Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998
Nýr Macintosh
frá Apple
Steve Jobs hefur nú
tilkynnt nýja tegund af
Macintosh sem á að
sinna notendum betur
en áður hefur þekkst.
Þessi tölva notar svip-
aða tækni og G3 tölv-
urnar. Útlit tölvunnar
er hins vegar töluvert
breytt frá því sem not-
endur makkans þekkja.
Þessar nýju tölvrn-
kallast iMac og voru
kynntar með pompi og
prakt í síðustu viku.
Steve Jobs, forstjóri
Apple, segir að þessi
tölva sé svar Apple við
kröfu viðskiptavina um
ódýra heimilistölvu.
Flestir keppinauta
Apple bjóða reyndar
þegar lægra verð fyrir
tölvur sem keyra á
Windows-stýrikerfmu og Intel-ör-
gjörvum. Þrátt fyrir þetta segir Jobs
að iMac skari fram úr öðrum tölv-
um vegna þess hversu einfóld hún
er í notkun. „Við hönnuðum iMac
til að koma því til notandans sem
hann vill helst; spennu Netsins og
einfaldleika makkans," sagði hann á
þessum fundi.
í nethluta tölvunnar nýtur Apple
aðstoðar Microsoft, en vafrinn Inter-
net Explorer 4.0 fylgir öllum slíkum
tölvum sem keyptar eru. Ekki hefúr
verið ákveðið hvort Netscape-búnað-
ur verður líka innifalinn. Einfaldleik-
inn er kominn frá nýjustu útgáfu
MacOS stýrikerfisins, MacOS 8.1.
Eins og sést á myndinni hefur út-
litinu verið breytt frá því hefð-
bundna sem notendur Machintosh-
tölvanna þekkja. Bæði lögunin og
liturinn hefur breyst auk þess sem
lyklaborðið er mjórra og músin er
sérstaklega hugsuð til að vera þægi-
leg í notkun fyrir höndina.
Verðið ætti hins vegar ekki að
spilla fýrir notendum. Hún á að
kosta tæplega 1.300 dollara eða tæp-
ar 100 þúsund krónur. Lægsta verð á
Power Machintosh í dag er tæplega
30 þúsund krónum hærra svo að
þetta verður að teljast töluverð bú-
bót fyrir notendur Macintosh-tölva.
Vélbúnaðurinn samanstendur af
233 Mhz G3 örgjörva, 64 Mb minni, 4
Gb hörðum diski og 24x geisladrifi.
Hins vegar er aðeins hægt að nota 33,6
kb mótald og, það sem er athyglisverð-
ara, það er ekkert diskadrif í tölvunni.
Talsmaður Apple segir að ekki sé ætl-
unin að bæta því við
en notendumir geta
gert það sjáifir með
sérstökum tengingum.
Steve Jobs gerði
smá samanburðartil-
raun þar sem nýja
tölvan og 400 Mhz
Pentium II tölva
keyrðu sama 30 Mb
margmiðlunarskjal-
ið. iMac hlóð og
keyrði skjalið hraðar
en tekið skal fram að
óháðar prófanir á
tölvunni hafa ekki
farið fram enn þá.
Á sama fundi
kynnti Apple einnig
nýjar G3 tölvur með
233, 250 og 292 Mhz
örgjörvum. Helstu
nýjungamar eru að
hægt er að skipta
auðveldlega milli zip-drifs, geisla-
drifs, diskadris og jafnvel DVD-
drifs. Einnig er hægt að láta tölvuna
ganga fyrir rafhlöðum í allt að sjö
klukkustundir.
Þessar nýju tölvur eru enn einn
liðurinn í að koma Apple aftur á
réttan kjöl. Það virðist vera að
takast ef marka má hlutabréfamark-
aðinn en hlutabréf í Apple hækk-
uðu töluvert í verði þegar nýju tölv-
urnar voru kynntar. Það er þó enn
margt að gera og einn sérfræðingur
lét þau orð falla að Apple verði að
gera tölvur sínar hæfar til að keyra
á Windows til aö verða verulega
samkeppnisfært.
Áætlað er að þessar nýju tölvur
komi á markað í ágúst.
-HI/ABCnews
Jenni hefur haft netmyndavái í herberginu sínu í tvö ár:
Það horfir alltaf einhver
Sumir eru hugrakkari en aðrir.
Þegar maður er einn í herberginu
lætur maður oft eins og fífl. Maður
hlustar á tónlist og dillar sér eins
og brjálæöingur, drekkur mjólkina
beint úr fernunni, ropar, borar í
nefið og gerir allar hundakúnstir í
þeirri trú að maður sé einn. En
myndi maður haga sér svona ef
maður vissi að einhver væri að
horfa á mann?
Jenni er kona sem setur þetta
ekkert fyrir sig. Hún hefur haft
myndavél í herberginu sínu í tvö
ár. Hún er tengd við Netið og geta
því allir netnotendur séð hvað hún
er að bauka í herberginu sínu. Síð-
an heitir Jennicam og hefur verið
gríðarlega vinsæl eins og nánar
verður komið að.
