Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 21
29 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 Grundvallarreglur Windows í Öfréttum á síðunni hér til hliðar er sagt frá hrakforum Bill Gates þegar hann var að sýna Windows 98. Hann lét það hins vegar ekki aftra sér frá því að kynna nokkurs konar áhersluat- riði fyrir Windows (bæði 98 og NT) sem ætlunin er að fylgja í framtíðinni. Hann sagði að Windows 98 væri lýsandi dæmi um notkun þessara grundvallar- reglna. En hvað á hann við með því? í stuttu máli sagði Gates að markmið með Windows væri eft- irfarandi: Að bjóða viðskiptavininum gott úrval hugbúnaðar á góðu verði, jafnvel með stuðningi við þriðja aðila sem framleiðir hug- búnað. Að bjóða eins góðan vélbúnað og mögulegt er, þá í samvinnu við fyrirtæki eins og Intel, Compaq og Hewlett-Packard. Að vera með góðar lausnir fyr- ir viðskiptavininn Að gera PC-tölvurnar einfald- ari í notkun. í ræðunni sagði hann að tölvu- heimurinn væri að verða sífelit Grundvallarreglur Wlndows sýndar. í þetta sinn fór ekkert úrskeiðis hjá Bill Gates. Símamynd Reuter spenntari fyrir Windows 98 af fjórum ástæðum; það væri auð- veldara í notkun, traustara, hraðvirkara og skemmtilegra. Það helsta sem þetta stýrikerfi á að hafa fram yfir Windows 95 er að það sé allt að þrisvar sinnum fljótara að ræsa forrit heldur en Windows 95 og að stigið sé skrefi lengra í samruna vefsins, sjón- varpsins, tölvunnar, tölvuleiks- ins og fleiri miðla. Þar með er hin algjöra þögn sem ríkt hefur um stýrkerfið Windows 98 úr sögunni í bili. En það þykir hins vegar jafnljóst að þrátt fyrir ýmsar nýjungar er Windows 98 langt frá því að vera sama byltingin og Windows 95 var. Alla vega virðist áhuginn fyrir kerfinu ekki vera teljandi hjá forritaframleiðendum sem eru ekki famir að framleiða for- rit eingöngu fyrir þetta stýri- kerfi i miklum mæli. Það er þó hugsanlegt að það muni breytast á næstunni ef áhugi almennings eykst á kerfinu. -HI/PRNewswire Netbönkum lítið ágengt Bankaviðskipti um Netið virðast ekki vera eins vinsæl og bankar voru að vonast eftir, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Marg- ir bankar hafa lagt út í töluverðar fjárfestingar á þessum vettvangi í von um að fá eitthvað meira í stað- inn. Þessar væntingar hafa ekki gengið eftir. Sem dæmi má nefna netbankann í Atlanta (http://www.atlanta- bank.com) sem hefur nú verið starfræktur i eitt og háift ár. Eignir hans eru nú metnar á 175 milljónir dollara. Þessi upphæð er mjög lág miðað við þær milljarða dollara eignir sem keppinautar bankans eiga. Þetta þarf hins vegar ekki að þýða að ekki sé framtíð í netbank- anum. Það vill Don Shapleigh, bankastjóri Atlanta-bankans, ekki meina að minnsta kosti. Hann sér þarna stórt tækifæri til að færa út kvíarnar og laða til sin nýja við- skiptavini. „Stærri bankar inn- heimta oft hærri gjöld og eru því ekki alltaf hagstæðir fyrir við- skiptavininn," segir hann. Þarna er hann að vísa til stórrar sameiningar sem varð nýlega milli Nations Bank og Bank America en úr þeim tveimur varð til stærsti banki Bandaríkjanna. Þessi banki býður viðskiptavinum meðal ann- ars að eiga bankaviðskipti strand- anna á milli. En vefurinn gerir bet- ur. Þar er hægt að stunda bankavið- skipti hvar sem er og hvenær sem er. Þar að auki þarf ekki að borga gjaldkerum einhverjar þóknanir og ekki að ganga inn í einhverja marmarabyggingu með öryggis- verði á hælunum til að gera sin bankaviðskipti. Öryggi áfátt Þegar tekið er tillit til allra þess- ara kosta telja sérfræðingar að bankaviðskipti á vefnum muni aukast verulega. Þeir vara hins veg- ar við því að enn þurfi að fara mjög varlega áður en menn senda pen- inga í einhverjar netfjármálastofn- anir. Enn sé öryggi á Netinu ábóta- vant og óprúttnir náungar geti kom- ist yfir peninga sem ekki eru ætlað- ir þeim. Þar að auki getur verið að viðkomandi fjármálafyrirtæki sigli undir fólsku flaggi en þegar eru dæmi þess að menn hafi farið flatt á að senda fé til fjármálastofnana sem hafa ýmist ekki verið til eða ekki fengið neina opinbera viðurkenn- ingu á störfum sínum. Hitt er svo aftur annað mál að flestir sem stunda bankaviðskipti á Netinu (nægir þar að nefna alla þá heimabanka sem nú er verið að bjóða) eru mjög ánægðir með þá þjónustu og telja hana til mikilla þæginda. Nú er maður ekki bund- inn opnunartíma banka til að borga