Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998
Spurningin
Fylgistu með kosninga-
baráttunni?
Páll Þórarinsson nemi: Já, svona
aðeins.
Katrín Þór nemi: Já, smá.
Fura Ösp Jóhannesdóttir nemi:
Nei, ekki mikið.
Brynjar Emilsson nemi: Nei, eig-
inlega ekki.
Skarphéðinn Pétursson nemi: Já,
það er sjálfsagt að fylgjast með.
Rósa Arnardóttir, sérfræðingur á
Félagsvísindastofnun: Já, ég
fylgist með.
Lesendur
Sjónvarpsstöðv-
ar í vanda
Bréfritara finnst dagskrár Ríkissjónvarpsins og Stöövar 2 hafa versnaö aö
undanförnu.
Guðrún J. skrifar:
Ég get nú ekki orða bundist leng-
ur yfir afspyrnulélegri dagskrá
beggja stóru sjónvarpsstöðvanna,
Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2, að
undanfórnu. í fyrsta lagi vil ég lýsa
óánægju minni með lélega páska-
dagskrá sjónvarpsstöðvanna.
Um páskana vil ég slappa af með
fjölskyldunni, borða góðan mat og
horfa á góðar kvikmyndir í sjón-
varpinu. En því var nú ekki að
heilsa um þessa páskahátíð. Hvorug
sjónvarpsstöðin bauð upp á nokkrar
kvikmyndir um páskana sem ég
hafði áhuga á að setjast niður við.
Helgislepjan lak yfir skjáinn ef
stillt var á Ríkissjónvarpið. Þar
voru m.a. sýndir einhverjir hrút-
leiðinlegir sænskir þættir sem hétu
Jerúsalem og voru einungis boðleg-
ir sanntrúuðum. Ekki tók betra við
á Stöð 2 þar sem m.a. mátti sjá þétt-
holda óperusöngvara reka upp gól.
Ég hafði búist við því að sjón-
varpsstöövarnar myndu sjá sóma
sinn í því að sýna einhverjar episk-
ar stórmyndir sem gaman væri að
liggja yfir eins og oft hefur verið gert
um jólin. Að mínu niati hefur dag-
skrá beggja stöðvanna farið versn-
andi á undanförnum mánuðum.
Þó er Ríkissjónvarpið verra i
þessum efnum. Fyrst misstu þeir
enska boltann sem á fjölmarga að-
dáendur hér á landi sem sitja límd-
ir við skjáinn þegar tuðru er spark-
að. Síðan misstu þeir hinar bráð-
skemmtilegu fullorðinsteiknimynd-
ir um Simpson-fjölskylduna sem
eru ómissandi partur af góðu laug-
ardagskvöldi á mínu heimili og loks
misstu þeir Ráðgátuþættina (The X-
files) sem unga kynslóðin hefur svo
gaman af.
En Stöð 2 er síður en svo saklaus
í þessum efnum því þar á bæ hafa
verið teknir út margir góðir þættir
og verri þættir keyptir í staðinn.
Fyrst er að nefna að margar konur
sakna þáttanna um Systumar, sem
voru á dagskrá á fimmtudögum,
mjög mikið. Sjálf sakna ég einnig
þáttanna um þorpslögguna sem mér
fannst alveg ómissandi á þriðju-
dagskvöldum. í staðinn hafa komið
þunnir þættir eins og Moesha og
Tengdadæturnar sem mér finnst al-
veg óheyrilega vitlausir.
Fæstir vilja viðurkenna að þeir
horfi mikið á sjónvarpið því sjón-
varpsgláp þykir ekki vera merki
um gott gáfnafar. En ef betur er að
gáð er sjónvarpið ótrúlega stór þátt-
iu í lífi okkar sem notaður er til
slökunar, skemmtunar og fróðleiks.
