Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 39 I>V Fréttir Mokkur gefur gott í Svíþjóð Sýndir og dæmdir voru stóðhest- ar á Háringe Slott í Svíþjóð um sið- ustu helgi. Rebecka Nyström og fjórir ís- lenskir dómarar sáu um dómana. Tveir íslendinganna búa í Svíþjóð, þeir Guðni Ágústsson og Þorvaldur Árnason, en Ágúst Sigurðsson og Guðlaugur Antonsson komu frá ís- landi. Eins og við er að búast fengu graddarnir mismunandi góða dóma en eikunnateygnin var töluverð. Best var útkoman á fimm vetra stóðhestum og fengu þeir ótrúlega háar einkunnir, einkunnir sem eru jafnvel sjaldgæfar á íslandi. Stóðhestar undan Mekki frá Varmalæk voru áberandi á sýning- unni og fengu góða útkomu, sérstak- lega fyrir byggingu, og sjö vetra hestur undan Hrafni frá Holtsmúla komst í hæstu hæðir. Fimm vetra hestarnir undan Mekki eru þessir: Forkur frá Lovö, undan Mekki og Hrafntinnu frá Neðra-Ási, sem fékk 8,44 fyrir bygg- ingu, Gorm frá Kállás, undan Mekki og Snót frá Tumabrekku, sem fékk 8,30 fyrir byggingu, 8,09 fyrir hæfi- leika og 8,18 í aðaleinkunn og Fákur frá Hásteryd, undan Mekki og Busku frá Gerðum, sem fékk 8,46 fyrir byggingu, 7,89 fyrir hæfileika og 8,12 í aðaleinkunn. Þessir hestar voru jafnframt þeir hæst dæmdu í fimm vetra flokknum en alls voru níu hestar leiddir í dóm í þeim flokki. Útkoma sex vetra hestanna var ekki til að hrópa húrra fyrir. Fimm fengu dóm og stóð Gestur frá Stallgárden efstur með 8,03 í aðal- einkunn. Hann er undan Atla frá Syðra-Skörðugili og Von frá Helgad- al og fékk 8,26 fyrir byggingu og 7,87 fyrir hæfileika. Hæst dæmdi stóðhestur mótsins, Flipi frá Österáker, fékk sænska ís- landshestavini til að grípa andann á lofti en hann var sýndur í sjö vetra flokknum. Flipi er undan Hrafni frá Holts- múla og Von frá Vindheimum og fékk 8,53 í aðaleinkunn. Einkunnir voru jafnar, 8,53 fyrir byggingu, 8,51 fyrir hæfileika. Jór frá Rolsta undan Sval frá Glæsibæ og Fljóð frá Brávöllum fékk 8,13 fyrir byggingu, 8,15 fyrir hæfileika og 8,14 í aðaleinkunn, Há- leggur frá Speínástorp, undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og Dögg frá Hóli, fékk 7,88 fyrir byggingu, 8,27 fyrir hæfileika og 8,12 í aðalein- kunn. Fáfnir frá Götarsvik undan Pilti frá Sperðli fékk 8,10 í aðaleinkunn en tveir hestar minna. í fjögurra vetra flokknum var út- koman frekar slæm. Dæmdir voru sex hestar og fékk Þokki frá Österá- ker, undan Orra frá Þúfu og Send- ingu frá Sigríðarstöðum, besta út- komu, 7,97 fyrir byggingu og Fákur frá Vágsjölund, undan Mekki frá Varmalæk og Yrju frá Skúfsstöðum, fékk 7,97 fyrir hæfileika og 7,18 fyr- ir byggingu og 7,50 í aðaleinkunn. Nokkrir folar voru bygginga- dæmdir og hestar, sem hafa verið keyptir og dæmdir á íslandi, voru kynntir, þeir Náttar frá Miðfelli, Hrafnfaxi frá Reykjavík, Geysir frá Garðsá, Jór frá Kjartansstöðum, Dugur frá Minni-Borg og Þrymur frá Geirshlið. -E.J. Mökkur frá Varmalæk hefur gefiö góð afkvæmi í Svíþjóð og hér sést eigand- inn, Ylva Hagander, á heimsmeistaramótinu í hestaíþróttum í Noregi síðast- liðið sumar en þar sigraöi hún í slaktaumatölti á Mekki. Hrossaræktin á ferðinni 3ja hefti Hrossaræktarinnar 1996 er komið út. Ritstjóri er Kristinn Hugason. Þar er að finna skýrslur, greinar og yfirlit yfir sýningahald og kyn- bótadóma á árinu 1996. Víkingur Gunnarsson ritaði árs- skýrslu Hólabúsins, birtur er rekstrarreikningur Stofnverndar- sjóðs íslenska hestakynsins og út- hlutanir úr sjóðnum, erindi Krist- ins Hugasonar um sögu og yfirlit kynbótahrossadóma á íslandi og töl- fræðileg úttekt á dómum kynbóta- hrossa á árinu 1996. Einnig fjallar Ólafur R. Dýr- mundsson um örmerkingu hrossa og frjósemi hrossa með sérstöku til- liti til árstíðabundinnar kynstarf- semi. Síðar í sumar er áætlað að 3. hefti Hrossaræktarinnar 1997 komi út og að því loknu verður útgáfu 3. heftis Hrossaræktarinnar hætt en helsti efniskjarninn birtur í desember- hefti Búnaðarblaðsins Freys. -E.J. Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.550.000,- 115 hestöfl Fjarstýrðar samlæsingar 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- o HONDA Sími: 520 1100 HONDA Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri Innifalið í verði bílsins 1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun4 Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4 Rafdrifnar rúður og speglar4 ABS bremsukerfi4 Samlæsingar 4 14" dekk4 Honda teppasett4 Ryðvörn og skráning 4 Útvarp og kassettutæki4 Umboðsaðilar: Akureyri: Hötdur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bitasata Jóets, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíta og Búvélasalan, s: 471 2011 HUS & Miðvikudaginn 6. maí mun aukablað um hús og garða fýlgja DV • Rósir; umhirða og ræktun •Hvernig mála á timburhús •Úðun trjáa og beða •Tískulitir á húsum •Sumarblóm •Jarðarberjaræktun o.fl. Umsjón efnis: Ingibjörg Óðinsdóttir í síma/fax 567 5720 Umsjón augfýsinga: Selma Rut Magnúsdóttir í síma 550 5720 Auglýsendur athugið! Síöasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 30. apríl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.