Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Side 60
Tvctaldur i. viriníifgur *•£. mm XmeR Hmigurduy FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Finnur Ingólfsson. DV-mynd Daníel Rafmagni hleypt á Noröurál DV, Grundartanga: Straumprófanir fóru fram í álveri ■- Æforöuráls hf. á Grundartanga í gær og heimsóttu iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, Finnur Ingólfsson, ráðu- neytismenn og forráðamenn Lands- virkjunar svæðið en framleiðslan sjálf fer ekki af stað fyrr en 10. júní. „Tilfinningin er mjög góð, ekki síst i ljósi þess sem á undan er gengið. Það voru átök um stofnun þessa fyrirtæk- is en sem betur fer hefur dregið úr þeim. Þetta er að takast á ótrúlega skömmum tíma og gott ef þetta er ekki íslandsmet. Menn þekkja það ekki annars staðar í heiminum að : '^'ggingu hafi verið lokið á þrettán mánuðum frá þvi fyrsta skóflustung- an var tekin," sagði Finnur Ingólfs- son, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við DV á Grundartanga í gær. -DVÓ Spjallað við feg- urðardrottningu Spjallið heitir ný spjailrás á net- miðlinum Vísir.is sem opnar kl. 16 í dag, laugardag. Þá gefst gestum ein- stakt tækifæri til að spjalla við ný- kjörna fegurðardrottningu íslands en hún var krýnd á Broadway í gærkvöld. Leiðin inn á spjallrásina er einföld. Sláið inn slóðina _Výww.visir.is og smellið í SPJALL- lí). Sjá einnig bls. 15. -hlh Smáauglýsingadeild DV er opin í dag, laugardag, frá kl. 9-14. Lokað á morgun, hvítasunnudag. Opið verður á mánudag, annan í hvítasunnu, frá kl. 16-22. Blaðaafgreiðsla DV er opin laug- ardag, frá kl. 6-14. Lokað sunnudag og mánudag. Opið á þriðjudag, frá kl. 6-20. DV kemur næst út eldsnemma að morgni þriðjudagsins 2. júní. ^ Siminti er 550 5000. liipiill m WMBb. Æ ***** ' JjS Þessir brosmildu, blautu strákar úr Breiðagerðisskóla voru í skólaferðalagi við, eða öllu heldur, í Laugarvatni í vikunni og létu ekki fötin tefja sig við sund- iðkun. Skólasystkin þeirra á bryggjunni höfðu allan varann á og settu upp björgunarvestin þótt eitthvað virðist stelpurnar hafa þurft að tala um fyrir strákn- um að koma út í bátinn. Skólastarfi á íslandi lauk víðast hvar f vikunni og því ekki furða að börnin brosi breitt. DV-mynd E.ól. Siguröur Þórðarson ríkisendurskoðandi: Bankaráð lok- aði málinu Ríkisendurskoðun hefur á síðustu dögum sætt gagnrýni fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu í skýrslu 29. mars 1996 að fyllsta ástæða væri „fyrir bankaráð Landsbankans að láta kanna með einum eða öðrum hætti starfshætti fyrrum framkvæmdastjóra Lindar hf. og grípa síðan til viðeigandi ráðstafana" og hafa síðan fallist um- yrðalaust á niðurstöðu bankaráðs Landsbankans frá því í september sama ár, að ekkert skuli aðhafst frek- ar í málinu. DV spurði Sigurð Þórðar- son ríkisendurskoðanda um málið. - Af hverju lokar Ríkisendurskoðun Lindarmálinu með bréfi tO bankaráðs Landsbanka Islands þann 1. nóvember 1996 og ákveður að aðhafast ekkert frekar í málinu, í stað þess að nota sjálfstætt vald sitt til að setja málið í opinbera rannsókn eins og fyrri skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 29. mars 1996 hafði gefið tilefni til? „í skýrslu bankaráðs Landsbankans frá 26. september 1996 svarar banka- ráðið þeim hlutum sem við bentum á í fyrri skýrslu okkar og við svörum svo því í bréfi okkar, dagsettu 1. nóvem- ber, til bankaráðsins. Það sem skeður er að við fáum upplýsingar um að bankaráðið hafi tekið þetta mál tU um- fjöUunar og er með ákveðnar niður- stöður í því og við höfðum ekki nein- ar athugasemdir við þær. Svo einfalt er það.