Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 20
20
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998
Ólétta
Geysilega fróðleg síða með
ráðleggingum fyrir ófrískar
konur er á slóðinni
http://www.noah.cuny.edu/
pregnancy/pregnancy.html
Heilsusíða
Á slóðinni http://www.
onhealth.com/ er geysilega
öflugur heilsuvefur þar sem
hægt er að frnna ýmislegt fyr-
ir þá sem eru að hugsa á
þeim nótum.
Biblíufálagið
Elsta starfandi félag lands-
ins, Hið íslenska biblíufélag,
er með heimasíðu á
http://www.biblian.is/
Víetnam-stríðið
Nokkrar sláandi fréttaljós-
myndir sem teknar voru í Ví-
etnam þegar stríðið geisaði
þar er að finna á http://icar-
us. shu.edu/gallery/V_Port-
folio/
Slæmar vefsíður
Það er oft hægt að læra að
gera góðar vefsíður með því
að líta á slæmar síður.
Nokkrum slíkum hefur verið
safnað saman á http://
www.webpagesthatsuck.
com/
Netsambönd
Á Netinu er hægt að fá ráð
um hvernig hægt er að halda
rafrænu sambandi góðu.
Slóðin er http://www.pan-
arts.com/era/ en tekið skal
fram að engin ábyrgð er
tekin á hvort ráðin virka.
Andre Agassi
Kvenna-
gullið og
tennishetjan
Andre
Agassi á sér
marga aðdá-
endur og
einn þeirra
hefur komið
upp prýði-
legri heimasíðu um kappann.
Slóðin er
http://users.ids.net/agassi/
Flugdrekar
Leiðbeiningar um hvemig
maður getur smlðað sér
flugdreka er á
http://www.ndirect.co.uk/-
clem
I
Fyrirtækið Spyrnir hefur sett upp sárstaka vefsíðu um Austurland:
Vefurinn er ekki töfralausn
Fyrirtækið Spyrnir, sem starf-
rækt er á Egilsstöðum, er lítið fyrir-
tæki sem hefur heimasíðugerð að
aðalmarkmiði. Fyrirtækið var
stofnað í nóvember sl. og nú starfa
tveir þar í fullu starfi. Fyrirtækið
ætlar sé stóra hluti í tölvuþjónustu
fyrir austan og er m.a. nýbúið að
kaupa stærstu tölvuverslun fjórð-
ungsins.
Spymir hefur sett upp sérstakan
upplýsingavef sem kallast Vefheim-
ur Austurlands. Þarna er ætlunin
að hafa upplýsingar um alls konar
þjónustu sem býðst í fjórðungnum,
svo sem ferðaþjónusta, samgöngur
og önnur fyrirtæki. Eini eigandi
fyrirtækisins er Hilmar Guðlaugs-
son, dómari við Héraðsdóm Austur-
lands. Hann kom reyndar ekki ná-
lægt heimasíðugerðinni sjálfri held-
ur sáu starfsmennimir um hana.
Þægileg tenglasíða
Hilmar segir að fyrst eftir að fyr-
irtækið var stofnað hafi menn verið
að hugsa um hvaða afurð það ætti
að hafa á Netinu hjá sér. „Við vild-
um þá reyna að búa til þægilega
tenglasíðu inn á þá Austflrðinga
sem væm með heimasíðu, einkum
fyrirtækin," sagði hann.
Síðan hefur aðeins verið á vefn-
um í um einn og hálfan mánuð og
Hilmar segir að henni hafi lítið ver-
ið fylgt eftir ennþá. „Það hafa marg-
ir hugsað um að Austurland þyrfti
einhvers konar hlið á vefnum því
menn óttast oft að síðan þeirra týn-
Lagarfljót, einn þekktasti staöur Austurlands. Upplýsingar verða væntaniega um þetta fljót á síðunni.
ist þar. Við höfum þvi fengið já-
kvæð viðbrögð," segir Hilmar.
Hann segir að vilji sé fyrir því að
vera með einhverjar hagnýtar upp-
lýsingar sem em reglulega uppfærð-
ar en jafnframt staðbundnar við
Austfirði. Þetta yrði jafnvel nokk-
urs konar fréttamiðill fyrir lands-
Qórðunginn. „Við teljum að þetta
geti orðið góður upphafspunktur
fyrir einhvern slíkan miðil. Við er-
um reyndar tengdir við ýmsa hag-
Táningar gerast
tæknivæddir
nýta vefmiðla á borð við leitarvefi,
fréttavefi, Vegagerðina, Veðurstof-
una o.fl.“
Verðum samkeppnisfær
Hann bendir þó á að það að fara
inn á vefinn sé aldrei nein töfra-
lausn eins og mönnum hætti oft til
að halda. Það sé þó vissulega ein af
leiðunum sem hægt sé að fara til að
koma einstökum fjórðungum á
framfæri. „Bráðum verða hlutimir
samt þannig að maður verður að
vera á vefnum líka. Það er bara
spurning um hvenær það verður.
