Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 Neytendur Skipulag garðsins Hverjir af eftirtöldum þáttum skipta máli? (1) Er náttúrulegur gróður á lóðinni sem er þess virði að varðveita? (2) Eru klappir eða stórir steinar á lóðinni sem hægt er að fella að skipulaginu? (3) Er æskilegra að hafa möl og grjót en grasflöt og annan gróður? (4) Hvað með fjölærar plönt- ur/skrautjurtir? Munið að þær þurfa talsverða um- hirðu! (5) Á garðurinn að vera eins auðveldur í umhirðu og hægt er? Lífgaö upp á garðinn: Erlendur garðagróður Nú er rétti tíminn til þess að lífga upp á garðinn. Ekki eru þó allir til- búnir að eyða fáum sólardögum sumarsins við garðyrkju og arfa- tínslu. En þeir sem ekki eru með grænar fingur þurfa ekki að ör- vænta því garðinn má prýða með ýmsum plöntum sem ekki þarf mik- ið að hafa fyrir. Hafsteinn Hafliðason, garðyrkju- fræðingur hjá Blómavali, er hafsjór af fróðleik um allt sem viðkemur garðinum. Að þessu sinni fjallar Hafsteinn um svokölluð tröpputré sem ekki þarf mikið að hafa fyrir en eru þó sannkölluð garðaprýði. Falleg tröpputré „Tröpputré eru erlend aö upp- runa. Þú setur trén bara út á tröppur hjá þér, út á verönd eða hvert sem er. Þess vegna geturðu haft röð heim að húsinu, ef þú vilt vera svakalega flottur á því. Síðan standa þessi tré alveg fram á næsta vor, þó að aðeins séu þau farin að láta á sjá seinnipart vetr- ar. Þetta er eins og blómvöndur sem endist í ár og getur staðið úti,“ segir Hafsteinn. Enn fremur segir Hafsteinn að það sé allt náttúrulegt við trén, nema hann grunar að trén langi ekkert svakalega í þessar veður- farslegu hremmingar héma hjá okkur: „Þau vilja áreiðanlega vera bara heima í Hollandi, þar sem veðrið er mun blíðara, en þau láta sig hafa það,“ segir Hafsteinn og glottir við tönn. „Þetta er eins og blómvöndur sem endist í ár,“ segir Hafsteinn Hafliöason hjá Blómavali um tröpputrén. DV-mynd ÞÖK Suðræn áhrif Hægt er að kaupa tröpputrén í Blómavali og verðið er á bilinu fjög- ur þúsund og upp í tuttugu þúsund krónur. Verðið fer eftir stærð trjánna sem getur verið allt frá fjör- tíu sentímetrum upp í tvo metra. Þessi tré vekja mikla athygli að sögn Hafsteins og hann segir að sí- græni gróðurinn lifgi svo upp á ís- lenskt berangur að hreinlega sé hægt að tala um að landið færist suður á bóginn. -þhs/glm (6) Hvað með stóra grasflöt, m.a. til leikja? (7) Göngustígar, hellulögö svæði, malarsvæði eða ann- að? (8) Þarf stór svæði til sól- baða og/eða til að borða úti? (9) Þarf að afmarka sérstakt leiksvæði? (10) Hvað með litla tjöm, gosbrunn eöa heitan pott? (11) Gróðurhús/gróðurskáli - er áhugi og tími til rækt- unar? (12) Er útsýni sem ekki má byrgja? (13) Þarf að byrgja vegfar- endum og nágrönnum sýn inn í garðinn? (14) Hvar er besta skjólið? (15) Á að hafa matjurtabeð eða berjarunna og safn- haug? (16) Er þörf á snúrum, þó ekki sé til annars en að viðra fot o.fl.? (17) Sorp, hve margar tunn- ur þarf? (18) Á að vera með færanlegt eða varanlegt grill, fast viö dvalarsvæði? (19) Fánastöng? (20) Er hægt aö koma fyrir hólum og hæðum (brekk- um/stöllum)? (21) Er snjóbræðsla æskileg? Hvar? (22) Á að vera með útOýs- ingu? (Stuðst við Garðinn, hug- myndir að skipulagi og efn- isvali. Garðyrkjufélag ís- lands, 1995.) Klifurplöntur Bergflétta er sú klifurjurt sem festir sig utan á steinhús. Klifurplöntur utan á íslenskum húsum eru e.t.v. ekki jafn algeng sjón og í mörgum öðram löndum. Skiptar skoðanir eru á fagurfræðilegu gildi klifurjurtanna. Sumum finnst fátt feg- urra en fagurgræn hús umvafin klif- urjurtum en aðrir láta sumarblóm duga. Hér á eftir fylgja því fróðleiksmolar um klifurjurtir fyrir þá sem vilja fegra garð og híbýli sín með slíkum jurtum. Harögerö bergflétta í mörgum tilfellum eru klifur- plöntur punkturinn yfir i-ið, bæði hvað varðar hús og garða. Bergflétta (Hedrea helix) er sú klifurjurt sem festir sig utan á steinhús og setur hún sannarlega óvenjulegan svip á húsið. Til eru tvær tegundir af berg- fléttu; annars vegar með smáu laufí og hins vegar með stærra laufi. Bergfléttan er sígræn og harðgerð. Blöðin geta þó sviðnað ef norðan- vindar era miklir og langvarandi. Bergfléttan, sem getur orðið allt að 10 metra há, gerir sannarlega gagn og verndar húsveggi fyrir veðrun. Heppilegast er að setja bergfléttu á veggi sem snúa í vestur og jafnvel austur- og norðurveggi þar sem plant- an getur brunnið þegar sólin skín á suðurveggi. Nauðsynlegt er aö vefja vír utan um skógartopp sem plantan getur vafiö sig utan um. Blómstrandi skógartoppur Nauðsynlegt er að vefja vír utan um skógartopp (Lonicera periclymen- um) sem plantan getur vafið sig utan um. Um 5 sm bil þarf að vera á milli veggjarins og vírsins. Skógartoppur, sem fellir laufin á haustin, blómstrar gulleitum blómum sem ilma vel. Ekki þykir heppilegt að hafa skógartopp í norðurhluta garðsins þar sem hann á það til að blómstra minna auk þess sem hætta er á að hann kali. Humall og sóley Einnig þarf að vefja vír utan um klifurjurtina humal. Humallinn er íjölær jurt sem fellir blöð á haustin. Hann nær þó talsverðum vexti á sumrin og getur orið um fjórir metr- ar. Humall þolir bæði skugga og sól. Bjarmasóley (Clematis tangutica) er ekki mjög algeng en hún þrífst þó við rétt skilyrði. Ef sól og hiti er nægj- anlegur blómstrar hún gulum blóm- um. Nauðsynlegt er að vefja vir utan um bjarmasóleyna. -SJ Mark 2500 1066,43 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.