Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Page 26
26 (unglingar LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 I Kjartan Hljómsveit- in Sigur Rós gaf á síðasta ári út fyrstu plötu sína Von og var fyrir hana útnefnd Bjartasta von íslenskrar tónlistar. Liðsmenn sveitarinnar eru fjórir: Ágúst Ævar Gunnarsson, Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Kjartan Sveinsson. Það er mikið að gerast hjá sveit- inni þessa dagana en á næstunni kemur út plata með endurhljóðblönd- un á Von, þeir taka þátt í hátíðinni Popp í Reykjavík og von er á nýrri plötu fyrir næstu jól. að einhverju^ leyti frábrugðin^ fyrri verkum. „Þaö’ er samt ágætt að vera ekki með nein- ar yfirlýsingar því maður veit ekkert hvemig þetta kemur út á endanum. Það var kannski meira kæruleysi á Von,“ segir Jón Þór. okkur þegar við spil-’ um þá gætum við ekki spilaöN oftar. Það myndi alveg drepa okkur.“ „Maður sér oft úrbrædda tónlist- argæja á einhverjum pöbbum sem eru að drepast úr leiðindum og spila fyrir peninga," segir Jón Þór og Kjartan bætir við: „Ég held að maður sé ekki lengi að brenna út.“ Popp í Reykjavík Sveitarmenn em ánægðir með há- tíðina Popp í Reykjavík og segja að það sé mjög fagmannlega staðið að henni. „Þeir em ekki að þessu til áð græða heldur til að skilja eitthvað eftir sig. Þetta er uppsveifla fyrir ís- lenskt tónlistarlíf og góð kynning á Þótt Sigur Rós hafi hlotið mikið lof hefur sveitin, að mati margra, ekki komið oft ffam. „Okkur finnst við spila al- veg þrælmikið," segir Ágúst. „Við spilum ekki oft,“ segir Georg, „en við spilum því betur í hvert skipti. Af því að við gefum svo mikið af sjáifum Framtíðarpoppsveitin Sigur Rós: Gætum verið tennisklúbbur Sigur Rós hefúr ekki farið troðnar slóðir i tónlistinni sem er allt að því þunglyndisleg og lögin mjög löng. Lengsta lagið á Von er 13 mínútur. Platan sem kemur út fyrir jólin verð- ur með styttri lögum, 5-8 mínútna löngum. „Nýju lögin era heilsteypt- ari og það er allt önnur pæling á bak við þau,“ segir Georg. „Við verðum líklega með strengjasveit á næstu plötu," segir Jón Þór, „ætli það sé ekki það næsta sem við komumst Eurovision." Tímamótaverk Lögin verða yfirleitt til á æfingum fyrir tilviljun eða galdra. Þeir era nokkum veginn búnir með lögin en textamir era að mestu eftir. „Næsta plata verður „breakthrough 1 ís- Lenskri tónlistarsögu," segir Jón Þór. „Þegar tónlist er öðravisi tekur það smátíma fyrir fólk að venjast henni en þegar hún er komin upp í vana þá hættir það ekki,“ segir Ágúst og Jón Þór bætir við: „Ég held líka að unga kynslóðin sé búin að fá sig fúllsadda af síbyljunni og þessari mötun og fari að sækja í eitthvað spennandi." Tónlistin á nýju plötunni verður hin hliðin * 4- -é- „Þegar tónlist er öðruvísi tekur það smátíma fyrir fólk að venjast henni en þegar hún er komin upp í vana þá hættir það ekki.“ DV-myndir ÞÖK því. Þetta hjálpar okk- ur kannski að komast áffam," segir Jón Þór. „Við gerum tón- list" Þeir félagar segjast vera tónlistarmenn. „Við gerum tónlist. Við erum ógeðslega lélegir í viðtölum en við kunn- um að búa til tónlist og finnst það gaman. Það viljum við að fólk sjái við okkur,“ segir Kjart- an Sveinsson. „Ég held samt að Sig- ur Rós sé ekki bara tón- listin," segir Ágúst Ævar. „Við gætum al- veg eins verið tennis- klúbbur. Við gerum það sem við höfum áhuga á en vináttan er ótrúlega sterk. Sigur Rós helst miklu meira saman á vináttunni heldur en nokkum tíma tónlistinni, þó að tónlistin sé það sem við einbeitum okkur að.