Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Síða 30
34
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998
Afmæli
Angantýr Einarsson
Angantýr Einarsson, skólastjóri
Litlulaugaskóla í Reykjadal í Suður-
Þingeyjarsýslu, til heimilis að Gerði
á Laugum, er sextugur í dag.
Starfsferill
Angantýr fæddist á Hermundar-
felli í Þistilfirði og ólst þar upp til
átta ára aldurs en flutti þá til Akur-
eyrar. Hann lauk stúdentsprófi frá
MA 1958 og var við nám í íslenskum
fræðum við HÍ 1958-61 og tók kenn-
arapróf frá KÍ 1962.
Angantýr var kennari á Þórshöfn
1960-61, 1962-63 og 1964-67, skóla-
stjóri í Skúlagarði í Kelduneshreppi
1963-64 og við Grunnskólann á
Raufarhöfn 1968-78, kennari þar
1979-94 en síðan skólastjóri við
Litlulaugaskóla. Hann var ritari
Fjárveitinganefndar Alþingis
1958-59, erindreki hjá Alþýðusam-
bandi Norðurlands 1967-68 og tölvu-
forritcU'i hjá ACO 1978-79. Auk þess
hefur Angantýr stundað margvísleg
störf á sumrin, m.a. handfæraveiðar
og grenjavinnslu á Langanesi frá
1980.
Angantýr sat í hreppsnefnd Rauf-
arhafnarhrepps 1970-78 og 1990-94
og var þá oddviti og formaöur
stjórnar Fiskiðju Raufarhafnar, sat
í sýslunefnd 1966-70, hefúr gegnt
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Al-
þýðubandalagið í Norður-
landskjördæmi eystra og
sinnt fjölmörgum öðrum
félagsstörfum.
Fjölskylda
Angantýr kvæntist
19.1. 1964 Auði, f. 15.1.
1946. Hún er dóttir Ás-
gríms Hólm Kristjánsson-
ar, f. 25.3. 1913, d. 7.7. Angantýr
1987, sjómanns á Þórs-
höfn, og k.h., Helgu Har-
aldsdóttur, f. 26.6. 1926, húsmóður.
Börn Angantýs og Auðar eru
Halla, f. 8.11.1964, húsmóðir á Akur-
eyri, gift Ásgeiri Þórhallssyni vöru-
bifreiðarstjóra og eru böm þeirra
Þórhalla, f. 26.12. 1987 og Angantýr
Ómar, f. 6.12. 1990, en sonur Höllu
og Guömundar Bjömssonar er Ein-
ar, f. 30.11. 1984; Hlynur, f. 7.6. 1967,
stýrimaður á Húsavík, í sambúð
með Elínu Guðrúnu Björnsdóttur
og er dóttir þeirra Margrét Bylgja, f.
25.8. 1997 en dóttir Hlyns og Krist-
bjargar Jónsdóttur er Auður Tinna,
f. 8.9. 1987, og dóttir Hlyns og Höllu
Hallsdóttur er íris Ösp, f. 4.6. 1990;
Ásgrímur, f. 3.8. 1972, íslenskunemi
viö HÍ, kvæntur Berglindi Rós
Magnúsdóttur kennaranema og er
dóttir þeirra Auður, f. 2.6.1994; Ein-
Einarsson.
ar, f. 21.9. 1974, d. 29.5.
1979.
Systkini Angantýs em
Óttar, f. 3.10. 1940, skóla-
stjóri á Svalbarði í Þistil-
firði, kvæntur Jóhönnu
Þorsteinsdóttur; Berg-
þóra, f. 21.3. 1944, starfs-
maður Marel, gift Eyjólfi
Friðgeirssyni; Hildigunn-
ur, f. 17.6. 1947, d. 27.5.
1987, læknaritari, var gift
Steinari Þorsteinssyni
tannlækni; Einar Krist-
ján, f. 12.11. 1956, gítar-
leikari i Reykjavík.
Foreldrar Angantýs: Einar Krist-
jánsson, f. 26.10.1911, d. 7.7.1996, rit-
höfundur frá Hermundarfelli, og
k.h., Guðrún Kristjánsdóttir, f. 16.8.
1917, húsmóðir.
Ætt
Einar var bróðir Lilju, móður Ás-
kels Mássonar tónskálds. Einar var
sonur Kristjáns, b. á Hermundar-
felli Einarssonar, b. í Garði í Þistil-
firði Kristjánssonar, b. á Hallgils-
stöðum Sigurðssonar.