“ - En hefur Ríkisendurskoðun ekki sjálfstætt vald tU að taka þetta mál upp? „Þetta var greinargerð sem við sendum frá okkur og beiðni um hana kom frá bankaráðinu. Við vorum að skoða upplýsingar um ákveðin gögn sem þeir voru með tU umfjöllunar og vorum að segja okkar álit á því. Síðan tekur bankaráðið þetta tU umfjöllun- ar, tekur ákvarðanir, skýrir þær fyrir okkur og við höfum ekki athugasemd- ir við framgang málsins." - Haflð þið heimUd tU að fara fram á opinbera rannsókn, ef þið teljið ykk- ur verða vara við tUefni tU slíks í at- hugunum ykkar á fyrirtækjum? „Við gætum gert það.“ - Þannig að þið hlítið þarna niður- stöðu bankaráðs: „Við hlítum ekkert niðurstöðu eins eða neins! Við bara metum það hvaða afstöðu stjóm og bankaráð Landsbankans tók tU þess- ara efnisatriða sem voru til umfjöllun- ar.“ - En þið voruð búnú að leggja sjálf- stætt mat á málið í fyrri skýrslu: „í fyrri skýrslunni vomm við bara með ábendingar. Við sögðum að menn ættu að skoða málin nánar, sem bankaráðið gerði. Það kom með sínar ástæður íyrir að þeir vUdu gera hlut- ina með þessum hætti." - Komu tU einhver pólitísk afskipti eða þrýstingur á Ríkisendurskoðun við afgreiðslu þessa máls eins og Sverrir Hermannsson, fyrrum banka- stjóri, heldur fram í Morgunblaðinu í dag? „Sverrir Hermannsson má hafa skoðanir á þessu eins og mér og öUu öðm sem viðkemur stofnuninni og ég læt það kjurt liggja. Hann er ekki Guð í mínum huga,“ sagði Sigurður. -phh Helgarveðrið: Blíða suðvest- anlands Um hvítasunnuhelgina verður hið faUegasta veður á Suður- og Vesturlandi og er búist við að léttskýjað verði aUa helgina. Hlýtt verður að deginum en frem- ur svalt að næturlagi. Um helgina verður fremur svalt á Vestfjörðum. Inn til landsins getur þó orðið ágætt veður en fremur svalt. Svalt verð- ur á Norðausturlandi. Þegar líða tekur á helgina verða norðaustan 3-5 vindstig á öUu landinu. Veðrið í dag er á bls. 65. Lenti undir heyrúllu: Stúlkan slapp ótrúlega vel - segir faðirinn 7 ára stúlka slapp ótrúlega vel eft- ir að hún lenti undir tæplega 400 kUóa heyrúUu. Slysið átti sér stað á þriðjudag á bænum RaufarfeUi við HvolsvöU. „Ég var nýbúinn að taka heyrúUu úr stæðunni sem er á hlaðinu. Stúlk- an og bróðir hennar voru að leika sér þarna við stæðuna. Þá datt rúUa úr stæðunni og fór yfir stúlkuna. Ég var staddur þarna rétt hjá og brá auðvitað mjög mikið. Ég og konan mín vorum eðlUega mjög hrædd um að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir hana. Sem hetur fer var það ekki og ég tel að hún hafi sloppið ótrúlega vel miðað við að þessar rúU- ur eru tæplega 400 kUó að þyngd,“ segir Kristinn Stefánsson, faðir sfúlkunnar. Hún var send á Sjúkra- hús Reykjavíkur en hún kom heim á RaufarfeU í fyrrakvöld. „Stúlkan fann strax tU í bakinu eftir slysið. Við fórum með hana á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar var hún sett í röntgenmyndatökur. Sam- kvæmt niðurstöðum úr þeim er hún með mar á mjóhryggnum en hún slapp við beinbrot. Þetta er hættuleg- ur leikstaður og maður hefur bent börnunum á það. Hins vegar er það mín sök að hafa ekki gengið betur frá heyrúUunni i stæðunni.,“ segir Kristinn. -RR SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐVR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.