Þeir sem skráðir eru í Jennicam-
klúbbinn geta séð á mínútu fresti
nýja mynd úr herbergi Jenniar.
Skipt er á milli myndavélar í svefn-
herberginu og stofunni, eftir því
hvað hún er stödd í íbúð sinni.
Stundum sést reyndar ekkert annað
en rúmið hennar en annars er hægt
að fylgjast með henni lifa sínu lífi.
En hver er þessi Jenni?
Félagsfræðitilraun
Jenni er 21 árs sjálfstætt starfandi
vefsíðuhönnuður. Hún segir að pen-
Jennicam hefur notið gífurlegra
vinsælda.
ingasjónarmið hafi ekki ráðið því að
hún hafi ákveðið að gera líf sitt opin-
bert á þennan hátt. Samt má draga
þær ályktanir að 10-15 þúsund með-
limir hljóti að skila einhverjum
hagnaði. Allan hagnað eigi að leggja
til hliðar og nota. i sjóð síðar.
Tilgangurinn með Jennicam er að
hennar sögn í raun sá að gera
ákveðna félagsfræðitilraun. Hún
ætlar að halda þessari siðu áfram
upp þangað til hún verður áttræð
heima að prjóna og sauma.
Jenni hefur tekið þátt í yfir 100
viðtölum og ýmsum spjallþáttum í
Bandaríkjunum. Til stendur að
gera bæði kvikmynd og sjónvarps-
þætti um líf hennar. „Ég myndi
halda þessu áfram jafnvel þó fólk
hætti að horfa á Jennicam. Þó var
spennandi að sjá þá miklu umfjöll-
um sem þessi síða hefur fengið,“
segir hún.
Feikileg viðbrögð
Viðbrögðin sem hún hefur fengið
hafa verið margvísleg og kannski
misánægjuleg. Einn ungur maður
skrifaði henni átta sinnum á dag og
vildi vera trúnaðarvinur hennar.
Þegar hún svaraði ekki hætti hann
að skrifa en tjáði henni fyrst þá
skoðun sína að hann væri mjög sár
yfir að hún nýtti enga orku í sam-
band þeirra.
Hún segir það athyglisvert að
menn láti eins og þeir þekki hana
vel bara út af myndavélinni. Þetta
sé misskilningur en þó séu margir
sem hafi boðist til að koma á
trúnaðarsambandi við hana.
Móðir Jenniar, Jeanie, er býsna
ánægð með framtak dóttur sinnar.
Kærastinn hennar, sem er nýfluttur
inn til hennar, kippir sér heldur
ekkert allt of mikið upp við þetta
netbrambolt.
Slóðin á Jennicam er http://
www.jennicam.org
-HI/ABCnews
Frumherjar í fœðubótorefnum
flhmed flbbas
löggiltur einkQþjálfari
og fulltrúi ISSR
Ingunn Hávaröardóttir
hárgreióslumeistari
Ágœtu vióskiptavinir
gleðilegt sumar
Sumartilboð út
maímánuð:
2 íyrir 1 klipping
eða
frír hárþvottur +
höfuðnudd með
klippingu.
Hársnyrtistofa
Njálsgötu 1,
simi 561 2391
LeðurklaeðningQr í
TOYOTA LANDCRUISER
Leðurklæðum einnig
flestor gerðir bifreiðo.
S. Kristensen bifreiðaklæðningar
Smiðjuvegi 28d sími/ fax 587 4510
Aðalfundur
Aðalfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins
verður haldinn mánudaginn
18. maí 1998 kl. 16.00.
að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
1998
Dagskrá:
JJVenjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum sjóðsins.
Eíkynning á nýju lífeyriskerfi.
0T illögur til breytinga á reglugerð sjóðsins.
Eiönnur mál löglega upp borin.
H Aðildarfélögum sjóðsins hefur verið sent fundarboð
og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir
11. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra á fundinum.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu
og málfrelsi. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér
þennan rétt eru beðnir að tilkynna það skrifstofu sjóðsins
eigi síðar en 15. maí n.k. og munu þeir þá fá fundargögn
við setningu fundarins.
I Tillögur til breytinga á reglugerð liggja frammi
á skrifstofu sjóðsins frá 22. apríi 1998 og geta þeir
sjóðfélagar sem áhuga hafa á að kynna sér þær fyrir
fundinn, fengið þær á skrifstofu sjóðsins eða sendar í pósti.
Einnig er hægt að nálgast tillögurnar á veraldarvefnum.
Slóð sjóðsins er www.lifeyrir.rl.is. Frá og með 27. apríl
munu reikningar sjóðsins liggja frammi á skrifstofu hans fyrir
þá sjóðfélaga, sem vilja kynna sér þá.
Reykjavík, 22. apríl 1998
Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins.
Suðurlandsbraut 30
108 Reykjavík
Sími 510 5000
Fax 510 5010
Grænt númer 800 6865
Heimasiða:
lifeyrir.rl.is
Netfang:
mottaka@lifeyrir.rl.is
meinaði
lífeyrissjóðurinn
Græddur er geymdur lífeyrir
Hðnnun: Gfsli B.