Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998
15
Söngurinn
Vtða erlendis hafa farið fram rannsóknir
á barnsröddum. Meðal annars hafa Aust-
urrtkismenn gert slíkar rannsóknir frá
lokum seinna stríðs. Þróunin virðist vera
sú að talraddir dýpki, tónsvið söngradda
minnki og raddskaðar verði algengari. í
Hveragerði er nú verið að rannsaka radd-
svið eða „raddlegt ástand" bama á tveim-
ur leikskólum. Tilveran kynnti sér málið.
„Það hefur verið staðfest með
raddprófun að talraddir margra
barna á leikskólaaldri hérlendis
liggja á óeðlilega djúpu tónsviði.
Raddbeiting barna er ekki nógu
góð og varanlegir skaðar geta hlot-
ist af slæmri raddbeitingu," segir
Gyða Þ. Halldórsdóttir, tónlistar-
kennari í Hveragerði.
Hún vinnur nú að mjög athyglis-
verðu þróunarverkefni í leikskól-
um bæjarins, Undralandi og Óska-
landi. Um er að ræða tónlistar-
kennslu tveggja til fimm ára barna
og er kennslan sérstaklega sniðin
að þörfum þessa aldurshóps.
í brúðuleik með tónana
Talkennarinn, Anna Jórunn
ið hefur verið að í sambærilegum
verkefnum í öðrum leikskólum.
Tilraun þessi með nótnalestur á
leikskólastigi er framkvæmd sam-
kvæmt hugmyndafræði Ungverj-
ans Zoltan Kodaly.
Hver tónn er persónugerður
með brúðu og bömin eru því í
nokkurs konar brúðuleik sem er
um leið kennsla i tónheyrn og
nótnalestri. í kennslu í nótnaskrift
er barnsaugað vanið við að fylgja
laglínum.
Heimatilbúin hljóðfæri
„Söngur er mikilvægasti þáttur
þróunarverkefnisins. Við leggjum
áherslu á hlustun og reynum að ýta
undir hæfileika til þess að skilgreina
Gyða segir aö söngur sé mikilvægasti þáttur þróunarverkefnisins. Hér er
hún ásamt Sesselju leikskolastjora.
Stefánsdóttir, var fenginn með í
verkefnið og kannar hún raddsvið
eða „raddlegt ástand" barnanna.
Þetta mun vera fyrsta könnun
þessa eðlis hérlendis, auk þess
sem ýmsir þættir þróunarverkefn-
isins eru frábrugðnir því sem unn-
það sem hlustað er á. Valin eru allt að
sex mínútna löng tónverk og hlusta
börnin á hvert daglega í fimm daga. í
vetur hafa börnin m.a. kynnst fjórum
köflum úr Árstíðum Vivaldis og
Töfraílautu Mozarts. Börnin leika auk
þess sjálf á ásláttarhljóðfæri og hafa
Börnin skemmta sér vel í tónlistartímunum og eru róleg, prúð og áhugasöm. Þau leika á sln eigln ásláttarhljóðfæri
sem þau búa til sjálf og hlusta á allt að sex mfnútna löng tónverk í hverjum tfma.
besta
hljóðfærið
jafnframt búið til sin eigin hljóðfæri,"
segir Gyða.
Líkt eftir hljóðum í
náttúrunni
Þegar blaðamaður heimsótti leik-
skólann Undraland ríkti þar kyrrð
og ró þrátt fyrir að börnin væru inni
þar sem illa viðraði til útivistar. Þau
yngstu höfðu lagt járnbrautarteina
yfir forstofuna en elsti hópurinn var
í tónlistartíma hjá Gyðu. Timinn fór
þannig fram að börnin sátu og stóðu
til skiptis í hring á meðan Gyða lýsti
fyrir þeim ákveðnum hljóðum og
bömin líktu svo eftir.
Á meðan blaðamaður staldraði
við var (ímynduð) slanga að verpa
eggjum í heitan sand á meðan
krakkamir sátu með krosslagða fæt-
ur á gólfmu. Líkt var eftir nokkrum
hljóðum í náttúrunni, m.a. með
trommum, og síðan stóðu þau upp og
helltu „sandinum" (sem voru lítil
plastkom í lokuðum hólki) yfir hvert
til annars með því að snúa hólkinum
og hlustuðu á þá „tónlisf ‘ sem sand-
urinn gaf frá sér. Það var sérlega
gaman að sjá hve börnin voru róleg,
Talkennari var fenginn meö í verkefnið og kannaði hann raddlegt ástand
barnanna. Víða f heiminum hefur komið f Ijós aö talraddir dýpka og tónsvið
söngradda minnkar.
áhugasöm og fylgdust vel með.
Raddsköðum fjölgar
Víða erlendis hafa farið fram rann-
sóknir á barnsröddum og m.a. hafa
Austurríkismenn gert slíkar rann-
sóknir markvisst frá lokum seinni
heimsstyrjaldar. í hinum vestræna
heimi hefur þróunin verið sú að tal-
raddir dýpka, tónsvið söngradda
minnkar og raddskaðar verða æ al-
gengari. Gyða segir að henni finnist
oftar en ekki „lítil unun“ að hlusta á
íslensk börn taka lagið við ýmis tæki-
færi i hljóðmiðlum þótt auðvitað sé að
fmna ágæta barnakóra hér á landi.
-eh
Sú meðfærilegasta, minnsta, léttasta og nettasta fn
WSHI
14.900/-
Nýja ÖKO-VAMPYR SUN ryksugan frá AEG, einstæð í hönnun
L 1 10.896/1
AEG
w
Hönnun: Gunoor Steinþórston / FÍT / 1998