Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998
5
Fréttir
Fyrrum veitingamaður Tunglsins sem fékk á sig sektardóm árið 1993:
Handtekinn nú og fer
í 11 mánaða fangelsi
- er að stefna ríkinu fyrir dóm til að fá afplánun hnekkt - segir málið fyrnt
Lögreglan handtók þann 14. apríl
fimmtugan veitingamann í Reykja-
vík og færði hann í Hegningarhúsið
við Skólavörðustíg. Hann á nú að af-
plána 11 mánaða vararefsingu
vegna 5,5 milljóna króna sektar sem
hann var dæmdur til að greiða í
mars árið 1993. Þegar maðurinn var
settur inn krafðist hann þess að
dómsmálaráðuneytið legði fyrir lög-
reglustjórann i Reykjavík að láta sig
tafarlaust lausan úr afþlánun - sekt-
in sem hann hlaut væri fymd (5 ár).
Ráðuneytið hefur nú kveðið upp
Veitingamaðurinn:
Ég er reiður
„Ég er reiöur og ósáttur viö að
þetta skuli viögangast i lýöræðis-
og menningarríki. Ég hef ekki
trú á aö dómsmálaráðherra viti
um úrskurö þann er kom úr
ráðuneytinu 18. apríl,“ sagði
veitingamaðurinn við DV í gær.
Hann er nú að afþlána 11 mán-
aða fangelsi í stað sektar sem
hann var dæmdur til að greiða
árið 1993. -Ótt
úrskurð - málið er ekki fymt - það
munar 2 dögum. Veitingamaðurinn
á að sitja inni næstu tæpa 11 mán-
uðina. Hann hefur nú óskað eftir að
lögmaður sinn reki mál fyrir hér-
aðsdómi þar sem ákvörðun ráðu-
neytisins um afþlánun skuli
hnekkt.
Fjárdráttur og skattabrot
Þann 19. mars árið 1993 dæmdi
Hæstiréttur manninn í 9 mánaða
fangelsi fyrir fjárdrátt og brot á lög-
um um söluskatt á þeim tíma sem
hann rak Tunglið og fleiri veitinga-
staði í Reykjavík. 6 mánuðir af
dómnum voru skilorðsbundnir.
Maðurinn var jafhfþamt dæmdur til
að greiða 5,5 milljónir króna í sekt
tU ríkissjóðs. Sektin átti að greiðast
innan fjögurra vikna frá upþkvaðn-
ingu dóms - eUa kæmi 11 mánaða
vararefsing í staðinn.
Veitingamaðurinn sat af sér
þriggja mánaða óskilorðsbundinn
hluta aðalrefsingarinnar þegar árið
1993. Lögreglunni i Reykjavík var
síðan falið að innheimta sektina.
Maðurinn samdi og greiddi inn á
skuldina en náði síðan ekki að
greiða umrædda fjármuni á tUsett-
um tíma. Umsamin trygging var
ekki látin í té og féU samningur því
niður af hálfu lögreglunnar vegna
vanefnda dómþolans.
í úrskurði ráðuneytisins kemur
fram að bæði 16. febrúar og 14. apr-
U sl. var sótt um vistun mannsins
til afplánunar vararefsingunni. Þá
voru eftirstöðvar sektarinnar 4,3
milljónir. Fangelsismálastofnun
féUst á að maðurinn hæfi afplánun
þann 14. aprU. Sama dag var hann
handtekinn og settur inn. Maðurinn
lagði fram stjómsýslukæru 2 dögum
síðar. Þar segir m.a. að refsingin sé
fyrnd þar sem við handtöku voru
liðin meira en 5 ár frá því að unnt
var að fúUnægja dómnum.
Ráöuneytiö segir 2 daga
vanta á fyrningu
Ráðuneytið segir m.a. í niður-
stöðu sinni að ljóst megi vera að
ekki sé unnt að fuUnægja fésekt-
arrefsingu fyrr en liðinn er sá frest-
ur sem ákveðinn er í dómi - hvorki
með aðgerðum né með beitingu
vararefsingar. Framangreindur
dómur mannsins sé kveðinn upp 19.
mars 1993. Ef 4ra vikna fresturinn
sé miðaður við uppkvaðningu hafi
hann rannið út 16. aprU 1993. Miðist
5 ára fyrningartími við þann dag
liggur fyrir að fymingarfrestur
sektarrefsingarinnar, og þar með 11
mánaöa vararefsingarinnar sem
maðurinn á nú að taka út, hafi
runniö út 16, aprU.
Með öðrum orðum - sé miöað við
rök ráðuneytisins segir það að fyrn-
ingarfresturinn hafi runniö út
tveimur dögum eftir að maðurinn
var handtekinn og settur inn. Að
þessu virtu staðfestir ráðuneytið
ákvörðun lögreglunnar í Reykjavík.
Málið er nú í höndum dómstjórans í
Reykjavík. -Ótt
LAUREflCE SAM KATHLEEfl JOELY
FISHBURnE • flEILL GjUin LAFl - RICHARDSQfl
HORIZPn
jjfe. JlL
i’.
□ EnDAflLEGT
RÝM I
OEnDAHLEGUR
ÓHUGnAÐUR
mt.
mk
" ■: .
Skugga-
legur
vísinda-
tryllir
sem fœr
hárin til
að rísa.
Lágmúla 7 sími 568 5333
Opið til 1 virka daga og til 3 um helgar