Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Side 47
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 55 Leicur á uppboði Það er nú kannski ekki fyrir ferðamenn að hafa rándýra Leicu-myndavél á maganum þeg- ar ferðast er. Þeir sem hins vegar hafa áhuga á að eignast slíka vél geta sótt heljarmikið uppboð hjá hinu fræga fyrirtæki Christiels í London. Á uppboðinu verða boðnar upp nokkrar tegimdir myndavélarinnar en ein þykir bera af öðrum. Þaö er myndavél, merkt sjálfum Henri Cartier- Bresson, en hann hefði orðið ní- ræður á þessu ári. Uppboðið fer fram þann 11. júní næstkomandi. Ukamsfegurðin verðlaunuð Bæjarstjóri smábæjarins Di- ano Marino á itölsku Rivíerunni hefur sannarlega smekk fyrir fal- legum konum. Hann vill að grannar og failegar konur gangi um í bikiníi á ströndinni en má ekki heyra minnst á að konur í yfirþyngd skarti slíkum klæðum. Nei, þær skulu vera með málin 90-60-90 ella borga sekt. Hinum fógru fljóðum heitir bæjarstjór- inn hins vegar vikugistingu á einu af hótelum bæjarins. Vasco da Gama Nýlega opnaði forseti Portú- gaís, Jorge Sampaio, nýja brú yfir ána Tagus sem rennur í gegnum Lissabon. Brúin var skírð í höf- uðið á landkönnuðinum Vasco da ; Gama en á þessu ári minnast Portúgalar þess að fimm hundruð ; ár eru siðan sæfarinn sigldi og fann leiðina til Indlands. Miðinn pantaður á Netinu Frönsku jámbrautimar ætla I að opna bókunarkerfi á Netinu í 1 upphafl sumars. Fólk getur þvi setið heima og skipulagt sumar- fríið og pantað lestarferðir eftir þörfúm. Slóðin er www.sncf.fr en ekki verður hægt að greiða fyrir mið- ana á Netinu fyrst um sinn. Minneapolis og Helsinki I Um þessar mundir undirbúa ; Flugleiðir opnunarflug félagsins til Minneapolis í Bandaríkjunum þami 9. apríl og til Helsinki þann 15. maí næstkomandi. Með þessu er Minneapolis í Minnesota ætlað að verða útvörður félagsins í vesturheimi í sistækkandi leiöa- neti félagsins. Helsinki, höfúðborg Finnlands, verður aftur útvörður Flugleiða í austri. Nýjar kannanir benda til þess að loftræstingu í farþegarýmum flug- véla hafi i mörgum tilfellum farið mjög aftur síðustu árin. Flugfarþeg- ar geta því átt á hættu að fá ýmsa sjúkdóma eingöngu með því að ferð- ast með flugvélum. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði hins virta ferðablaðs Condé Nast. Samkvæmt könnun sem gerð var á vegum blaðsins kemur fram að allur gangur er á því hvort flugfar- þegar njóta hreins súrefnis á flugi eða hvort sama loftinu er dælt aftur og aftur um farþegarými vélarinn- ar. Meðal annars er vitnað til fyrrum starfsmanns breska flugfélagsins British Airways sem heldur því fram að mörg flugfélög láti sama loftið leika um farþega í auknum mæli. Meginástæðan er auðvitað spamaður en það kostar mikið elds- neyti að halda loftræstikerfinu gangandi á langri flugleið. Sagt er að flugmenn hafl það að keppikefli Netferðir: Síðustu sætin seld á spottprís hætti hafa borist á milli flugfar-- þega; til dæmis veiktust tvær skoskar konur í fyrra en þær áttu ekkert sameiginlegt nema að hafa setið í sömu flugvél. Ógnvænlegur sparnaöur Eldsneytiskostnaður er þungur baggi hjá mörgum flugfélögum og þess vegna er freistast til þess að spara eins og mögulegt er. í greininni er staðhæft að súrefnissparnaður sé ekki nýr af nálinni og hafi þekkst síðustu árin. Þá hefur almennt reykingabann i flestum flugvélum gert það að verk- um að flugmenn víla síður fyrir sér að spara súrefnishylkin. Á meðan reykingar voru leyfðar í farþega- rými var það hreint og beint nauð- syn að hafa loftræstinguna í lagi. Nú er því ekki að heilsa lengur að reykingamenn mengi fyrir öðrum farþegum; en spurning hefur vakn- að um hvort sé á endanum betra; reykjarmökkur eða bakteríumeng- að loft. _ Tvö flugfélög hafa þegar tilkynnt að þau hyggist gera bragarbót í þessum málum; það eru bandaríska flugfélagið United og Swissair sem bæði hafa mótað skýra stefnu um hertar gæðakröfur þegar