Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 18
18 ílífí LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 Spennudagur í lífi Hafsteins Þórs Haukssonar, ræðusnillings MORFÍS: „Þaö er fóstudagurinn 27. mars. Ég vakna klukkan ellefu. Þyl ræð- urnar mínar í huganum til að at- huga hvort ég hafi nokkuð gleymt þeim. Svo er ekki. Ég fer í sturtu og held svo upp í Versló til þess að taka þátt í kynningu fyrir ræðu- keppnina. Klukkan 11.55. Eftir að ég, Tommi, Raggi og Herjólfur höfum sprellað svolítið með klappliðinu er okkur skipað af Gunnlaugi þjálfara að fara að sofa. Ég á erfitt með að fara að sofa og ákveð þess í stað að þylja ræðurnar nokkrum sinn- um yfir, svona rétt til að at- huga hvort ég hafi nokkuð gleymt þeim. Svo er ekki. að verjast hverju sem er. Þegar búið er að afgreiða öll hugsanleg mótrök förum við að þylja ræðurn- ar okkar. Því næst fórum við heim að klæða okkur í sparifötin. Eye of the liger Við hittumst uppi í skóla klukk- an sjö og keyrum af stað í áttina að Háskólabíói. Ræðulið Versló hefur verið óbreytt í tvö ár og aldrei tap- að keppni. Nokkrar hefðir hafa orð- ið til í gegnum tíðina og ein þeirra er að hlusta á Rocky-lagið „Eye Of the Tiger á leið- inni keppni. Nú erum við tilbúnir í slag- inn. Það er uppselt á keppnina. Stemningin er því afar góð. Á með- an liðin sitja baksviðs og bíða eftir að keppnin hefjist öskra eitt þús- und manns frammi í sal. í fyrstu er eins og Kvenskælingar séu hávær- ari. Þetta breytist þó þegar nær dregur keppni og Háskólabíó Klapplið Versló er búið að tengja græjumar og er komið í stellingar. Kalt mat: Erum betri Klukkan er hálfníu og keppnin er hafin. Ræðumenn skiptast á því að flytja ræður sínar og svara skotum andstæðinganna. Kalt mat mitt er það að ræðumenn Verslunarskól- ans séu betri. Eftir að frummælend- ur (Raggi fyrir VÍ) og meðmælend- ur (Herjólfur fyrir VÍ) hafa talað er ég kynntur í pontu. Ég er ekki stressaður lengur og flyt fyrri ræð- una mína áfalla- laust. * þegar eg Kl heyri „Eye of the Tiger“ yf-'t irgnæfa hugsan- ir mínar kannast ég við mína menn. M Eftir hádegi ákveð ég að bregða mér í Háskólabíó til að prófa salinn. Strák- arnir eru á æfingu og vilja frekar halda henni áfram heldur en að koma með mér. Há- skólabíó er alltaf dálít- ið taugastrekkjandi. Jafnvel þó að ég sé að keppa í þessum sal í fjórða sinn finn ég að ég er að verða stressaður. Ég ákveð að þyfja ræðumar mínar. Ég er ekki búinn að gleyma þeim. Þegar klukkan er að verða þrjú förum viö saman yfir þau rök sem Kvennó á líklega eftir að beita. Þetta höfum við gert u.þ.b. átján þúsund sinnum síðustu daga. Hægt er að skjóta á egóisma úr Hafsteinn Þór er hérna lengst til vinstri ásamt félögum sínum í sigurliöi Verslunarskólans í MORFÍS-keppninni. Þeir höföu betur í ymsum a um ogvi úrslitaviðureign sinni við Kvennaskólann og voru meðmæltir egóisma. Talið frá vinstri eru Hafsteinn, Tómas Eiríksson, Ragnar veroum ao vera timumr Guðmundsson og Herjólfur Guðbjartsson. Mynd Margeir Þegar fyrri umferð er lokið fara liðin afsíðis og skipuleggja áfram- haldandi rökræður. Við höfum tölu- verða reynslu og göngum því skipu- lega til verks. Þegar við höfum náð hámarkseinbeitingu kemur ljós- myndari inn og tekur myndir. Hann hafði beðið okkur um leyfi fyrr um daginn og við, egóistarnir í Versló, gátum ekki hafnað þeirri bón. Gífurlegur fögnuður Seinni umferð gengur einnig áfallalaust fyrir sig. Þegar ræðu- menn hafa lokið sér af fara dómar- amir afsíðis og ráða ráðum sínum. Á meðan veitir Haukur Örn, fram- kvæmdastjóri MORFÍS, nokkrum ræðumönnum viðurkenningar fyrir góðan árangur. Tuttugu mínútum síðar hafa dómarar talið saman stigin. Lið Versl- unarskólans heftrr sigrað. Gíf- urleg fagnaðarlæti brjótast út. Það er alltaf gaman að sigra. Stemningin er engu minni á meðal Verslinga en í fyrra þegar við sigruðum MR. Um klukkan hálftólf halda verslingar niður í Pizza ’67 og fagna sigrin- um. Við í ræðuliðinu borð- um ekkert enda búnir að borða okkur sadda af Domino’s pitsum undan- farna daga. Mælsku- og rökræðu- keppninni er lokið að sinni. Mörg lið ætla sér þó stóra hluti í MORFÍS á næsta ári. Verslunarskól- inn er þar engin undan- tekning og hlakkar til að fá tækifæri til að verja bikarinn að ári.“ fhnm breytingar Finnur þú fimm breytingar? 457 Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir getraun nr. 455 eru: 1. verólaun: 2. verölaun: Anna Aðalheiður Halldórsdóttir. Margrét Jónasdóttir, Lyngmóum 9. Þorragötu 9, Garðabæ. 101 Reykjavík. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriöum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsvekjari frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.490. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brisúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkió umslagió meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 457 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.