Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998
13
Fréttir
Kosningabaráttan á Akranesi:
um menn en
ekki málefni
Snýst
Það er eins á Akranesi og í mörg-
um öðrum sveitarfelögum að við bæj-
arstjórnarkosningarnar 23. maí hefur
framboðum fækkað. Við síðustu bæj-
arstjórnarkosningar buðu fjórir
flokkar fram, A-listi Alþýðuflokks, G-
listi Alþýðubandalags, B-listi Fram-
sóknarflokks og D-listi Sjálfstæðis-
flokks.
Framsókn fékk tvo fufltrúa, Al-
þýðuflokkur einn, Sjálfstæðisflokkur
þrjá og Alþýðubandalag þrjá og var
ótvíræður sigurvegari kosninganna.
Sjálfstæðismenn og alþýðubandalags-
menn mynduðu meirihluta.
Á fyrstu 3 árum kjörtímabilsins
jukust tekjur bæjarsjóðs um 114
milljónir króna en skuldir um 279
milljónir. Rétt er að geta þess að
bæjarsjóður keypti húsnæði fyrir
Landmælingar á 90 milljónir króna.
Auk þess var Andakilsárvirkjun
keypt. Lagðir voru peningar í sam-
einingu orkufyrirtækja og miklar
framkvæmdir voru við íþrótta- og
skólamannvirki.
Þrír flokkar nú
í kosningunum nú bjóða aðeins
þrír flokkar fram. B-listi Framsókn-
arflokks, D-listi Sjáifstæðisflokks og
E-listi Akraneslistans. Þann lista
Innlent
fréttaljós
Daníef V. Ólafsson
skipar fólk úr Alþýðubandalagi, Al-
þýðuflokki, Kvennalista og óháðum.
Fyrstu þrjú sætin hjá Sjálfstæðis-
flokki og Framsóknarflokki eru
óbreytt, Guðmundur Páll Jónsson
leiðir lista Framsóknarflokks, Gunn-
ar Sigurðsson lista Sjálfstæðisflokks.
Strandamaöurinn sterki
Akraneslistann leiðir hins vegar
Sveinn Kristinsson sem var fulltrúi
Alþýðubandalags-
ins á síðasta kjör-
tímabili. Sveinn er
kallaður Stranda-
maðurinn sterki á
Skaganum enda af
Ströndum. Hann
stefnir á hreinan
meirihiuta með
sinn lista sem er
taiin mikil bjart-
sýni.
Væntanlega munu þrfr nýir bæjar-
fulltrúar taka sæti í bæjarstjóm. Guð-
bjartur Hannesson og Ingunn Anna
Jónasdóttir hjá Alþýðubandalagi eru
hætt. Ingvar Ingvarsson, bæjarfulltrúi
Alþýðuflokks, fékk ekki inni á Akra-
neslistanum. Margir telja líklegt að B-
listinn endurheimti aftur þriðja mann-
inn sem hann tapaði við síðustu bæj-
arstjórnarkosningar. Baráttan muni
standa milli hans, þriðja manns D-list-
ans og fjórða manns vinstri manna.
Óháöur Akraneslisti
Við síðustu kosningar varð fylgis-
hrun hjá bæði Alþýðuflokki og
Framsóknarflokki sem varð til þess
að þáverandi meirihluti féll. Missti
tvo fulltrúa, fór niður í þrjá. Sjálf-
stæðismenn og alþýðubandalags-
menn mynduðu þá nýjan meirihluta.
Næstur að koma inn manni 1994 var
B- listi en sá sem tæpast stóð var al-
þýðubandalagsmaður. Þegar Akra-
neslistinn var myndaður var rætt
um að hann yrði með óháð yfir-
bragð. Það er mat margra að það hafi
ekki tekist nema að litlu leyti. Akra-
neslistinn samanstendur af fólki frá
bæði meiri- og minnihluta sem und-
irstrikar að ekki hafi verið mikil
átakamál í bæjarstjóm. Menn verið
sammála um flest. Ástæður samhug-
arins eru væntanlega þær að ytri að-
stæður eru jákvæðar og kosningar
munu ekki snúast um málefni, held-
ur um það fólk sem skipar listana.
Verulegar skuldir
Bærinn er tiltölulega skuldsettur
og ef miðað er við efnahagsreikning
bæjarsjóðs 31. desember 1996 voru
skuldir bæjarsjóðs
667 milljónir eða
128.000 kr. á íbúa.
