Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998 Spurt í Grindavík Sveitarstj ór narkosningar 1998 Hver veröa úrslit sveitar- stjórnarkosninga í Grindavfk? Roland Buchholz sjómaður: Ég er mjög áhugalaus um kosn- ingamar hér og mér finnst ekk- ert spennandi í boði. Ég hef ekki hugmynd um hver verður sigurvegari. Grétar Guðfinnsson sjómað- ur: Ég get ekki spáð um hver vinnur. Ég er ekki ánægður með neinn af listunum og mun ekki kjósa. Guðmundur Pálsson tann- læknir: Ég spái að D- og B-list- amir haldi meirihluta. Þórður Magnússon sjúkra- þjálfari: Þetta verða jafnar og tvísýnar kosningar. Ég treysti mér ekki til að spá um úrslitin. Steinunn Óskarsdóttir, aðstoð- arkona tannlæknis: Ég er ekki viss hver vinnur. Þetta verður mjög jafnt. Ingibjörg Áslaugsdóttir ritari: Ég held að D- og B-listar vinni og haldi meirihlutanum. Sveitarstjórnarkosningar í Grindavík: Innsiglingin og bygg- ing nýs grunnskóla Nýtt framboð Grindavíkurlistinn hefur litið dagsins ljós fyrir sveitar- stjómarkosningamar í Grindavík. Hér er um að ræða sameiginlegt framboð Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og óháðra. Eftir síðustu sveitarstjómarkosn- ingar mynduðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur meirihluta í Grindavík. Þessir flokkar fengu tvo menn hvor. Alþýðuflokkur fékk einnig tvo menn og Alþýðubandalag einn. Stóra spumingin fyrir þessar kosningar er hvort minnihlutanum takist með þessari sameiningu að ná völdum í bænum. í Grindavik em tvö stærstu kosn- ingamálin framkvæmdir við inn- siglinguna og bygging nýs grunn- skóla. Atvinnumálin em líka ofar- lega á dagskrá og fjölgun íbúa í bænum samhliða því. í flestum at- riðum em stefnumál listanna frekar lík. Grindavíkurlistinn stefhir þó að róttækustu breytingunni í leik- skólamálum þar sem stefnt er á leik- skóla fyrir 40 böm í heilsdagsvist- un. Grindvíkingar horfa bjartsýnis- augum til Bláa lónsins og einnig, eins og fleiri Suðumesjamenn, til Hafnarframkvæmdir eru ofariega á baugi í Grindavík. DV-myndir ÞÖK væntanlegra magnesíum- og alkó- hólsverksmiðja á Suðumesjum. Fjárhagsstaða bæjarins er mjög góð. Grindavík er næst skuld- minnsta bæjarfélag landsins á eftir Akureyri. -RR Ijúka hafnar- framkvæmdum „Okkar helsta mál er aö ljúka hafnarframkvæmdum. Halldór Blön- dal samgönguráðherra hefúr tekið vel í þessi mál og það er honum að miklu leyti að þakka að þessi mál em komin í þann farveg sem þau era í dag. 1 framhaldi af fram- kvæmdum við innsiglinguna er stefht á byggingu skjólgarða. Þeir verða utan við nú- verandi garða,“ segir Ólafur Guðbjartsson, oddviti D- lista. „Við fóram í stækkun á grunn- skólanum en urðum að fresta fram- kvæmdum þar um eitt ár vegna áhrifa á kennsluna að því er sagt var. Það verður farið á fullu í það og stefnt á að klára það á styttri tíma. Það er mjög brýnt verk. Það virðist bjart fram undan í atvinnumálum. Við eram að horfa á nýjar fram- kvæmdir viö Bláa lónið. Ef við fáum þann veg hingað þá er kominn möguleiki fyrir einstaklinga hér að leggja sig í að sinna ferðaþjónustu. Á sínum tíma lofuðu þingmenn þess- um vegi. Við eram búnir að minna þá á það loforð og þeir era eitthvað að taka við sér í þeim efnum. Við horfum líka fram á stóra ævintýrið á Reykjanesi þar sem stefnt er að því aö magnesíum- og alkóhólverksmiöj- ur rísi. Við viljum standa jafnfætis öðrum hér á Reykjanesi og leggjum þimga á að fá nýjan veg. Það er ekki langt að fara. Ef það verður af þess- um verksmiðjum þá kemur stór hluti vinnuafls hingað á Suðurnesin. Það verður að dreifa því fólki um Suðurnesin ef vel á að fara. Upp- bygging hefur orðið nokkur á iðnaði hér í bæ og er stefnt að því að hún haldi áfram. Leikskólamálin eru annað mikilvægt mál hér í bænum og það eru komnir langir biðlistar. Við verðum að taka það mál mjög al- varlega og leysa það,“ segir Ólafur. Aðspurður um úrslit kosninganna segir Ólafur að sjálfstæðismenn stefni að því að halda sínum tveimur mönnum og vera áfram í meiri- hluta." Innsiglingin er forgangsmál „Stóra baráttumál okkar er að