Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998
Fréttir
Fjárframlög til stjórnmálaflokka:
Ríkisstjórnin með
nefnd í málinu
Skrif Sverris Hermannssonar,
fyrrum bankastjóra Landsbankans,
um meint spillingarmál framsókn-
armanna í tengslum viö viðskipti
viö Toyota-umboðið, til að „rétta við
eigin fjárhag, flokks og félaga", hafa
beint athygli manna að fjármálum
stjórnmálaflokkanna og hvernig
þeir gera eða gera ekki grein fyrir
fjárframlögum einstaklinga og fyrir-
tækja til flokkanna.
Heimir Már Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins,
sagði í samtali við DV að Alþýðu-
bandalagið hefði fyrst flokka sent
reikninga flokksins í löggilta endur-
skoðun. Það gætu hins vegar verið
margar ástæður fyrir að einstak-
lingar og fyrirtæki vildu ekki að
fjárframlög þeirra væru gefin upp.
Það ætti hins vegar að skoða hvort
ekki ætti að skylda flokkana til að
gefa upp fjárframlög sem væru yfir
ákveðnu lágmarki.
„Ég sit í nefnd sem vinnur að til-
lögugerð fyrir ríkisstjómina um
fjármál stjómmálaflokka og ég vil
ekki fjalla um málið fyrr en sú
nefnd hefur lokið störfum,“ sagði
Kjartan Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins, þegar
DV ræddi við hann. Einar Oddur
Kristjánsson, þingmaður flokksins,
segir hins vegar að fjárhagur Sjálf-
stæðisflokksins byggist á fjölmörg-
um smáum framlögum einstaklinga
og það taki því ekki að elta ólar við
slíkt. Hins vegar sé nauðsynlegt að
setja stjómmálaflokkum reglur og
íhuga megi um upplýsingar ef fjár-
hæðir eru umfram ákveðið lág-
mark.
Þessir vígalegu veiöimenn renndu í Vatnsdalsána fyrir fáum dögum en höföu lítiö nema ánægjuna, sem er reynd-
ar heilmikiö þegar veiðitíminn er rétt að byrja.
DV-mynd G. Bender
Vatnsdalsá:
Vorveiðin hafin
- gengur vel í Elliöavatni
„Veiðin hefur verið frekar róleg en
veiðimenn hafa séð fiska og það er
fyrir mestu. Það hafa veiðst nokkrir
fiskar en þeim hefur verið gefið líf,“
sagði Pétur Pétursson, leigutaki
Vatnsdalsár í Húnavatnssýslu, í gær-
dag. Vorveiði var tekin upp í ánni
þetta árið og hafa veiðimenn verið að
reyna víða um Vatnsdalinn.
Veiðimenn hafa verið að reyna
töluvert í Móbergstjöm í Langadaln-
um og sumir hafa veitt vel. Einn var
þar fyrir skömmu og fékk 7 físka. Sá
stærsti var 4 punda bleikja.
„Veiðin hefur verið fin í Elliða-
vatni, veiðimenn hafa fengið góða
veiði. Stærstu fiskamir eru kringum
3 pund,“ sagði Vignir Sigurðsson á
Elliðavatni í gærdag er við spurðum
frétta af svæðinu.
„Vatnið kom vel undan vetri og
veiðiskapurinn hefur sjaldan byrjað
svona vel. Fluguveiðikarlamir hafa
veitt vel. Erling Kristjánsson var
hérna í fyrrdag og veiddi á stuttum
tíma 10 bleikjur. Mest hafa menn ver-
ið að fá þetta um 30 fiska, sem er
ágætt,“ sagði Vignir enn fremur.
G. Bender
8oo 7000 -svarar spurningum þinum um simann
„Hverrug eyk ég
f l u tn i rigsh raðann
á netinu?„
ÞJONUSTUMIÐSTOÐ SIMANS
7000
GJALDFRJÁLST WÓNUSTXJNÚMBR
Njóttu
sumarsins á
góðri dýnu
Góðar dýnur - tilvaldar á heimilið,
í bústaðinn eða tjaldvagninn.
Lystadún-Snæland býður upp á fjölbreytilegt
úrval dýna af öllum stærðum og gerðum sem
henta mjögvel fyrir heimilið, sumarbústaðinn
eða útileguna í sumar. Þú lætur okkur vita
hvað þig vantar og við eigum það til eða
sníðum það fyrir þig.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 08-22 OG UM HELGAR KL. 10-17.