Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Side 19
18
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998
23
íþróttir
íþróttir
Manchester Vnited og PSV hafa
komist að samkomulagi um kaup
United á varnarmanninum Jaap
Stam en United greiðir 10 milljónir
punda fyrir leikmanninn eöa um 1,2
milljarða króna.
Stam verður þar með dýrasti vam-
armaður heims en hann skrifar und-
ir hjá Manchester United nú í vik-
imni.
Alex Ferguson, stjóri United, er
mjög ánægður með að þessi mál
skulu vera komin á hreint. „Stam er
heimsklassavamarmaður. Ég held að
enginn efist um það. Þetta er leik-
maöur sem okkur vantar. Hann er
fljótur, meö góöa knattmeðferð og ég
er viss um að hann á eftir að gera
góða hluti fyrir okkur,“ sagði Fergu-
son.
Aston Villa er að undirbúa tilboð í
ítalana Luigi Sartor, varnarmann AC
Milan, og Marco Negri, framherja
Rangers, og er reiðbúið að borga 9
milljónir pimda fyrir þá.
David Ginola, leikmaðurinn snjalli
hjá Newcastle, segir að Alan Shearer,
framherji Newcastle, hafi ítrekað
reynt að sparka í sig i leik Tottenham
og Newcastle um helgina.
Ginola segir að Shearer hafi verið
æstur og pirraður vegna gengi sinna
manna í leiknum og hann hafi látið
skapið hlaupa með sig í gönur. Ég
sagði við hann eftir eitt brotið að
hann væri það góður knattspymu-
maður að hann ætti ekki að vera að
standa í svona löguðu.
Jackie McNmara, leikmaður Céltic,
var á sunnudaginn útnefndur besti
leikmaöur skosku úrvalsdeildarinnar
af leikmönnum deildarinnar. í næstu
sætum á eftir uröu Marco Negri,
Rangers, Steve Fulton, Hearts, og
Craig Burley, Celtic.
Arsenal er að undirbúa tilboð i
franska landsliðsmanninn Robert
Pires sem ieikur með Metz. Fleiri fé-
lög eru á höttunum eftir þessum
sterka miðjumanni, svo sem Paris SG
og Marseiile.
Teddy Sheringham hjá Manchester
United neitar þeim fréttum sem birt-
ust í nokkrum enskum blöðum í gær
að hann sé á förum frá félaginu til
Middlesbrough.
Sheringham segist koma af fjöllum
og hafi fyrst heyrt af þessu þegar
hann las blöðin. „Ég er mjög ánægð-
ur hjá United og ætla að vera hér
áfram," segir Sheringham.
Sheringham, sem er 32 ára gamail og
var keyptur frá Tottenham á 5,8 millj-
ónir punda fyrir tímabiliö, hefur
valdið stuðningsmönnum United
miklum vonbrigðum. Hann hefur
ekki náð sér á strik og ekki skorað
eitt einasta mark á þessu ári.
Nigel Martyn, markvöröur Leeds
United og enskur landsliðsmaður,
hefur gengið í gegnum marga
eldraunina undanfarin ár.
Ekki er langt um lióiö síðan Martyn
lenti í miklu ævintýri með liði sínu
er flugvél liðsins nauðlenti en allt fór
þó vel að lokum. Færri vita að eigin-
kona hans hefur fjórum sinnum
misst fóstur undanfarin sjö ár.
Chris Sutton hjá Blackbum er
markahæstur í úrvalsdeildinni meö
17 mörk. Michael Owen, Liverpool,
og Dion Dublin, Coventry, koma
næstir meö 16 mörk.
-GH/SK/JKS
WIEN PARI
Halldór Jóhannsson leikur listir sínar í þolfimi en hann var hársbreidd frá því
aö vinna til verölauna á sterku móti í Tokyo á dögunum.
Heimsbikarmót í þolfimi:
Halldór nálægt
bronsi í Japan
Halldór Jóhannsson var hárs-
breidd frá verðlaunasæti á heims-
bikarmóti í þolfimi sem fram fór í
Japan fyrir skömmu. Hann hafnaði
í fiórða sæti af 20 keppendum.
„Ég var sjötti eftir undanúrslitin
og náði að laga ákveðin atriði fyrir
síðari daginn og vinna mig upp um
tvö sæti. Það hefði ekki þurft mikið
í viðbót til að komast á verðlauna-
pallinn," sagði Halldór í samtali við
DV.
