Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 9 Utlönd Úrgangsþró meö eitruðum þungamálmi brast viö Sevilla: Spánverjum tókst að afstýra umhverfisslysi Yflvöld á Spáni komu í veg fyrir gífurlegt umhverfisslys í gær þegar verkfræðingum tókst aö beina far- vegi hinnar menguðu Guadimar-ár frá Donana-þjóðgarðinum á Suður- Spáni en hann er meðal þekktustu náttúruperla Evrópu. Áin mengað- ist á laugardag af eitruðum þunga- málmum sem flutu út í farveg henn- ar eftir að úrgangsþró í Los Frailes- námunum brast. Úrgangurinn barst úr námunum, sem eru í nágrenni við Sevilla, og út í ána og mikil hætta var á því að hann rynni inn í Donana-þjóðgarð- inn sem er aðeins í um 50 km fjar- lægð. Allt kapp var lagt á að bjarga þjóðgarðinum og unnu tugir verk- fræðinga við að byggja bráðabirgða- stíflur umhverfis hann en hann er um það bil 75.000 hektarar að stærð. Ánni var beint í farveg Guadalqui- vir-árinnar, sem er mun vatns- meiri, og þaðan út í Cadiz-flóann. Þó að tekist hafi að bjarga þjóð- garðinum frá mengun er nú ljóst að stórtjón varð á mn 10.000 hekturum af ræktuðu landi þar sem tómata- og sólbblómauppskera skemmdist er hinn eitraði úrgangur flæddi þar yf- ir. Þá hafa íbúar á þessu svæði ver- ið varaðir við að drekka vatn úr vatnsbólum í nágrenninu og bændur beðnir að halda búfé sinu frá ánni. Einnig er óttast að fiski- mið á þessum slóðum kunni að spillast. Spænskur bóndi hugar að tómatauppskeru sinni sem eyðilagðist er eitaðir þungamálmar menguðu ána Guadimar á laugardag. Úrgangsþró við námu brast og var mikill viðbúnaður til að bjarga Donana-þjóðgarðinum frá mengunarslysi. Mengunarinnar varö þó vart í að minnsta kosti 7 þorpum sem liggja að bökkum árinnar. Símamynd Reuter Bílrúðufilmur ■\ Setjum litaða filmu í bílrúður. Sun-Gardfilma m/ábyrgð. Vönduð vinna. Ásetning með hitataekni. Öryggis (og sólar) filma, glær, lituð eða spegill. Gerir glerið 300% sterkara. Vörn gegn innbrotum- fárviðri- jarðskjálfta. Tryggingafélögin mæla með filmunni. sólar (og öryggisfilma) á ruður húsa Stórminnkar hita, glæru og upphitun Eykur öryggi gegn innbrotum, fárviðri og eldi. GLÓI hf. sólar- og öryggisfilma. Dalbrekku 22, Sfmar 544 5770 & 544 5990 Rétt eins og blettatígurinn er fótfráasta dýrið - viljum við hjá DHL vera fljótastir í hraðsendingum. Til að ná því takmarki fljúgum við á hverju kvöldi til Brussel þar sem DHL rekur fullkomnustu flokkunar- og dreifingarstöð sinnar tegundar í Evrópu. Það tryggir að sendingin þín kemst hratt og örugglega til viðtakanda. WBRUMADE EXPRESS * Það geta allir verið fljótir - en það er bara einn sem er fljótastur! viöstöndum via skuidbindingarþínar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.