Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998 Spurt á Hvammstanga Sveitarstjórnarkosmngar 1998 Hver veröa kosningaúr- slitin í V-Húnavatns- sýslu? Tryggvi Jóhannsson bóndi: „D-listi og B-listi fá mest fylgi, þaö verður frekar kosið um menn en málefhi.“ Einar S. Einarsson verslunar- maður: „Ég get ekki ímyndað mér það, sjálfur er ég ekki bú- inn að ákveða mig.“ Sigurósk Garðarsdóttir versl- unarmaður: „Öll framboðin fá einn fúlltrúa en spuming hvar þeir tveir sem þá eru eftir lenda.“ Þorbergur Guðmundsson prjónamaður: „Ég veit það ekki og hef engan áhuga á þessu. Ég reikna þó með að kjósa.“ Kristinn Karlsson, verkstjóri: „Framsókn fær 2-3 menn, hinir einn en Framtíðarlistinn engan mann.“ Sameinað sveitarfélag í Vestur-Húnavatnssýslu: Togstreitu þéttbýlis og dreifbýlis verður vart DV, Akureyri: Því er ekki að neita að nokkurr- ar togstreitu gætir milli þéttbýlis og dreifbýlis í nýju sameinuðu sveitarfélagi í V-Húnavatnssýslu en íbúar allra sveitarfélaganna í sýslunni samþykktu í vetur að þau yrðu sameinuð. Togstreitan, sem gerir vart við sig, er einkum milli Hvammstanga annars vegar og dreifbýlisins hins vegar. Fimm framboðslistar hafa kom- ið fram i sveitarfélaginu sem lagt hefur verið til að fái nafnið Húna- þing. Einn listanna er svo til ein- göngu skipaður fólki frá Hvamms- tanga en annar svo til eingöngu íbúum i sveitum Miðfjarðar. Listi Bjargvætta gengur almennt undir nafninu Hvammstangalistinn og Framtíðarlistinn undir nafninu Miðfjarðarlistinn. Aðrir listar eru H-listi Húnaþingslistans og listar Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Kjósendur í nýja sveitarfélaginu kjósa 7 fulltrúa til að fara með málefni sveitarfélagsins á næsta Sameiningin takist sem best „Við leggjum megináherslu á að sameiningin takist sem best og verði okkur til góðs,“ segir Guðmundur H. Sigurðsson sem skipar efsta sæti á H-lista, Húnaþings- listanum. „Síðan eru at- vinnumálin mjög mikilvæg. Við vilj- um leggja áherslu á ferðamál og ráða til okkar ferða- málafulltrúa fyrir Guðmundur H. sýsluna. Skólamál- Sigurðsson, in er stórmál en oddviti H-list- við erum með fjóra anS- skóla á litlu svæði DV-myndir gk og við leggjum til að gerð verði úttekt á skólamálunum áður en nokkur ákvörðun verður tek- in um breytingar á starfi skólanna. Við viljum að sveitarfélagið marki sér stefnu í umhverfismálum. Hér er mikið matvælaframleiðsluhérað, eitt grænasta svæði landsins, og við vilj- um að tekin verði upp vistvæn fram- leiðsla. 1 samgöngumálum viljum við að snjómokstur verði bættur út til sveita og úrbætur verði gerðar á veg- inum um Vatnsnes, svo að eitthvað sé nefnt," segir Guðmundur. Ekki nægur baráttuhugur „Við leggjum áherslu á atvinnu- málin, að reynt verði að efla ný tæki- færi,“ segir Ágúst Jakobsson, en hann skipar efsta sætið á Q-lista, lista Bjargvættanna. „Þá erum við með hugmyndir um að stofnaður verði atvinnuþróunar- kjörtímabili. Af viðtölum við oddvita framboðslist- anna er ljóst að tvo mála- flokka mun bera einna hæst í komandi kosning- um í V-Húnavatnssýslu, atvinnumál, að blása til sóknar í þeim efnum, og skólamál þar sem vinna þarf að frekara skipulagi þeirra mála i sveitarfélag- inu. -gk sjóður. I skólamál- unum erum við með aðrar áhersl- ur en aðrir, við leggjum áherslu á að efla sjálfstæði skólanna og auka sérhæfingu þeirra. Við leggjum Q áherslu á að stóru , , , . skólamir tveir fái o sjálfstæði en litlu f,’ °ddvlt' Q' skólarnir verói lls,a Bjargvætta. lagðir undir Laug- arbakkaskóla. Ástæða fyrir framboði okkar er sú að það er mikið talað um að lítið sé hægt að gera á þessu svæði, menn verði bara að draga saman seglin og hagræða og spara á öllum sviðum. Þetta er vítahringur sem leiðir af sér óánægju sem verður til þess að fólk- inu fækkar og tekjumar minnka. Það er ekki nægur baráttuhugur í mönn- um,“ segir Ágúst. Ekki framboð gegn þéttbýli „Okkar framboð er ekki síst til- komið vegna þess að okkur fannst Ytri- og Fremri-Torfustaðahreppur verða útundan þeg- ar hin framboðin voru að koma fram,“ segir Þor- steinn B. Helgason sem skipar efsta sæti á