Þess vegna tel ég það afar mikil-
vægt að sjónvarpsstöðvarnar vandi
valið vel þegar efni er valið og höfði
sérstaklega til unga fólksins. Ég á
sjáif tvö böm á unglingsaldri og ég
vil mun frekar að þau geti verið
heima á fóstudags- og laugardags-
kvöldum og horft á eitthvert sjón-
varpsefni sem til þeirra höfðar í
stað þess að fara út með vinahópn-
um niður í bæ þar sem slagsmál
eiga sér stað um hverja helgi.
Hestamenn taugaveiklaðir
Hrafnhildur hringdi:
Mér finnst það alveg ótækt það
sem ég hef heyrt í fréttum að und-
anfomu að hestamenn víðs vegar á
landinu, sem eiga heilbrigð hross,
leiti upp sýkt hross til þess eins að
smita blessaðar skepnumar af
hrossasóttinni illræmdu.
Sem dýravini finnst mér þetta
hreint og beint ómannúðlegt að
leggja þetta á heilbrigð hross sem
gætu e.t.v. auðveldlega sloppið við
þær kvalir sem fylgja sóttinni.
Mér finnst þessar aðgerðir lýsa
ótrúlegri taugaveiklun þessarra
hestamanna. Hugsunin virðist vera
sú að illu sé bestu aflokið, þ.e. að
best sé að hrossin smitist sem fyrst.
Að mínu mati er mun skynsamlegra
að hestamenn bíði og sjái hvort
hross þeirra smitist á eðlilegan hátt.
Ef svo fer verður auðvitað að taka á
því á réttan hátt en það er síður en
svo öll von úti um að einhver hross
sleppi.
Bílaeign of mikil
Davíð Guðmundsson skrifar:
Allt er best í hófi segir máltækið
og það á svo sannarlega við þegar
kemur að bílakaupum. En íslending-
ar virðast eiga erfitt með að gæta
hófs í því sem þeir taka sér fyrir
hendur. Meðfædd minnimáttar-
kennd okkar gagnvart stærri þjóðum
virðist valda því að viö verðum að
vera mest og best í öllu.
Bílaeign landsmanna er gott dæmi
um meðfætt hófleysi okkar. Um leið
og við sjáum til sólar í efnahagsmál-
unum fara bílasalar að bjóða alls
kyns gylliboð sem við föllum flöt fyr-
ir. Allir verða að eignast nýjan bíl,
sama hvort á þvi er þörf eður ei.
Ég bjó í Noregi um nokkurra ára
skeið og að mínu mati getum við Is-
lendingar lært margt af frændum
okkar Norðmönnum um nægjusemi.
Norðmenn eru með ríkustu þjóð-
um heims. Þar er velferð mikil og
OJliÍÍ^GM þjónusta
allan
" " ^
Bréfritara finnst bílaeign landsmanna of mikil.
laun flestra miklu hærri en hér. En
Norðmenn rjúka ekki til og kaupa
sér nýja bíla í hvert skipti sem ein-
hvers konar gylliboð bjóðast. Þeir
sýna fyrirhyggju og kaupa margir
hverjir ekki neitt nema þeir hafi
safnað fyrn því áður, þ.e.a.s. þeir
kaupa ekki allt með lánum eins og
við íslendingar. í Noregi þykir held-
ur ekkert tiltökumál að fjölskyldu-
bíliinn sé orðinn tíu ára gamall ef
hann er vel gangfær og gerir sitt
gagn. Hér á landi er enginn maður
með mönnum nema hann skipti um
bíl á tveggja ára fresti. Mér flnnst að
við íslendingar ættum að huga að
því að góðærið varir ekki að eilífu.
Einhvern tímann kemur að skulda-
dögum og þá getur orðið erfitt að
borga af nýja fína bílnum og öllum
herlegheitunum. Þess vegna finnst
mér að við ættum að sýna örlitla fyr-
irhyggju eins og frændur okkar
Norðmenn með því að safna okkur
frekar fyrir hlutum en að taka lán
fyrir öllum óþarfanum.
