Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998 15 Esra Pétursson og rithöfundarnir Ævisaga Esra Péturssonar. - Fjaörafok og skrafaö fyrir dómstólum. Sígilt dæmi um baráttu einstaklings og kerfis, segir m.a. í greininni. Talsvert fjaðrafok varð um seinustu jól vegna ævisögu Esra Péturssonar læknis, enda þótti mörgum þar vegið að friðhelgi látins sjúklings með tillits- lausum og óskamm- feilnum hætti. Ættingj- ar kröfðust því rann- sóknar, málarekstur hófst, stefnur gengu og nú er dómur genginn í málinu, jafnframt því sem höfundurinn, Ingólfur Margeirsson, harmar hlutinn sinn og málfrelsi Islendinga. Þetta virðist því vera sígilt dæmi um baráttu einstaklings og kerfis, sagan eilífa um það góða (Ingólf/Esra) og hið illa (ætt- ingja/ dómstóla). Stórundarleg rökfærsla Málið er auðvitað flóknara, enda botna ég ekkert í nýlegri ályktun stjórnar Rithöfundasam- bands íslands um vandræði Ing- ólfs. í henni er steypt saman tugg- um um hlutverk rithöfunda og blaðamanna, að upplýsingar geti móðgað, hneykslað og raskað hug- arró, að ekki skuli draga tíðinda- menn til ábyrgðar eins og tíðkað- ist forðum. Þar á eftir bregður hins vegar fyrir röksemdum sem hljóta að teljast til tíðinda. Stjórnin bendir í fyrsta lagi á að hérlendis hafi far- ið fram víðtæk umræða um vemd persónuupplýsinga og réttindi sjúklinga, en segir síðan: „Mikilvægt er að sú umræða verði ekki heft með því að koma í veg fyrir að rithöfundar og blaðamenn birti frásagnir þeirra sem að málum þess- um koma í daglegu starfi, svo sem frá- sagnir lækna og annarra sem við heilsugæslu fást.“ Þetta þýðir á mannamáli: Við skulum ekki hefta umræðu um frið- helgi einkalífs og réttindi sjúkra með því að banna opin- skáar frásagnir sem brjóta friðhelgi einkalífs og rétt- indi sjúkra af því að slíkt getur hindrað „skilning á mikilvægi þessara réttinda og nauðsyn vemdar þeirra", eins og það er orðað. Þetta er stórundarleg rökfærsla, sannast sagna, en af henni má draga víðtækan lærdóm, til dæmis hvað varðar gróft barnaklám, því það hlýtur að teljast hæpið að berjast gegn því með lögregluað- gerðum þar sem slíkt kemur í veg fyrir umræðu um nauðsyn barnaverndar; eða er það ekki rök- rétt niðurstaða þess sem á undan kom? Merking á reiki í ályktun Rithöfundasambands- ins er ennfremur lögð áhersla á að það sé ekki „hlutverk dómstóla að taka eigið álit fram yfir álit rithöf- unda og blaðamanna á því hvers konar aðferðir þeim beri að nota við frásagnir sínar“. Ekki er ljóst við hvað er átt ineð þessu klúðri en sé meiningin sú að ekki eigi að dæma menn í tukthús fyrir vond- an skáldskap þá skal undir þetta tekið (með semingi þó). Það merk- ir hins vegar ekki að sérhverjum sé heimilt að vaða um einkalíf fólks í skjóli máifrelsis, enda virð- ist merking hugtaksins mjög á reiki núorðið; eða er það ekki tómt nafn í mörgum tilvikum, samheiti taumlausrar frekju, jafnvel söluá- hald, tæki í markaðssetningu fjöl- miðla. Höfundar era ekki hafnir yfir raunir og réttindi annars fólks, eins og ráða má af ályktun Rithöf- undasambandsins, þeir hljóta að bera ábyrgð á orðum sínum, hvort sem um skáldskap, blaðaskrif eða ævisögur er að ræða, enda getur málfrelsi að öðrum kosti snúist í ógeðfellda andstæðu sína. Orð geta nefnilega haft efnisleg áhrif auk þess sem frelsi án ábyrgðar er aumt frelsi, jafnvel skálkaskjól andlegs ofbeldis, þar sem réttur þess sem skrifar er knú- inn fram á kostnað þeirra sem ekki geta tjáð sig eða eiga erfitt