reikninga, millifæra eða gera neitt slíkt. Þetta gerir maður heima hjá sér í tölvunni. Einnig hefur það færst í vöxt að ýmis aukaþjónusta sé boðin. Sumt varðar fjármál heimilisins, svo sem heimilisbókhald, verðbréfaaðstoð og nýjasta gengisskráning erlendra gjaldmiðla. Annað þarf hins vegar ekki að heifa neitt með fjármál að gera og má þar m.a. nefna að menn geta flett upp í þjóðskránni. -HI/CNN Uikjamolar Heretic II um næstujól Activision hefur tilkynnt aö ætlunin sé aö gefa út leikinn Heretic II sem viöbót viö hina vinsælu leikjaseríu sem bera nöfnin Hertic og Hexen. Áætlaö er aö nýi leikurinn komi út um næstu jól. Eins og menn vita sem reynt hafa þessa leiki á þátttakandinn aö leysa ýmsar þrautir í dimmu völundarhúsi, ekki ósvipaö því sem gert er I Quake. Ætla má aö tölvuleikjaunnendur séu spenntir mjög fyrir þessum leik þar sem Hexen II sló svo rækilega í gegn. Leikurinn er geröur fyrir Windows 95, Windows 98 og Windows NT. Quake III í framleiðslu Quke II hefur nú selst gríöarlega vel, eöa alls í 850 þús. eintökum og er búist viö aö salan fari yfir milljón eintök í sumar. í tilefni þess hefur þaö nú veriö tilkynnt aö Quake III sé í þróun. Sá leikur á aö bæta enn um betur í grafíkinni. Jafnvel ganga menn svo langt aö segja aö meö þessum nýja leik muni nýir staölar vera settir í leikjaforritun og aö leikurinn veröi sá áhrifamesti í sögu tölvuleikja í heiminum. Activision hefur samiö viö ID-Software, sem framleiöir leikinn, um aö sjá um dreifingu á honum. HM 98-leikur Fyrr í þessum mánuöi kom út leikurinn Monopoly World Cup, frá Hasbro Interactive. Þessi leikur á aö gefa manni tækifæri til aö vinna sjálfa heimsmeistarakeppnina og veröa þannig fremstur í boltanum. Leikur þessi er einn af mörgum sem væntanlegir eru fýrir heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu í sumar. Hægt er aö velja milli 22 liöa, hreyfingar leikmanna eru þrívíöar og hægt er aö taka þátt í vítakeppni. Leikurinn er geröurfyrir PC-tölvu sem er minnst meö 100 mhz Pentium örgjörva, 16 Mb minni og 4x geisladrif. Reboot Eidos Interactive hefur sent frá sér leikinn Reboot fyrir Playstation. Þessi leikur byggir á samnefndum sjónvarpsþætti sem snýst reyndar aö verulegu leyti um hreyfimyndir sem geröar eru í tölvum. Þetta er ævintýraleikur og er þátttakandinn í gervi manns sem feröast um á f I j ú g a n d i hjólabretti sem á aö lumbra á óvinum heimsins. Meöal annars á hann aö finna s é r s t a k a r hættulegar kúlur sem geta breitt sjúkdöma út í heiminum og eyöa þeim. Þessi leikur ætti nú aö vera kominn í verslanir hér á landi. Sony stofnar nýtt fyrirtæki Sony hefur stofnaö nýtt fyrirtæki, Polyphony Digital Inc. Þetta fyrirtæki á einkum aö hugsa um þróun á ýmsum hugbúnaöi. Sony bindur miklar væntingar viö þetta nýjá fyrirtæki og væntir þess aö mörg glæsileg og vel gerö forrit komi frá þessu fyrirtæki áöur en langt um líöur. Fyrirtækiö mun, ásamt þremur öörum fyrirtækjum sem Sony stofnaöi nýlega, vinna aö hugbúnaöarþróun fvrir Sonv Computer Entertainment. Gaukur á Stöng Trvnnvanfttii 9$— <:ími .*SÍ I — fax 562 2440 27. april............ 28. apríl............... 29. apríl.. .MiLLER-TIME 30. aprfl.... .....TÓNLEIKAR .......TÓNLEIKAR .BLÚSMENN ANDREU SMIRNOFF www.smirnoff.com /*Lr>fílffU$rzfí \yUáwJgj v©uujwg5©J Sportbiið • tiian fcvAvttfi- í ISlalPÍ^ 0 (&a Gerið gasðci- og verðsamanburð Gámur er góð geymsla sem getur fallið vel að umhverfinu Margar gerðir af notuðum gámum til sölu eða leigu. Venjulegir stálgámar, frystigámar, hálfgámar, einangraðir gámar, opnir o.fl. Gámur getur verið ódýr og hentug lausn á ýmsum geymsluvan- damálum, t.d. fyrir byggingastarfsemi, fiskverkendur, flutningabíl- stjóra, bændur og hvers konar aðra atvinnustarfsemi. Einnig fyrir tómstundastarf, t.d. við sumarbústaði, golfvelli, hestamennsku o.fl. Gámar þurfa ekki að stinga í stúf við umhverfið: Það er hægt að fella þá inn í landslag, mála og skreyta á ýmsan hátt. Leigjum einnig út vinnuskúra og innréttaða gáma til lengri eða skemmri tíma. HAFNARBAKKI V/Suðurhöfnina, Hafnarfirði sími 565 2733, fax 565 2735 BFGoodrícH Notaðir gámar á góðu verði All-Tenrain T/A Verðstgr. 225/75R-16 11.679,- 30x9,5-15 12.191,- 245/75R-16 13.392,- 31x/10,50-15 13.627,- 33x/12,50-15 14.984,- 35x/12,50-15 17.834,- M^WDEKK Jeppadekk SUÐURSTR0ND4 S: 5614110

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.