Þetta verður eitt af tækjunum sem
DV-mynd ÞOK
verður notað til að koma því til
skila sem þarf,“ segir Hilmar.
Hann segir að þó að menn í hans
fyrirtæki séu að mestu sjálfmennt-
aðir þá sé reynt að fá þá á námskeið
í vefsíðugerð. „Við emm bara að
reyna að mennta menn upp í þess-
ari grein og viljum ekki dragast aft-
ur úr. Það er alltaf einhver remb-
ingur um að við séum að missa af
lestinni hér í sveitinni." Hann segir
að lokum að hans fólk horfi björtum
augum til framtíðarinnar og ætli
sér að vera samkeppnisfært.
Slóðin á heimsíður Vefheim:
Austurlands er http://www
austurland.is -H
Mikið hefur færst í vöxt að táning-
ar hafi gert usla í tölvukerfum með
því að nota tölvukunnáttu sína til að
hrella fólk eða skemma kerfin.
Áður hefur verið sagt hér frá ísra-
elsmanninum Ehud Tenebaum sem
braust inn í tölvukerfi bandaríska
vamarmálaráöuneytisins. Stuttu áð-
ur var 14 ára drengur handtekinn í
Massachusetts og játaði hann við yf-
irheyrslur að hafa brotist inn í síma-
kerfi og lokað þar mikilvægum fjar-
skiptaleiðum á flugvellmum í
Worchester. Að auki var lítill bær í
nágrenni flugvallarins símasam-
bandslaus í sex tíma vegna hans.
Fólk gat hvorki hringt í vini sína né
í lögreglu eða sjúkrabíl.
Af þessu að dæma þykir mörgum
unglingum það svo freistandi að
bijótast inn í tölvukerfi að þeir geta
ekki staðist hana. Sumir segja að
þetta sé að koma í staðinn fyrir
gömlu góðu prakkarastrikin á borð
við að setja teiknibólur í stól kennar-
ans.
Innbrotin séu þó þess eðlis að
þama séu krakkamir að sýna
ákveðna yfirburði og þeir fá sérstak-
lega mikið út úr því. Krakkamir hafa
alist um við tæknina og því era þeir
sennilega betri í henni en hinn venju-
legi fiillorðni maður dagsins í dag.
Þessi athöfn er nú orðin það há-
þróuð að starfrækt eru sérstök tölvu-
net þar sem tölvuþijótar skiptast á
ábendingum um hvemig megi brjót-
ast í hin og þessi tölvukerfi. Þetta sé
í raun leikur sem sé miklu betri en
þeir sem fást í búðum. Þetta er lífið.
Sérfræðingar era þó á því að þetta
ástand sé ekki eingöngu tölvuþijót-
unum sjálfum að kenna. Mörg tölvu-
kerfi séu hreinlega galopin fyrir inn-
brotum. í raun geti fyrirtækin sjálf
gert ráðstafanir til að takmarka
óviðkomandi aðgang að kerfinu.
Engin ástæða er hins vegar til að
ætla að þetta séu glæpamenn fram-
tíðarinnar. Þessir ungu tölvusnill-
ingar munu í framtíðinni gera tölvu-
kerfin öruggari heldur en þau era í
dag. Þannig verði þau öraggari fyrir
næstu kynslóð af tölvuþijótum. -HI
Indverjar orðnir 100 þúsund
Sífellt fleiri þjóðir eru að gerast
netvæddar. Nú hefur það fengist
staöfest frá Indlandi að áskrifendur
að netþjónustu þar urðu yfir 100
þúsund í síðasta mánuði. Þeim fjölg-
ar reyndar það hratt að þeir era nú
komnir yfir 105 þúsund.
Talsmenn netþjónustu á Indlandi
eru alls ekki hættir þrátt fyrir þenn-
an árangur og stefna að því aö
áskrifendur verði orðnir 250 þúsund
í lok þessa árs.
