Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Qupperneq 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998
Sviðsljós
DV
átt
von a
go
>um
Degi
Austur í Búlgaríu er líka hugsaö um tískuna. Þar í landi hefur rauöur litur
alltaf veriö í miklu uppáhaldi, kannski þvinguöu hjá sumum. Búlgarski hönn-
uðurinn Milena Veliova telur litinn hins vegar hæfa þessum kvöldkjól.
Cliff Richard:
Raddböndin
lögð á hilluna
Já, mál er að linni. Breski guliald-
arpopparinn ClifF Richard hefur
ákveðið að hætta að syngja. Cliff
hefur líka verið að í fjörutíu ár. Á
þeim tima hefur hann átt þrettán
lög í fyrsta sæti vinsældalistans
breska og selt 250 milljón eintök af
plötum sínum. Talandi um plötur,
þá eru breiðskifumar orðnar 57 og
sú 58. bætist í hópinn í haust. Það á
að verða sú síðasta.
Cliff ætlar þó ekki að leggjast í
leti, þótt hann hafi efni á því, held-
ur leita að ungu hæfileikafólki.
Meðal
að alvinninga
er fartölva
frá Nýmark.
Lestu bladid og taktuþátt í íeiknum!
Wo 00.00
'y' Þú greiðir ekkert umfram vcnjulegt slmul
Madonna með
Kynþokka- og poppdísin
Madonna skartar forkunnar-
fógru glóðar-
auga þessa
dagana.
Ekki er það
nú svo gott
að hún hafi
fengið það í
slagsmálum
á einhverj-
um sudda-
barnum, aldeilis ekki. Stúlkan
meiddist þegar hún var að leika
sér við átján mánaða gamla dótt-
ur sína, Lourdes. Já, þannig var
að Madonna var að hossa Lour-
des litlu á hnjám sér þegar haus-
ar þeirra rákust saman með fyrr-
greindum afleiðingum. Ekki
fylgir sögunni hvort sjái á barn-
inu.
Cruise og Kid-
man ívinnu
Hjónakomin Tom Cruise og
Nicole Kidman héldu áreiðan-
lega að þau væm endanlega laus
við leik-
stjórann
Stanley
Kubrick,
sem hélt
þeim nánast
í gislingu í
Englandi í
eitt ár eða
meira. Á
meðan máttu þau ekki og gátu
ekki unnið fyrir aðra leikstjóra.
Fregnir herma nú að Kubrick
vilji fá leikarana aftur til sín til
frekari myndatöku. Ekki er vit-
að hversu lengi Kubrick vill
halda hjónunum í þetta sinn.
Tom er á lausu en Nicole ekki.
Kryddpíurnar:
Þénuðu 7 milljarða
Kryddpíurnar fengu í fyrra 7
milljarða íslenskra króna í tekjur
fyrir plötusölu, tónleikahald og
þátttöku í ýmsum auglýsingum. Það
þýðir að hver Kryddpíanna hefur
fengið rúman milljarð í vasann á
síðasta ári.
Oftast hafa það verið gamal-
reyndir menn eins og Paul
McCartney og Mick Jagger sem
hafa verið efstir á listanum yfir
tekjuhæstu bresku listamennina.
En í fyrra urðu þeir sem sé að sætta
sig við að Kryddpíumar yrðu fyrir
ofan þá.
Það virðist sem vinsældir
stelpnanna séu ekkert að dvína
þessa dagana. Miðar á fyrstu
tónleika þeirra í Bandaríkjunum
seldust til dæmis upp á 12 mínútum.
Gert er ráð fyrir að Kryddpíumar
græði jafnvel enn meira í ár en í
Kryddpíurnar voru tekjuhærri en Paul McCartney og Mick Jagger í fyrra.
fyrra því á miðju síðasta ári ráku
þær umboðsmann sinn, Simon
Fuller, og sjá nú sjálfar um
reksturinn samkvæmt frásögnum
breskra blaða.
Þær hafa sett á laggirnar fjögur
aðskilin fyrirtæki undir nöfnunum
Spice Girls Touring, Spice Girls
Productions, Spice Girls Merch-
andising og Spice Girls Perfumes.
Ævintýrið byrjaði í mars fyrir
þremur ámm þegar þær Emma
Bunton, Mel C, Mel B, Geri
Halliwell og Victoria Adams Posh
svöruðu auglýsingu þar sem óskað
var eftir hljómsveit. Reyndar var
Victoria þá þegar í góðum efnum
þvi hún er af ríku fólki komin. En
hinar Kryddpíurnar höfðu haft lítil
kynni af peningum áður en þær
fóra að raka þeim inn.
Marla í öðruvísi
innkaupaferð
Þegar Marla Maples var eigin-
kona auðjöfúrsins Donalds Tramps
fór hún varla í aðra verslunarleið-
angra en í búðir frægra tískuhönn-
uða í New York. Eftir að þau hjóna-
komin skildu virðist Marla jafn-
ánægð í venjulegum stórmörkuðum
og í fínu tískuverslununum forðum.
Nýlega sást Marla, sem er fyrr-
verandi fegurðardrottning, klædd í
æfingagalla í stórmarkaði. Hún
gekk þar um með innkaupakörfu
eins og hver annar viðskiptavinur.
Sagan segir að Marla og dóttir
hennar, Tiffany, sem hún átti með
Donald, hafi flutt til Los Angeles
eftir að hafa yfirgefið heimili
fjölskyldunnar í Flórída. Marla og
Donald, sem skildu í júní i fyrra,
hafa enn ekki gengið frá
skilnaðarsamkomulaginu.
i
I
(
I
(
(
(
(
(
(
(
(
(
i
(
i
(