Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 44
52 MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998 X3"V I grömm- um talið Á Alþingi íslendinga sitja 63 þingmenn sem oftast eru bara fimm, eða sem svarar íjölda flokk- anna. Fimm löð misjöfn að þunga. Sjálfstæðisflokk- urinn er um þessar mundir 25 grömm, Framsókn 15, Kristín Ástgeirsdóttir eitt, o.s.frv. Pétur Gunnarsson, í DV. Draumur einn Kópavogur hefur marga kosti en góð fjármálastjórn er ekki þar á meðal. Því miður er skattaparadísin Kópavogur enn draumur einn, að minnsta kosti undir stjórn núverandi meirihluta. Svala Jónsdóttir, í DV. Öræfin hafa lækningamátt Á öræfum verður aö fara varlega, gera ráð fyrir hinu óvænta og beygja sig en þjösnast ekki áfram. Og þá gefur landið allt til baka. Landið gefur þér ein- faldlega líkama þinn og sál. Ör- æfln hafa lækninga- mátt, þau fá mann til að undr- ast og það eykur meira að segja kynorkuna aö vera þar. Elísabet K. Jökulsdóttir, í MBL. Raunir íbúa miðbæjarins Ég hef þurft aö sætta mig við það að Reykvíkingar úr öðrum hverfum pissi á berg- flétturnar í garðinum mínum þegar þeir eru úti að „skemmta" sér og er orðinn nokkuð fróður um hvaða teg- undir þola slikar veitingar : best. Benóný Ægisson, í MBL. Sauðburður á Alþingi Á Alþingi stendur nú yfir sá árlegi sauðburður sem ævin- lega þreytir þjóð- ina meir en flest annað, þegar hnakkriflst er um það á vorin hvaða mál á að afgreiða og í hvaða röð áður en farið er í það sumarfrí sem raunar er arfur frá þeim tíma þegar al- þingismenn voru flestir bænd- ur og þurftu að komast heim í hinn raunverulega sauðburð. Illugi Jökulsson, í Degi. Þórunn Sigurðardóttir, formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar: Frjómagn listarinnar Eiginmaður Þórunnar, sem er leikari, er Stefán Baldursson þjóð- leikhússtjóri. Þau eiga tvö börn. Baldur er framkvæmdastjóri Gus- Gus og Unnur Ösp stundar nám í Leiklistarskóla íslands. „Við erum öll á sama rólinu.“ Þórunn hefur ___________________ starfað sem’leikari MaÖUr dagSÍUS í gegnum tíðina. dansara frá Afríku verður á listahá- tíðinni. „Það er margt sem kemur upp á þegar verið er að fást við lönd sem eru svona langt í burtu en það er mjög spenn andi. Við voram að fá vit- neskju um það áðan að Hún hefur líka starfað sem leik- stjóri og leikritahöfundur. Og um tíma starfaði hún sem blaðamaður. Síðastliðin tvö ár hefur hún hins vegar einbeitt sér að starfi sínu hjá Listahátíð í Reykjavík. Þegar hún er yfirstaðin tekur Þórunn við starfi á vegum menningarborgarinnar Reykjavíkur. „Ég hlakka til að takast á við það verkefni vegna þess að ég tel að það verði líka mjög skemmtilegt." Listin hefur lengi verið húsbóndi Þórannar, hvort sem um var að ræða starf hennar sem leikari, leik- stjóri eða leikritahöfundur. Og núna er það starf hennar hjá Lista- hátið í Reykjavík. „Það er eitthvert frjómagn í listinni sem er svo gef- andi og skemmtilegt.“ Listahátíðin hefst á laugardaginn og verður Margrét Danadrottning á meðal gesta við opnunina. „Það er mikil vinna núna við að skipuleggja ýmislegt vegna komu hennar." Miðasalan hefur gengið mjög vel. „Það er að verða uppselt á tónleika Galinu Gorchakovu og á hátíðartón- leikana sem eru sérstaklega til heið- urs Margréti Danadrottningu.