Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998 Utlönd Stuttar fréttir i>v Vifta verður barni að bana Loftvifta varð fimm mánaða gömlu stúlkubami að aldurtila í Nígeríu í síðustu viku. Náinn ætt- ingi var að fagna fæðingu stúlkunnar og sveiflaði henni upp 1 loft með þeim hræðilegu afleið- ingum að höfuð hennar lenti í viftunni og skarst af. Stúlkan lést samstundis. Lög- regla í bænum Akure, þai' sem at- burðurinn átti sér staö, ihugar nú að kæra ættingjann fyrir mann- dráp. Stúlkan, sem hét Bolatito, var fyrsta bam móður sinnar sem hafði árangurslaust reynt að eign- ast bam í flmm ár. Aukin onusta Opið: Mán.-fös. 8~21 Lau. 8-19 Sun. 10-19 Húsasmiðjan Fossaleyni 2 Grafarvogi S: 586 2000 HÚSASMIÐJAN fellihýsi • Miðstöð með hitastýringu • Skráning og númeraplata • Tveggja hellna gaseldavél • 12 volta rafkerfi og rafgeymir • Áfylltur gaskútur • 50 mm kúlutengi • Lokaður lyftubúnaður • Ryðvarinn undirvagn Á • og margt fleira Hafðu samband - ýmsir lánamöguleikar staógreitt Sportbúð - TÍtan • Seliavegi 2 SÍMI 551 6080 • Fax 562 6488 Danir vilja heQa viðræður við nýja landstjórn sem fyrst: Færeyingar munu krefjast fullveldis Poul Nymp Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, segir að gengið verði til viðræðna við nýja landstjörn Færeyinga undireins og færeyska lögþingið hefur samþykkt hana. „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að efna til viðræðna sem fyrst eftir að landstjórnin hefur komið saman og vinna aö lausn þeirra málefna sem ber hæst á stefnuskrá henn- ar,“ sagði Nyrap í viðtali við danska dagblaðið Politiken í gær. Danski forsætisráðherrann vildi hins vegar ekki gefa út neinar yfir- lýsingar hvað snertir þá áherslu sem hin nýja landstjórn leggur á að Færeyingar öðlist fullveldi sem fyrst. „Ég bið nú eftir frekari upplýs- ingum frá landstjórninni," sagöi Nyrap. „Það er ljóst að viðræðurn- ar milli Danmerkur og Færeyja muni snúast að miklu leyti um þrjú málefni: Samband Danmerkur og Færeyja í ljósi þeirra vanda- mála sem risið hafa í kjölfar banka- málsins; um samkomulag vegna skuldar Færeyinga sem nema um 600 milijónum islenskra króna; og mögulegar skaöabætur til Færey- inga vegna taps þeirra í bankamál- inu.“ Fólkaflokkurinn, Þjóðveldis- flokkurinn og Sjálfstýriflokkurinn náðu samkomulagi um stjórnar- myndun á laugardag en flokkarnir vilja allir efna til viðræðna við Dani um að Færeyjar verði full- valda ríki. í drögum að samkomu- lagi flokkanna er tekið mið af lög- um frá 1918 sem kváðu á um að ís- land yrði fullvalda riki. Flokkarnir leggja til að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um fullveldissamninginn i Færeyjum eftir að þeir hafa náð samkomulagi við stjórnvöld í Danmörku. Jonathan Motzfeldt, leiðtogi grænlensku stjórnarinnar, sagðist í gær skilja vel að gremja Færeyinga í garð Dana skuli endurspeglast í óskum þeirra um fullveldi frá Dan- mörku. Motzfeldt segir að vel geti verið að Grænlendingar muni einnig hugsa sinn gang ef viðun- andi niðurstaða fæst á viðræðum Færeyinga við Dani um að Færeyj- ar verði fullvalda ríki. Maður syrgir viö kistur þeirra sem fórust í aurskriðunum sem féllu í suöurhluta Ítalíu í síöustu viku. Kistum þeirra, alls 95, var raöaö hliö við hliö á rauöan dregil á íþróttaleikvangi í bænum Sarno áöur en jaröarför þeirra fór fram í gær. Bera varö fjölmarga aðstandendur hinna látnu í burtu á meöan á athöfninni stóö því tilfinningarnar báru þá yfirliði. Þjóöarsorg er nú á Ítalíu og hefur forsætisráöherra skipað aö fánar skuli dregnir í hálfa stöng til aö minnast hinna látnu. Símamynd Reuter Alls óvíst um friðarviðræður Dennis Ross, sérlegur sendifull- trúi Bandaríkjaforseta sem hefur haft milligöngu um að koma frið- arviðræðum aftur af stað í Mið- austurlöndum, hélt heimleiðis í gær án þess að hafa náð samkomulagi við Benjamín Netayahú, for- sætisráðherra ísraels um