Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 15 Ábyrgðarlausir óvitar Þeir skulu bera ábyrgðina sem ábyrgð- ina skulu bera. Þannig hljómar ráðherraheim- spekin um ábyrgð æðstu ráðamanna á þvi sem gerist i rikisstofn- unum. Þetta þætti fynd- in merkingarleysa hjá smábarni. En gamanið verður grátt þegar smá- börnin stjórna landinu. Boðskapurinn er að þjóðin fallist á það að á íslandi eigi stjórnmála- menn ekki að bera ábyrgð á neinu. Vænt- anlega á þeim forsend- um að menn sem ekki er hægt að taka alvar- lega geta auðvitað ekki borið ábyrgð, fremur en óvitar. Og hvernig er hægt að taka al- varlega stjómmálamenn sem bera enga ábyrgð á banka sem hefur áratugum saman verið stjómað af mönnum sem sjálfstæðismenn, framsóknarmenn og kratar hafa sérstaklega valið úr sínum hópi? Hvemig er hægt að taka alvarlega stjórnmálamenn sem hafa um árabil fylgst með laxveiðiferðum Lands- bankans en era hissa og hneykslaðir þegar reikn- ingurinn kemur? Hvemig er hægt að taka alvarlega þingmenn og ráðherra sem hafa sjáifír mætt í laxveiði- ferðir og séð óhófið en eru nú sem hvítþvegnir englar? Hvernig er hægt að taka alvarlega ráðherra sem geta þegið boð í slíkar lax- veiðiferðir en lýsa allri ábyrgð á bmðlinu á hendur þeim sem veittu? Er aðeins sá sekur sem skrifar undir reikninginn en ekki hinn sem horfir á? Er þetta hið djúpa inntak orðanna um að þeir beri ábyrgð sem ábyrgð beri? Áratugagamall siöur Á íslandi víkja embættis- menn þegar bjátar á en ekki stjórnmálamenn. Þeim leyfist að fyllast heil- agri vandlætingu þegar upp kemst um dýra siði embættismanna sem hafa tíðkast lengi - ekki aðeins með vitund ráða- manna þjóðarinnar heldur einnig vilja og fullri þátttöku. Laxveiðar Lands- bankans eru ekki bruðl tveggja eða þriggja bankastjóra. Þær eru áratuga- gamall siður sem hefur verið hluti af islenska valdakerf- inu. Ráðamenn þjóðarinnar geta ekki þóst vera ábyrgðarlausir á kerfinu sem þeir hafa komið á og lát- ið viðgangast og tekið þátt í. Nema að þeir telji sig vera fáráða og óvita. Ætli það sé þó ekki nær sanni að þeir telji þjóðina fádæma trú- gjama og einfalda. Þeir halda að þjóðin trúi því að bankastjórarnir hafi verið einir í laxveiðisukkinu og þeir trúa því jafnvel að hún kokgleypi það að bankaráðið hafi ekkert vitað og ekkert átt að vita, með sjálfan pukurstjóra Sjálfstæð- isflokksins í broddi fylkingar, mann sem hefur að atvinnu að hindra að almenningur fái að vita það hvers kyns sjávarskrímsli á Sjálfstæðisflokkinn. Nei, bankaráð getur ekki borið ábyrgð því að í því sitja stjómmálamenn sem ekki á að taka alvarlega. Einu sinni var hálf ríkisstjórn Bandaríkjanna viðriðin glæpamál en forsetinn þóttist ekkert hafa vitað. Það þótti eðlilegt að hann vissi ekki hvað ráðherrar hans gerðu vegna þess að hann þekkti þá ekki einu sinni í sjón og vann aðeins 10 tima á viku. Viðskipta- ráðherra hefur hingað til ekki verið talinn lat- ur eða elliær en nú ætlast hann til þess að þjóð- in samþykki að hann viti ekki hvað er að ger- ast í stofhunum sem undir hann heyra. Ef einhver manndómur er í íslensku þjóðinni leyfir hún ráð- herrum ekki að komast upp með það að bulla þegar þeir eru spurðir um ábyrgð. Þeir