Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjérnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Gatslitnir gæslumenn
Gæslumennirnir, sem innan kerfisins eiga að gæta
hagsmuna skattborgaranna, eru upp til hópa handónýtir.
Þessa ályktun er óhjákvæmilegt að draga af þeim
hneykslismálum sem hafa komið upp í tengslum við
Landsbankann á síðustu vikum.
Bankaráð Landsbankans átti að setja bankastjórunum
reglur en gerði það ekki. Ríkisendurskoðun átti að gæta
bankans, en gerði það ekki. Bankaeftirlitið átti fyrir
hönd skattborgaranna að fylgjast með útlánum bankans
en gerði það ekki.
Bankastjórarnir bera að sönnu mikla ábyrgð. Þeir
hafa þurft að axla hana. Þeir hafa tapað störfum sínum,
og því sem er miklu meira virði, virðingu sinni líka. En
eiga þeir sem báru ábyrgð og eftirlitsskyldu gagnvart
almenningi að sleppa einsog hvítir englar?
Bankaráðið átti að sjálfsögðu að setja bankastjórunum
skýrar reglur um risnu. Það hefði komið í veg fyrir
risnuruglið og laxveiðiferðirnar. í þessu brást ráðið
algerlega. í reynd bjó það til grátt svæði þar sem ekki var
ljóst hvað mátti, og hvað mátti ekki.
Hafi bankaráðið vitað af háttsemi bankastjóranna
liggur í augum uppi að það er jafnsekt þeim. Hafi það
ekki vitað af henni er jafn augljóst, að ráðið svaf á
verðinum. í báðum tilvikum brást það eftirlitsskyldu
sinni. Hvemig í ósköpunum getur það þá skotið sér
undan ábyrgð?
Á sama tíma og risnuruglið var í hámarki voru
útlánatöp bankans ríflega tíu miUjarðar. Næstum
helmingur, eða um 40%, var vegna aðeins tíu fyrirtækja.
Samkvæmt því er einboðið að yfirstjórn bankans hefur
brugðist, bankaráð jafnt sem bankastjórar.
Hver ber ábyrgðina á því? Að sjálfsögðu enginn, miðað
við þá formúlu sem ríkisstjórn og bankaráðið hefur búið
til. Nema kannski bankastjórarnir þrír, því yfirlýsingar
ráðherra, bankaráðs og Ríkisendurskoðunar er tæpast
hægt að túlka öðmvísi en svo að enginn beri ábyrgð á
þeim!
Hvar var svo bankaeftirlitið meðan á útlánatöpunum
stóð? Lögum samkvæmt á það að hafa eftirlit með því að
útlánastefna bankanna sé bærilega vitiborin. En í ljósi
þess að næstum helmingur tapsins var vegna aðeins tíu
fyrirtækja er erfitt að forðast þá ályktun að
bankaeftirlitið hafi líka brugðist hrapallega.
Ríkisendurskoðun er svo sérkapítuli út af fyrir sig.
Hún hefur nú fellt harða áfellisdóma yfir rekstri bankans
og innra eftirliti hans. En hvaða stofnun hafði áður
vottað árlega gagnvart almenningi að rekstur bankans
væri í lagi? Það var Ríkisendurskoðun sjálf!
Lögin segja: „Starfsmenn Ríkisendurskoðunar skulu í
einu og öllu óháðir ráðuneytum og stofnunum sem þeir
vinna að endurskoðun hjá.“ Nú er komið í ljós að
ríkisendurskoðandi sjálfur fær árlega 600 þúsund krónur
frá Búnaðarbankanum og viU ekki svara DV hvort aðrir
starfsmenn hafi fengið greitt frá öðmm bönkum.
Hvemig er þá hægt að halda því fram að stofnunin sé
óháð bönkunum, sem hún er að endurskoða? Það er
einfaldlega ekki hægt. Samkvæmt þessu er beint
hagsmunasamband á milli Ríkisendurskoðunar og að
minnsta kosti einhverra banka sem hún endurskoðaði.
