Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjólmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMiÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni biaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Skynsamlegast að bíða Hraðsoðið frumvarp um gagnagrunna á heilbrigðis- sviði hefur kallað fram mjög harkaleg viðbrögð innan vísindasamfélagsins. Það stappar nærri að hver einasta stofnun innan læknavísindanna hafi sett fram mjög eindregnar óskir um að afgreiðslunni verði frestað. Hin sterku viðbrögð spegla ekki endilega efnislega andstöðu við mál sem er í eðli sínu merkilegt og verðskuldar sannarlega jákvæða umijöllun. Það vekur hins vegar áleitnar siðfræðilegar spurningar um grund- vallaratriði. Þær kalla eðlilega á miklu meiri umræðu. Frumvarpið var sett fram í miklum flýti undir lok þinghalds. Ekkert samráð var haft við samtök lækna og hjúkrunarfólks. Álitamál af siðfræðilegum toga voru ekki einu sinni borin undir siðanefndir þeirra. Þetta er vitaskuld ávísun á harkalega andstöðu. Á vegum heilbrigðisráðuneytisins, sem lagði frum- varpið fram, starfar sérstök vísindasiðanefnd. Hún á að vera ráðuneytinu til ráðgjafar um siðfræðileg álitaefni. Vísindasiðanefndin fékk þó tæpast tóm til að fjalla um þetta viðamikla mál. Það sýnir villigötur vinnunnar. í ályktun frá fundi nefndarinnar sem málið var lagt fyrir kom fram að „nefndarmenn höfðu ekki haft tækifæri til þess að kynna sér frumvarpið fyrr en á fundinum“. Álitamálin reyndust svo mörg að nefndin taldi „ófært“ að samþykkja málið á yfirstandandi þingi. Vísindasiðanefndin benti einnig á að frumvarpið stangaðist á við ný lög um réttindi sjúklinga, nýlega stefnumótun um upplýsingamál innan heilbrigðis- kerfisins og viðtekin gildi um trúnaðarsamband lækna og sjúklinga. Er von þó mönnum bregði? Frumvarpið um gagnagrunninn snertir grundvallar- spumingar um rannsóknafrelsi vísindamanna, trúnað milli læknis og sjúklings, réttindi sjúklinga sem varin eru í lögum og alþjóðlegum samningum en síðast, en ekki síst, vemd persónulegra upplýsinga. Vísindasamfélagið dregur í efa að þessara atriða sé gætt nægilega í því frumvarpi sem nú liggur fyrir. Það er hins vegar ljóst að gagnagrunnurinn stendur og fellur með samvinnu starfsmanna og stofnana heilbrigðis- kerfisins. Frá þeim mun hráefnið í hann koma. Forsenda þess að gagnagrunnurinn komist á legg og nái hinum jákvæðu markmiðum sem honum tengjast er því að efasemdir vísindasamfélagsins séu upprættar. Frumvarpið þarf tryggja það. Miðað við stöðuna sem nú er komin upp er því nauðsynlegt að lengri og lýðræðislegri umfjöllun um gagnagrunninn eigi sér stað. Þó frumvarpið sé að sönnu meingallað leiðir rækileg skoðun í ljós að með víðtækri samvinnu er líklega hægt að ráða bót á flestu því sem menn hafa fundið að. Það kostar hins vegar talsverðan tíma. í ljósi þess hve mikið er í húfi er langskynsamlegast að fara þá leið. Miðlægur gagnagrunnur, sem byggist á einstakri erfðafræðilegri arfleifð íslendinga, getur skapað mikil verðmæti. Þrátt fyrir ótta íslenskra vísindamanna kynni hann eigi að síður, ef vel er um búið, að skapa þeim aukið svigrúm til rannsókna. Hátækni og hugvit eru aðgöngumiðar að velsæld í framtíðinni. Gott menntakerfi, traustar rannsóknar- hefðir, ásamt þeim einstaka efnivið sem er fyrir hendi í erfðamengi íslendinga og gríðarlegum upplýsingimi um ættir og heilsufar, gætu í sameiningu skapað á íslandi nýjan hátækniiðnað. Þess vegna er þörf á lýðræðislegri umræðu til að koma í veg fyrir misskilning og mistök Ákvörðun um að fresta málinu var því hárrétt. Össur Skarphéðinsson Gagnagrunnurinn mun geyma ættartengsl og tengja arfgenga sjúkdóma og séreinkenni okkar. Aðgat skal hofð Frumvarp til laga um gagnagrunna á heil- brigðissviði var lagt fram á Alþingi í sl. viku. Þróunin í upplýs- ingatækni hefur verið svo gifurleg á undan- fornum árum að ekki er orðum aukið að líkja henni við ljóshraða. Svo sannarlega hefur þró- unin verið jákvæð en þó höfum við einnig séð hvernig henni hefur verið misbeitt, svo sem í dæmum af barnaklámi og veraldarvefnum. Afmörkuð umræða Allt of litil umræða hefur verið um gildi upplýsingatækninnar í heilbrigðiskerfinu og hvernig við getum nýtt okkur hana til framfara. Umræða á Alþingi um þessi mál er því löngu tímabær. Þó er ekki nægjanlegt að Alþingi ræði alltaf um afmark- aða þætti heilbrigðis- þjónustu heldur verða menn að skoða kerfið í heild, s.s. út frá þjónustu, rekstrar- fyrirkomulagi og heildarstefnu fyrir allt landið. Því miður hefur misbrestur verið þar á og umræð- an takmarkast mjög við utandag- skrárumræður um afmörkuð mál, s.s. kjaramál og ákveðna þjónustu, svo að ekki