Pwangsoo, tvöfaldur heimsmeist-
ari frá Suður-Kóreu, sigraði á mót-
inu með 18,75 stig. Ken-ichiro frá
Japan varð annar með 18,35 stig,
Kaloian frá Búlgaríu þriðji með
18,30 stig og síðan kom Halldór með
18,00 stig.
„Þetta er mikil framfor frá því á
heimsmeistaramótinu í fyrra þegar
ég var heilum þremur stigum á eft-
ir Búlgaranum. Ég er að nálgast
þessa menn og er mjög ánægður
með það,“ sagði Halldór.
Hann tekur þátt í heimsmeistara-
mótinu á Ítalíu um miðjan maí. „Ég
stefni í að komast í úrslitakeppni
átta efstu þar. Það er raunhæft
markmið að mínu mati en verður
samt mjög erfitt," sagöi Halldór Jó-
hannsson. -VS
Jón Arnar Magnússon í 2. sæti á tugþrautarmóti:
Yfir 8 þúsund stig
í 10. þrautinni í röð
Jón Amar Magnússon frjálsíþróttakappi hafnaði í 2.
sæti á tugþrautarmóti sem fram fór í Kaliforníu í
Bandaríkjunum um helgina.
Jón hlaut samtals 8.115 stig sem er nokkuð frá hans
besta en sigurvegari varð óympíumeistarinn Chris
Huffins frá Bandaríkjunum með 8.315 stig.
Jón var í 5. sæti eftir fyrri keppnisdaginn en náði að
hífa sig upp í annað sæti á síðari keppnisdeginum.
Fyrri daginn hljóp Jón Arnar 100 metra á 10,91 sek.,
stökk 7,28 metra í langstökki, varpaði kúlu 14,99 metra
og stökk 1,92 metra í hástökki.
Síðari keppnisdaginn gekk Jóni Amari betur. Þá
hljóp hann 400 metra á 49,05 sek., 110 metra grindahlaup
á 14,55 sek., kastaði kringlu 46,80 metra, stökk 4,91
metra i stangarstökki, kastaði spjóti 60,28 metra og hljóp
1500 metrana á 4:46,46 mínútum.
Jón Arnar virðist orðinn mjög öraggur með 8 þúsund
stig í tugþrautinni en þetta var í 10. skipti í jafnmörgum
þrautum sem hann nær 8 þúsund stigum eða meira. Ef
tekið er tillit til þess að hann hefur undanfarið dvalið í
æfingabúðum á Spáni er árangur hans í þrautinni um
liðna helgi mjög frambærilegur. Greinilegt er þó að
hann er fiarri sínum besta árangri í mörgum greinum.
-SK/-GH
Stöllurnar Margrét Egilsdóttir, GR,
og Kristín Guðjónsdóttir, GR, röðuðu
sér í tvö efstu sætin á golfmóti íslend-
inga sem fram fór á Kanaríeyjum á
vegum SL.
Margrét lék á 74 höggmn með for-
gjöf og Kristín á 82 höggum. Anna
Agnarsdóttir, GR, og Ragnheiður
Margeirsdóttir, GS, urðu jafnar i 3.-4.
sæti á 83 höggum.
Vilhjálmur Árnason, GR, sigraði í
karlaflokki, lék á 67 höggum nettó.
Guðjón Stefánsson, GS, og Jón Grétar
Guðgeirsson, GN, urðu jafnir i 2. sæti
á 70 höggum.
Jafnir i 3.-4. sæti urðu þeir Ámi
Guðjónsson, GN, og Óli Viðar Thorst-
ensen, GR, á 76 höggum. Óskar Jóns-
son, GR, sigraði i öldungaflokki á 59
höggum.
Fátt vakti meiri athygli á nýaf-
stöðnu Evrópumóti í fimleikum en
rússnesk útgáfa af þvi merka riti
Playboy en blað þetta er jafnan ætlað
karlmönnum og öðrum þeim er yndi
hafa af fáklæddum konum.
Sú kona sem mesta athygli vakti á
síðum blaðsins var engin önnur en
Svetlana Khoskina, heimsmeistari i
fimleikum. Rak marga í rogastans er
uppátæki heimsmeistarans varð op-
inbert.
