Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 HÁRSNYRTIVÖRUR 'gí G Wfin? 'f Rakarastofan Kiapparstíg Fréttir Algjör uppstokkun fyrirsjáanleg í bæjarstjórn ísafjarðarbæjar: Harða flokkapólitíkin í kreppu Er kominn tími til aö skipta um síu í bílnum? FRAM ábyrqð PENNZOIL SMURSTOÐ Hjallahrauni 4, Hafnarfirði Sími 565 4440 WWW. FRAMEUROPE.NL í eina tíð var ísafjörður gjarnan kallaður Rauði bærinn vegna öflugr- ar stöðu krata og harðrar pólitíkur sem þar var rekin. Upp úr því um- hverfi spruttu margir þjóðkunnir menn á borð við Hannibal Valdimars- son, Matthías Bjamason og fleiri sem þekktir voru um allt land fyrir að standa fast á sinni meiningu, ekki síst þegar hart var að þeim sótt. Þessa ímynd hafa ísfirskir pólitíkusar hald- ið allt fram á þennan dag, enda hefur bæjarmálapólitíkin iðulega einkennst af mikilli hörku. Þegar ísafjarðar- kaupstaður sameinaðist þorpunum vestan heiða undir heitinu ísafjarðar- bær komu upp raddir sem vildu breyta pólitískum áherslum. Fólk sagði sem svo að það þyrfti nýja hugs- un og leggja yrði niður flokkspólitísk landamæri. Þegar kosið var til nýrrar bæjarstjómar í sameinuðu sveitarfé- lagi fyrir tveim árum virtust gömlu flokkarnir ekki átta sig á þessari kröfu almennings og voru listar því skipaðir samkvæmt viðteknum hörð- um pólitískum forsendum. Þá varð til framboð framhaldsskólanema undir nafhinu Funklisti. Grínframboö Upphaflega var þetta Funklista- framboð hreint grín, stofnað til að hleypa skemmtilegri umræðu í kosn- ingamar. Grínið varð þó fljótt að al- vöru þegar nálgaðist kosningar og enn frekar þegar úrslit lágu fyrir. Fólkið sem hafði viljað nýja hugsun í pólitíkina og gömlu flokkamir höfðu ekki hlustað á sneri sér auð- vitað að þeim eina valkosti sem mögulegur var í stöðunni, nefnilega Funklistanum. Útkoman varð stór- sigur grínframboðsins sem fékk tvo kjörna fulltrúa í bæjarstjórn og varð þar með að fúlustu alvöru. Þrátt fyr- ir sigurinn voru þeir litnir homauga af gömlu flokkunum sem ekkert vildu með þá hafa í stjómarmyndun- arviðræðum. Niðurstaðan varð því sú að sjálfstæðismenn og kratar mynduðu meirihluta og samstarfs- sáttmáli var undirritaður í Vest- fjarðagöngum, langt undir yfirborði jarðar. Þar olli sólóleikur kratans Sigurðar Ólafssonar í myndun meiri- hlutans miklum titringi innan Al- þýðuflokksins. Þrátt fyrir nokkuð nýtt pólitískt landslag þurfti varla að búast við að óreyndir framhaldsskólapiltar geröu stórar rósir í bæjarmálapólitíkinni en eftir á má ef til vill segja að þeir hafi sökum reynsluleysis klúðrað tækifæri til að gera stóra hluti. Ein- hvem veginn tókst þeim ekki að komast út úr grínímynd sinni og urðu þar af leiðandi aldrei það afl í bæjarstjórninni sem atkvæðastyrkur Funklistans hefði átt að gefa þeim. Gamlir pólitískir refir beittu líka reynslu sinni óspart gegn óhörönuö- um ungmennunum og oft af mikilli hörku. Reyndar varð það pólitísk m átt von á góðum Degi / MeÖal vinninga er sælkeraveisla á veitingakúsinu Lækj ark r ekku. Lestu blaðið ogtaktuþátt > leiknum! xzo oooo W I'ú grciðir ekkert umfram vcnjulegt ifintal Blásiö hefur um Þorstein Jóhannesson og Sigurð Ólafsson á kjörtímabilinu. harka sem varð meirihluta sjálfstæð- ismanna og krata að falli er tekist var á um byggingamál gnmnskól- ans. Þar hitnaði verulega í kolunum og hugmyndir sjálfstæðismanna um að kaupa Norðurtangann undir skóla urðu til þess að bæjarstjórnar- flokkur sjálfstæðismanna riðlaðist og meirihlutinn sprakk í lok nóv- ember. Þá notaði bæjarstjórinn, Kristján Þór Júlíusson, tækifærið til að yfirgefa svæðið á leið sinni inn á lista sjálfstæðismanna á Akureyri. Ný bæjarstjórn Ný stjórn vinstri aflanna var mynduð og sátu Fxmklistamenn og sjálfstæðismenn því í minnihluta. Síðan hefur lítið farið fyrir opin- ^—j------------- berri umræðu um skólamálin og al- menningur lítt ver- ið upplýstur um áform um að byggja nýjan skóla á Torfnessvæðinu. Ýmsir hafa bent á 1 3 að hægt sé að fara ódýrari leiðir á núverandi skólalóð og því hlýtur bæjarstjóm að skulda al- menningi skýringar á því hvers vegha það sé ekki hægt. Það má því búast við að mestur slagurinn í kosn- ingabaráttunni sem framundan er, ef einhver verður, snúist um byggingu grunnskóla á ísafirði. Fyrir komandi kosningar hefur Funklistaframboðið sem ekki býður fram aftur og krafa fólksins um nýja