sé minnst á spamað á fjárlögum. Nýtum tækifærin Ég hef lengi haft áhuga á og ver- ið talsmaður þess að nýta það ein- staka umhverfi sem ísland hefur að bjóða til vísindarannsókna í formi tölvutækra upplýsinga. Við erum einsleit þjóð og upplýsingar um heilsufar o. fl. hafa lengi verið Kjallarinn Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður greinargóðar. Með góðum gagna- grunni er unnt að gefa skipulagðari og betri þjónustu. Hins vegar er ekki sama hvemig slík- um gagnagrunni er hagað. Við emm fá- menn þjóð og auð- velt að ná mjög ná- kvæmum upplýs- ingum um hvern einstakling, fjöl- skyldu hans og all- ar aðstæður. Hætt- an er raunveruleg að viðkvæmar upp- lýsingar um okkur geti orðið að skaða og gert okkur að „Fámennið gerir auðveldara að lesa úr ónafngreindum upplýs- ingum, auk þess sem framfarir í tölvutækni eru svo örar að leynd í dag getur verið einskis virði á morgun bráð fyrir óviðkomandi aðila. Arf- gengir sjúkdómar mega ekki verða til þess að einstaklingar geti ekki fengið réttlátar tryggingar, svo að dæmi sé tekið. Viðkvæmar upplýsingar Því hefur lengi verið haldið fram að sjúkraskrár og upplýsing- ar um sjúklinga hafi verið allt of auðfengnar fram til þessa. Sé það rétt er full ástæða til að taka á því og sú staðreynd er einmitt rök fyr- ir því að vernda betur réttindi ein- staklinga en ekki öfugt. Aftur á móti má benda á að allar upplýs- ingar um einstaklinga hafa ekki legið á sama stað. Þær hafa verið á heilsugæslustöðvum, á einka- stofum hjá læknum og þeim sjúkrahúsum sem viðkomandi hef- ur leitað tiL M.ö.o. hafa upplýsing- ar verið geymdar á þeim stöðum sem við höfum heimsótt og fram- seldar skv. beiðni og með sam- þykki sjúklings. Einstakt í heiminum Verði frumvarpið um gagna- grunninn samþykkt verður það einstakt í heiminum. I honum verður að finna skipulega á einum stað allar upplýsingar um heilsu- far okkar. Gagnagrunnurinn mun geyma ættartengsl og tengja arf- genga sjúkdóma og séreinkenni okkar. Upplýsingar um blóðsýni hvers íslendings munu einnig verða geymdar á þessum stað. Ekki er víst að allir íslend- ingar vilji hafa svo nákvæm- ar og viðkvæmar upplýsing- ar um sig á einum og sama stað þó að lofað sé öflugri læsingu persónuupplýsinga sem aðeins er hægt að nálg- ast með lykilorði. Fámennið gerir auðveldara að lesa úr ónafngreindum upplýsing- um, auk þess sem framfarir í tölvutækni eru svo örar að leynd í dag getur verið einskis virði á morgun. Sátt er nauösyn Því er nauðsynlegt að kynna ít- arlega fyrir almenningi hvort is- lendingar vilji almennt svona fyr- irkomulag í heilbrigðisþjónustu. Kanna þarf hvort við viljum verða þátttakendur I þessu einstaka vís- indaverkefni og hve miklu við vilj- um fóma til þess. Um svo veiga- mikið og viðtækt mál er nauðsyn- legt að ná almennri sátt, sátt milli almennings, visinda og viðskipta- hagsmuna. Vísindin efla alla dáð en aðgát skal höfð í nærveru sálar. Lára Margrét Ragnarsdóttir Skoðanir annarra Kynslóðaskipti í stjórnsýslu „Með frjálsari fjölmiðlum misstu stjómmálamenn flokkavemdina.... Á sama tíma tók að myndast eins- konar forréttindastétt hæstsettu ríkisstarfsmanna. Kynslóðaskipti urðu í stjómsýslunni í sama mund og umsvif hennar jukust stórlega. Þeir sem tóku við æðstu embættum höfðu ekki skólast i gamla embætt- ismannakerfinu og spamaðarhyggju þess, auk þess sem hinir gömlu starfshættir áttu um margt ekki lengur við vegna aukinna umsvifa." Jakob F. Ásgeirsson í Mbl. 23. apríl. Siðabótasumar „Hengjum hórkarla í prestastétt á Austurvelli. Spyrðum ofsatrúarmenn og portkonur saman í ævi- langt hjónaband. Lækkum laun hyskinna sjómanna. Sviptum samviskulausa gróðapunga í hópi útgerðar- manna illa fengnum kvóta. Rekum kennara sem ekki ná Singapúr árangri í stærðfræðikennslu. Rass- skellum nemendur sem ekki geta lagt saman tvo og tvo með viðunandi árangri. Látum orð standa og undirskriftir gilda. Öxlum siðferðilega ábyrgð á því siðabótasumri sem í hönd fer.“ Jóhannes Sigurjónsson í Degi 23. apríl. Evran á íslandi „Talsvert hefúr verið gert úr áhrifum evrunnar á íslenskt efnahagslíf.... Ljóst er að hluti af þeim já- kvæðu áhrifum sem evran hefúr á efnahagslíf Evr- ópu mun skila sér hingað til lands í formi lægri við- skiptakostnaðar og hagvaxtar, auk þess sem stór og virkur fjármagnsmarkaður mun nýtast okkur.... Áhrifin verða mismunandi á rekstrargrundvöll fyr- irtækja. Þau geta orðið bæði jákvæð og neikvæð og fer eftir því hvort fyrirtækin starfa aðallega á heima- markaði eða heimsmarkaði og hvort þau eru lítil eða stór.“ H.Bj. í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 23. april.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.