Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998
Fréttir
19
HA NDKNÚNIR
OG RAFKNÚNIR
STAFLARAR.
Auðveldir og
liprir í meðförum.
NÝIR OG ENDURBÆTTIR
HANDLYFTIVAGNAR.
Margar gerðir.
Lyftigeta 2500 kg.
Guðfinna meö lambiö. DV-mynd Guöfinnur
Vorið er komið
Bændur áhyggjufullir:
Hátt verð á dýralyfjum
- vilja samkeppni á markaönum
lyftingameistarar
sem létta þér
störfin.
DV, Akureyri:
„Dýralyf eru langt frá þvl að vera
ódýr og lyfjakostnaður hjá mörgum
bændum getur verið mjög hár. Ég
held að bændur almennt líti hins veg-
ar svo á að með aukinni samkeppni
muni dýralyf lækka í verði á næst-
unni,“ segir Sveinberg Laxdal, bóndi
á Svalbarðsströnd í Eyjafirði, um
lyfjakostnað vegna ly'fja fyrir dýr.
Sveinberg segir sem dæmi að
bóndi sem er með um 400 fjár og
þurfi að kaupa ormalyf og önnur lyf
tvisvar sinnum fyrir sauðburð geti
reiknað með að eyða í það um 40
þúsund krónum. Lyf fyrir dýr eru
lyfseðilsskyld og dýralæknar þurfa
því að skrifa upp á öll slik lyf.
Sveinberg Laxdal segir að fá-
keppni sé víða með dýralyf. T.d.
hafi til skamms tíma aðeins verið
hægt að fá dýralyf á einum stað á
Akureyri, í Stjömuapóteki sem er í
eigu KEA, en nú reikni menn með
að í lyfjaverslun Hagkaups, sem
opnuð var nýlega 1 bænum, muni
verða seld dýralyf.
Það mun vera algengt að dýra-
læknar i minni héruðunum viiji
einnig sjá um sölu lyfjanna og hafa
þær tekjur sem lyfsalan gefur. Hins
vegar virðist vera farið að bera á
því meðal bænda að þeir vilji hafa
þessi mál frjálslegri. Hestamenn í
Húnavatnssýslum munu þannig, aö
sögn, hafa keypt sameiginlega
ormalyf fyrir hross og boðið söluna
út með þeim árangri að lyfjaverðið
varð talsvert lægra en annars hefði
orðið. Þá munu bændasamtökin
eitthvað hafa látið þetta mál til sín
taka enda er sú skoðun orðin út-
breidd meðal bænda að lyfjaverð sé
almennt talsvert hærra en það
þyrfti að vera væri samkeppnin
meiri á markaðnum." -gk
ARVÍK
ÁRMÚU 1 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295
Líttu við og
taktu á þeim.
I Smelltu þér á netfö
Komdu með tö ivu na
y ppá Krók I há ís 6
og við setjaanri upp
nette n cp í n u> n e f-yrir þ i g
DV, Hólmavík:
Mörg eru jafnan merki nýrrar
árstíðar, ekki síst komandi vors.
Eitt það óbrigðulasta í gegnum tíð-
ina er sauðburðurinn.
í sveitum hefur hann ávallt
merkt að vorið sé í nánd, þrátt fyr-
ir alla tækni og tilburði í þá veru
að breyta burðartíma ánna.
Kindin sem bar er í eigu bóndans
í Steinadal, Jóns Gústa Jónssonar.
Hún bar um síðustu mánaðamót og
átti aðeins eitt lamb. Hún er með
þeim eldri í góðu fjárbúi bóndans.
Ung dama, Guðfmna Ásta Kristjáns-
dóttir, lætur vel að lambinu i ná-
lægð myndsmiðs. -GF
upplýsingar í síma 57S 5000
islandia
internat
Einstaklingsþjónusta
WICANDERS
gólfkorkur
Oft er úr vöndu að ráða þegar velja á gólfefni sem hentar fyrir þau litlu.
Ekki eingöngu viljum við að gólfið sé mjúkt og þægilegt heldur viljum við einnig tryggja öryggi
þeirra sem eru að leik.
WICANDERS korkgólfin hafa um áratugaskeið sannað ágæti sitt fyrir að vera traust og örugg.
Þau eru byggð á náttúrulega loftfylltum holum sem gera þau þægileg, mjúk og hlý.
Hið sérstaka yfirborð WICÁNDERS gólfanna gerir það að verkum að enginn hætta er á að fólk
renni til á þeim auk þess sem ræsting verður leikur einn.
Kynntu þér WICANDERS gólfin - þú munt sannfærast.
ÁRMÚLA 29 - 108 REYKJAVÍK - S: 553 8640 & 568 6100
INTERNET: http://www.vortex.is/thth&co - E-MAIL: thth&co@vortex.is