Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 Afmæli Sigurður Jónsson Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri ferðaþjónustu Kaupfélags Ár- nesinga, Suðurlandi, til heimilis að Heiðmörk la, Selfossi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík en ólst upp á Selfossi. Hann lauk kenn- araprófí frá KÍ 1971, stúdentsprófi þaðan 1972 og stundaði nám í upp- eldisfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð 1972-73. Sigurður kenndi við Gagnfræða- skólann á Selfossi, síðar Sólvalla- skóla, 1973-96, að einu ári undan- skildu er hann kenndi við Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Hann og fjölskylda hans hafa verið búsett á Selfossi frá 1973. Sigurður hefur sinnt félags- og leiðbeinendastörfum í Ungmennafé- lagi Selfoss. Þá hefur hann setið i INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Cf-Fax 562 26 16- tfang: 1sr@rvk.is UTBOÐ F.h. Reykjavíkurhafnar er óskað eftir tilboöum í byggingu og frágang bryggju vegna nýrrar olíuhafnar í Örfirisey. Verkiö nefnist: „Eyjargarður, bygging bryggju". Helstu verkþættir eru: Niðurrekstur á stálþili m.t.h. stögun 300 m, Steypumót 1,500m2 Steinsteypa 850 m3 Fyllingar 25.000 m3 Malbik 3.500 m2 Verklok eru 1. september 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: miövikudaginn 20. maf 1998, kl. 14.00, á sama stað. rvh 44/8 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið: „Dælustöð á Reykjum-breytingar á pípukerfi." Um dælustöðina liggja tvær af helstu stofnæðum veitunnar. Breyta þarf tengingum, setja upp nýja loka, skipta um eldri loka, mála og einangra pípur. Pípuþvermál í eru frá DN100-DN700 mm. Setja þarf upp stálgrindargólf, u.þ.b. 51 m2. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá miðvikudeginum 29. apríl 1998, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 14.00, á sama stað gat 45/8 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið: „Dælustöð á Reykjum - breytingar á raflögnum". Verkið felst í uppsetningu og breytingu á rafbúnaði fyrir fjóra 450 kW dælumóto- ra ásamt strengjalögnum og tengingum. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá miðvikudeginum 29. apríl 1998 gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 11.00, á sama stað. hvr 46/8 F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í endurgerð lóðar leikskólans Sunnuborgar. Helstu magntölur: Hellulagnir: Gróðurbeð: Malbik: Grasþakning: 650 m2 220 m2 408 m2 520 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboöa: fimmtudaginn 14. maf 1998, kl. 14.00, á sama staö. bgd 47/8 F.h. Gatnamálastjórans i Reykjavík er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Grafarholt n Aðalræsi, 3. áfangi. Helstu magntölur eru: Gröftur: Sprengingar: Fyllingar: Holræsi, 500 mm pípur: Vatnslögn, 600 mm pípur: u.þ.b. 5.500 m3 u.þ.b. 1.000 m3 u.þ.b. 1.800 m3 u.þ.b. 1.200 m u.þ.b. 580 m Skiladagur verksins er 15. nóvember 1998. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá þriðjudeginum 28. apríi 1998 gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtudaginn 7. maí 1998, kl. 15.00, á sama staö. gat 48/8 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboöum í gerö 30 km hver- fastíga í Hlíðum og Þingholtum ásamt úrbótum við göngu- og hjólaleiðir víðs vegar um borgina. Verkið nefnist: „Ýmsar framkvæmdir -1,1998“. Helstu magntölur eru: Stein-og hellulagðir fletir: Steyptir fletir: Malbikaðir fletir: Grásteinskantur: 2.400 m2 600 m2 600 m2 265 m Síðasti skilad. verksins er 1. okt. 1998. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá þriðjudeginum 28. apríl 1998, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboöa: fimmtudaginn 7. maí 1998, kl 14.00, á sama stað. gat 49/8 aðalstjóm félagsins og ver- ið formaður þess. Hann var ritstjóri hérðaðsblaðs- ins Suðurlands í tíu ár, frá 1981, hefur verið fréttarit- ari Morgunblaðsins á Sel- fossi frá 1985 og formaður Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðs- ins 1987-97. Sigurður situr í bæjar- stjóm Selfoss fyrir Sjálf- stæðisflokkinn frá 1990, var formaður bæjarráðs 1994-95 og 1996-97, forseti bæjarstjórnar 1995-96 og 1997-98. Hann hefur setið í héraðsnefnd Ár- nesinga 1994-98 og í stjórn SASS, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 1990-98. Fjölskylda Sigurður kvæntist 3.7. 1971 Esther Óskarsdóttur, f. 12.12. 1949, skrifstofustjóra Sjúkrahúss Suður- lands. Hún er dóttir Óskars Guð- mundssonar frá Blesastöðum á Skeiðum, jámsmiðs á Eyrarbakka, og Helgu Kristjánsdóttur, frá Merki í Vopnafirði sem nú er látin, hús- móður. Börn Sigurðar og Estherar em Óskar Sigurðsson, f. 11.6. 1972, lög- fræðingur hjá A&P lögmönnum í Reykjavík, búsettur á Selfossi, kvæntur Elísabetu Kristjánsdóttur íþróttakennara og er dóttir þeirra Esther Ýr Óskarsdóttir, f. 28.6. 1997; Helgi Sigurðsson, f. 11.6. 1972, nemi I tannlækningum við háskólann í Bergen í Noregi, kvæntur Auði Völu Gunnarsdóttur íþróttakenn- ara; Sigríður Rós Sigurðardóttir, f. 2.6. 1979, nemi við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi; Daði Már Sig- urðsson, f. 14.5. 1985, nemi við Sól- vallaskóla á Selfossi. Systkini Sigurðar eru Guðmund- ur K. Jónsson, f. 14.9.1946, trésmíða- meistari og fyrrv. bæjarfulltrúi á Selfossi, búsettur á Selfossi, kvænt- ur Kristínu Lára Ólafsdóttur; Þurið- ur Jónsdóttir, f. 15.1. 1951, skrif- stofumaður, búsett að Hamratungu í Gnúpverjahreppi: Gísli Á. Jóns- son, f. 17.6. 1954, trésmíðameistari á Selfossi, kvæntur Emmu Granz; Sig- ríður Jónsdóttir, f. 21.1. 1956, þjón- ustustjóri íslandsbanka á Selfossi, búsett á Selfossi, gift Svani Gísla Þorleifssyni; Kári Jónsson, f. 21.2. 1960, íþróttakennari á Selfossi, kvæntur Kristjönu Kjartansdóttur; Gunnar Jónsson, f. 16.7.1961, hljóm- listarmaður á Selfossi, kvæntur Önnu Fríðu Bjarnadóttur; Ásmund- ur Jónsson, f. 3.12. 1967, íþrótta- Sigurður Jónsson. kennari og nuddari, bú- settur í Hafnarfirði, en sambýliskona hans er Margrét Á. Birgisdóttir. Foreldrar Sigurðar eru Jón Sigurðsson frá Selja- tungu í Flóa, f. 12.3.1916, fyrrv. bifreiðaeftirlits- maður á Selfossi, búsett- ur á Selfossi, og k.h., Sigríður Guðmundsdótt- ir, frá Hurðabaki í Flóa, f. 12.2. 