Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 Wðtal 23 Frá vosbúð til velmegunar Við höfum talað um Visions du nord sem norræna sýningu vegna þess að listamennimir koma langflestir frá Norðurlöndunum. Susanne Pagé er þó ekki sátt við það. „Ég vil aUs ekki að litið sé á sýning- una sem norræna," segir hún. „Yfir- skriftin, Visions du nord, ætti að taka af alian vafa þar um, „Sýnir úr norðri" getur merkt tvennt, að þetta sé sýn okkar á norðrið en hún merkir einnig að verkin séu sýnir listamanna frá norðlægum slóðum. Hver þriggja hluta sýningarinnar ber líka ákveðinn titil. Ljóðrænn titill söguhlutans, Ljós heimsins, ljós him- insins, er fenginn að láni frá Sweden- borg. Hann minnir á að hér sé um sýn- ir að ræða, hvort sem er á veraldlegan eða andlegan heim. Við köllum sýn- ingu Per Kirkebys í miðhlutanum Kristalia, sá titill vísar einnig til ljóss- ins þótt hægt sé að skilja hann á ann- an hátt. Þriðja hlutann, með verkum imgu kynslóðarinnar, köllum við Nuit blanche, en það vísar til bjartra sum- arnátta." Þegar mirrnst er á Norðurlöndin virðist erfitt að komast hjá því að minnast á ljós og birtu en Susanne fullyrðir að merkingin sé ekki ein- skorðuð við efnislegt ljós, hún vísi einnig til innri birtu og andlegs ástands. En andlegt ástand getur líka tengst angist og einsemd. Þau orð koma oft fyrir í sýningarskránni um eldri listamennina. Spumingin er hvort þessar tilfmningar séu fjarlægar ungu kynslóðinni. „Ég held að angist gagnvart lífinu og dauðanum sé alltaf til og ekki bara á Norðurlöndunum," svarar Susanne að bragði. „En hún er ekki tjáð á sama hátt á ólíkum timum. Þegar Munch var ungur voru miklu fleiri boð og bönn en í dag, margir bjuggu við bág kjör og fólk hrundi niður úr sjúkdóm- um. Nákomnir ættingjar Munchs dóu úr berklum og hann styðst við þá per- sónulegu reynslu í verkum sínum sem ftalla um raunveruleika þess tíma. í dag búa listamennimir í alls ólíku umhverfi. Þeir hafa aðgang að Inter- netinu, GSM-símum, gervihnöttmn og tónlist af geisladiskum. Allir þessir þættir koma við sögu i list þeirra og setja mark sitt á hana. Upprennandi meistarar Við höfum verið að ræða takmark- aða þekkingu Frakka á myndlist Norðurlandanna. í beinu framhaldi berst talið að því hvort list þaðan hafi hingað til ekki átt neitt erindi á alþjóðlegan vettvang og hvort merkja megi breytingar þegar horft er á verk ungu kynslóðarinnar. Susanne vill ekki gefa afdráttarlaust svar. „Hlut- verk safnsins er að benda á stað- reyndir en ekki að hugsa. Safnið er vettvangur sköpunar og það sér um að koma þeirri list sem til er á fram- færi.“ En þaö er ekki ætlunin að láta hana komast undan því að svara. Safnið býður ekki hverjum sem er að sýna hjá sér, svo mikið er víst, og því hlýtur það að hugsa. „Auðvitað hugsum við af því við tökum afstöðu. Ég ætla okkur hins vegar ekki það hlutverk að spá fyrir um framtíðina. Ég læt staðreyndirn- ar tala sínu máli og tel okkur skylt að fylgjast náið með því sem ungir listamenn eru að fást við á hverjum tíma. Við eigum að veita þeim tæki- færi til að sýna afrakstur vinnu sinn- ar, en það væri barnalegt að halda því fram að við getum séð fyrir um hverjir muni verða listamenn morg- undagsins. Persónulega hef ég mikinn áhuga á samtímalist og læt mig hana miklu varða. Hún getur leyst úr læðingi svo ótrúlega mikla orku og það er ein- mitt slík orka sem maður finnur fyr- ir hér núna á þessari sýningu.“ Þessi orka kemur ekki aðeins frá íslensku listamönnunum þótt þeir séu áberandi á efstu hæðinni. í við- bót viö þá sem þegar hafa verið nefndir á Ólafur Eliasson verk sem stendur við hliðina á ljósmyndum af Björk Guðmundsdóttur sem Jeremy Deller hefur hengt upp og sýnir ásamt tónlistarmyndböndum söng- konunnar. Nafn Bjarkar og Aki Kaurismaki (sem á þama gamlar stuttmyndir) hafa verið notuð til að vekja athygli á sýningunni. Fjórir aðrir íslenskir listamenn eiga mynd- bandsverk á sýningunni, þau Steina /7 Vasulka, Hlynur Hallsson, Finnbogi Róbertsson og Ósk Vilhjálmsdóttir. í Nuit blanche-hlutanum gefst ein- stakt tækifæri til að fá yfirsýn yfir gróskuna í myndlist Norðurland-^ anna núna, grósku sem synmgarstjormn og Islands-^-— n> Blómabúð Porvalds. vinurmn, Hans- Ulrich Obrist, segir vera eina þá mestu í allri álfunni. Nöfn á borð við Hans Plenge Jakob- sen, Esko Mannikko, Joachim Koest- er, Michael Elmgreen og Ingvar Dragset hljóma sífellt oftar og svo auðvitað nafn Ólafs Elíassonar, sem er fastur gestur í galleríum og á sýn- ingum beggja vegna Atlantsála. Nuit blanche stendur til 10. maí en verk Pers Kirkebys og fimmmenninganna í Ljósi heimsins hanga uppi til 17. maí. Listáhugamönnum sem verða á ferðinni í París í vor og ætla ekki að láta þessa stórmerkilegu sýningu framhjá sér fara skal bent á að best er að koma snemma, ekki síst um helgar, til að losna við biðraðir. Nútí- malistasafnið er opið frá 10 til 17.30 og til 18.45 um helgar en lokað á mánudögum. Neðanjarðarlestarstöð- in sem minnst var á hér í upphafi heitir Alma-Marceau, en safnið er líka stutt frá Eiffeltuminum. Margrét Elisabet Ólafsdóttir 1 Ð A WIUSll^ ríjyiyNdÍR o BON U S í Perlunni tprei&ÍAptblnr /Ct&settnr ~EbXvnliiktr ÞAR SEM ÞUSUNDIR ISLENSKRA OG ERLENDRA TITLA FRÁ ÖLLUM ÚTGEFENDUM OG INNFLYTJENDUM ERU SELDIR Á FRÁBÆRU VERÐI. AÐEIHIS 8 DAGAR EFTIR Ótrúl&g s&rtHboð um holgirta Stóra barnaplatan - Safn 999.- (Tvær geislaplötur) Magnús Eiríksson 20 ómissandi lög 499.- P E R L A N 26. mars -13. apríl. Pottþátt 11 -Safn 1.799.- (Tvær geislaplötur) Natalie Imbruglia Left Of The Middle 1.299.- Eric Clapton - Pilgrim 1.399.- Bob Dylan Time Out Of Mind 1.199.- OPIÐ ALLA DAGA VIKUNNAR FRÁ KL. 12-21* (Líka laugardaga og sunnudaga) *Lokaö kl. 19:30 sunnudaginn 5. apríl, lokaö föstudaginn langa og á páskadag. Athugið aö síöasti dagur markaöarins er 13. Apríl - annar í páskum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.