Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 L>V Myndlistarnemar glímdu við grænlenskt veður og afurðir þess á snjóhátíð í Nuuk: List í landi frostsins Þaó er svo margt sem maöur hugsar og tálar þegar maöur berst i stór- hriöinni viö 27 rúmmetra af snjó. Grænland. Landið þar sem frost og snjór eiga lögheimili. Þangað fóru sjö nemar úr Myndlista- og handíðaskóla íslands til að taka þátt í árlegri hátíð, Nuuk Snow Festival, sem haldin var dagana 14.-17. mars. Á þessari hátíð er keppt í skúlptúrgerð og viðfangs- efnið var femingur úr 27 rúmmetrum af snjó. íslensku liðin vora tvö: strákaliðið með Guðmundi Lúðvík Grétarssyni, Högna Sigurþórssyni og Erling Þór Valssyni og stelpuliðið Icegirls með Mörtu Maríu Jónsdóttur, Kristínu Elvu Rögnvaldsdóttur, Díönu Storás- en og Önnu Sóleyju Þorsteinsdóttur. Verk strákanna hét Eins stórt og það verður og fyrirmyndin var mað- ur í glerkassa. Heiti verksins vísar til þess að mannveran gat ekki orðið stærri þar sem þeir nýttu sér allan ferninginn. Verk Icegirls hét Að slá í gegn og fékk nafn sitt af því að það var eins og einhver hefði hlaupið í gegnum snjóbergið. Bæði verkin vora í flokki figúra- tífra verka og hlutu sh'ákarnir fyrstu verðlaun bæði frá dómnefnd og öðr- um keppendum. Stúlkurnar fengu þriðju verðlaun frá öðrum keppend- um. Keppendur á hátíðinni vora alls um 270. Þetta er í fyrsta sinn sem MHÍ tekur þátt í keppninni en aðstandend- ur hátíðarinnar eru að reyna að fá skólana inn í hátíðina. Snjókoman var sú mesta í 15 ár. Of- ankoman þrjá daga hátíðarinnar var nærri eðlilegri ársúrkomu. Míó, eins og hálfs árs og án efa yngsti keppand- inn, átti lengst af afdrep á baki pabba síns, Högna Sigurþórssonar. Þau tóku ekki með sér nein verk- færi til skúlptúrgerðarinnar. Aðeins Að slá í gegn. Krakkarnir í Nuuk voru rosalega spenntir fyrir skúlptúr lcegirls og hlupu inn og út um snjóhofiö í aerslafullum leikjum. mátti nota handverkfæri og þau vora að bjarga sér um verkfæri fyrsta dag hátíðarinnar. Aðrir voru þama fag- mannlegir í háttum og með sérstök verkfæri sem þeir ferðuðust með á milli snjóhátíða. Myndlistarfólkinu unga finnst hug- myndin Nuuk Snow Festival, sem fmnst í mörgum öðrum köldum lönd- um, spennandi fyrir ísland og íslensk- ar aðstæður: snjórinn frostið jöklamir listin -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.