“ Stór hópur tónlistarmanna og mjög stór málverkasýn- ing ffá Mósambik var að koma en það var mikið mál að koma henni út úi landinu. Það þurfti að keyra með lista- verkin frá Mósambík til Suður- Afríku og það var mikið fyr- irtæki. Það var í rauninni Þróun- arsam- vinnu- stofnunin sem hefur aðstoðað okkur mjög mikið við að koma sýningunni Þórunn Sigurðardóttir. Islands.“ Það er mikil vinna að skipuleggja svona stóra listahátíð og Þórunn segir að á bak við standi stór, góður og samhentur hópur. Núna er tæp vika þangað til listahá- tíðin verður sett. „Á þessu stigi byrjar maður að slappa af. Þegar maður veit að öll stóra vandamálin era leyst er beðið eftir að hún bresti á.“ ti! Landslagsstemningar og Fóstbræðrasaga Nú stendur yflr sýning í Norræna húsinu á vatns- litamyndum Katrínar H. Ágústsdóttur. Myndefni sitt sækir hún í landslags- stemningar og Fóstbræðra- sögu þar sem fjallað er um dvöl Þormóðs Kolbrúnar- skálds á Grænlandi. Sýningar Katrín hefur í verkum sínum, sem unnin era með vatnslitatækni, aðallega fengist við myndefni byggð á landslagi og húsamótíf- um. Áður lagði hún stund á batíktækni og valdi þá gam- alt íslenskt þjóðlíf sem myndefni. Verk Katrínar voru valin ásamt verkum þriggja ann- arra íslendinga til þátttöku á samsýningunni Nordisk Akvarefl 98 í Waldemar- sudde í Svíþjóð og fer sú sýning víðar um Svíþjóð. Katrín vinnur einnig með sýningarhópnum Akvarell Island. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 17. maí. Myndgátan Stendur með blóma Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Kvennakór Reykjavíkur heldur árlega vortónleika sina á næstu dögum. Kvennakór Reykjavíkur Kvennakór Reykjavíkur held- ur árlega vortónleika sína á næstu dögum. Þeir verða í Lang- holtskirkju sem hér segir: Þriðju- daginn 12. maí, kl. 20, miðviku- daginn 13. maí, kl. 20, og laugar- daginn 16. maí, kl. 17. Hápunktur tónleikanna verð- ur flutningur á verkinu Vier Gesange eftir Jóhannes Brahms þar sem kórinn nýtur aðstoðar Monicu Abendroth hörpuleikara og hornleikaranna Önnu Sigur- björnsdóttur og Jósefs Ognibene. Tónleikar Tónlistar- skólinn á Akranesi Nemendur Tónlistarskólans á Akranesi Ijúka vetrinum með tónleikaröð sem hefst mánudag- inn 11. maí og síðan 12., 13., 14., og 18. maí. Allir þessir tónleikar era á sal skólans og hefjast kl. 20. Bridge Evrópumót para fór fram i Aachen í Þýskalandi dagana 28. mars til 3. apríl sl. Sigurvegarar á þvi móti voru Svíamir Pia Anders- son og Arne Larsson. Þau fengu meðal annars hreinan topp fyrir ná- kvæma vörn í þessu spfli. Austur var gjafari og AV á hættu: 4 K10874 »87 ♦ 8 4 A10742 ♦ Á5 V D932 4 Á97 4 D653 4 6 » K1054 4 KG6543 4 KG 4 DG932 » ÁG6 4 D102 4 98 Austur Suður pass pass pass pass p/h Vestur Norður 2 4 dobl 3 4 dobl Útspil Ame var laufþristur sem sagnhafi fékk á gosann. Nú kom spaði úr blindum og gosinn frá suðri sem fékk að eiga slaginn. Enn kom tromp á kónginn í blindum og sagnhafi spilaði næst lágum tígli úr blindum. Pia setti tíuna og spilaði áfram tígli. Sagnhafi kaus að henda spaða, Arne drap á ásinn, lagði niður spaðaás og spilaði hjarta. Sagnhafi reyndi kónginn, suður drap á ás og spilaði nákvæmt spaðaníunni til baka. Arne tromp- aði og treysti spaðaníu félaga þegar hann spilaði lágu hjarta frá drottn- ingunni. Pia fékk slaginn á gosann og gaf Arne aðra spaðatrompun. Á þann hátt náðu þau spilinu 4 niður og fengu 1100 í sinn dálk. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.