Gæslumennirnir standa sig ekki. Hagsmuna
almennings er ekki gætt. Bankaráðið brást herfilega.
Bankaeftirlitið ekki síður. Ríkisendurskoðun er beinlínis
hlægileg og hefur sett blett á Alþingi. Það er þörf á
stórþvotti í kerfinu.
Össur Skarphéðinsson
Það er vel þekkt hér á íslandi að
embættismenn og forstöðumenn
opinberra stofnana hafa oft gerst
brotlegir um það sem almenning-
ur kallar valdníðslu. Þetta fyrir-
bæri er gjarnan réttlætt með því
að valdsmaðurinn hafi haft löglegt
umboð til að fremja athöfnina
(valdníðsluna); því sé ekki við
hann að sakast heldur reglurnar
og lögin.
„Þetta er löglegt en siðlaust,"
sagði Vilmundur Gylfason héma
um árið þegar stjama hans skein
sem hæst. í orðasafni Vilmundar
kom einnig fyrir orðið „möppu-
dýr“ sem lýsir vel þvi starfsum-
hverii sem þróaðist við slíkar að-
stæður. Nú er það Jóhanna Sig-
urðardóttir sem stendur upp úr i
baráttunni og hefur aflað sér virð-
ingar langt út fyrir pólitískar
markalínur.
Nú standa fyrir dyrum sveitar-
stjómarkosningar og finnst mér
því ástæða til að ræða nokkuð um
sérstöðu Reykjavíkur, þess sveit-
arfélags sem, eitt á íslandi, nýtur
þeirrar virðingar að nefnast borg,
þar sem tæplega 40% landsmanna
búa.
Kjósa borgarstjóra
sérstaklega
Víða erlendis (t.d. I Bandaríkj-
unum) eru borgarstjórar kosnir i
almennum kosningum. Kosningar
Fræðslustjórinn í Reykjavík er áhrifamesti og valdamesti embættismað-
ur borgarinnar, segir Bragi m.a. í grein sinni. - Geröur G. Óskarsdóttir
fræöslustjóri.
Aukið aðhald
í stjórnsýslu
ingu við hlutverk
dómsmálaráðherra
Pegar minni-
hlutasjónarmið
ráða ferðinni
Fræðslustjórinn í
Reykjavík er
áhrifamesti og þar
með valdamesti
embættismaður
borgarinnar. Nú-
verandi fræðslu-
stjóri var kjörinn af
meirihluta borgar-
stjórnar. Sá hefur
um árabil verið
einn helsti pólitíski
ráðgjafi Alþýðu-
Kjallarinn
Bragi Jósepsson
prófessor
„Eg á erfítt með að skilja hvern-
ig stuðningsmenn Framsókn-
arfíokks og Alþýðufíokks geta
sætt sig við það valdaafsal sem
felst í því að setja stjórn skóla-
mála í hendur áróðursmeistara
Alþýðubandalagsins. “
legt eða eðlilegt gagn-
vart íbúum Reykjavíkur
að stjórnmálaflokkur
sem hefur aðeins 15%
fylgi á bak við sig fái að
ráða þeirri skólastefnu,
sem hér á að framfylgja;
ekki síst þegar haft er í
huga að Alþýðubanda-
lagið hefur árum saman
haldið uppi þröngsýnni,
flokkspólitískri skóla-
stefnu sem gengur út á
það að tryggja pólitíska
hagsmuni Alþýðu-
bandalagsins.
Ég á erfitt með að
skilja hvernig stuðn-
ingsmenn Framsóknar-
flokks og Alþýðu-
flokks geta sætt sig
við það valdaafsal
sem felst í því að setja
stjórn skólamála í
hendur pólitískum
áróðiu-smeistara Al-
þýðubandalagsins.
Skólamálin eru
stærsti og umfangs-
mesti málaflokkur
borgarinnar. Hér hef-
ur það gerst að meiri-
hluti borgarbúa hefur
til embættis borgarstjóra eru
þannig aðskildar frá kosningum
til borgarstjómar. Með þessu móti
er á vissan hátt skilið á milli lög-
gjafarvalds og framkvæmdavalds.
