Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998 Spurt á Blönduósi Hver veröa kosningaúr- slitin á Blönduósi? Lárus Jónsson deildarstjóri: Á-listinn og D-listinn fá tvo menn en H-listinn þrjá, þetta getur ekki farið öðruvísi. Stefán Berndsen smiður: Á- listinn fær 3 menn en hinir tvo hvor. Valdimar Guðmannsson, form. Samstöðu: Á-listinn fær 3 menn en hinir listarnir tvo menn. Ég ætla að verða fyrsti varamaöur Á-list- ans. Þorvaldur G. Jónsson bóka- vörður: Á-listinn fær þrjá menn kjöma en hinir listarnir tvo hvor. Unnur Kristjánsdóttir kenn- ari: Vonandi verða úrslitin góö og við fáum gott fólk í bæjar- stjóm, ekki síst konur. Elva B. Harðardóttir nemi: Á-listinn vinnur, hann er með besta fólkið og mesta metnaðinn. Sveitarstjórnarkosningar 1998 Kosningarnar á Blönduósi: Atvinnu- og skóla- málin I brennidepli DV, Akureyri: Atvinnu- og skólamál virðast vera þau mál sem helst verður tekist á um í kosningunum til bæjar- stjórnar Blönduóss 23. maí. Reyndar virðist ekki mikill meiningarmunur milli framboðanna þriggja í þess- um málum né öðrum, og á framboðsfundum þar í bæ á næstunni muni menn frek- ar takast á um áherslur og leiðir í hinum ýmsu málum en beinar stefnur. í kosningunum 1994 komu fram fjórir framboðs- listar á Blönduósi, Sjálf- stæðisflokkurinn fékk þá 2 bæjarfulltrúa, H-listi vinstri manna og óháðra fékk þrjá bæjarfulltrúa, K- listi og F-listi fengu einn bæjarfulltrúa en þau fram- boð voru kölluð „klofnings- framboð". Sjálfstæðisflokk- ur og H-listinn mynduðu meirihluta að kosningum loknum. Eins og viða um land ber skólamálin einna hæst á Blönduósi, en nú er i fyrsta skipti kos- iö til sveitarstjórna eftir yfirtöku sveitarfélaganna á grunnskólunum. Á Blönduósi munu menn einnig ræða stöðuna í atvinnumálunum en þar er staða bæjarfélagsins fremur slæm þannig að fé til framkvæmda er af skornum skammti. Það er því viðbú- ið að tekist verði á um framkvæmda- röð og áherslur fremur en annað, og D: 26,3% H: 14,8% F: 36,2% K: 22,7% Gott samstarf viö H-listann „Skólamálin eru þau mál sem við leggjum mesta áherslu á, við viljum koma skólanum hér í fremstu röð skóla hér á svæð- inu, bæði skóla- starfinu sjálfu og stefnunni, og efla samstarf heimila og skóla. Þetta er mál sem brennur á fólki í dag eftir að sveitarfélagið . . _ „ tók við skóla- A9ust p;.Bra9f son, oddviti D- listans. DV-myndir gk starfinu," segir Ágúst Þ. Braga- son sem skipar efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins. „í atvinmnnálunum leggjum við áherslu á að treysta þær forsendur sem þurfa að vera fyrir hendi. Við höfum unnið að því á yfirstand- andi kjörtímabili að laga aðstæður fyrir atvinnulífið. Við erum með lægstu gjöld á atvinnulífið sem gerist á Norðurlandi og viljum hafa þær forsendur að fyrirtæki sjái sér hag í því að hefja hér starf- semi og starfa af krafti. Atvinnuástandið hefur verið betra hér allt kjörtímabilið en það er nú en við sjáum jákvæða hluti fram undan og erum að vinna að því hörðum höndum að koma fiskvinnslunni I gang aftur. Það kann því svo að fara að hér vanti fólk á næstunni frekar en hitt. Það hefur ekki verið mikill ágreiningur milli manna sem starfa hér að bæjarmálum. Sam- starf okkar við H-listann í bæjar- stjóm hefur verið afar gott og ekki ágreiningur. Minnihlutinn hefur hins vegar verið máttlaus og ekk- ert lagt til málanna. Hann hefur setið hjá allt kjörtímabilið," segir Ágúst. Atvinnumálin eru áfram áherslumál „Aðaláherslu- mál H-listans á komandi kjör- tímabili eru áfram atvinnumál eins og verið hef- ur, þau brenna þyngst á fólki,“ segir Pétur A. Pét- ursson en hann skipar efsta sætið p®*ur Péturs- á H-lista. son> oddviti H- „í öðru lagi eru