Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 15 0 fánafjöld! Fáninn hátt, og raðir þéttar skapa ... Svo byrjar fyrsta erindið í óðnum til fánans eftir Þjóðverjann Horst Wessel ef pistilhöfund- ur man rétt. En Wessel var leiðtogi þjóðernis- sinna i Berlín á upp- gangstímum Þýska- lands uns kommúnist- ar skutu hann til hana á kaffihúsi eins og ís- lenska skáldið Guð- mund Kamban. Eftir Wessel liggja frægir baráttusöngvar og eru sungnir víða um heim við betri tækifæri þó yfirvöld á Vestur- löndum hafi ekki hátt um höfundinn frekar en aðra landa hans frá þessum tíma. Fátt segir af þeim sigruðu Fyrir tæpum sextíu árum vildu Þjóðverjar sameina þýskar byggð- ir í Evrópu og heimtu aftur hluta Kjallarinn af Prússlandi frá Pólverjum. Bretar og Frakkar sogðu Þjóðverjum þá stríð á hendur og hófu seinna veraldar- stríð sem þýskir töpuðu. Frá striðslokum hafa sigurvegaramir marsérað um borg og bý til að halda upp á sigurinn. Fréttir berast af gömlum sigurvegur- um að skála fyrir sjálfum sér á víg- völlum Evrópu og þjóðhöfðingjar og heldri menn í heim- ———” sókn eru látnir leggja blóm á minn- ismerki um fallna sigurvegara. Gamlir stríðshestar em þjóðhetjur og söngvar þeirra þjóðsöngvar. Fátt segir hins vegar af þeim sigr- uðu. Austurvígstöðvamar vom í Eystrasaltsríkjum og Lettar börð- Asgeir Hannes Eiríksson verslunarmaöur ust með Þjóðverjum í eigin SS-her- deild. Lettland var þýskt riddara- hérað um aldir og borgin Riga í fremstu röð Hansaborga. Þúsundir ungra Letta féllu fyrir bolsévíkum eða hlutu örkuml. En þeim voru hvorki reistir bautasteinar eða „Lettland var þýskt riddarahérað um aldir og borgin Riga í fremstu röð Hansaborga. Þúsundir ungra Letta féllu fyrir bolsévíkum eða hlutu örkuml. En þeim voru hvorki reistir bautasteinar eða lagðir blómsveigar. “ lagðir blómsveigar. Minningin um hina sigruðu fær hvergi að lifa nema í kyrrþey hjá ástvinum sem eiga um sárt að binda. SS-dátar í Riga Pistilhöfundi hlýnaði því um Gamlir SS-dátar marséra í Riga, höfuöborg Lettlands. - Vottuöu föllnum félögum viröingu og rifjuöu upp sínar eigin minningar. hjartarætur þegar hundrað gamlir SS-dátar marséruðu í Riga fyrir skömmu og báðu engan mann af- sökunar. Vottuðu fóllnum félögum virðingu og rifjuðu upp sínar eig- in minningar. Vitaskuld eiga þess- ir öldungar sama rétt og aðrir gamlir dátar þrátt fyrir ósigur. Líf þeirra og dauði er sama fómin og aðrir menn færðu und- ir heraga og minning þeirra jafn dýrmæt og aðrar minningar. Sigur og ósigur skiptir ekki máli í því sambandi. En austur í Moskvu eru menn á öðru máli og köstuðu grjóti í sendiráð Letta vegna SS- öldunganna. í stríðslok afhentu Vesturlönd félaga sínum Stalín allan austur- hluta Evrópu vestur að Elbufljóti. Rauði herinn fór yfir þessi blóm- legu menn- ingarriki með eldi og brennisteini og kviksetti þjóðirnar í hálfa öld. Bældi niður vilja fólksins í Austur- Þýskalandi, Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu og víðar. Árið 1991 sigaði nóbelshafínn Gor- batsjov Rauða hemum á Eystrasaltsríkin og tugir Balta féllu í árásinni. Fyrsta maí ár hvert marséra þessi sömu herfylki á Rauða torg- inu svona rétt til að minna okkur Vesturlandabúa á sína fornaldar frægð. Ótaldir þýskir hermenn liggja grafnir á austurvíg- stöðvum álfunnar og á meðan leppstjórnir Sovétmanna réðu þar ríkjum fengu ástvinir ekki að hlúa að leiðum drengjanna sinna. Allir eiga um sárt að binda í hernaði og margir telja sig sjálfsagt eiga þýska hemum grátt að gjalda hálfri öld eftir stríðslok. Hafi