Ástœóan fyrir því að meistarinn af-
hjúpaði nekt sína var einföld er eftir
henni var gengið; Hún vildi sýna það
og sanna í eitt skipti fyrir öll að það
væru ekki bara smástelpur sem iðk-
uðu fimleika.
Guörún Birna Skúladóttir, Umf.
Laugdæla, tvibætti HSK-metið í 1500
m hlaupi á móti í Bandaríkjunum á
dögunum. í undanrásum hljóp hún á
4:42,48 mín. en i úrslitum á 4:41,84
mín.
Sigurbjörn Árni Amgrímsson, Umf.
Selfoss, setti einnig HSK-met. Hann
hljóp 3000 m hindrunarhlaup á 9:24,70
og bætti sex ára gamalt met Más Her-
mannssonar um 10 sekúndur.
Kristinn Ingi Valsson, skíðakappi
frá Dalvik, var ranglega nefndur Héð-
inn á einum stað i umfjöllun DV um
Andrésar Andar-leikana í gær. Hann
er beðinn velvirðingar á ruglingnum.
Genk tapaói sínum fyrsta leik á
heimaveili í vetur þegar Lierse kom i
heimsókn um helgina.
Þóróur Guöjónsson skilaði sínu að
venju hjá Genk og var með betri
mönnum liðsins.
Club Brugge innsiglaði endanlega
sigur sinn í belgísku knattspymunni.
-SK/JKS
Miöherji og lykilmaöur í liöi San Antonio, David Robinson, sækir aö körfu Phoenix Suns en til varnar eru þeir Antonio
McDyess og Cliff Robinson. Símamynd-Reuter
Úrslitakeppni NBA:
SA Spurs komið yfir
- eftir sigur á Phoenix í nótt
Urslitakeppni NBA-deildanna í
körfuknattleik hélt áfram í nótt. Úr-
slitin urðu þessi:
Cleveland-Indiana........ 86-77 (1-2)
Kemp 31, Dgauskas 13, Anderson 11 -
Smits 26, Miller 18, D.Davis 11.
SA Spurs-Phoenix ....... 100-88 (2-1)
Duncan 22, Jackson 18, Del Negro 18 -
Mcdyess 26, Mccloud 18, Kidd 16.
Stórleikur Shawns Kemp tryggði
Cleveland sigurinn á Indiana en tap
hefði þýtt að liðið hefði fallið úr leik.
Aö duga eöa drepast
„Það var að duga eða drepast fyrir
okkur. Ég er ekki neinn súpermaður.
Ég hef leikið oft áður í úrslitakeppn-
inni og spilað vel,“ sagði Kemp eftir
sigurinn í nótt.
Indiana náði að minnka muninn
niður í 3 stig þegar ein mínúta var eft-
ir en Cleveland átti góðan endasprett
og skoraði sex síðustu stig leiksins.
Nýliöi ársins var í
aðalhlutverkinu
Nýliði ársins, Tim Duncan, var í að-
alhlutverki í liði SA Spurs sem lagði
Phoeniox að velli og náði þar með 2-1
forystu í einvígi liðanna. Duncan
skoraði 22 stig og tók 14 fráköst. Spurs
gerði út um leikinn í þriðja leikhluta.
Staðan var jöfn í hálfleik, 44-44, en
Spurs náði undirtökunum og hafði 12
stiga forskot þegar kom að fiórða leik-
hlutanum.
„Við tókum þetta á vöminni og vor-
um ekki að gefa þeim auðvelt skot
eins og í síðasta leik,“ sagði David
Robinson, miðherji Spurs, sem skor-
aði 17 stig í leiknum.
Fjórir leikir vora í úrslitakeppn-
inni í fyrrinótt og urðu úrslitin þessi:
Miaml-New York .......... 86-96 (1-1)
Mourning 30, Lenard 25, Hardaway 15 -
Starks 25, Houston 24, Johnson 22.
Chicago-New Jersey........96-91 (2-0)
Jordan 32, Kukoc 19, Pippen 17
- Kittles 23, Douglas 20, Gill 12.
LA Lakers-Portland..... 108-99 (2-0)
Fox 24, Jones 21, Shaq 19 -
Rider 24, Stoudamire 17, Grant 15.
Seattle-Minnesota............. 93-98 (1-1)
Payton 32, Schrempf 15, Anthony 13 - Mar-
bury 25, Porter 21, Mitchell 18.