Þessi þróun er mjög merkileg,
sérstaklega fyrir þær sakir að
einkaaðilar mega ekki reka net-
þjónustu í Indlandi. Reynt hefur
verið að fá þessu breytt og lagði
fjarskiptaráðuneyti Indlands fram
reglugerð þess efnis í janúar. Þess-
ar reglur komust hins vegar ekki
lengra þar sem lagalegar hindranir
voru í veginum.
Sérfræðingar hafa haldið því
fram um nokkurt skeið að ef áætl-
anir um að leyfa slíkt ná fram að
ganga verði netáskrifendur í Ind-
landi orðnir um 1,5 milljónir.
-HI/Reuter
© © /
Hvítir plmennari
Ný rannsókn sem Vanderbildt
háskólinn hefur birt sýnir aö bæöi
netnotkun og almennt tölvunotkun er
mun algengari meöal hvítra í Banda-
ríkjunum heldur en svartra. Sam-
kvæmt könnuninni hafa 41 milljón
hvítra manna einhvern tíman notaö
Netiö en samsvarandi tala hjá
svörtum er aöeins 5 milljónir. Einnig
kom I Ijós aö minna en þriðjungur
svartra gagnfræöa- og menntaskóla-
nema á tölvur á meöan 75% hvítra
nema á slíkt tæki. Skýringin þessu
er líklega ekki aö finna í kynja-
muninum sjálfum heldur eru svartir
hreinlega ekki með jafn tekjuháir og
þeir hvítu.
Tæknin bregst Gates
Bill Gates forstjóri Microsoft
lenti í óvæntum
hremmingum þegar hann
opnaði tölvusýningu T
Chicago. Hann ætlaði þar
aö kynna Windows 98 og
sýna öllum hversu
notendavænt það væri. Þaö
tókst ekki betur til en svo
aö hugbúnaöurinn hrundi
meöan á kynningunni stóö.
Eiginleikinn sem hann var
aö sýna var aö nota vafra til að leita
bæöi aö vefsíöum og skjölum í
tölvunni. „Viö treystum mikiö á
tæknina en hún virkar ekki alltaf sem
skyldi," sagöi Bill Gates í léttum dúr
þegar þetta vandræöalega atvik átti
sér staö.
HM æði á Netinu
Mikið æði viröist vera aö grípa um
sig á Netinu vegna heimsmeistara-
mótsins í knattspyrnu sem fram fer
í Frakklandi í sumar. Þó enn séu
rúmar sex vikur þangaö til mótiö hefst
hefur vefur mótsins þegar fengiö um
2,5 milljónir heimsókna frá 160
löndum. Allt útlit er því fyrir þaö aö
þessi síöa veröi sú mest sótta í
heiminum þetta áriö. Auk þessarar
síöu eru um 60 óopinberar heima-
síöur til um keppnina og tveir hafa
meira að segja gengiö svo langt aö
gera opinbera heimasíöu um heims-
meistarakeppnina áriö 2002. Net-
heimur vill því greinilega fylgjast vel
meö HM í knattspyrnu.
Hæm' netsímgjöld?
Taliö er mögulegt aö þeir sem hafa
hringt langlínusímtöl um Netiö veröi
gert aö borga hærri gjöld. Netsíma-
fyrirtækjum veröi þá gert aö borga
Mawiskpnar þóknun og öörum síma-
i’PtTír °S ÞvI gia|di veröi veit yfir
IrtéjtMGur. Fjarskiptaráö Banda-
ríkjanna mun mæla með
þessari hækkun þar sem
veriö sé aö jafna
samkeppnisaðstööu
netsímafýrirtkja og
heföbundinna
símafyrirtækja. Netsímtöl
eru reyndar nú aðeins 1-
3% af heildarsímstölum í
Banda-rikjunum en búist
er viö aö sú tala muni
hækka töluvert á næstu
árum.
Keypti nöfn og seldi aftur
Ýmis stórfyrirtæki hafa lent í vand-
ræöum meö mann sem hefur keypt
upp netslóðir sem nöfnum þeirra og
boöiö fyrirtækjunum þær sTöan til
sölu. Fyrirtæki eins og Panavision,
Lufthansa og Delta Airlines lentu í
vandræöum vegna mannsins. Hann
hefur nú fengiö skipun um aö hætta
þessu á þeim forsendum að þetta
brjóti T bága viö lög um skrásett
vörumerki. Maöurinn keypti t.d.
slóöina panavision.com og bauö
fyrirtækinu Panavision hana til sölu
fyrirjafnviröi einnar milljónar króna.
Þetta mátti hann ekki þar sem
Panavision er skrásett vörumerki.
DV