upp- dráttar; af einhverjum ástæðum. Matthías Viðar Sæmundsson Kjallarinn Matthías Viöar Sæmundsson dósent „Orð geta nefnilega haft efnisleg áhrif auk þess sem frelsi án ábyrgðar er aumt frelsi, jafnvel skáikaskjói andlegs ofbeldis..." Geðlækni á Litla-Hraun Málefni fanga á Litla-Hrauni heifa verið í fréttum. Sjálfir kvarta þeir og telja aðbúnað sinn óþarf- lega slæman. Taka má undir þetta. Alla vega eru á þessu tvær hliðar. Sjónarmið mannúðar verður að virða, jafnvel á Litla-Hrauni. Refsigleði Það era alltaf á ferðinni nokkuð stórir hópar sem vilja þungar refs- ingar. Venjulega koma þessar skoðanir úr sálinni á þessu refsigl- aða fólki sjálfu. Til era aðrir sem vilja fyrirgefa eða alla vega milda refsingar. Svo era þau sjónarmið sem okkar nú- tíma þjóðfélag verður að virða, að enginn er svo slæmur og von- laus að allt verði ekki að gera til að hjálpa honum á fætur aftur. Sum- ir brjóta af sér en hefja svo nýtt líf og standa sig vel. Því má ekki gleyma. Geðlæknir Við heimsókn á Litla- Hraun blasir við að margir vistmenn eiga við alvarleg geðræn vandamál að stríða. Það leiðir af brotum þeirra og ógæfu. Margir voru „tæpir" fyr- ir og þeta versnar með afbrotum. Innilokun læknar þama ekkert. Það þarf geðlækni til hjálpar en samt getur hann oft lítið gert. Þó má ekki gefa upp vonina. Það verður að reyna allt til hjálpar og sjúklingar með geðræn vandamál á Litla-Hrauni eiga rétt á sömu læknishjálp eins og t.d. sjúklingar á Kleppi. Raunar ætti það að vera metnaður okkar að ná föngum út úr síbrotum en stund- um er það hægt með geðhjálp. í rauninni er geðtruflun oft sjúk- dómur, eins og t.d. kvef, lungna- bólga o.s.frv. Engum dettur i hug að setja síkt fólk í .myrkraklefa án læknishjálpar. Fyrri refsiviöhorf Til er skrýtin saga frá því fyrir stríð (1930-40) um afbrotafræðing frá Danmörku. Hann ferðaðist alla leið til íslands. Hann fór síðan austur til að ræða við ákveðna fanga á Litla-Hrauni. Hon- um var sagt að það væri erfitt, þar sem þeir hinir sömu hefðu skroppið nið- ur á Eyrarbakka, en hann mætti bíða eft- ir þeim. Svo leið og beið og ekki komu fangarnir. Þá gerðist danski afbrotafræð- ingurinn órólegur, þar sem malarvegur- inn frá Reykjavík var ekkert grín á þejm áram og hann vildi ná til baka um kvöldið. Ekki komu fangamir og enn spurði sá danski. Þá svaraði fangavörð- urinn. „Þú missir af þeim. Klukk- an er að verða sex og þá lokum við. Þeir verða bara að sofa á Eyr- arbakka í nótt.“ Raunar gerðu fangar það stundum á þessum árum og áttu þar jafnvel vinkon- ur. Menn lokuðu augunum fyrir því. Danski afbrotafræðingurinn fór því fýluferð, að sagt er. Hlut- irnir eru með öðrum hætti í dag, en ganga þeir betur? Varöturninn I dag er það refsingin sem er í hásæti en fyrirgefningin og um- burðarlyndið hefur orðið að víkja, alla vega í bili. Ofan á Litla-Hraun er kominn stór glerturn sem vakt- ar fangana. Varla er skemmtilegt að vera fangavörður þarna uppi, t.d. í næsta Suð- urlandsskjálfta, sem von er á fljótlega. Um 100 ár eru frá síðasta stóra jarðskjálftanum á Suðurlandi en fyrri reynsla segir okkur að þá komi nýr jarð- skjálfti, þar sem ca. 100 ár eru oftast á milli. Fangaverðir í turninum geta þá kast- ast út um þessa stóru glugga ef sjáifur turn- inn fer ekki um koll. Hvað þá um fangana? í allri umræðunni um Litla-Hraun hefur ekki verið at- hugað og rætt að fangar eru hjálp- arlausir í Suðurlandsskjálfta. Varla er von að slíkir menn eigi kost á geðlækni. Ef peningar vora