Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 40
Vinningstölur laugardaginn
25
Fjöldi
vinmngar
vinmnga
Vinmng&upphœd
i !-5aþ5-^
m 2. 4 at 5+W
3.617.320
177.390
9.410
2.440
580
HeUdarvinningsupphœð
_____
iFRÉTTASKOTIÐ
ilSÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, i
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert |
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar |
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998
Dauðaslys í
Vestmanna-
eyjum
Maður á 56. aldursári lést í vinnu-
slysi í Vestmannaeyjum á fóstudags-
kvöldið. Slysið vildi þannig til að
verið var að afferma tengivagn með
stórum stálbitum við nýbyggingu
Fiskimjölsverksmiðjunnar er einn
bitinn slóst í manninn.
Talið er að hann hafi látist sam-
stundist. Hinn látni hét Hákon Stein-
dórsson, til heimilis að Engihjalla 1 í
Kópavogi. Hákon lætur eftir sig fjór-
ar uppkomnar dætur. -glm
Grundartangi:
Álverið á
- áætlun
DV, Akranesi:
Framkvæmdum við álver Norð-
uráls á Grundartanga miðar vel.
Áætlað er að álverið hefji starfsemi
í byrjun júní eins og fyrirhugað var
í upphafi framkvæmda.
Kerskálar álversins eru tilbúnir,
einnig aðalspennistöð og verið er að
ljúka uppsteypu á skautsmiðju og
undirstöðum undir vélar og búnað.
Framkvæmdir við steypuskála
J» ganga samkvæmt áætlun og fram-
kvæmdir við hafnarsvæðið eru vel
á veg komnar. Við höfnina er verið
að byrja á uppsetningu á löndunar-
búnaði og flutningsbúnaði fyrir
súrál úr skipum í súrálstank og frá
tankinum í álverið sjálft.
-DVÓ
Slys á Akureyri:
Líðan litla
drengsins góð
Líðan litla drengsins sem fannst á
botni sundlaugarinnar á Akureyri
fyrir helgi er eftir atvikum góð. Að
sögn Magnúsar Stefánssonar, lækn-
'fw is á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri, er drengurinn talinn úr lífs-
hættu. Hann hefur verið fluttur af
gjörgæsludeild yfir á almenna deild
þar sem hann mun dvelja a.m.k. í
nokkra daga.
Tildrög slyssins eru enn óljós.
-glm
Flotkvíin enn
í hafi
Að sögn starfsmanna Landhelgis-
gæslunnar er flotkvíin nú komin í
tog. Veður hefur hamlað því að
hægt hafi verið að draga hana aö
u ^landi en það verður reynt strax og
veður leyfir.
-glm
Hann var glæsilegur, sjóliðinn sem heilsaði Ijósmyndara DV að hermannasið við Reykjavíkurhöfn í gærkvöld. Um
1600 sjóliðar í fastaflota Atlantshafsbandalagsins hafa verið staddir hér um helgina í kurteisisheimsókn.
DV-mynd Hari
Afgreiðslu frumvarps um gagnagrunn frestað til hausts:
íslensk erfðagrein-
ing borgi brúsann
- af auknu eftirliti tölvunefndar, segir varaformaður heilbrigðisnefndar
„Það var fullkom-
in sátt um að láta
málið bíða til hausts.
Stefnt er að því að
vinna það til enda í
nefndinni fyrir 20.
október nk. Ég mun
beita mér fyrir
breytingu á frum-
varpinu sem felur í
sér stóraukið eftir-
litshlutverk tölvunefndar," sagði Siv
Friðleifsdóttir, varaformaður heil-
brigðisnefndar, við DV í gærkvöld.
Hörð andstaða meðal lækna, vís-
indamanna og innan Alþingis leiddi
til þess að heilbrigðisráðherra ákvað
í gær að hætta við að reyna að koma
umdeildu frumvarpi um gagna-
grunna á heilbrigðissviði í gegnum
Alþingi í vor. Ráðherrann tók
ákvörðun sína eftir samtöl við aðra
ráðherra, formann heilbrigðisnefnd-
ar Alþingis og formenn nokkurra
þingflokka.
Mikil og ströng fundahöld heil-
brigðisnefndar um helgina leiddu í
ljós að ómögulegt var að veita málinu
Siv Friöleifs-
dóttir.
vandaða umfjöllun á
þeim tíma sem
nefndin hafði til ráð-
stöfunar.