-GH
Lilleström af botninum
Lilleström fékk sín fyrstu stig í norsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld
með 3-2 sigri á Válerenga. Heiöar Helgu-
son lék allan leikinn með Lilleström en
Rúnar Kristinsson er enn ekki leikfær.
Brynjar Gunnarsson lék ekki með Váler-
enga og varð að láta sér nægja að spila
með varaliöi félagsins um helgina.
-VS
Einar byrjar vel
Einar Örn Birgisson, helsti
markaskorari Þróttcir R. í fyrra,
byrjar vel með Lyn í norsku
knattspymunni. Einar gerði tvö
mörk í bikarleik í síðustu viku
og er þegar orðinn vinsæll hjá
stuðningsmönnum liðsins, að
sögn norskra blaða. -VS
Örebro missti af fyrsta sigrinum
Örebro missti af fyrsta sigri sínum i ár í sænsku úrvalsdeildinni í
knattspymu í gærkvöld. Örgryte jafnaði, 1-1, á lokamínútunni i leik
liðanna sem fram fór í Örebro. Arnór Guðjohnsen lék allan leikinn með
Örebro en Hlynur Birgisson og Gunnlaugur Jónsson voru ekki með.
Gautaborg og Norrköping gerðu 0-0 jafntefli. Birkir Kristinsson var
ekki í marki Norrköping og keppinautur hans um stöðuna, Eddie Gust-
afsson, varði vítaspymu. Elfsborg og Trelleborg gerðu jafntefli, 1-1. Har-
aldur Ingólfsson lék ekki með Elfsborg. -VS/EH
Eiríkur Önundarson
gekk í gær í raöir úr-
valsdeildarliðs KR í
körfúknattleik en hann
hefur frá 16 ára aldri
leikið með meistara-
flokki ÍR. Eiríkur hefur
undanfarin ár veriö
einn af lykilmönnum ÍR
og í hópi bestu bakvarða
landsins. ÍR féll sem
kunnugt er í 1. deild og í
kjölfarið ákvað Eiríkur
að breyta til.
„Mér líst mjög vel á
það að ganga til KR-
inga. Fyrir mig sem
körfuboltamann var
nauðsynlegt á þess-
um tímapunkti að
breyta til og prufa að
leika með öðra félagi.
Þaö er mikill metnaö-
ur hjá KR og liðið
hefur alla möguleika
á að verða áfram
topplið í körfuknatt-
leik. Það er samt
erfitt að yfirgefa ÍR-
inga,“ sagði Eiríkur í
samtali við DV í gær-
Eiríkur Onundarson. kvöld. -JKS
Palace fell 11. deild
Crystal Palace féll úr ensku úr-
valsdeildinni í gærkvöld eftir að-
eins vetursetu í deildinni þegar lið-
ið beið 0-3 ósigur gegn Manchester
United á heimavelli í London.
Það vora þeir Paul Scholes, Nicky
Butt og Andy Cole sem skoruðu fyr-
ir United í leiknum.
Hermann Hreiðarsson lék með
Palace síðustu fimm mínúturnar.
Arsenal er í efsta sæti með 72 stig
eftir 34 leiki en United hefur 71 stig
eftir 36 leiki og er í öðru sæti.
-JKS
Erum við að
missa af lestinni?
- ráöstefna í Laugardal í kvöld
Ólympíuakademía ÍSÍ og Samtök
íþróttafréttamanna efna til
ráðstefnu í fundarsal ÍSÍ á 3. hæð
íþróttamiðstöðvarinnar kl. 20 í
kvöld undir yfirskriftinni: Eram við
að missa af lestinni? Það verður
fiallað um æfingatíma íslensks
afreksfólks, hann borinn saman við
það sem gerist hjá erlendum
afreksmönnum og leitað svara við
ýmsum spurningum sem þessu
tengjast.
Frammælendur verða Kristján
Arason, handknattleiksþjálfari hjá
FH, Brian Marshall, sundþjálfari
SH, Vanda Sigurgeirsdóttir,
landsliðsþjálfari kvenna í
knattspyrnu, og Gauti Grétarsson
sjúkraþjálfari. Þau flytja 10 mín.
erindi hvert og einnig segir
Kristinn Bjömsson skíðamaður (á
myndbandi) frá æfingaáætlun sinni.
Loks verða pallborðsumræður
undir stjóm Ingólfs Hannessonar,
formanns Ólympiuakademíunnar
og íþróttastjóra RÚV.
