í kór Sól-
heima og starfar í skáta-
félaginu þar.
Fjölskylda
Systur Rutar eru Eva
Ólöf, f. 1943; Ásta Benný,
f. 1951.
Foreldrar Rutar eru
Hjalti Benediktsson, aðal-
varðstjóri í Slökkviliðinu
í Reykjavík, og Gróa Pét-
ursdóttir húsmóðir.
Sólheimar verða með kaffi fyrir
Rut 6.4. kl. 15.00 og 10.4. tekur Rut á
móti gestum á heimili Ástu
Bennýjar, Háaleitisbraut 34, milli
kl. 17.00 og 19.00.
Sigríður Rut
Hjaltadóttir.
Upplýsingar fyrir afmælisgreinar í páskablað DV þurfa að berast ættfræðideild
eigi síðar en mánudaginn 6. apríl.
111 hamingju
með afmælið
4. apríl
85 ára
Rósa Guðnadóttir,
Ugluhólum 4, Reykjavík.
80 ára_______________
Dagmar Árnadóttir,
Víðihlíð, Grindavík.
75 ára
Þóarinn Ingi
Sigurðsson,
fyrrv. skipstjóri,
Melabraut 28,
Seltjamarnesi.
Kona hans
er Sjöfn
Guðmundsdóttir.
Þau era á Kanaríeyjum um
þessar mundir.
Gunnar I. Sigurðsson,
Hlíðarbraut 4, Hafnarfirði.
Hallfríður Ásmundsdóttir,
Háaleitisbraut 151, Reykjavík.
Sigrún Hansdóttir,
dvalarheimilinu Sauðá,
Sauðárkróki.
70 ára
Sigurður
Þórðai'son,
fyrrv.
stöðvarstjóri
Laxeldisstöðvar
ríkisins í
Kollaftrði,
Vallholti 21, Selfossi.
Hann verður heima og tekur á
móti gestum að Vallholti 21,
Selfossi, eftir kl. 16.00 i dag.
Borghildur A. Jónsdóttir,
Álftamýri 30, Reykjavík.
Jón Meyvantsson,
Álftamýri 28, Reykjavík.
Hann er að heiman.
Sigurður Jónsson,
Hellisgötu 3, Hafnaífirði.
Unnur Lúthersdóttir,
Fannborg 1, Kópavogi.
60 ára
Anna Klara Guðlaugsdóttir,
Hrísmóum 6, Garðabæ.
Erla Gisladóttir,
Egilsgötu 18, Reykjavík.
Erla Svanhildur
Ingólfsdóttir,
Aflagranda 40, Reykjavík.
Guðlaugur Sveinsson,
Stakkholti 3, Reykjavík.
Lilja Hallgrímsdóttir,
Miðgarði 2, Egilsstöðum.
50 ára
Jón Bjöm Jónsson,
Engjaseli 33, Reykjavík.
Jóna Gunnarsdóttir,
Giljaseli 9, Reykjavík.
Jónína Hjaltadóttir,
Munkaþverárstræti 19,
Akureyri.
Víðir Benediktsson,
Völusteinsstræti 12,
Bolungarvík.
40 ára
Aðalheiður H.
Steinarsdóttir,
Austurtúni 7, Hólmavík.
Annika María Frid,
Urðarstekk 9, Reykjavík.
Bjarnheiður Jóna
ívarsdóttir,
Unnarstíg 1, Flateyri.
Björn Einarsson,
Móasíðu 6f, Akureyri.
Bogi Jónsson,
Skógarlundi 3, Garðabæ.
Finnbogi Guðmundsson,
Breiðvangi 17, Hafnarfirði.
Guðrún Dýrleif
Kristjánsdóttir,
ÁsvaÚagötu 29, Reykjavík.
Hrafnhildur
Hrafnkelsdóttir,
Móabarði 37, Hafnarfirði.
Oddný Bára Birgisdóttir,
Urðarvegi 66, ísafirði.
Ragnar Sævar Erlingsson,
Barónstíg 41, Reykjavík.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Bólstaðarhlið 58, Reykjavík.
Valgerður Ásgeirsdóttir,
Kópavogsbraut 83, Kópavogi.
t