„Mér finnst ekki
nógu skýrt tekið til
orða hvað varðar eft-
irlitshlutverk tölvu-
nefndar til að tryggja
persónuvernd,"
sagði Siv. „Nefndin
kom á fund heilbrigðisnefndar á
föstudagskvöldiö. Þar voru lagðar
fram tillögm- um breytingar á fram-
kvæmd persónuverndar. Tölvunefnd
kvaðst geta tryggt slíka vernd en það
eftirlit yrði dýrt og umfangsmikið.
Það gætu orðið tugir manna innan
tölvunefndar sem störfuðu við þetta
en í mínum huga yrði sá kostnaður
sem fylgir auknu eftirliti nefndarinn-
ar greiddur af sérleyfishafa gagna-
grunnsins."
Sjá nánar á bls. 2. -JSS
Rígur á milli hestamanna og vélhjólamanna:
Ásakanir um sinubruna
Talsverðrar spennu virðist nú
gæta milli vélhjólamanna og hesta-
manna. Samkvæmt heimildum DV
mun það næstum því árviss við-
burður að hestamönnum og vél-
hjólamönnum lendi saman á þessum
árstíma á þeim svæðum sem báðir
hóparnir telja sig mega vera á.
Á sumardaginn fyrsta voru tveir
vélhjólamenn ásakaðir um sinu-
bruna í borgarlandinu. Annar
þeirra, Halldór Jóhannsson, segir að
ásakanimar séu að öllu leyti örök-
studdar. Þær séu einfaldlega lág-
kúruleg leið hestamanna til að koma
höggi á vélhjólamenn sem þeir vilji
hvergi sjá.
-glm
Veðrið á morgun:
Þurrt og
bjart veður
Á morgun verður hæg norðlæg
eða breytileg átt. Víðast hvar
verður þurrt og bjart. Hiti verður
yfirleitt á bilinu 5 til 10 stig yfir
daginn, nema á norðausturhorn-
inu, þar verður heldur svalara.
Veðrið í dag er á bls. 45.
Minkurinn át
sunnudags-
steikina
- og drukknaði í tunnu
„Við höfðum gengið frá sunnu-
dagssteikinni á fati úti i geymslu
við bústaðinn. Þremur tímum síðar
læstum við öllu. Daginn eftir opnuð-
um við geymsluna og þá var steikin
horfín. Fatið var á gólfinu en ekkert
kjöt. Engin ummerki voru og ekkert
okkar skildi neitt í neinu. Skömmu
siðar þurfti ég að ná í vatn i fötu úr
tunnu sem er úti á palli. Þegar ég
tók fotuna upp úr tunnunni þá sá ég
mink sem hafði sokkið í tunnuna og
drukknað. Hann var vel þungur af
kjötinu," segir Hjördís Ingvarsdótt-
ir.
Hjördís og íjölskylda hennar voru
í sumarbústað við Kaldársel þegar
atvikið gerðist nú á dögunum.
„Minkurinn er í frysti hjá mér en ég
er að spá í að láta stoppa hann upp,“
segir Hjördís. -RR
Útlend skip í
landhelgi
íslenskir skipstjórar, sem eru að
veiðum á Reykjaneshrygg, segja
að Landhelgisgæslan hafi brugðist
skyldu sinni þar. Erlend skip hafa
farið þar um 4-5 mílur inn fyrir
landhelgina, samkvæmt fréttum
Ríkisútvarpsins.
Guðmundur Jónsson á Venusi
sagði RÚV að um 60 skip væru nú
á veiðum á þessum slóðum en að-
eins 20 þeirra væru íslensk. Hin
væru frá Rússlandi, Eistlandi,
Lettlandi, Spáni og Portúgal.
-HI
Tveir brunar í
miðborginni
Tveir brunar urðu í húsum við
Vitastíg og við Vesturgötu aðfara-
nótt sunnudags.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn
á báðum stöðum. Fólk var í húsun-
um en það sakaði ekki. Eldsupptök
á Vitastígnum eru enn ókunn en
talið er að kviknað hafi í út frá raf-
magni á Vesturgötunni. -glm
Fíkniefni á
Sauðárkróki
Fíkniefni fundust á Sauðárkróki
á fostudaginn. Að sögn lögreglunnar
er málið í rannsókn. Það er hins
vegar á viðkvæmu stigi og því vildi
lögreglan ekki tjá sig frekar um
stöðuna.
-glm
IXIISSAN
30%
Verölækkun
á Nissan
varahlutum
Ingvar
H Helgason hf.
= = = Sævarhöföa 2