skulu bera ábyrgð- ina sem ábyrgðina skulu bera. Ármann Jakobsson Laxveiöar Landsbankans eru ekki bruðl tveggja eöa þriggja bankastjóra. Þær eru áratugagamall siöur sem hefur veriö hluti af íslenska valdakerfinu. Myndin er málinu sem greinin fjailar um óviökomandi. Kjallarinn Ármann Jakobsson gagnrýnandi „Boðskapurinn er að þjóðin fall- ist á það að á íslandi eigi stjórn- málamenn ekki að bera ábyrgð á neinu. Væntanlega á þeim for- sendum að menn sem ekki er hægt að taka alvarlega geta auð- vitað ekki borið ábyrgð, fremur en óvitar.” Eftir óveðrið Fyrr í vetur var drepið á það hér í DV að á íslandi hefði gleymst að gera borgarabyltingu og fyrir vikið mætti enn sjá bregða fyrir stjómarháttum einveldis i samfé- lagi voru. Mig minnir að tilefnið hafi verið hrokafull framkoma tveggja ráðherra sem höfðu í hót- unum við Ríkisendurskoðun af því hún hafði gert athugasemd við stjórnvaldsaðgerðir þeirra. Einvaldskonungamir áttu lönd- in og þjóðimar og þurftu ekki að standa öðrum en Guði reiknings- skap gerða sinna. Það kostaði síð- an blóðugar byltingar áður en al- þýðu tókst að fá nokkrar megin- reglur settar á blaö, svokallaðar stjómarskrár. „Vér viljum ekkert pappírsblað á milli vor og þjóðar- innar,“ var viðkvæði kónga, sam- bandið átti að vera eins og milli föður og bama eða Landsbanka og þjóðar, án bókstafs „eins og það hefur alltaf verið.“ Síðan gerðu Englendingar sína byltingu og Frakkar og m.a.s. Danir og auðvit- að mestöll Evrópa, samkvæmt reglunni um höfuðið og limina. En það er til marks um ein- angrun íslands að hér hefur furðu lengi eimt eftir af ógagn- sæjum stjórnar- háttum einveld- is sem lifðu góðu lifi löngu eftir að þeir voru útdauðir í Evrópu - líkt og geirfuglinn sem lauk sinni tegund- argöngu hér á þessum ystu skerj- um áður en hann var endaniega stoppaður upp og keyptur af Seðla- banka íslands. Meö heftiplástur á munninum Sú borgarabylting sem nú virð- ist hafin fyrir atbeina einnar þing- konu og framfylgt af Ríkisendur- skoðun þyrfti fyrst og síðast að leiða til undanbragðalausrar upplýsingaskyldu stjórnvalda. Ráð- herra ætti aðeins að eiga tveggja kosta völ: að upplýsa mál svikalaust eða segja af sér - þriðji mögu- leikinn: „viðkvæmt á þessu stigi málsins" verður að hverfa. Hvernig má til dæm- is vera að iðnaðar- ráðherra geti neitað að upplýsa þjóðina um söluverð á raf- magni til álversins á Grundartanga? Sem ætti þó að vera merg- urinn málsins varð- andi það hvort glóra er í fram- kvæmdinni! Orðrómur er á kreiki um að hann hafi samið af íslend- ingum, að rafmagnið sé selt undir markaðsverði, að ísland sé á út- sölu fyrir mengunariðju heimsins. Úr þessu fæst ekki skoriö á meðan ráðuneytinu líðst að hreiðra um sig á „viðkvæmu stigi málsins“. Við þekkjum öll hve olnboga- rými er þröngt í þessu samfélags- kríli okkar, hvert ein- asta okkar er flækt í svo þétt net af ætt- ingja-, vináttu- og kunningjatengslum að fyrr eða síðar höf- um við sjálfviljug sett heftiplástur á munn- inn. Hvert og eitt er með sinn blinda kunningjapunkt. í vikunni átti t.a.m. stjórnmálaskýrandi mánaðarins í útvarp- inu að fjalla um Landsbankamálið og varð að boða forfoll: annar bankastjór- anna var