Gera má ráð fyrir að margt
forvitnilegt beri á góma þar sem
saman koma margir helstu
afreksíþróttamenn og þjálfarar
landsins.
Örvar Guömundsson tryggði sér um
helgina íslandsmeistaratitilinn í
snóker í flokki 21 árs og yngri þegar
hann bar sigurorð af knattspyrnu-
kappanum Þorbirni Atla Sveinssyni í
úrslitaleik, 5-3.
Örvar lagði Jakob Hrafnsson í und-
anúrslitunum, 4-3, og Þorbjörn Atli
sigraði Davíö Má Gunnarsson, 4-0.
Guóni Magnússon varð íslands-
meistari i öidungafiokki en hann
sigraði Jðnas P. Erlingsson i spenn-
andi úrslitaleik, 4-3
Lokahóf HSÍ verður haldið á Hótel
Sögu á fimmtudagskvöldið. Miða-
kaup og pantanir skulu fara fram á
Hótel Sögu (söludeiid) og hófst miða-
salan í dag.
Fram og Valur mætast i úrslitaleik
Reykjavíkurmóts karla í knattspymu
þann 9. mai. Fram hlaut 8 stig í A-
deildinni, Valur 7, Víkingur 7, KR 6,
og Þróttur 6 en Fylkir rak lestina
með 2 stig og féll i B-deild.
ÍR og Léttir leika til úrslita um sæti
i A-deild þann 10. mai. ÍR vann Létti,
2- 0, í lokaumferð B-deildar um helg-
ina. ÍR fékk 12 stig, Léttir 9, Leiknir
6, Fjölnir 3 en Ármann ekkert.
ÍBV sigraði Hauka, 7-4, í deildabik-
ar kvenna i knattspyrnu um helgina.
Sindri vann Þrótt í Neskaupstað,
3- 0, í lokaleik riðlakeppninnar í
deildabikar karla.
HK varö síðasta liðið til að komast í
16-liöa úrslit deildabikars karla. Það
réðst þegar Þór tapaði fyrir Leiftri,
O-l, í síðasta leik C-riðils.
ÍBV og HK mætast í fyrsta leik 16-
liöa úrslitanna i kvöld. Leikið er á
grasvellinum á Tungubökkum í Mos-
feilsbæ kl. 19. Hinir sjö leikirnir
verða allir annað kvöld.
Tveir aðrir leikir verða á grasi.
Fram og Valur leika á Tungubökkum
og Keflavík-ÍA á Garðskagavelli.
Á gervigrasinu á Ásvöllum leika
FH-Fylkir og Stjarnan-Haukar. Leift-
ur og Þróttur R. leika á gervigrasvelli
Leiknis í Breiðholti. Loks verða tveir
malarleikir, Tindastóll-KR á KR-velli
og Breiðablik-ÍR á Vallargerðisvelli i
Kópavogi.
Pétur Marteinsson lék i 26 mínútur
gegn Öster á sunnudag en fékk engu
að síður 3 í einkunn af 5 mögulegum.
Pétmr fór meiddur af velli.
Stefán Þóröarson hjá Öster fékk 2 i
einkunn í umræddum leik. Hann
fiskaöi vítaspymu sem Öster nýtti
síðan ekki.
Tim Duncan hjá San Antonio Spurs
var útnefndur nýliði ársins í
NBA-deildinni í körfubolta í
gærkvöld. Hann fékk 113 atkvæði af
116 mögulegum.
Helena Ólafsdóttir skoraði 2 mörk í
gærkvöld þegar KR vann Val, 4-2, í
fyrsta leik Reykjavíkurmóts kvenna í
knattspymu. Olga Færseth og Hrefna
Jóhannesdóttir skoruðu hin mörk
KR. Erla Sigurbjartsdóttir og Ásgerð-
ur Ingibergsdóttir skoruöu fyrir Val.
Fjölnir er þriðja liðið i mótinu.
-GH/VS/ JKS/EH
Coulthard hélt uppi heiðri McLarens
- fyrsti sigur Skotans á árinu - Hakkinen enn í efsta sæti
David Coulthard hélt uppi heiðri
McLaren-liðsins og sigraði örugglega
á Imola kappakstursbrautinni í San
Marino á sunnudag. Þetta er þriðji
sigur liðsins í fiórum mótum ársins
og fyrsti sigur Skotans á árinu og sá
fiórði á ferlinum.