Háværar aug-
lýsingar
Inga Þorsteins. hringdi:
Mig langar að vekja athygli forr-
áðamanna sjónvarpsstöðvanna á
vandamáli sem báðar stöðvarnar
virðast eiga við að glima. Það er
þannig að þegar settar eru inn
auglýsingar á milli atriða, t.d. á
fréttatíma eða milli þátta, hækkar
hljóðið í sjónvarpinu upp úr öllu
valdi og þarf ég þá að rjúka til og
lækka í tækinu meðan á auglýs-
ingaskruminu stendur. Þessi
vandi virðist vera til staðar á báð-
um stöðvum og hef ég heyrt marga
kvarta undan þessu. Vonandi
verður hægt að finna lausn á
þessu „hávaðavandamáli“.
Reykinga-
ofstæki
Axel hringdi:
Ég held að allt þetta reykingaof-
stæki sem nú virðist vera skollið
á, með Tóbaksvarnarnefnd
fremsta í flokki, sé ekki af hinu
góða. Sjálfur hef ég aldrei reykt og
er á móti reykingum sem slíkum.
Ég tel þó ekki rétt að gera reyk-
ingamenn að einhvers konar út-
lögum úr samfélagi okkar. Afleið-
ingin af slíku yrði ekki til góðs að
mínu mati. Reykingar gætu þá far-
ið að virka meira spennandi og
flottari í augum æskunnar en ella
því það sem er bannað eða óæski-
legt höfðar svo oft til ungviðisins.
Ofgnótt íþrótta
Guðjón hringdi:
Mér hreint og beint blöskra allar
þær íþróttir sem sjónvarpsstöðv-
amar bjóöa íþróttaáhugamönnum
upp á hvem einasta dag ársins.
Að minu mati er kominn tími til
að hinn þögli meirihluti, sem ekki
hefur áhuga á íþróttum, láti í sér
heyra. Það er alveg hreint og beint
ótrúlegt hvaö íþróttaáhugamenn
virðast vera sterkur þrýstihópur
ef miðað er viö hversu mikið er
matreitt ofan í þá í sjónvarpi. Ég
tel að enginn annar áhorfendahóp-
ur fái jafnmikið við sitt hæfi og
íþróttaunnendur.
Réttlátara fyndist mér að deila
þeim peningum sem fara til dag-
skrárgerðar á milli fleiri áhorf-
endahópa, t.d. þeirra sem hafa
áhuga á vísindum og skáldskap.
Dýrt að leigja
AKJ skrifar:
Mér finnst það ansi öfugsnúið
að orðið sé dýrara fyrir fólk að
leigja á almennum markaði heldur
en að kaupa sér íbúð í gegnum
húsbréfakerfið. Ef við tökum sem
dæmi að fólk eigi um eina og hálfa
milljón í banka getur það keypt
íbúð upp á rúmar fimm milljónir
með því að taka húsbréf fyrir af-
ganginum. Afborganir af húsbréf-
unum verða þá eitthvað um 20
þúsund á mánuði.
Ef við reiknum meö að fimm
milljóna króna íbúðin sé þokkaleg
en gömul tveggja herbergja íbúð
má vel reikna með því að hægt sé
að leigja hana á um 35 þúsund á
mánuði. Munurinn er mikill og er
hann leigjendum í óhag.
Þessari þróun verður að breyta.
Mér fyndist rétt að stjórnvöld
gripu í taumana og settu hámark á
þær leigugreiðslur sem hægt er að
krefjast fyrir íbúðarhúsnæði.
Það mætti t.d. hugsa sér að sett-
ar yrðu reglur um hámarksverð á
fermetra i leiguhúsnæði.
Saknar veöur-
fræðinganna
Lárus skrifar:
Fréttir hafa borist um að fjórir
af sex veðurfræðingum Ríkissjón-
varpsins hafi sagt upp störfum.
Ég vil bara segja að ég myndi
sakna þess mikið ef veðurfræð-
ingarnir hyrfu alveg úr sjónvarpi.
Það er ekki hægt að neita því
að þeir setja sinn svip á
fréttatímana, auk þess sem þarna
eru á ferðinni fagmenn sem segja
okkur veðurfregnirnar.