bekkjar- bróðir hans og hinn velgjörðamaður til margra ára. Það er eins og hver sjái sjálfan sig. Það er því brýnt ef við ætlum ekki að kafna í eigin skít að komið verði upp sjálfhreinsibúnaði í öll ráðu- neyti og allar helstu stofnanir al- mennings: upplýsingaskyldu stjórnvalda. Hið „viðkvæma stig málsins" mætti síðan vel stoppa upp - í þetta skipti á kostnað Landsbankans. Pétur Gunnarsson „Sú borgarabylting sem nú virðist hafin fyrir atbeina einnar þing- konu og framfylgt af ríkisendur- skoðun þyrfti fyrst og síðast að leiða til undanbragðalausrar upp- lýsingaskyldu stjórnvalda. ” Kjallarinn Pétur Gunnarsson rithöfundur Með og á móti Eru íslensk handboltalið aö dragast aftur úr öðrum Norðurlandaliðum? Geir Hailsteinsson handknattieiks- þjálfarí. Dolfallinn „Já, svo sannarlega. Ég horfði á báða leiki íslensku liðanna frá norrænu meistarakeppninni í sjónvarpinu á fimmtudaginn og var dolfallinn. Ég er hreinlega enn í sjokki yfir að sjá hversu mikið við höfum dregist aftur úr, sérstaklega Norðmönnum. Norsku og sænsku liðin sem léku við KA og Val út- færðu sinn leik mun betur en íslensku liðin. Þau vora hreyfanlegri, leikmenn þeirra virðast lesa leikinn lengra fram i tímann og vora í heildina með betri boltameðferð en hinir íslensku kollegar þeirra. Fyrir um tveimur áratugum þegar ég var að ljúka mínum ferli sem leikmaður áttu norsku liðin aldrei möguleika í okkur. Síðan þá höfúm viö dregist mjög aftur úr. Við höfum að sjálfsögðu misst marga leikmenn úr landi en það hafa hinar þjóðirnar líka gert þó félagsliðin á Norðurlönd- um geti eflaust gert betur við sína leikmenn en við. En það var hræðilegt að horfa upp á þetta og ég tel að það sé kominn tími til að staldra við og endurskoða ýmsa hluti í hand- boltanum hér heima. Að mínu mati vegur trassaskapur HSÍ í uppbyggingu yngri landsliðanna undanfarin ár mjög þungt í þessu. Á því sviði hafa hinar þjóðirnar stungið okkur af.“ Ómarktækt „Nei, það er alls ekki hægt að draga slíkar ályktanir út frá leikjum KAvið Runar og Vals við Redbergslid. Þetta var ein- faldlega ekki marktækur leikur hjá KA-mönn- um. Þeir léku langt undir getu, virtust ekki vera með hugann við þetta verkefni og hefðu tapað fyrir flestum liðum hér heima með svona frammi- stöðu, að minnsta kosti þeim níu efstu. Valsmenn stóðu lengst af vel í Redbergslid, yfirburðaliði í Sví- þjóð sem vann 29 af 30 leikjum sínum í sænsku deildinni. Þetta sænska lið er greinilega það sterkasta á Noröurlöndum og ekkert óeðlilegt að tapa fyrir því. Ég er búinn að fylgjast mikið með norska handboltanum í vet- ur og sá nokkra leiki í deildinni þar eftir áramótin. Átta efstu lið- in hér heima standa þeim átta efstu í Noregi fyllilega jafnfætis. Afturelding sló Runar út úr Evrópukeppninni í vetur og það segir mun meira um stöðu ís- lensku liðanna gagnvart þeim norsku en þessi ósigur KA. Ég er líka sannfærður um að ef KA og Runar mættust tíu sinnum myndi KA vinna sex af þeim við- ureignum." -VS Þorbjörn Jonsson, landsliösþjálfari í handknattieik Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaöið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centnun.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.