Michael Schumacher kom annar í
mark á Ferrari bíl sínum 4,5 sek. á
eftir Coulthard. Eddie Irvine kom
þriðji yfir marklínuna til að staðfesta
árangur Ferrari-liðsins í kapphlaup-
inu við McLaren-liðið sem hefur enn
talsverða yfirburði yfir önnur lið og
19. stiga forystu á Ferrari í stiga-
keppni liða. Hakkinen heldur enn for-
ystu í stigakeppni ökumanna og kem-
ur félagi hans Coulthard næstur.
Hakkinen hætti
„Ég fékk aukið sjálfstraust í dag og
sigurinn þýðir að nú er ég aftur kom-
inn í baráttuna um heimsmeistara-
titilinn, það bætir mér upp vonbrigð-
in frá því í Argentínu," sagði hinn 27
ára Coulthard. Hann byrjaði keppn-
ina á fremsta rásstað við hlið félaga
síns Hakkinen og náðu þeir að kom-
ast undan og byggja upp verulegt for-
skot á Schumacher sem var sá eini af
„hinum“ ökumönnunum sem hélt
eitthvað í við McLaren. Á 17. hring
komu svo fyrstu stóru vonbrigði McL-
aren-liðsins í ár þegar Hakkinen varð
að hætta keppni vegna bilunar í gír-
kassa og það skildi eftir annað sætið
fyrir Schumacher.
„Við gerðum okkar besta og gerð-
um ekkert vitlaust í dag. í hreinskilni
sagt hefði ég lent í þriðja sæti við
venjulegar kringumstæður."
Drasl í olíukæli
Eftir seinna viðgerðarhlé Coult-
hards hafði hann 24 sek. forskot á
Þjóðverjann á rauða Ferrari-bílnum
sem fór að sækja fast á hæla Skotans,
sem virtst vera að fatast flugið, og
minnkaði bilið milli þeirra jafnt og
þétt.
„Það hafði safnast saman drasl í olíu-
kælinum sem við náðum ekki að fiar-
lægja í viðgerðarhléum. Þess vegna
lækkuðum við snúningshraða vélar-
innar til að halda hita í lágmarki,“
sagði Ron Dennis, keppnisstjóri McL-
aren, um vandræði Coulthards á
lokahringjunum.
„Við höfðum fullkomna stjóm á
ástandinu en ég held að það hafi verið
mjög spennandi að fylgjast með
lokamínútunum, alla vega fyrir okkur“.
Villeneuve óánægður
Baráttan um þriðja sætið var hörð
og voru það erkifjendurnir Villeneu-
ve og Irvine sem háðu baráttuna alla
keppnina en Villeneuve hafði rænt
stöðunni af Irvine með feikigóðri ræs-
ingu í upphafi keppninnar. Það var
snöggt viðgerðarhlé Ferraris sem gaf
Irvine nægilegt forskot til að komast
út á undan Kanadamanninum en við-
gerðarmenn Williams voru í vand-
ræðum með að loka bensínlokinu eft-
ir áfyllingu. Og það kostaði heims-
meistarann dýrmætan tíma.
„Ég var svolítið fljótari en Eddie á
brautinni en við voram að missa tíma
í viðgerðarhléum," sagði Villeneuve
sem náði sínum besta árangri á þessu
ári. „Það er gott að geta klárað en
þrjú stig era ekki nóg.“
Villeneuve endaði í 4. sæti á undan
félaga sínum Hanz H Frentzen sem
náði að troða sér fram fyrir Jean Al-
esi í seinna viðgerðarhléinu. Alesi
kom sjötti í mark, heilum hring á eft-
ir David Coulthard sem ók 62 hringi
(305,6km) á 1:34:24 klst.
Stigakeppnni ökumanna:
1. Hakkinen....................26
2. Coulthard ..................23
3. Schumacher..................20
4. Irvine ......................10
5. Frenzten.....................8
6. Wur .........................6
7. Villeneuve ..................5
8. Alesi........................3
9. Herbert......................1
9. Fisichella ..................1
Stigatafla keppnisliða:
1. McLaren ....................49
2. Ferrari.....................30
3. Williams ...................13
4. Benetton ....................8
5. Sauber.......................4
-ÓSG
Þjóðverjinn Michael Schumacher á Ferrari kom annar í mark í San Marínó
kappakstrinum um helgina. Símamynd-Reuter