Á sama tima voru
tekjur bæjarsjóðs
612,5 milljónir
sem þýðir að al-
varlega þarf að
huga að skulda-
málunum. Öll
framboðin gera
sér grein fyrir
þessari stöðu og að ekki þýðir að gylla
framboðin með dýrum loforðalista.
Sameiningar- og orkumál
Þó viðurkennt sé að húshitunar-
kostnaður er allt of hár er eins og
menn forðist eins og heitan eld að
tala um það. Líklegt er að ef einhver
kosningamál koma upp þá verði það
orkumálin og sameiningarmálin. Þar
er um að ræða sameiningu sveitarfé-
laganna sunnan Skarðsheiðar. Sá
vandi er til staðar að bærinn á orðið
lítið land og til stendur að byggja á
mjög dýrum lóðum. Til að auka land-
rými er væntanlega hagkvæmast fyr-
ir bæinn að koma á sameiningu við
sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar.
Gangi slíkt eftir fæst ódýrara land-
rými til byggingar. Sú krafa íbúa er
hávær að hver og einn flokkur svari
hvernig hann ætlar að lækka orku-
verð. Allir flokkar lofuðu því við síð-
ustu kosningar að lækka orkuverð og
margir eru langeygir eftir þeirri
lækkun. Gísli Gíslason bæjarstjóri
lét hafa eftir sér fyrir skömmu að það
hefði verið mótuð stefna til framtíðar
í orkumálum með sameiningu orku-
fyrirtækjanna. Hvort það skilaði ein-
hverju verða flokkamir spurðir að í
kosningabaráttunni.
D og B saman?
Talið er nokkuð öruggt að fram-
sóknarmenn og sjálfstæðismenn
myndi meirihluta eftir kosningamar
á Akranesi. Menn telja að Gunnar
Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokks,
hafi metnað til að vera áfram i meiri-
hluta. Talið er að hann uni því illa að
vera 1 minnihluta. Sjálfstæðismenn
vilji allt til vinna að halda meirihlut-
anum og þá með Framsókn. Að mati
margra innan þeirra raða er útilokað
að taka upp samstarf við vinstri öflin.
Stjórnarmynstur á landsvísu er
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur og talið er farsælla að halda
slíku á Skaganum. Talið er að Gunn-
ar Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, og
Sveinn Kristinsson hjá Akraneslist-
anum séu komnir á biðilsbuxumar
gagnvart Guðmundi Páli Jónssyni,
oddvita framsóknarmanna. Þá er
einnig talið nær öraggt að Gísli
Gíslason, núverandi bæjarstjóri,
verði áfram bæjarstjóri. Hann er tal-
inn traustur í sessi og ætlar sér vafa-
lítið að sitja áfram. -DVÓ
Stytta sjómannsins í miöbæ Akraness. DV-mynd PÖK
TONLISTARSKOLI NJARÐVIKUR
lim istakskóu Tónlistarkennarar
« JAMVÍKM
Eftirtalin störf eru laus til umsóknar fyrir næsta skólaár:
Starf sellókennara. Um er að ræða stundakennslu.
Staða þverflautukennara. Um er að ræða hlutastarf.
Staða blokkflautukennara. Um er að ræða
hlutastarf.
Umsóknir sem tilgreina aldur, menntun og fyrri störf skal
senda Tónlistarskóla Njarðvíkur, Þórustíg 7, 260
Njarðvík, fyrir 10. maí nk.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Árni Haraldsson
skólastjóri í síma 421-3995 á skólatíma.
í hvaða ri ðli
er Brasilía
á HM?“
www.fjolnet.is/svarid
/ýD
Smelltu þér á netið ^/islandia
internet
Einstaklingsþjónusta
Guömundur Páll
Jónsson, B-lista.
Gunnar Sigurðs-
son, D-lista.
BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4
Baleno Wagon GLX 4X4:
1*595.000 kr.
SUZUKI
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Simi 568 51 00.
Góður í ferðcalagið
Baleno Wagon er einstaklega
rúmgóður og þægilegur í
akstri, hagkvæmur í rekstri
og hefur allt að 1.377
lítra farangursrými.
Baleno Wagon gerir
ferðalagið enn ánægjulegra.
'suzuki'
AI L OG
^ÖRYGGL
SUZUKISÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, stmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf, Laufásgötu 9, simi 462 63 00.
Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf, Miðási 19, sími 471 2011. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf,
Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5. simi 482 37 00.