1916, húsmóðir. Ætt Jón Arnar Magnússon frjáls- Iþróttakappi er systursonur Sigurð- ar. Jón, faðir afmælisbamsins, er sonur Sigurðar, b. i Seljatungu í Flóa, Einarssonar, b. í Holtahólum, bróður Jóns, fóður Vilmundar land- læknis. Annar bróðir Einars var Magnús, faðir Guðbrands, ritstjóra Tímans og forstjóra ÁTVR. Einar var sonur Sigurðar í Þykkvabæjar- klausti Bjarnasonar Jónssonar. Móðir Einars var Gróa Einarsdótt- ir. Móðir Sigurðar í Seljatungu var Guðrún, systir Auðbjargar í Holta- hólum, ömmu Rafns Eiríkssonar skólastjóra. Önnur systir Guðrúnar var Jóhanna á Seyðisfirði, langamma Hannesar Hlífars Stef- ánssonar skákmeistara. Guðrún var dóttir Eiríks í Flatey Einarssonar, b. í Bnmnum, Eiríkssonar. Móðir Eiríks Einarssonar var Auðbjörg, langamma meistara Þórbergs Þórð- arsonar og Svavars Guðnasonar listmálara. Auðbjörg var dóttir Sig- urðar, b. á Reynivöllum, Arasonar og Guðnýjar Þorsteinsdóttur, b. á Felli, Vigfússonar. Móðir Jóns var Sigríður Jónsdótt- ir, b. á Kalastöðum á Hvalijarðar- strönd, Þorsteinssonar og Sesselju Jónsdóttur, hreppstjóra í Kalastaða- koti, Sigurðssonar. Sigríður er systir glímukappanna Gísla og Rúnars, föður Hrefnu sund- kappa. Sigríður er einnig systir Helgu, móður Svans og Trausta Ingvarssona sundkappa. Sigríður er dóttir Guðmundar, b. að Hurðar- baki í Flóa, bróður Kristgerðcir, ömmu Jóns Unndórssonar, fyrrv. glímukóngs Islands, og ömmu Gerð- ar, móður Einars Vilhjálmssonar spjótkastara. Guðmundur var sonur Gísla, b. að Urriðafossi, Guðmunds- sonar og Guðrúnar Einarsdóttur frá Urriðafossi. Móðir Sigríðar var Þuríður Árna- dóttir, b. að Hurðabaki, Pálssonar. Sigurður er að heiman á afmælis- daginn Flókadalsá Til leigu er Flókadalsá framan Flókadalsvatns í Fljótum, silungasvæði. Tilboðum skal skila til Georgs Hermamissonar, Ysta-Mói, 570 Fljót- um, fyrir 10. maí nk. Nánari upplýsingar veita Georg Hermannsson í síma 467-1035 og Þórarinn Guðvarðarson í síma 467-1052. Tll hamingju með afmælið 27. apríl 85 ára Ragnheiður Sigurgeirsdóttir, Öxará, Ljósavatnshreppi. 75 ára Guðrún Björnsdóttir, Skúlagötu 40, Reykjavík. Magnús Bjami Ragnarsson, Miðstræti 15, Bolungarvik. Sigurborg Gísladóttir, Norðurbraut 11, Hafharfirði. 70 ára Hulda Halldórsdóttir, Sunnuhlíð, Svalbarðsstrandarhreppi. Jón Bjarnason, Aragerði 6, Vogum. Sigrún Bmun, Kjarrhólma 17, Hafnarfirði. 60 ára Jón S. Karlsdóttir, Hólavegi 11, Dalvík. Sóley Sigurjónsdóttir, Fjarðargötu 17, Hafnarfirði. 50 ára Anna S. Ásgeirsdóttir, Lönguhlíð 4, Akureyri. Guðmunda Brynjólfsdóttir, Engjavegi 9, ísafirði. Guðmundur Gíslason, Hárlaugsstöðum II, Ásahreppi. Guðrún Kristín Jónsdóttir, Fellsmúla 15, Reykjavik. Sturlaugur Stefánsson, Bleiksárhlíð 55, Eskifirði. 40 ára Ásgeir Ámason, Lágholti 20, Stykkishólmi. Bjarni Magnús Jóhannesson, Eyjavöllum 9, Keflavík. Elin Eygló Sigurjónsdóttir, Víkurflöt 8, Stykkishólmi. Gestur Hálfdánarson, Skúlagötu 62, Reykjavík. Guðmundur Jón Kjartansson, Skólavörðustíg 26, Reykjavík. Guðrún Helgadóttir, Týsvöllum 8, Keflavík. Gunnar Ólafsson, Gilsbakka 8, Neskaupstaö. Hróbjartur Jónatansson, Ljárskógum 6, Reykjavík. Jón Högni ísleifsson, Æsufelli 6, Reykjavík. Selma L.D. Sigurjónsson, Kambaseli 30, Reykjavík. Sigrún Anna Jónsdóttir, Fljótaseli 4, Reykjavík. Valdís Leifsdóttir, Njálsgerði 6, Hvolsvelli. Þeir íiska sem róa... Þelr íiska sem róa... Þeir íiska sem róa... Þeir www visir is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.