Móðir Kristjáns á Hermundarfelli
var Jámbrá ljósmóðir Einarsdóttir,
b. í Garði Guðmundssonar, á Efri-
hólum Sölvasonar, Hrólfssonar, i
Hafrafellstungu Runólfssonar, Ein-
arsonar galdramanns Nikulássonar.
Móðir Einars var Guðrún Páls-
dóttir, b. á Hermundarfelli Þor-
steinssonar, b. á Brimnesi Jónatans-
sonar. Móðir Guðrúnar var Stein-
unn Jónsdóttir, b. á Múla í Öxar-
firði Jónssonar, b. á Snartarstöðum
Jónssonar.
Meðal systkina Guðrúnar er Þór-
halla, móðir Áma Harðarsonar
söngstjóra. Guðrún er dóttir Krist-
jáns, b. í Holti í Þistilfirði Þórarins-
sonar, b. á Efrihólum og Laxárdal,
Benjamínssonar, b. í Akurseli Þor-
steinssonar, b. í Hafrafellstungu
Þorsteinssonar, b. á Staðarlóni Þor-
steinssonar, bróður Skíða-Gunnars,
langafa Gunnars á Ljótsstöðum, föð-
ur Gunnars rithöfundar. Móðir
Kristjáns var Vilborg Sigurðardótt-
ir, hálfsystir Ingveldar, móður Am-
ar Amarsonar skálds.
Móðir Guðrúnar var Ingiríður,
systir Jóhannesar á Gunnarsstöð-
um, afa Steingríms Sigfússonar
alþm. Önnur systir Ingiríðar var
Sigríður, amma Björns Teitssonar,
skólameistara á Isafirði. Ingiríður
var dóttir, Áma b. á Gunnarsstöð-
um Davíðssonar, b. á Heiði á Langa-
nesi Jónssonar. Móðir Ingiriðar var
Ambjörg Jóhannesdóttir, b. á Ytra-
Álandi Ámasonar, b. á Staðarlóni í
Öxarfirði, Ámasonar.
Angantýr er að heiman.
Auður Hildur Hákonardóttir
Auður Hildur Hákonar-
dóttir, forstöðumaður
Listasafns Árnesinga á
Selfossi, til heimilis að
Straumum í Ölfusi, er sex-
tug í dag.
Starfsferill
Auður Hildur fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp
við Bústaðaveginn. Hún
lauk námi sem myndvef-
ari frá Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands 1968,
stxmdaði nám í sömu grein
inburgh College of Art 1969
vefnaðarkennaraprófi frá
lista- og handíðaskól-
anum 1980.
Auður Hildur var
kennari við Myndlista-
og handíðaskóla ís-
lands 1969-75, skóla-
stjóri þar 1975-78 og
kennari þar til 1981,
var forstöðumaður
Byggða- og listasafns
Ámesinga á Selfossi
1986-93 er hún dró sig
í hlé vegna veikinda
en hefur svo aftur ver-
ið forstöðumaður þar
við Ed- frá 1.3. 1998.
oglauk Auður Hildur vann að mynd-
Mynd- vefnaði 1969-90 og tók þá þátt í
Auöur Hildur
Hákonardóttir.
flölda samsýninga og hélt þrjár
einkasýningar. Hún hefur látið ým-
is félagsmál til sín taka, m.a. unnið
að uppbyggingu Ullarvinnslunnar í
Þingborg og stuðlað á annan hátt
að eflingu handverka. Þá hefur hún
skrifað greinar af ýmsu tilefni i
blöð og tímarit.
Fjölskylda
Auður Hildur giftist 31.12. 1976
Þór Vigfússyni, f. 2.4.1936, kennara
og skólastjóra. Hann er sonur Vig-
fúsar Guðmundssonar, bifreiða-
stjóra á Selfossi, og Guðrúnar Jóns-
dóttur húsmóður.
Börn Auðar Hildar em Kolbrún
Oddsdóttir, f. 8.6. 1956, landslags-
arkitekt og garðyrkjustjóri í Hvera-
gerði; Hákon Már Oddsson, f. 1.12.
1958, kvikmyndagerðarmaður í
Reykjavík.
Systur Auðar Hildar em Inga
Huld Hákonardóttir, f. 15.3. 1936,
rithöfundur í Reykjavik; Hjördís
Björk Hákonardóttir, f. 28.8. 1944,
héraðsdómari í Reykjavík.