Sovétríkin ver- ið í þeim hópi er Rauði herinn löngu búinn að jafha metin. Ásgeir Hannes Eirkíksson Fýrirmyndarríkið Á Pólsku götunni í Sóhó er sús- hí-staður sem heitir „Yo-Sushi“ og er afskaplega svalur og smartur. Við dymar tekur á móti manni (eða konum) ungur þjónn og vagn- róbot sem ber köld drykkjarfong og segist vera framtíðin. Þessir fé- lagar afhenda gestum bláan gúmmímatseðil og senda þá áfram með bláhærðri þjónustustúlku sem vísar fólki til sætis við stórt hringborð. Þar setjumst við há- hælaðar við eins konar barborð en ofan á því er færiband sem ferðast hringinn í kringum borðið, hlaðið litlum diskum með hráum fiski og hrísgrjónum, vandlega pakkað í svargræn söl. Diskarnir eru litamerktir eftir verði og síðan er þetta bara spurn- ingin um að giska á hvað er hvað; er þetta rauða þarna sneið af handarbaki kokksins eða makríll? og era þessir humarhalar enn á lífi eða var þetta bara hökt í færi- bandinu? og hvað með þessi appel- sínugulu augu milli þangveggja, horfa þau til baka, eða virðast þau bara gera það? Fyrir fótum okkar ferðast svo drykkjarfangaróbot- arnir, annar með karlkynsrödd og hinn kvenrödd og bjóða okkur vel- komnar til framtíðarinnar. Enda borgaði það sig ekki að klikka á kalda saki-inu úr plastdós róbots- ins, og að panta gamaldags heitt saki i postulmsflösku, því hún lak (í alvöru). Framtíö íslands Og þarna sá ég í einu vet-fangi (sbr. sjávarfang) framtíð íslands. Við erum stöðugt að leita leiða við að nýta betur og kynna okkar einstaka gæðafisk, auk þess sem það er mjög ákjósanlegt að höfða til jap- anskra ferða- manna. ísland mætti því auglýsa upp sem eins konar súshí-eyju, „Yo-Iceland“, en hringvegurinn hentar einstaklega vel fyrir færi- band af þessu tagi, þar sem sjá má fyrir sér marglita diska rúlla hjá og túr- hestana grípa sér snakk af og til. ísland sem einnar nætur erótískt ævin- týri stendur hér enn fyrir sínu, en súshí er ákaflega munúðugur matur eins og allir vita sem fundið hafa brimsölt ígulkerhrogn bráðna á hmgunni. Hvalveiðar kæmust aftur á blað, en hrár hvalur er mikill eð- almatur; hér væri hægt að nýta sér Keikó, með slagorð- um eins og „komið og smakkið á Keikó“, auk þess sem hægt væri að nýta trilluflotann og bjóða upp á rómantískar veiðiferðir þar sem fengurinn er snæddur á staðnum. Trillukarlamir yrðu all- ir sendir á súshí-námskeið og myndu dobbla sem kokkar. Sjávarútvegi borgið Sjávarútvegnum yrði borgið auk þess sem kvótaspumingin þurrkaðist út; hér em það gæði en ekki magn sem gilda. Þarna er líka komið kjörið tækifæri til að gleyma öllum þomamatarkrísum, með tilheyrandi þjóð- emisvitund og hella sér heils hugar út i alþjóðleikann. Súshí- færibandið yrði eins konar áþreifanlegt net eða vefur sem tengdi ísland alheim- inum, auk þess að spyrða fagurlega saman kynslóðabilin því öll hljótum við að geta sameinast um fiskinn. ísland er eftir allt land ferskleikans og hreinleikans, þar sem mengun er í lág- marki, loftið er tært og landslagið óvænt. Það er því furðulegt að ekki skuli enn hafa tekist að gera þessa eyju að ferðamannaparadís, líkt og Mallorka og Kanarí. En við meg- um ekki láta deigan síga, né láta válynd veður og kaldranalegar strandir spilla okkur sýn, framtið íslands liggur í fiskinum, líkt og fortíðin. Síðan tína túristamir saman di- skana sína og borga í tollinum á leiðinni úr landi. Úlfhildur Dagsdóttir „Súshí-færibandið yrði eins konar áþreifanlegt net eða vefur sem tengdi ísland alheiminum, auk þess að spyrða fagurlega saman kynslóðabilin, því öll hljótum við að geta sameinast um fiskinn.