“ -sm Ólafur Grátar Ragnarsson af Diskólista komst í bæjarstjórn Árborgar: Vill hitta Hómer og Jón Gnarr „Það var að sjálfsögðu frábært hjá okkur að ná inn manni. Unga fólkið þarf að eiga sína fulltrúa í sveitarstjómum þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð þess,“ segir Ólafur Grétar Ragnarsson, oddviti Diskóhstans og starfsmaður Foss- nestis á Selfossi. Hann komst inn í bæjarstjóm Árborgar í kosningun- um um síðustu helgi, einn yngsti frambjóðandi landsins, aöeins 19 ára. Hann hlakkar til að taka sæti í bæjarstjóm en þar verður hann að öllum líkindum í minnihluta ásamt sameinuðum vinstrimönnum á Ár- borgarlistanum. Viö fáum hér að fræðast um hina hlið stjómmála- mannsins unga. -bjb Fullt nafn: Ólafúr Grétar Ragn- arsson. Fæðingardagur og ár: 24. febr- úar 1979. Maki: Sigrún Bragadóttir. Börn: Engin enn þá! Bifreið: MMC Eclipse, svartur sjarmör. Starf: Vaktstjóri hjá ESSO. Laun: Alltof lág. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Jahá, 5000 krónur í Happaþrennu Háskóla íslands. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera?Það er ekki hægt að segja frá þvi hér. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vakna snemma þegar ég er ekki útsofinn. Uppáhaldsmatur: Gott vínar- snitsel með frönskum kartöflum. Uppáhaldsdrykkur: Kalt öl. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Prins Nazeem Hamed, boxarinn knái. Uppáhaldstímarit: Bleikt og blátt og Séð og heyrt. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð, fyrir utan maka? Sólveig Lilja Guðmundsdóttir. Ertu hlynntur eða andvígur rlkisstjóminni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Hómer J. Simp- son (en það er víst ekki hægt) og Jón Gnarr. Uppáhaldsleikari: Jón Gnarr og Nicolas Cage. Þeir eru líka svo líkir! Uppáhaldsleikkona: Cameron Diaz. Uppáhaldssöngvari: Páll Óskar. Uppáhaldsstjómmálamaður: Ætli það sé ekki bara ég sjálfur! Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Hómer J. Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Grín og glens eins og Fóstbræður, Simpsons og Radíus-bræður. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Perlan er það langbesta sem ég hef prófað. Hvaða bók langar þig mest til að lesa? Mig langar að fara að klára 101 Reykjavík. Hver útvarpsrásanna flnnst þér best? FM 95.7 þegar það era ekki auglýsingar. Uppáhaldsútvarpsmaður: Valdimar Bragason plötusnúður. Hverja sjónvarpsstöðina horf- ir þú mest á? Hef ekki haft mik- inn tíma fyrir sjónvarp en annars er þaö Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bingó-Bjössi. Uppáhaldsskemmtistaður: LA Café. Ólafur Grétar Ragnarsson, einn yngsti frambjóöandinn sem náöi kjöri um síöustu helgi, aö störfum hjá Fossnesti á Selfossi. Tilbúinn í bæjarstjórn Árborgar sem fulltrúi Diskólistans. DV-mynd Kristján Einarsson Uppáhaldsfélag í íþróttum: betri bU, gifta mig, eignast börn og UMF Selfoss og Tottenham. lifa hamingjusömu lífi. Stefnir þú að einhverju sér- Hvað ætlar þú að gera i sum- stöku í framtíðinni? Eignast hús, arfríinu? Hvaða sumarfríi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.