Foreldrar Auðar Hildar voru Há-
kon Guðmundsson, f. 16.10. 1904, d.
6.1. 1980, hæstaréttarritari og yfir-
borgardómari í Reykjavík, og Ólöf
Dagmar Árnadóttir, f. 14.10.1909, d.
7.7. 1993, rithöfundur.
Auður Hildur er að heiman.
Halldór Fannar
Halldór Fannar tannlæknir,
Funafold 58, Reykjavík, er fimmtug-
ur í dag.
Starfsferill
Halldór fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp til níu ára aldurs en
síðan í Kópavogi. Hann var í Mela-
skóla, Kársnesskóla og Gagnfræða-
skóla Kópavogs, stundaði nám við
VÍ og lauk þaðan stúdentsprófi 1969
og lauk kandídatsprófi í tannlækn-
ingum frá Tannlæknadeild HÍ 1977.
Halldór var aðstoðartannlæknir
hjá Heröi Sævaldssyni í Reykjavík
1977-78 en hefur síðan rekið eigin
tannlæknastofú. Þá er hann stunda-
kennari við Tannlæknadeild HÍ frá
1978 og var enn fremur stundakenn-
ari við Tannsmíðaskóla íslands
1988-96.
Á stúdentsámnum stofnaði Hall-
dór og landsþekktir vinir hans hið
vinsæla Ríó tríó. Hann var ritari í
stjóm Félags íslenskra tannlækna-
nema 1972-73, ritstjóri Harðjaxls
1973, ritari í stjóm Tannlæknafélags
íslands 1981-83 og sat í skólanefhd
Tannsmíðaskóla íslands 1981-82.
Fjölskylda
Fyrri eiginkona Halldórs var
Kristrún O. Stephensen, f. 18.2.1949.
Þau skildu 1983.
Dætur Halldórs og Kristrúnar em
Soffia Dögg, f. 5.12.1969, tannsmiður
en maður hennar er
Daði Friðriksson og son-
ur þeirra Goði Már, f.
2.1. 1995; Halla Dóra, f.
4.12.1973, læknanemi en
sambýlismaður hennar
er Bjami Adolfsson.
Seinni kona Halldórs
er Guðrún Fríður Garð-
arsdóttir, f. 23.10. 1950,
sjúkraliði.
Synir Halldórs og
Fríðar era Halldór Fann-
ar, f. 1.3. 1984; Róbert
Fannar, f. 24.8. 1985.
Synir Fríðar em Tómas Bents-
son, f. 16.8.1971, bílstjóri en sambýl-
iskona hans er Hjördís Berglind
Zebitz og sonur þeirra Björgvin
Dagur, f. 16.8. 1997; Ólafur
Þorsteinsson, f. 13.9. 1977,
nemi í húsasmíði.
Systkini Halldórs: Þór
Fannar, verslunarmaður í
Reykjavík; Heimir Fann-
ar, verkfræðingur i Amer-
íku; Valur Fannar, byssu-
smiður í Bandaríkjunum;
Hanna Mjöll, sjúkraliði í
Reykjavík.
Foreldrar Halldórs: Valur
Fannar, gullsmiður í
Kópavogi, og Hanna Aðal-
steinsdóttir, deildarritari
við Landsspítalann.
Halldór tekur á móti gestum í fé-
lagsheimili TFÍ að Síðumúla 35,
Reykjavík, í dag kl. 17.00-20.00.
Halldór Fannar.
Oliver Hinrik Oliversson
Oliver Hinrik Oli-
versson kranamaður,
til heimlis að Lauga-
bóli á Laugabakka í
Hrútafirði, er fertugur
í dag.
Starfsferill
Oliver Hinrik fædd-
ist í Reykjavík en ólst
upp í Mosfellssveit og á
Gjögri á Ströndum.
Hann var í Varmárskóla í Mosfell-
Oliver H. Oliversson.
sveit og stundaði nám við
MH um skeið.
Oliver og kona hans bjuggu
á Skagaströnd í nokkur ár
þar sem hann starfaði hjá
Mánavör hf. Þau vora síðan
með kúabúskap í Lækjar-
hvammi skamma hríð en
fluttu þaðan í Grindavík.
Þau stunduöu svínarækt að
Laufási í Víðidal í nokkur ár
en fluttu síðan á Lauga-
bakka þar sem þau búa nú.