hugsun haft þau áhrif að hrein ringulreið hefur verið innan allra gömlu flokkanna. Menn minnast útreiðarinnar frá því í síð- ustu kosningum þar sem öflugu ísa- íjaröarkratarnir nánast þurrkuðust út vegna Funklistaframboðsins og íhaldið náði ekki þeim styrk sem það taidi sig eiga tilkall til með yfirlækn- inn í forystusæti. í allan vetur hafa flokkamir því verið að glima við það hlutverk að setja saman lista sem helst gæti þóknast breyttum pólitísk- um forsendum. Reyndin varð sú að mjög erfiðlega gekk að finna fólk í forystuhlutverk við þessar aðstæður og átti það við alla gömlu flokkana. Sameining en... Fyrirhuguð sameining allra vinstri manna undir einn hatt með þátttöku ffamsóknarmanna gekk ekki að öllu 'úÁi' úúmÆWK leyti upp. Þó tókst að setja saman sameiginlegan lista Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags, óháðra og Kvenna- lista. Forystusætið er skipað Bryndísi Friðgeirsdóttur, Alþýðubandalagi, sem hefur talsverða reynslu af sveit- arstjórnar- og félagsmálum. Oddviti krata, Sigurður Ólafsson, sem verið hefur mjög umdeildur innan síns flokks, skipar siðan annað sætið í þessu sameiginlega framboði. Fram- sóknarmenn settu fram eigin lista sem eins og hjá öðrum gekk ekki hljóðalaust fyrir sig að búa til. Þar er nýr maður í forystusæti, Guðni Jó- hannesson, sem kemur í stað gömlu kempunnar Kristins Jóns Jónssonar. Guðni hefur ekki verið mikið í póli- tísku sviðsljósi þó hann þekki vel til á bak við tjöldin. Nýr oddviti D-lista Eftir miklar og erfiðar fæðingar- hríðir þar sem fyrirhugað prófkjör var m.a. blásið af vegna manneklu kynntu sjálfstæðismenn svo lista með nýrri manneskju í fyrsta sæti. Þar er um að ræða fjölmiðlafræðinginn Birnu Lárusdóttur sem hefur enga reynslu í bæjarpólitíkinni en er vel þekkt rödd í útvarpi. Með henni er tvær konur í efstu sætunum, önnur með nokkra pólitíska reynslu en hin óþekkt á þessum vettvangi. Oddvitinn sjálfur frá því síðast, Þorsteinn Jó- hannesson, vermir síðan fimmta sæt- ið og mun því aðeins ná kosningu að flokkurinn nái hreinum meirihluta. Öll þessi framboð skilja eftir sig tals- verða úlfúð á bak við tjöldin og viðbú- ið að margir muni ekki kjósa sam- kvæmt viðtekinni hefð. Kosningarnar í vor hafa því trúlega aldrei verið jafn- óskrifað blað og nú. Að sumu leyti hefur álit almennings fyrirfram unnið nokkurn sigur. Það hefur verið gerð uppstokkun á fólki á listum flokkanna en sú tilfinning að flokkspólitík eigi ekki heima í sveitarstjórnarmálunum á enn nokkuð í land með að öðlast al- mennan skilning. Þvert á flokkslínur Það er því alveg óljóst hvað sú hreyfing sem skóp sigur Funklistans gerir. Þar er á ferðinni stór hópur fólks sem tilbúið er að kjósa þvert á allar flokkslínur. Sá hópur er það stór að hann getur haft úrslitaáhrif í kosn- ingunum. Það virðist samt vera að flokkarnir hafi þrátt fyrir allt skilið þennan styrk og bendir niöurröðun á listana til að --------------— menn þori ekki lengur að líta fram hjá vilja óflokksbundinna • borgara. Mikil umræða hefur verið um óskil- greint, óflokks- bundið framboð. Ekkert bendir þó til að af þvi verði. Ásthildur Cesil Þórðardóttir setti upp kosningaleik í vikublaðinu Vestra fyrir skömmu þar sem fólk var hvatt til að setja saman lista með níu nöfnum sem það vildi helst sjá í framboði. Reglur leiksins gerðu það að verkum að tiltölulega fáir samtaka aðilar gátu haft veruleg áhrif á niðurstöðuna. Þar vakti at- hygli hversu Úlfar Ágústsson kaup- maður fékk afgerandi góða útkomu í hópi 97 aðila sem tilnefningu hlutu. Útkoma Úlfars er þó í nokkuð góðum takti við andófið við heföbundnu flokkana. Þó Úlfar sé yfirlýstur sjálf- stæðismaður þá veit fólk að hann hef- ur aldrei látið flokkslínuna segja sér fyrir verkum. Hann rekst sem sagt illa í flokki, eins og kallað er. Að því leyti undirstrikar þessi leikur reynsl- una frá síðustu kosningum, fólk kýs þvert á flokkapólitíkina og atkvæðin hafa aldrei verið jafnmikið í lausu lofti. Það eru því tvær spurningar sem ekki verður svarað fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum: Önnur er sú hvaða framboði tekst best að ávinna sér traust almennings. Hin er sú hvort almenningur sé bara ekki orðinn hundleiður á öllum vandræða- ganginum og mæti hreinlega ekki á kjörstað. Innlent fréttaljós Hörður Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.