F-lista, Framtíðarlistan- i- n Þorsteinn B. r. Helgason, odd- að vinna vel og við verðum að ná árangri í þeim þannig að rekstraraf- gangur verði og eitthvað verði hægt að framkvæma í sveitarfélaginu. Sam- einingin á að leiða til sparnaðar, m.a. vegna fækkunar starfa í yfirstjóm. Það á t.d. við um skólamálin. í dag eru 7 skólastjórar yfir rúmlega 200 börnum, eitthvað af þeim era aðstoð- arskólastjórar en þessa yfirstjórn þarf að einfalda. Okkar framboð er ekki dreifbýlis- framboð gegn þéttbýlinu þótt það kunni að líta þannig út. Hagsmunir allra íbúanna eiga að geta farið sam- an,“ segir Þorsteinn. Byggjum mikið á viljayfirlýsing- unni „Við leggjum áherslu á að nýta þau færi sem skapast við sameininguna, t.d. varðandi það að auka þjónustu og að hér verði ábyrg fjármálastjóm,“ segir Ólafur B. Óskarsson sem skipar efsta sæti á D-lista Sjálfstæðis- flokksins. „Okkar stefnu- skrá byggir mikið á viljayfirlýsingu sem fylgdi samein- ingartillögunni í haust. Síðan eru þetta útfærsluat- Ólafur B. Ósk- arsson, oddviti lista Sjálfstæö- isflokksins. riði. Við leggjum talsverða áherslu á umhverfis- og skipulagsmál og þar höfum við m.a. hliðsjón af umhveríis- stefnu Búnaðarsambands V-Húna- vatnssýslu. Þá leggjum við áherslu á nýtingu jarðhita og bætta þjónustu i snjóm- okstri, sérstaklega í jaðarbyggðunum, að nýta snjómokstursreglur Vegagerð- arinnar. Við hvetjum til aukinnar úr- vinnslu landbúnaðarafurða í héraði og að athugað verði með stofnun at- vinnuþróunarsjóðs. í skóla- og menn- ingarþjónustu þarf að einfalda yfir- stjóm. Ég vona að ekki verði um átök að ræða milli dreifbýlis og þéttbýlis í hinum ýmsu málum og hef ekki ástæðu til að ætla það,“ segir Ólafur. Atvinnumálin hafa forgang „Atvinnumálin hafa forgang í kosningabaráttu okkar því að þau mál séu í góðu lagi er undirstaða þess að við getum eitthvað gert á öðmm sviðum. Öflugt atvinnulíf | þýðir auknar tekj- ur sveitarfélags- ins,“ segir Elín Líndal, en hún skipar efsta sæti á lista Framsóknar- flokksins. „Jafnframt því er auðvitað mikil- vægt að eining og samhugur ríki í sveitarfélaginu og samvinna takist um framvindu mála. Ég held að það ríki nokkur samstaða um málefni í nýja sveitarfélaginu en það er frekar spurning um leiðir að markmiðunum og þar er einhver áherslumunur. Fimm framboðslistar í svona litlu samfélagi er ekki gott mál en ég held að við vinnum úr því. Ef fólk vill nota þau tækifæri sem sameiningin getur gefið okkur og hefur hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi þá er ég þess fullviss að við munum nýta þau tækifæri,“ segir Elín. -gk Elín Líndal, odd- viti B-iista Fram- sóknarflokks- ins. D-listinn: 1. Ólafur B. Óskarsson, Viðidalstungu. 2. Þorvaldur Böðvarsson, Hvammstanga. 3. Guðný H. Björnsdóttir, Bessastöðum. 4. Sigurður H. Sigurðsson, Hvammstanga. 5. Kristín Jóhannesdóttir, Gröf. 6. Rafn Benediktsson, Staðarbakka. 7. Kristinn Guðmundsson, Staðarflöt. B-listinn: 1. Elín R. Líndal, Lækjarmóti. 2. Eva B. Harðardóttir, Hvammstanga. 3. Axel R. Guðmundsson, Valdarási. 4. Baldur Ú. Haraldsson, Hvammstanga. 5. Sigurlaug Á. Ragnarsdóttir, Hvammstanga. 6. Pétur H. Sigvaldason, Torfustöðum. 7. Hafdís B. Þorsteinsdóttir, Reykjaskóla. H-listinn: 1. Guðmundur H. Sigurðsson, Hvammstanga. 2. Heimir Ágústsson, S-Sauðadalsá. 3. Ólafur H. Stefánsson, Reykjum 1. 4. Elín Á. Ólafsdóttir, Víðigerði. 5. Guðrún E. Benónýsdóttir, Hvammstanga. 6. Konráð P. Jónsson, Böðvarshólum. 7. Regína. Ó. Þórarinsdóttir, Hvammstanga. Q-listinn: 1. Ágúst F. Jakobsson, Kii-kjuhvammshrepp. 2. Gunnar Sveinsson, Hvammstanga. 3. Tryggvi R. Hauksson, Hvammstanga. 4. Ragnheiður Sveinsdóttir, Hvammstanga. 5. Hannes S. Ársælsson, Hvammstanga. 6. Guðfinna K. Ólafsdóttir, Hvammstanga. 7. Hlynur Hringsson, Hvammstanga. F-listinn: 1. Þorsteinn B. Helgason, Fosshóli. 2. Guðmundur R. Jóhannesson, Laugabakka. 3. Steinbjöm Tryggvason, Galtanesi. 4. Stefán E. Böðvarsson, Mýrum H. 5. Sólrún K. Þorvarðardóttir, Núpsdalstungu. 6. Sigvaldi Sigurjónsson, Urriðaá. 7. Gunnar Þorgeirsson, Efri-Fitjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.