Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 6
6 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 JDV útlönd Stuttar fréttir Meira lýöræði í ESB Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, segir Dani stefiia að auknu lýðræði innan Evrópusambandsins, ESB. Rekinn af Jeltsín Borís Jeltsín Rússlandsforseti rak í gær yfirmann skattamála landsins, Alex- ander Potsjin- ok. Fyrrver- andi fjármála- ráðherra Rúss- lands, Borís Fyodorov, tók við starfi Potsjinoks. Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, sem hafa hvatt til strangari skattheimtu, tilkynntu í gær að Rússar gætu brátt fengið 670 milljóna dollara lán. Barry Goldwater látinn Barry Goldwater, fyrrum for- setaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, lést í gær, 89 ára að aldri. Goldwater bauð sig fram 1964 gegn Lyndon Johnson en tapaði. Ættingjarnir víkja Sonur og tengdasonur Suhartos, fyrrverandi Indónesíu- forseta, misstu embætti sín í gær. Þar með hafa allir ættingjar for- setans verið látnir taka pokann sinn. Berlusconi ákæröur ítalski stjórnarandstööuleiö- toginn Silvio Berlusconi var í gær ákærður fyrir að hafa falsaö reikninga til að leyna ólöglegum greiðslum. Múturnar áttu að tryggja að fótboltamaður skipti um félag. Þúsundir strandaglópar Öngþveiti rikti á flugvöllum á Spáni í gær eftir að um 200 flug- ferðum hafði verið aflýst. Flug- umsjónarmenn eiga í deilu um 1 samninga og höfðu hægt á vinnu | sinni. Lögga fundin sek Tyrkneskur dómstóll fann í gær sex lögreglumenn seka um að hafa valdið dauða háskóla- stúdents með barsmíðum. Louise fleygt út Bresk blöð greindu frá þvi í gær að lögmaður bresku barn- fóstrunnar Louise Wood- ward, Elaine Whit-field Sharp, hefði rekið hana af heimili sinu. Blaðið Mirror vitnaði í segul- bandsupptöku af samtali Sharp og vinar hennar þar sem lögmað- urinn lýsti Louise sem tvöfóldu skrímsli. Sharp, sem var hand- tekin fyrir ölvunarakstur fyrr í vikunni, neitar að hafa sagt við lögreglumann að hún teldi Lou- ise hafa myrt Matthew Eappen. Kauphallir erlendis: Sveiflur í Frankfurt Þau tíðindi gerðust helst í er- lendum kauphöllum í vikunni að hlutabréfavísitalan í Frankfurt náði hámarki á þessu ári síðastlið- inn þriðjudag, eða 5639 stigum. Daginn eftir féll hlutabréfaverð á ný þar sem ótti greip um sig á meðal fjárfesta vegna fjármála- óvissunnar í Rússlandi og Asíu. Á olíumarkaðnum hélst verðið áfram í lægri kantinum. Helstu framleiðsluríki heims halda áfram að dæla eldsneyti inn á markaðinn og finnst mörgum orðið nóg um. Ef fram heldur sem horfir fer að verða grundvöllur fyrir íslensku olíufélögin að lækka bensínverð til neytenda. Indlandssérfræöingur: Pakistanar gengu í gildru Indverja Pakistanar gengu í gildru Ind- verja. Enginn gleðst meir yfir til- raunasprengingum Pakistana með kjarnorkuvopn en Indverjar. Þetta er mat dansks sérfræðings í málefn- um Indlands, Jergens Dige Peder- sen, við Árósaháskóla. Samkvæmt frétt netútgáfú danska blaðsins Aktuelt er Pedersen sammála Bill Clinton Bandaríkjaforseta um að Pakistanar hafi með tilraunaspreng- ingum sínum misst af einstæöu tækifæri til að afla sér alþjóðlegs stuðnings og viðurkenningar. Það sé ekki einkennilegt að forsætisráð- herra Indlands, Atal Behari Vajpa- yee, hafi með ánægjusvip lýst því yfir að aðgerðir Pakistana réttlættu ákvörðun Indlands. Allt gangi sam- kvæmt áætlun Indlands. Bæði löndin verða nú beitt refsi- aðgerðum Bandaríkjanna og ann- arra Vesturlanda. Efnahagur Pakistans er hins veg- ar ekki jafn sveigjanlegur og efna- hagur Indlands. Þess vegna koma refsiaðgerðir harðar niður á Paki- stönum en Indverjum. Pakistanar eru mjög háðir lánum frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Pedersen telur að Vesturlöndum muni á einn eða annan hátt takast að fá Pakistan og Indland til að ger- ast aðilar að samningum um bann við tilraunum með kjamorkuvopn og dreifingu þeirra. Þar með helst það ójafnvægi sem ríkir milli Pakistans og Indlands á sviði kjam- orkuvopna. Indland hefur gífurlegt forskot á Pakistan. Eru Indverjar taldir geta framleitt 100 kjarnorku- sprengjur en Pakistanar 10. Forsætisráðherra Indlands sagði á þingi í