Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 55 Leicur á uppboði Það er nú kannski ekki fyrir ferðamenn að hafa rándýra Leicu-myndavél á maganum þeg- ar ferðast er. Þeir sem hins vegar hafa áhuga á að eignast slíka vél geta sótt heljarmikið uppboð hjá hinu fræga fyrirtæki Christiels í London. Á uppboðinu verða boðnar upp nokkrar tegimdir myndavélarinnar en ein þykir bera af öðrum. Þaö er myndavél, merkt sjálfum Henri Cartier- Bresson, en hann hefði orðið ní- ræður á þessu ári. Uppboðið fer fram þann 11. júní næstkomandi. Ukamsfegurðin verðlaunuð Bæjarstjóri smábæjarins Di- ano Marino á itölsku Rivíerunni hefur sannarlega smekk fyrir fal- legum konum. Hann vill að grannar og failegar konur gangi um í bikiníi á ströndinni en má ekki heyra minnst á að konur í yfirþyngd skarti slíkum klæðum. Nei, þær skulu vera með málin 90-60-90 ella borga sekt. Hinum fógru fljóðum heitir bæjarstjór- inn hins vegar vikugistingu á einu af hótelum bæjarins. Vasco da Gama Nýlega opnaði forseti Portú- gaís, Jorge Sampaio, nýja brú yfir ána Tagus sem rennur í gegnum Lissabon. Brúin var skírð í höf- uðið á landkönnuðinum Vasco da ; Gama en á þessu ári minnast Portúgalar þess að fimm hundruð ; ár eru siðan sæfarinn sigldi og fann leiðina til Indlands. Miðinn pantaður á Netinu Frönsku jámbrautimar ætla I að opna bókunarkerfi á Netinu í 1 upphafl sumars. Fólk getur þvi setið heima og skipulagt sumar- fríið og pantað lestarferðir eftir þörfúm. Slóðin er www.sncf.fr en ekki verður hægt að greiða fyrir mið- ana á Netinu fyrst um sinn. Minneapolis og Helsinki I Um þessar mundir undirbúa ; Flugleiðir opnunarflug félagsins til Minneapolis í Bandaríkjunum þami 9. apríl og til Helsinki þann 15. maí næstkomandi. Með þessu er Minneapolis í Minnesota ætlað að verða útvörður félagsins í vesturheimi í sistækkandi leiöa- neti félagsins. Helsinki, höfúðborg Finnlands, verður aftur útvörður Flugleiða í austri. Nýjar kannanir benda til þess að loftræstingu í farþegarýmum flug- véla hafi i mörgum tilfellum farið mjög aftur síðustu árin. Flugfarþeg- ar geta því átt á hættu að fá ýmsa sjúkdóma eingöngu með því að ferð- ast með flugvélum. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði hins virta ferðablaðs Condé Nast. Samkvæmt könnun sem gerð var á vegum blaðsins kemur fram að allur gangur er á því hvort flugfar- þegar njóta hreins súrefnis á flugi eða hvort sama loftinu er dælt aftur og aftur um farþegarými vélarinn- ar. Meðal annars er vitnað til fyrrum starfsmanns breska flugfélagsins British Airways sem heldur því fram að mörg flugfélög láti sama loftið leika um farþega í auknum mæli. Meginástæðan er auðvitað spamaður en það kostar mikið elds- neyti að halda loftræstikerfinu gangandi á langri flugleið. Sagt er að flugmenn hafl það að keppikefli Netferðir: Síðustu sætin seld á spottprís hætti hafa borist á milli flugfar-- þega; til dæmis veiktust tvær skoskar konur í fyrra en þær áttu ekkert sameiginlegt nema að hafa setið í sömu flugvél. Ógnvænlegur sparnaöur Eldsneytiskostnaður er þungur baggi hjá mörgum flugfélögum og þess vegna er freistast til þess að spara eins og mögulegt er. í greininni er staðhæft að súrefnissparnaður sé ekki nýr af nálinni og hafi þekkst síðustu árin. Þá hefur almennt reykingabann i flestum flugvélum gert það að verk- um að flugmenn víla síður fyrir sér að spara súrefnishylkin. Á meðan reykingar voru leyfðar í farþega- rými var það hreint og beint nauð- syn að hafa loftræstinguna í lagi. Nú er því ekki að heilsa lengur að reykingamenn mengi fyrir öðrum farþegum; en spurning hefur vakn- að um hvort sé á endanum betra; reykjarmökkur eða bakteríumeng- að loft. _ Tvö flugfélög hafa þegar tilkynnt að þau hyggist gera bragarbót í þessum málum; það eru bandaríska flugfélagið United og Swissair sem bæði hafa mótað skýra stefnu um hertar gæðakröfur þegar kemur að loftræstikerfum flugvéla