Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Síða 24
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 L>V Myndlistarnemar glímdu við grænlenskt veður og afurðir þess á snjóhátíð í Nuuk: List í landi frostsins Þaó er svo margt sem maöur hugsar og tálar þegar maöur berst i stór- hriöinni viö 27 rúmmetra af snjó. Grænland. Landið þar sem frost og snjór eiga lögheimili. Þangað fóru sjö nemar úr Myndlista- og handíðaskóla íslands til að taka þátt í árlegri hátíð, Nuuk Snow Festival, sem haldin var dagana 14.-17. mars. Á þessari hátíð er keppt í skúlptúrgerð og viðfangs- efnið var femingur úr 27 rúmmetrum af snjó. íslensku liðin vora tvö: strákaliðið með Guðmundi Lúðvík Grétarssyni, Högna Sigurþórssyni og Erling Þór Valssyni og stelpuliðið Icegirls með Mörtu Maríu Jónsdóttur, Kristínu Elvu Rögnvaldsdóttur, Díönu Storás- en og Önnu Sóleyju Þorsteinsdóttur. Verk strákanna hét Eins stórt og það verður og fyrirmyndin var mað- ur í glerkassa. Heiti verksins vísar til þess að mannveran gat ekki orðið stærri þar sem þeir nýttu sér allan ferninginn. Verk Icegirls hét Að slá í gegn og fékk nafn sitt af því að það var eins og einhver hefði hlaupið í gegnum snjóbergið. Bæði verkin vora í flokki figúra- tífra verka og hlutu sh'ákarnir fyrstu verðlaun bæði frá dómnefnd og öðr- um keppendum. Stúlkurnar fengu þriðju verðlaun frá öðrum keppend- um. Keppendur á hátíðinni vora alls um 270. Þetta er í fyrsta sinn sem MHÍ tekur þátt í keppninni en aðstandend- ur hátíðarinnar eru að reyna að fá skólana inn í hátíðina. Snjókoman var sú mesta í 15 ár. Of- ankoman þrjá daga hátíðarinnar var nærri eðlilegri ársúrkomu. Míó, eins og hálfs árs og án efa yngsti keppand- inn, átti lengst af afdrep á baki pabba síns, Högna Sigurþórssonar. Þau tóku ekki með sér nein verk- færi til skúlptúrgerðarinnar. Aðeins Að slá í gegn. Krakkarnir í Nuuk voru rosalega spenntir fyrir skúlptúr lcegirls og hlupu inn og út um snjóhofiö í aerslafullum leikjum. mátti nota handverkfæri og þau vora að bjarga sér um verkfæri fyrsta dag hátíðarinnar. Aðrir voru þama fag- mannlegir í háttum og með sérstök verkfæri sem þeir ferðuðust með á milli snjóhátíða. Myndlistarfólkinu unga finnst hug- myndin Nuuk Snow Festival, sem fmnst í mörgum öðrum köldum lönd- um, spennandi fyrir ísland og íslensk- ar aðstæður: snjórinn frostið jöklamir listin -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.