gær að Indverjar litu ekki á tilraunasprengingar Pakistana sem ógnun við öryggi þjóðarinnar. „Við ætlum ekki að taka þátt í vopnakapphlaupi," sagði forsætis- ráðherrann. í yfirlýsingu ríkisstjómar Pakist- ans, sem gefin var út í gær, sagði að Pakistanar myndu aldrei nota kjarnorkuvopn í árásarskyni. Þau væru aðeins til vamar landinu. Hvatti utanríkisráðherra Pakistans, Shamshad Ahmad, öll ríki heims til að sameinast í að tryggja frið í Suð- ur-Asíu í kjölfar tilraunasprenging- anna með kjamorkuvopn. Moskvubúi kaupir vodkaflösku af götusala. Fjöldi Rússa reynir að auka tekjur sínar meö því aö selja áfengi og sígarettur á götum úti. Símamynd Reuter 200 þúsund aukatonn DV, Ósló: Þorskafli ársins í Noregi verður 200 þúsund tonnum meiri en fiskifræðingar telja ráðlegt. Peter Angelsen sjávarútvegsráðherra ætlar ekki að skerða kvóta ársins þrátt fyrir alvarlegar viðvaranir fiskifræðinga sem segja að þorskkvóti ársins eigi að réttu lagi að vera 450 þúsund tonn en ekki 654 þúsund tonn. Ákvörðun Angelsens kemur ekki á óvart. Ef hann hefði fariö að ráðum fiskifræðinga hefði lítill sem enginn þorskur borist á land það sem eftir er árs. Það hefði þýtt fjöldaatvinnuleysi í byggðum Norður-Noregs og bátur Angelsens sjálfs og sona hans hefði verið bundinn við bryggju til áramóta. Ákvörðun Angelsens hefur verið tekið með fógnuði af útgerðar- og sjómönnum en meðal fiskifræðinga er því haldið fram að aðeins sé verið að fresta vandanum til næsta árs og gera hann enn stærri. Tvær minningar- athafnir um Díönu neitaði í gær fréttum um að ágreiningur ríkti milli ættingja Díönu prinsessu og konungsfiöl- skyldunnar vegna minn- ingarathafnar um hana á dánardægri hennar í ágúst. Konungsfiölskyldan mun halda minningarathöfn um Díönu við Balmoralkastala en systkini Díönu halda minningar- athöfn á ættarsetri fiölskyldunn- ar þar sem prinsessan var jarð- sett. Ákvörðunin var tekin eftir nánar viðræður við syni Díönu, Vilhjálm og Harry. Að sögn breskra fiölmiðla afþökkuðu prinsamir boð um að vera við minningarathöfnina hjá systkin- um Díönu. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Cherie kona hans munu verða viðstödd athöfnina við Balmoral. tV Viðræðum Færeyinga og Dana frestað Viðræðunum milli danskra og I færeyskra yfirvalda hefur verið | frestað þar til í þar næstu viku ; og verður fundurinn haldinn í í Kaupmannahöfn. Landstjórnin í J Færeyjum hafði óskað eftir því i að viðræðurnar mn skuldir Fær- j eyinga við Dani og kröfurnar ; vegna bankamálsins yrðu haldn- j ar í Þórshöfn. Poul Nyrup i Rasmussen, fbrsætisráðherra Danmerkur, hefur hins vegar ekki tíma til að fara til Færeyja. Færeysk yfirvöld hafa krafist 1,5 milljarða danskra króna í bætur vegna tapsins sem þjóðin | varð fyrir við yfirtöku Færeyja- banka frá Den Danske Bank. I Samkvæmt fréttum færeyska j sjónvarpsins bauð Mogens I Lykketoft, fiármálaráðherra Dan- merkur, Færeyingum aðeins : hálfan milljarð þegar hann var í ; Færeyjum í vikunni. Hann : hækkaði síðan boðið í 800 millj- ónir danskra króna. Synir Palme vildu ný réttarhöld Bræðuniir Márten og Joakim í Palme eru vonsviknir yfir úr- j skurði Hæstaréttar um að málið ; gegn Christer Pettersson verði j ekki tekið upp á ný. í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet segja bræðumir það álit sitt að ný sönnunargögn gegn Pettersson ; hefðu verið næg til endurupp- töku málsins. Segja þeir að móð- ir þeirra, Lisbet Palme, hafi strax í upphafi bent á Christer Pettersson sem morðingja föður þeirra, Olofs Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Telja bræðm’nir að ef fórnarlambið hefði verið einhver annar hefðu sönnunargögnin, sem þegar lágu fyrir 1989, átt að nægja til sakfell- j ingar. Hrapaði af fjórðu hæð á vegfaranda Tveggja ára telpa í New York, g Heydi Chica, fell út um glugga á I fiórðu hæð og lenti á fæti konu á 1 gangstétt fyrir neðan. Telpan 1 slapp með fótbrot og skrámur og j fótur konunnar, Alis Lopez, I bólgnaði. „Það var algjört krafta- j verk að hún skyldi lifa af faUið. 1 Ef þessi kona hefði ekki átt leið : fram hjá væri dóttir mín dáin,“ I sagði faðir Heydi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.