halda áfram með framkvæmdir við innsigl- inguna í Grindavík. Fyrsti áfanginn var unninn sl. sumar og tókst vel. Ann- ar áfangi er að innsiglingin verði gerð bein út ásamt varnargörðum. Þetta er mikil framkvæmd sem okkur hefur lengi dreymt um og okkur sýnist nú verða að veruleika. Þetta er það for- gangsmál sem skiptir byggðarlag- ið mestu máli. Af öðrum málum er ætlunin að klára byggingu grunn- skólans. Það er mikil og dýr fram- kvæmd. Þar hugsum við okkur að hafa inni bæði tónlistarskólann og bóka- safniö," segir Hallgrimur Bogason, oddviti B-lista. „Dagvistunarrýmum þarf að fjölga en ekki er endanlega ákveðið hvaða leið verður farin til að ná því mark- miði. Það eru þrír kostir sem við sjá- um í stöðunni. Einn er sá að byggja við leikskólann og bæta við einni deild. Annar kostur er sá að taka elsta ár- ganginn og setja hann í húsnæði grunnskólans. Þriðji möguleiki er að koma á einkareknum leikskóla. Við ætlum að halda áfram að vinna að at- vinnumálum og umhverfismálum. Við höfum gert mikið átak í þeim málum á síðustu árum. Við ætlum að halda okk- ur áfram við ábyrga og trausta fjár- málastjóm. í dag er Grindavík næst skuldminnsta sveitarfélag á íslandi," segir Hallgrímur. Hann segir að B-list- inn stefni á að halda sínum tveimur mönnum og vera áfram í meirihluta. Ólafur Guð- bjartsson, odd- viti D-lista. Hallgrímur Bogason, odd- viti B-lista. Framboðslistar í Grindavík D-listi 1. Ólafur Guðbjartsson skrifstofustjóri. 2. Ómar Jónsson verslunarstjóri. 3. Jóna Rut Jónsdóttir leikskólakennari. 4. Guðmundur L. Pálsson tannlæknir. 5. Hólmfríður B. Hildisdóttir bréfberi. 6. Sigmar Edvardsson umboðsmaður. 7. Klara Sigrún Halldórsdóttir. B-listi 1. Hallgrímur Bogason bæjarfulltrúi. 2. Sverrir Vilbergsson bæjarfulltrúi. 3. Dagbjartxu' Willardsson skrifstofumaður. 4. Kristrún Bragadóttir kaupmaður. 5. Anna María Sigurðardóttir fiskmatsmaður. 6. Jónas Þórhallsson skrifstofumaður. 7. Sigríður Þórðardóttir verslunarmaður. J-listi 1. Hörður Guöbrandsson verkstjóri. 2. Pálmi Ingólfsson kennari. 3. Þónmn Jóhannsdóttir húsmóðir. 4. Garðar Vignisson kennari. 5. Ingibjörg Reynisdóttir skrifstofumaður. 6. Magnús A. Hjaltason sölumaður. 7. Jóna Herdís Sigurjónsdóttir skrifstofumaður. Atvinnu- og skólamál að- alatriðið „Okkar aðalmál eru atvinnu- og skólamál. Inni í því era leikskóla- mál. Við stefnum að því að byggja leikskóla fyrir 40 börn með heils- dagspláss. Það eru 80 böm á bið- lista þannig að þetta er mjög brýnt verkefni. Ef við ætlum að fá fólk til að flytjast hingað til bæjar- ins þá er nauðsyn- H°röur Guð- legt að geta boðið brandsson, odd- því pláss á leik- v'*' J-Hsta. skóla. Eins er mikilvægt að geta boðið upp á fjöl- breyttari vinnu hér í bænum. Ég tel þetta tvennt lykilinn að fólksfjölgun í bænum," segir Hörður Guðbrands- son, oddviti J-listans. „Það fækkaði um 39 íbúa i Grindavík á síðasta ári. Við teljum að það þurfi að fjölga íbúum um 50 til 100 manns á ári næstu 5 til 6 árin. Við höfum farið vel ofan í at- vinnumálin. Við erum með tillögu um að leita eftir því við hagsmuna- aðila að byggja hótel við Festi. Við leggjum áherslu á tengingu við at- vinnusvæðiö við Bláa lónið þar sem er framtíðaratvinnuuppbygging. Við viljum fá veg þangað, sem okk- ur var lofað á sínum tíma. Við vilj- um líka fá góöan veg út á Reykjanes þar sem stefnt er að því að reisa magnesíum- og alkóhólverksmiðjur. Við viljum leggja mikla áherslu á f.ð tengjast Suðurlandi. Það er gífur- lega mikilvægt fyrir sjávarútveginn hér og eins ferðaþjónustuna. Við viljum að hafnaiframkvæmdum verði lokið því það er mikið eftir enn. Það er mjög mikilvægt að klára þetta verk. Viö ætlum að taka upp hafnarstjórastöðu sem hefur verið undir bæjarstjóra. Það er verið að vinna í skólanum og ætlunin að ein- setja hann. Við leggjum áherslu á faglegra starf í skólamálum," segir Hörður. Aðspurður um úrslit kosning- anna segir Hörður: „Við leggjum upp með að ná meirihlutanum og ég tel okkur eiga góða möguleika á því.“ -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.