þess. Lík- legt þykir að fleiri flugfélög sigli i kjölfarið á næstunni. -Condé Nast spara að nota sem minnst af súrefniskútum flugvélanna enda fái þeir klapp á bakið fyrir að ná fram sparnaði með þessum hætti. Þá benda aðrir á að álagið verði minna á áhöfnina því hringrás lofts- ins veldur gjama slappleika og doða á meðal farþega sem eru þá ekki jafn kröfuharðir á þjónustu og ella. Sjúkdómar breiðast út Eitt mesta áhyggjuefnið að mati höfundar er hættan á útbreiðslu sjúkdóma. Þegar sama loftinu er dælt aftur og aftur um farþegarým- ið geta bakteríur frekar borist á milli manna. Tekið er einfalt dæmi af 400 manna breiðþotu á flugi á, mUli tveggja stórborga. Ekki er óal-' gengt að farþegar komi frá nokkrum heimsálfum og ekki þarf nema eitt slæmt tilfelli af flensu til þess að fjöldi manns sýkist og hugs- anlega getur sjúkdómur þannig borist heimsálfa á milli. Alls smituðust 72 farþegar í leiguflugi á milli Birmingham og Tórínó í fyrra. Verst eru dæmi af berklatilfellum sem með óyggjandi * -f. Netferðir eru nafn á nýrri netferðaskrifstofu sem er að finna á Vísisvefnum. Það eru Samvinnuferðir-Landsýn sem reka netferðaskrifstof- una en þar er að finna úr- val ferða á verði sem er lægra en gengur og gerist. Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt vefinn frá því hann var opnaður form- lega síðastliðinn flmmtu- dag og yfir eitt þúsund manns hafa þegar sett sig á póstlista fyrirtækisins. Þeir sem eru á póstlistan- um fá öll tilboð ferðaskrif- stofunnar send jafnharðan og þau eru sett á vefinn. „Þetta fer vel af stað og fyrstu ferðimar hafa meira og minna selst upp. Framboð á ferðum á örugglega eftir að aukast eftir því sem líður á sumarið og háannatími sólarlanda- ferða og annarra sumarleyfisferða rennur upp. Það er engin spurning að við getum boðið mjög gott verð enda er þetta ferðaskrifstofa sem byggist á lítilli sem engri yfirbygg- ingu. Það gerir okkur kleift að vera sveigjanlegir og við eigum auðvelt með að bregðast fljótt við ferða- möguleikum sem kannski aðrir ná ekki. Stór hluti af okkar sölu verður svokölluð forfallasæti og sæti sem losna á síðustu stundu. Mikið af þessum ferðum er að finna í UFPBOfS fuilam gangl MaiIorka-Calad'Or 8. til 20. aprO yert.ymp.p,... ..Jivtr vtlt nema oðþ úKondtt d ha&tctBu verttí tU ht allorka um piUuumf vlfl www.vlslr.is bæklingum Samvinnuferða en einnig má reikna með öðrum spenn- andi ferðum sem við setjum sjálfir saman. Netferðir eru nýtt fyrirtæki og ætlunin er að láta það þróast og vaxa í takt við þau viðbrögð sem við fáum. En það er ekki annað að sjá en byrjunin lofi í það minnsta mjög góðu,“ segir Þorsteinn Guðjónsson. Uppboð eru ein af þeim nýjung- um sem Netferðir bjóða upp á. Þeg- ar er lokið fyrsta uppboðinu en þá voru seldar páskaferðir á 11 til 13 þúsund krónur til London. Þá er að flnna ferðafréttir og tilboðin kunna að breytast dag frá degi. Ferðaskrif- stofuna er að finna á slóðinni vis- ir.is á Netinu. « lifrt tut iwhiumatn* pmm 'n; iMTÍV! t *»+**>• ' i* « » | ; < » I ÍÖ I Sí § & j I j I |! í»a-v- ? HvW H tn* fi [ j( m ; •'TV' rmu'rtut - ' 'r'r' íssvssw^sifss; ir* —— S *. * **!■* :, *.**&■**% -é Wi Ath,! Upt^oSoM á Gönguskíðaferð á Grænlandi: Hálfhríngur um Ammassalikfjörð Ferðaskrifstofan Landnáma efnir til gönguskíðaferðar um Grænland nú um páskana. Flogið verður til Kulusuk og þaðan flogið með þyrlu til þorpsins Quernertivartivit sem er á lítilli eyju í Ammassalikfírði. Það- an verður svo haldið i ævintýralega göngu um ísilagðan fjörðinn og er miðað við 15 kílómetra göngu á dag. Genginn verður hálfhringur um fjörðinn og gist verður i tjöldum allar næturnar utan þá síðustu en þá verður dvalið á Hótel Ammassalik. Ferðin hefst á skírdag og verður komið heim þriðjudaginn eftir páska. Fararstjóri verður Leifur Örn Svavarsson. - Ámkrlttarmlmlnn er 515 6100 4*. .í \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.