til fyrir þess- um ógeðfellda turni þá hlýtur að vera hægt að borga geðlækni. Svo þarf að taka upp umræðu um hvort innilokun fanga á Litla- Hrauni er verjandi þar sem von er á stóram jarðsjálfta þama sem get- ur brotið niður hús. Fangar era líka menn og eiga allan sanngjarn- an rétt. Lúðvík Gizurarson „Raunar ætti það að vera metnað■ ur okkar að ná föngum út úr sí- brotum en stundum er það hægt með geðhjálp. / rauninni er geð- truflun oft sjúkdómur eins og t.d. kvef, lungnabólga o.s.frv. Engum dettur I hug að setja slíkt fólk I myrkraklefa án læknishjálpar. " Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður Meö og á móti Maraþonumræöan á Al- þingi um hálendismálin Ekki málþóf „Við höfum í þessu máli hvorki verið með málþóf né leiðindi held- ur höfum við talað gegn vondu máli. Við erum ekki ein um það mat því frá þjóðinni hefur komið mikið af bréf- um og áskoran- um og við erum að tala fyrir þann stóra hóp utan þingsins sem vill að mál- efni hálendis- ins fái vandaða umfjöllun. Það að við lesum upp úr ritum í ræðum okkar er gert til að vitna máli okkar til stuðnings í ýmsa fræðimenn eða aðra sem þykja marktækir í um- ræðunni um viðkomandi mál. Það þykja eðlileg vinnubrögð að vitna í aðra máli sínu til stuðnings. Það hefur ekki verið lesið upp úr neinu sem ekki kemur þessu máli við. Ég hef ekki áhyggjur af þvi þótt einhverjum kumii aö henta að kalla þetta mólþóf vegna þess að ég hef fengið fjöhnargar hvatning- ar, bréf frá hópum og einstakling- um, sem hvetja okkur til að gera allt sem í okkar Valdi stendur til að reyna að koma vitinu fyrir fé- lagsmála- og forsætisráðherra i þessu máli. Við höfum ekki aðrar aðferðir því þessir menn eru ekki tilbúnir til að tala við okkur og gera við okkur samkomulag. Þá eigum við ekki aðrar aðferðir en að tala fyrir málinu í þinginu. Við höfum náð árangri í þessari um- ræðu þvi í upphafi hennar gerðu e.t.v. ekki margir sér grein fyrir því að í þessu frumvarpi til sveit- arstjómarlaga er verið að taka ákvarðanir um hvernig stjóm- sýslu á hálendinu verður háttað. Þegar málið kemur til 3. umræðu munum við meta hvernig fram- haldið verður af okkar hálfu.“ Dapurlegt „Ég er ekki hrifinn af þessu. Frá því sl. mánudag hefur verið um málþóf að ræða en í fyrri vik- unni, þegar fram fór um 30 klukkustunda umræða, var ekki málþóf heldur rætt efnislega rnn málið sem því miður hef- ur ekki verið gert siðan. Það er verið að lesa upp og staglast, eins og fólk hef- ur getað séð sem fylgst hef- ur með í sjón- varpi. Þessi aðferð er ekki bönn- uð en það segir heldur ekkert um það í þingsköpum að það sé rétt- ur þingmanna að tefia mál með óþarfa umræðum og að lesa upp úr útgefnum ritum. Ég er ekki reiður yfir þessu. Mér finnst þetta hins vegar leið- inlegt og þá sér í lagi dapurlegt. Það er hlegiö að okkur, að svona skuli vera unnið og það er ekki spuming að þetta er slæmt fyrir það álit sem fólk myndar sér af störfum Alþingis. Ég myndi telja það mjög óskynsamlegt ef viðhafa á þessi vinnubrögö við 3. umferð málsins því það næst enginn póli- tískur ávinningur með þessu. Málið verður ekki stöðvað né önnur mál sem ríkisstjórnar- meirihlutinn vill afgreiða og þeir eru örugglega að skaða sína eigin ímynd út í þjóðfélaginu. Ég hef ráðlagt þessum vinum mínum að hætta þessu og þeir munu fyrr en varir finna að þeir era að skaða sjálfa sig pólitískt og þá hætta þeir.“ -gk Árni M. Mathiesen alþingismaöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.