listans. það skólamálin en þeim málum þarf að koma i betra horf en verið hefur og við munum leggja okkur fram um að svo megi verða. Hér er verið að skipta um skólastjóra í annað skipti á tveimur árum og það er óásættanlegt þar sem ekki kemur festa í starfið ef svo ört er skipt um æðsta stjórnanda. I þriðja lagi eru það fráveitumál. Við höfum látið vinna áætlun um fráveitumál bæjarins og sú áætlun hefur verið samþykkt af umhverfis- ráðuneytinu. Áætluninni á að vera lokið árið 2005 sem þýðir að þá verða engar útrásir í bænum og allt skólp fer í hreinsistöð og þaðan með Blöndu til sjávar. Við leggjum áherslu á að flýta þessum fram- kvæmdum en þær kosta alls um 80 milljónir króna. Samstarf okkar við Sjálfstæðis- flokkinn í meirihluta hefur gengið mjög vel á kjörtímabilinu og reynd- ar allt samstarf innan bæjarstjóm- ar. Það hefur ríkt hér einhugur og vonandi verður svo áfram.“ Pétur segir að H-listinn, sem hef- ur 3 bæjarfulltrúa, stefni að því að halda sínum hlut. „Það verður þó hart að okkur sótt og ljóst að við þurfum á öllum okkar liðsstyrk að halda,“ segir Pétur. D-listinn: Á-listinn: H-listinn: 1. Ágúst Þór Bragason 1. Sturla Þórðarson 1. Pétur A. Pétursson bæjarfulltrúi. tannlæknir. bæjarfulltrúi. 2. Vigdís E. Guðbrandsdóttir 2. Jóhanna G. Jónasdóttir 2. Hjördis Blöndal, afgreiðslukona. leikskólastjóri. starfsmaður HAH. 3. Þorsteinn K. Jónsson 3. Þórdis Hjálmarsdóttir 3. Gestur Þórarinsson bifreiðarstjóri. aöalbókari. bæjarfulltrúi. 4. Gróa M. Einarsdóttir 4. Valdimar Guðmannsson, 4. Helgi Árnason verslunarmaöur. form. Samstööu. umboðsmaður. 5. Jón Sigurðsson 5. Björgvin Þórhallsson 5. Jórunn Sigurðardóttir ráðunautur. kennari. skrifstofumaður. 6. Bjami Pálsson 6. Helga J. Andrésdóttir 6. Eva H. Pétursdóttir vélamaður. bankamaður. húsmóöir. 7. Andrés I. Leifsson 7. Sigríður Þ. Sigurðardóttir 7. Hafsteinn Pétursson bifvélavirki. nemi. rafverktaki. að sjálfsögðu munu Blönduósingar taka afstöðu til einstaklinga á fram- boðslistunum eins og viða gerist. - gk Frekar spurn- ing um fram- kvæmdaröð „Ég held að menn séu hér yfirleitt sammála um flest helstu mál. Auðvitað er alltaf kosið um flármagnsstjórnun- ina, en staða bæjar- ins er ekki góð þótt ekki sé heldur hægt að segja að hún sé slæm. En það er lít- ið um fram- kvæmdafé," segir Sturla Þórðarson, en hann skipar efsta sæti Á-listans, lista Hnjúka. Sturla Þórðar- „Fé bæjarins er son, oddviti Á- mikið bundið í af- listans. borgunum af lánum þannig að það er ekki um mikið að rífast hér, þetta er frekar spuming um framkvæmdaröð. Draumamál hjá okkur er sundlaug, okkur vantar góða sundlaug en hvenær við höfum ráð á að fara í þá fram- kvæmd verður að koma í ljós. Það vilja allir tryggja atvinnu. Við höfum oft heyrt frá Sjálfstæðisflokkn- um að bærinn eigi ekki að leggja fjár- magn beint í atvinnumál en svo gerir hann það alltaf. Hér er ávallt uppi vamarbarátta og menn standa frammi fyrir vandamálum sem verður að leysa.“ Sturla segist telja að Blönduósingar vilji flestir sameiningu sveitarfélaga í A-Húnavatnssýslu. „Ýmsir sveita- hreppar vilja það ekki og það fer að verða spuming hvernig við bregðumst við því. Við störfum með hreppunum í héraðsnefnd og það samstarf gengur ekki hnökralaust. Það er spurning hvenær við endurskoðum það sam- starf. Það fólk sem gefur kost á sér til að starfa að bæjarmálunum vill allt vel. Þar er þó áherslumunur, við viljum breyta skipuriti bæjarins og okkar áhersla mun meira tengjast skólamál- um og uppbyggingu á þeim vettvangi. Kosningamar eru líka spurning um persónur og við bjóðum upp á góðan lista þar sem eru 9 konur á móti 5 körl- um,“ segir Sturla. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.