Oliver hefur stundað fiskvinnslu
frá því þau fluttu á Laugabakka auk
þess sem hann er kranamaður og
grípur í ýmis önnur störf þegar á
þarf að halda.
Fjölskylda
Oliver kvæntist 24.10. 1981 Jó-
hönnu Bára Jónsdóttur, f. 1.5. 1958,
fiskverkakonu, dóttur Jóns Kon-
ráðssonar og Dýrfinnu Högnadótt-
ur, nú á Hvammstanga.
Fósturdóttir Olivers er Díanna
Rut, f. 6.3. 1976, búsett í Reykjavík
en unnusti hennar er Hilmar Sím-
onarson.
Synir Olivers og Jóhönnu era
Hinrik Þór, f. 31.3. 1981; Oliver, f.
12.9. 1987.
Systkini Olivers: Jóhanna
Hlöðversdóttir, búsett í Mosfellsbæ;
Kristín C. Chadwick, að Hömrum í
Grímsnesi; Hinrik Chadwick, í
Simbabwe.
Foreldrar: Oliver Bárðarson, f.
21.7. 1922, vélstjóri í Reykjavík, og
Auður Jónsdóttir, f. 16.6. 1919,
húsmóðir.
Til hamingju
með afmælið
28. apríl
95 ára
Ingibjörg Halldórsdóttir,
Furugeröi 1, Reykjavík.
85 ára
Þóra Kristjánsdóttir,
Litluhlíð 2 G, Akureyri.
80 ára
Hallgrímur Jónasson,
Ásgerði 5, Reyðarfirði
75 ára
Jón Stefánsson,
Hólavegi 26, Sauðárkróki.
Jón Valdimar Sævaldsson,
Álfaskeiði 100, Hafnarfirði.
Rósinberg Gíslason,
Nesvegi 44, Reykjavík.
70 ára
Branddís
Guðmunds-
dóttir,
Erluhrauni 3.
Hafnarfirði.
Hún er að
heiman.
Alda Andrésdóttir,
Hveramörk 17, Hveragerði.
Erlingur Vigfússon,
Háeyrarv. 12, Eyrarbakka.
Jóhannes Guðmundsson,
Túngötu 3, Húsavík.
Kristján Finnbogason,
Staðarhrauni 9, Grindavik.
Þórarinn Hallgrimsson,
Bláskógum 15, Egilsstöðum.
60 ára
Bryndís Eðvarðsdóttir,
Túngötu 2, Sandgerði.
Guðmundur Jóhannesson,
Þrúðvangi 18, Hafnarfirði.
Sesselja Ásta Jónsdóttir,
Asparfelli 12, Reykjavík.
Sigurbjörg
Sigurbjörnsdóttir,
Hverfisgötu 99 A, Reykjavík.
Sævar Sigiu-ðsson,
Lækjarsmára 100, Kópavogi.
50 ára
Arnór Þorgeirsson,
Smárahlíð 5 E, Akureyri.
Charlotta M. Traustadóttir,
Engimýri 2, Garðabæ.
Guðmundur Þór
Þormóðsson,
Miklubraut 58, Reykjavík.
Halldóra Ólafsdóttir,
Stelkshólum 12, Reykjavík.
Jóhanna Magnúsdóttir,
Víðivangi 9, Hafnarfirði.
Jóhannes Óli Kjartansson,
Smáratúni 20 B, Selfossi.
Sigrún Árnadóttir,
Brekkutanga 28, Mosfellsbæ.
Örn Þorsteinsson,
Tjamarseli 4, Reykjavík.
40 ára
Alfreð Svavar Erlingsson,
Bergholti 6, Mosfellsbæ.
Elín Katla Eliasdóttir,
Krosshömrum 16, Reykjavik.
Emilía Marta Stefánsdóttir,
Logafold 147, Reykjavík.
Guðrún J. Steinþórsdóttir,
Langholtsvegi 4, Reykjavík.
Ingibjörg Halldórsdóttir,
Kirkjustíg 9, Siglufirði.
Kristjana Amardóttir,
Hlíðarhjalla 59, Kópavogi.
Ómar Ingvarsson,
Suðurhvammi 13, Hafnarfirði.
Páll Albert Kristjánsson,
Garðhúsum, Vogum.
Pétur Aðalsteinn Einarsson,
Vesturási 17, Reykjavík.
Soffia Ragna Pálsdóttir,
Klukkurima 1, Reykjavík.
Svanhildur
Steingrímsdóttir,
Leiðhömrum 14, Reykjavík.