En hér kemur meira til. Með
þessu móti verður borgarstjórinn
á vissan hátt eins konar fram-
kvæmdastjóri.
Kosning borgarstjóra og kosn-
ingar til borgarstjómar fara að
jafnaði fram samtímis. En þá em
einnig kosnir forstöðumenn nokk-
urra stærstu stofnana borgarkerf-
isins, t.d. fræðslustjóri og lögreglu-
stjóri. í meginatriðum er það svo
að umræddir forstöðumenn ráða
mestu um stefnu og stjórnun um-
ræddra stofnana en kjörtímabil
þeirra er hið sama og hjá borg-
arstjóra og borgarstjórn. Þó er
sérstaða borgarstjórans gagn-
vart kjörnum forstöðumönnum
fyrst og fremst fólgin í því að
borgarstjórinn hefur ákveðið
stjórnsýsluvald yfir forstöðu-
mönnunum, enda þótt þeir séu
kjörnir til sinna embætta á
sama hátt og borgarstjórinn.
Þannig verður borgarstjórinn
einskonar yfirframkvæmda-
stjóri en hinir kjörnu fram-
kvæmdastjórar fara með yfir-
stjóm sinna afmörkuðu embætta.
Innan borgarkerfisins verður því
hlutverk fræðslustjórans i líkingu
við hlutverk menntamálaráðherra
og hlutverk lögreglustjóra í lík-
bandalagsins og var meðal annars
helsti pólitíski ráðgjafi Svavars
Gestssonar þann tíma sem hann
var menntamálaráðherra.
Það getur ekki talist skynsam-
falið þröngsýnum smáflokki að
ráða ferðinni. Þetta heitir að sofna
á verðinum. Hér þarf að spyrna
við fæti.
Bragi Jósepsson
Skoðanir annarra
Ofbeit og uppblástur
„Þannig er nú komið fyrir gróðurfari á Reykja-
nesskaga, að ekkert láglendissvæði í landinu er jafn
illa farið. ... í þessu efni höfum við íslendingar skip-
að okkur á bekk með bláfátækum eyðimerkurþjóð-
um í Asíu og Afríku. Hér er eitt prósent landsins
skógi vaxið þótt aðstæður bjóði upp á annað. Hing-
að til lands hafa komið erlendir fræðimenn og hafa
sumir horfið aftur næstum miður sín eftir kynnin.
Ekki bara kynnin af uppblæstri landsins, heldur
ekki síður af þeim uppblæstri hugarfarsins, sem
ræður hér ríkjum hjá allt of mörgum."
Pétur Sigurðsson í Mbl. 8. maí.
Öræfin svikin
„Á meðan landið er lifandi er bæði hægt að drepa
það og myrða. Og ekki nóg með það: Á meðan þing-
heimur býr sig undir að svíkja öræfin i hendur upp-
sveitarmönnum leyfir annar Fjalla-Eyvindur Fram-
sóknarflokksins í ríkisstjóm að hagsmunaseggir í
sveitum eitri fyrir sjálfan öminn, konung fuglanna
og fleiri saklausa íbúa landsins. ... Og nú á líka að
leggja öræfi landsins undir sveitamenn og afkom-
endur þeirra.“
Ásgeir Hannes Eiríksson i Degi 8. maí.
íslenzk tunga
„Kostir íjarskipta- og samgöngutækni okkar tíma,
sem og vaxandi samstarfs þjóða heims, em miklu
fleiri en annmarkar. Gallar eru á hinn bóginn fáein-
ir. Sá sýnu alvarlegastur, að margra dómi, að lítil
samfélög, þ.e. tungur fámennra þjóða, eiga í vök að
verjast. Þannig á íslenzk tunga undir högg að sækja
gagnvart vaxandi erlendum máláhrifum, einkum frá
enskri tungu. Þar koma einnig til sögunnar erlend-
ar sjónvarps- og útvarpsstöðvar, sem spanna heims-
byggðina alla, aðrir tækni- og fagmiðlar og sitthvað
fleira."
Úr forystugreinum Mbl. 8. maí.