“ Kjallarinn Ulfhildur Dagsdóttir bókmenntafræöingur Með og á móti Hertar aðgerðir í að sekta og svipta menn ökuréttindum Skilar sér í fækkun slysa Sigurður Helgason, upplýslngafulltrúi Umferðarráös. „Þegar ríkislögreglustjóraembættið tók upp nýtt sektarinnheimtukerfi 1. janúar sl. var stigið stórt skref til að auka umferðaröryggi á íslandi. Ekki var látið þar við sitja heldur var kom ið samhliða á punktakerfi til að beita frekari viðurlögum gagnvart síbrota- mönnum í umferð- inni. Því til viðbót- ar vora allar sekt- arreglur skerptar um miðjan maí sl. með þvi að huga að ná settum mark- miðum í umferðar- öryggismálum. Hingað til hafa menn ekki þurft að kvarta um að hér á landi sé lögreglu- ríki. Hins vegar þurfa menn sem ekki fylgja lögum og reglum að átta sig á því að þeir eiga á hættu að lögregla hafl af þeim afskipti. Þeir sem aka raun hrað- ar en lög leyfa geta vænst þess að vera sektaðir og þeir sem lengst ganga í hraðakstri geta búist við þvi að verða sviptir ökuréttindum. Fyrir liggur, og svo hefur lengi verið, aö of mikill hraði veldur stórum hluta aivarlegustu slysa sem verða í umferðinni hér á landi. Það vita þeir sem staifa við öku- kennslu öðram betur. Hraðatakmörk eru oft á tiðum í efri mörkum. Óvíða í Evrópu er t.d. leyfður jafn mikill hraði á hliðstæðum vegum og hér á landi. Því miður hefur ekki verið nógu mikil festa í því hvenær lögregla hefur stöðv- að og sektað fyrir of hraðan akstur. Núna er á sama tíma verið að auka og efla eftirlit og sjá til þess að brotlegir borgi sektir. Ög víst er að þær skila sér i fækkun slysa.“ Nær ekki nokkurri átt „Mér finnst það alveg út í hött hvernig er verið að taka á þessum mál- um. Það er verið að sekta og svipta ökumenn í stóram stíl um þessar mundir á sama tíma og margir hlutir era í ólagi. Merkingar um hámarks- hraða eru t.d. víða illa settar upp og sums staðar ekki fyrir hendi. Fólk áttar sig ekki á því hvað má keyra hratt. Merkingar á sjálfum göhmum eru lika víða í ____________ ólagi. Það er verið sigurtur Gisiason, að banna fólki að shóiastjóri öku- keyra yfir heilar 5,1013 SG- línur. Síðan eru lín- umar sums staðar málaðar þannig að fólk kemst ekki hjá þvi að keyra yfir þær, t.d. ef það er að taka vinstri beygju. Hraðatakmörk eru víða of lág. Það er stóra yandamálið. Ég nefni sem dæmi Víkurveginn, þar sem hraðatak- mörk era 50 km en Ðestir keyra þar mun hraðar. Það er engin virðing fyr- ir hraðanum ef hámarkshraöi er víða settur á það stig sem almenningur sér að er óeðlilegt. í Ártúnsbrekkunni er nýbúið að fá í gegn með herkjum að hækka hámarkshraða í 70. Það er samt of lágt því flestir keyra kannski á 80-90 sem er i sjálfu sér eðlilegt, alla vega yfir sumárið. Síðan hellast núna yfir almenning harðar aðgerðir þar sem fólk er sektað og jafnvel svipt ökurétt- indum fyrir að aka of hratt. Þessi vinnubrögð ná ekki nokkurri átt, þ.e. að fara út í þessar aðgerðir á meðan svona margir hlutir eru í ólagi. Lög- regla, Umferðarráð og gatnamálastjóri þurfa að horfa á þetta í réttu ljósi og skoða heildarmyndina. Það þarf að koma mörgum hlutum í lag áður en svona sektaraðgerðir gegn almenningi hefjast. Ég get ekki séð að þetta skili árangri t.d. með fækkun slysa. Það væri frekar að senda þá ökumenn sem brjóta lögin á endurhæfingarnámskeið í tvö eða þrjú kvöld. Ég gæti tekið það að mér fyrir alla vega helmingi minni pening en sektirnar hljóða upp á, jafn- vel ókeypis fyrsta árið.“ -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.