kemur að loftræstikerfum flugvéla þess. Lík- legt þykir að fleiri flugfélög sigli i kjölfarið á næstunni. -Condé Nast spara að nota sem minnst af súrefniskútum flugvélanna enda fái þeir klapp á bakið fyrir að ná fram sparnaði með þessum hætti. Þá benda aðrir á að álagið verði minna á áhöfnina því hringrás lofts- ins veldur gjama slappleika og doða á meðal farþega sem eru þá ekki jafn kröfuharðir á þjónustu og ella. Sjúkdómar breiðast út Eitt mesta áhyggjuefnið að mati höfundar er hættan á útbreiðslu sjúkdóma. Þegar sama loftinu er dælt aftur og aftur um farþegarým- ið geta bakteríur frekar borist á milli manna. Tekið er einfalt dæmi af 400 manna breiðþotu á flugi á, mUli tveggja stórborga. Ekki er óal-' gengt að farþegar komi frá nokkrum heimsálfum og ekki þarf nema eitt slæmt tilfelli af flensu til þess að fjöldi manns sýkist og hugs- anlega getur sjúkdómur þannig borist heimsálfa á milli. Alls smituðust 72 farþegar í leiguflugi á milli Birmingham og Tórínó í fyrra. Verst eru dæmi af berklatilfellum sem með óyggjandi * -f. Netferðir eru nafn á nýrri netferðaskrifstofu sem er að finna á Vísisvefnum. Það eru Samvinnuferðir-Landsýn sem reka netferðaskrifstof- una en þar er að finna úr- val ferða á verði sem er lægra en gengur og gerist. Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt vefinn frá því hann var opnaður form- lega síðastliðinn flmmtu- dag og yfir eitt þúsund manns hafa þegar sett sig á póstlista fyrirtækisins. Þeir sem eru á póstlistan- um fá öll tilboð ferðaskrif- stofunnar send jafnharðan og þau eru sett á vefinn. „Þetta fer vel af stað og fyrstu ferðimar hafa meira og minna selst upp. Framboð á ferðum á örugglega eftir að aukast eftir því sem líður á sumarið og háannatími sólarlanda- ferða og annarra sumarleyfisferða rennur upp. Það er engin spurning að við getum boðið mjög gott verð enda er þetta ferðaskrifstofa sem byggist á lítilli sem engri yfirbygg- ingu. Það gerir okkur kleift að vera sveigjanlegir og við eigum auðvelt með að bregðast fljótt við ferða- möguleikum sem kannski aðrir ná ekki. Stór hluti af okkar sölu verður svokölluð forfallasæti og sæti sem losna á síðustu stundu. Mikið af þessum ferðum er að finna í UFPBOfS fuilam gangl MaiIorka-Calad'Or 8. til 20. aprO yert.ymp.p,... ..Jivtr vtlt nema oðþ úKondtt d ha&tctBu verttí tU ht allorka um piUuumf vlfl www.vlslr.is bæklingum Samvinnuferða en einnig má reikna með öðrum spenn- andi ferðum sem við setjum sjálfir saman. Netferðir eru nýtt fyrirtæki og ætlunin er að láta það þróast og vaxa í takt við þau viðbrögð sem við fáum. En það er ekki annað að sjá en byrjunin lofi í það minnsta mjög góðu,“ segir Þorsteinn Guðjónsson. Uppboð eru ein af þeim nýjung- um sem Netferðir bjóða upp á. Þeg- ar er lokið fyrsta uppboðinu en þá voru seldar páskaferðir á 11 til 13 þúsund krónur til London. Þá er að flnna ferðafréttir og tilboðin kunna að breytast dag frá degi. Ferðaskrif- stofuna er að finna á slóðinni vis- ir.is á Netinu. « lifrt tut iwhiumatn* pmm 'n; iMTÍV! t *»+**>• ' i* « » | ; < » I ÍÖ I Sí § & j I j I |! í»a-v- ? HvW H tn* fi [ j( m ; •'TV' rmu'rtut - ' 'r'r' íssvssw^sifss; ir* —— S *. * **!■* :, *.**&■**% -é Wi Ath,! Upt^oSoM á Gönguskíðaferð á Grænlandi: Hálfhríngur um Ammassalikfjörð Ferðaskrifstofan Landnáma efnir til gönguskíðaferðar um Grænland nú um páskana. Flogið verður til Kulusuk og þaðan flogið með þyrlu til þorpsins Quernertivartivit sem er á lítilli eyju í Ammassalikfírði. Það- an verður svo haldið i ævintýralega göngu um ísilagðan fjörðinn og er miðað við 15 kílómetra göngu á dag. Genginn verður hálfhringur um fjörðinn og gist verður i tjöldum allar næturnar utan þá síðustu en þá verður dvalið á Hótel Ammassalik. Ferðin hefst á skírdag og verður komið heim þriðjudaginn eftir páska. Fararstjóri verður Leifur Örn Svavarsson. - Ámkrlttarmlmlnn er 515 6100 4*. .í \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.