hvort nýr fundur verði haldinn síðar í þess- um mánuði. Vonast hafði verið til að Net- anyahú og Yassir Arafat myndu báöir mæta til fundar í Lundún- um í dag. Að sögn Ross hafnaði Netanyahú aifarið að láta um 13% af landssvæði af hendi við sjálf- stjóm Palestínumanna, sem var hluti af sáttatillögu Bandaríkja- manna til að koma viðræðunum aftur af stað. Óvíst er hvort orðið geti af við- ræðunum síðar í þessum mánuði. Áfangasigur á Norður-írlandi: Sinn Fein samþykkti friðarsamkomulag Sinn Fein, pólitískur armur írska lýöveldishersins, samþykkti meö miklum meirihluta á flokksþingi sínu í gær að styðja samkomulag um frið á Norður-írlandi, sem und- irritað var á fostudaginn langa. Þar með hafa félagar í Sinn Fein sýnt vilja sinn í verki um að þeir vilji heils hugar binda enda á skálmöld- ina þar sem kaþólikkar og mótmæl- endur hafa miskunnarlaust vegið hvorir aðra í yfir 30 ár. Niðurstaða flokksþingsins er einnig mikill sigur fyrir Gerry Ad- ams, leiðtoga Sinn Fein, sem hefur haft forystu í viðræðunum um frið á Norður-írlandi. Áöur höfðu aðrir stjórnmálaflokkar sem tóku þátt í friðarviðræðunum lýst yfir stuðn- ingi við samkomulagið en samþykkt Sinn Fein ræður úrslitum um hvort friður eigi framtíð fyrir sér á Norð- ur-írlandi. Gerry Adams hrósar sigri í gær eftir aö Sinn Fein samþykkti samkomu- lag um frið á Noröur-írlandi. Holbrook gefst upp Sérstakur sendifúlltrúi Bandaríkjanna í deilunni í Kosovo, Ric- hard Hol- brook, lýsti því yflr í gær að viðræður milli Serbíu, Albaníu og Kosovo-Al- bana um skálmöldina í Kosovohéraði væru í hnút. Serbneskur lögreglumaður var í gær myrtur af leyniskyttu í Kosovo sem geröi Holbrook sýnu erfiðara fyrir. Sósíalistar vinna sigur Sósialistar unnu stórsigur í kosningunum í Ungverjalandi, ef marka má fyrstu tölur. Sósílista- flokkurinn reyndist vera með 70% atkvæða. Enn bíöur Louise Breska barnfóstran Louise Woodward, sem var fundin sek um að hafa orðið bami að bana í Massachussetts í Bandaríkjunum þar sem hún var bamfóstra, bíður enn eftir niðurstöðu í einkamáli sem höfðað var gegn henni. Það hefur nú tekið níu vikur. Vilja aflétta viðskiptabanni íraksstjóm hóf í gær nýja her- ferð gegn viöskiptabanninu sem sett var á landið eftir Persaflóa- stríðið árið 1990 og krefjast þess að því verði tafarlaust aflétt. Hillary tekur afstöðu Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa tekið af- stöðu með Palestinu- mönnum á sjónvarpsfundi í Genf þar sem hún ávarpaöi unga ísraels- menn og Araba í gegnum gervihnött frá Washington D.C. Hillary er sögð hafa sagt að henni fyndist að sjálf- stjómarlendur Palestínumanna ættu með tíð og tíma að verða fullvalda ríki. Kissinger gefur einkunn Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði í gær að erfitt væri að sjá hvemig myntbandalag Evrópu gæti orðið að vemleika en bætti við að enn erfiðara væri að ímynda sér að forkólfar þess leyfðu því að falla um sjálft sig. Þetta kom fram í grein sem Kiss- inger skrifaði í sænska dagblaðið Dagens Nyheter. 35 Alsírmenn myrtir Þrjátíu og fimm Alsírmenn létu lífið í átökum síðustu daga. Stjórnarherinn felldi 30 uppreisn- arhermenn og 5 óbreyttir borgar- ar létu lífið í átökum. Sjálfsvíg biskups Þúsundir manna voru viðstaddar jarðarför pakistansks biskups sem ffamdi sjálfsvíg til aö mótmæla landslögum um guð- last. Með þessu vildu fylgjendur hans sýna samstöðu með gerðum hans. Annan endar Afríkuferð Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt í gær á brott frá Afr- Iku eftir að hafa heimsótt þar 8 ríki. Ferðin þótti ekki takast sem skyldi og mátti fram- kvæmdastjór- inn sæta gagn- rýni hvar sem hann fór, nú síðast ffá forseta Eritreu. Annan tókst heldur ekki að ná samkomulagi viö Rúanda- stjóm um að hætta aftökum á Hútuum sem sakaðir eru um að hafa átt þátt I þjóðarmorði Tútsa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.